NT - 29.03.1985, Side 24

NT - 29.03.1985, Side 24
-'V Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrirábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 : Vöruskiptajöfnuðurinn í febrúar: Innflutningur 723 millj- ónum meiri en útf lutningur ■ Vöruskiplajöfnuðurinn í febrúar 1985 var óhagstæöur um rúmar 723 milljónir króna en var hagstæður um tæpar 82 millj. króna í sama mánuði 1984, reiknaö á sama gengi bæði árin. í þessari viömiöun er reiknað út frá fob.verði bæði inn- og útflutnings. Ástæður hins mjög svo óhag- stæða vöruskiptajöfnuðar nú eru að mati Hagstofunnar þær helstar að útflutningur sjávar- afurða hafi aukist lítið á milli ára, eða um 4,6% reiknað á sama gengi bæði árin. Innflutn- ingur, sérstaklega olíu og vara til álverksmiðju hafi hins vegar aukist gífurlega, eða um 161% til álversins og olían um 120%. Aukning á almennum vöruinn- flutningi er tæp 19% milli ára, reiknað á gengi í febrúar 1985 bæði árin. Útkoman er miklu skárri ef litið er á fyrstu tvo mánuðina til samans. Vöruskiptajöfnuður- inn (fob/fob) varð þá óhagstæð- ur um 490 milljónir króna, sem er 89 milljónum meira en á sama tíma 1984 hvorutveggja reiknað á gengi þessa árs. Ut- flutningur hefur aukist um 31% milli ára, en innflutningurinn um 27% reiknað á föstu gengi. Vestfirskir sjómenn: Samninga- fundimmr frestað ■ Fyrirhuguðum samn- ingafundi með sjómanna- deildum Alþýðusambands Vestfjarða og Útvegs- mannafélaginu var frestað í gær vegna veðurs. Samn- inganefndarmenn af Vest- fjörðunum komust ekki til Isafjarðar og heldur ekki ríkissáttasemjari. Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn. Tölvuafgreiðsla Iðnaðar- bankans í Vörumarkaði: Viðskiptaráðherra vissi ekki að hún væri komin í gang ■ Steingrími Hermannssyni, forsætisráðhcrra, verða afhent þrjú stjórnarfrumvörp í dag. Frumvörpin eru samin af nefnd skipaðri af stjórnarflokkunuin og fjalla um stofnun Þróunarfé- lags íslands, Byggðastofnun, Framkvæmdasjóð og afnám laga um Framkvæmdastofnun. í frumvarpinu um Fróunarfé- lagið er gert ráð fyrir að stofnað verði félag með 200 ntilljón króna hlutafé, og Ieggi ríkið fram a.m.k. helming, og meira ef afgangurinn selst ekki. Reiknað er með að aðrir hlut- hafar verði bankar, tryggingafé- lög, fyrirtæki, almenninguro.fi. Reikna má með að Þróunarfé- lagið muni hafa verulegan hluta þeirra 500 milljóna, seni á láns- fjáráætlun eru ætlaðar til ný- sköpunar í atvinnulífinu, til ráð- stöfunar, en félaginu er ætlað að styðja rannsóknir og nýsköp- un í atvinnulífinu. Guðmundur G. Þórarinsson. einn nefndarmanna sem sömdu frumvörpin, sagði í samtali við NT að nefndin reiknaði með að leggja fram frumvörp um Bún- aðarsjóð, Sjávarútvegssjóð og Iðnaðarsjóð strax eftir páska. Þannig yrðu sjóðir atvinnuveg- anna sameinaðir í þrjá, og ýms- um reglum þeirra breytt. Þá er í bígerð frumvarp um Eignarhaldsfyrirtæki ríkisins sem mun m.a. samræma arð- semiskröfur ríkisins til þeirra fyrirtækja sem ríkið á hlut í. Veðrið um helgina Þróunarfélagið: Nálega 500 milljonir króna til ráðstöfunar Fékk aðsvif undir stýri ■ Stór Volvo vörubifreið lenti á þremur kyrrstæðum bílum scm stóðu á bílastæði í Ármúla í gærmorgun. Tildrög slyssins voru þau að ökumaöur vörubifrciðarinnar fékk aðsvif í bifreiö- inni og missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn rann stjórnlaust yfír á andstæðan vegarhelming, og þaðan inn á bílastæði. Ökumaður vörubifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Miklar skemmdir urðu á bílunum þremur. nt mynd ge Það verður norð- austan strekkingur um mest allt land um helgina, nokk- urn veginn bjart sunnanlands- og vestan en skýjað og éljagangur á Norður-og Austur- landi. Hiti verður alls staðar undir frostmarki. ■ „Mér var ekki tilkynnt um, að þetta væri komið í gang, en ég vissi að þetta var þarna,“ sagði Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra í samtali við NT í gær, þegar hann var spurð- ur um tölvuafgreiðslu Iðnaðar- bankans í húsakynnum Vöru- markaðarins á Seltjarnarnesi. Valur Valsson bankastjóri Iðnaðarbankans sagði í samtali við NT, að tölvuafgreiðsian hefði verið tekin í notkun á þriðjudag og viðskiptaráðherra hefði verið tilkynnt um það á miðvikudag. Matthías Á. Mathiesen sagði, að hann ætti von á umsögn Seðlabankans um mál þetta í dag og hann myndi þá úrskurða urn hvort starfsemi þessi væri háð leyfi. Uppsetningu tölvuafgreiðsl- unnar var frestað fyrir þremur vikum á meðan kannað væri hvort leyfi þyrfti fyrir starfsem- inni. Valur Valsson bankastjóri telur aftur á móti að svo þurfi ekki. Endanleg niðurstaða ætti að liggja fyrir í dag. Skreiðarkaupmenn aftur til Nigeríu ■ Sendinefnd íslenskra skreiðarkaupmanna kom til Nígeríu í gær, til þess að gera nýja tilraun til að fá innflutningsleyfi fyrir skreið til landsins. Nú er talið að skreið og hausar fyrir um 57 milljón- ir dollara, eða 2,4 millj- arða króna, liggi óseld í geymsium hér á landi. Þá skulda Nígeríumenn okkur enn nokkuð fyrir skreið síðan í fyrra. Nokkrar greiðslur hafa þó borist frá áramótum, og fékk Sambandið eina að upphæð 34 milljónir króna í vikunni.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.