NT - 04.04.1985, Blaðsíða 1

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 1
Sinubruni veldur miklu tjóni í BÚR Um 2500 fiskikassar brunnu ■ Eldur varð laus í fískreit hjá Bæjarútgerð Reykjavík- ur laust eftir hádegi í gær. Að sögn slökkviliðsmanna var eldur mikill, og hitastigið mun hærra en þegar hús brenna. Upptök eldsins má rekja til sinubruna sem börn höfðu kveikt í nágrenni fisk- reitsins. í fiskreitnum voru átta þúsund fiskkassar. Komst eldurinn*í þá og brunnu rúm- lega 2500 kassar, áður en tókst að ráða niðurlögum eldsins. Hver kassi kostar 400 kr. þannig að tjónið er verulegt. Slökkvistarf gekk greiðlega fyrir sig þegar næg- ur mannafli var kominn á staðinn. Slökkviliðinu barst til- kynning um eld í Bæjarút- gerðinni um hádegi og var þá tilkynnt um sinubruna og fór einn bíll á staðinn. Þegar hann kom á vettvang hafði eldurinn læst sig í kassastæð- una og stóð hún í björtu báli. Kallað var til frekara lið og tókst þá að slökkva eldinn. Kassarnir eru úr olíuefni og því skapaðist mikill hiti. Varð hann það mikill að rúður sprungu í næsta húsi. Erlingur Lúðvíksson varð- stjóri hjá slökkviliðinu sagði í samtali við NT að þetta væri dæmigert um það hvern- ig gæti farið þegar börn væru að kveikja í sinu við aðstæð- ur eins og verið hafa upp á síðkastið. Erlingur sagði að ef vind hreyfði, þegar jörð væri svona þurr, væri voðinn vís. NTóskar ðllum lands• mönnum gleðilegra páska og góðrar hvíldarí fríinu og minnirá, að blaðið kemur næst út miðviku■ daginn 10. apríl ■ Slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins í fískkössunum hjá Bæjarútgerðinni í gærdag. NT-mynd: Sverrir Kipptist til Siglu- fjörður ■ Lítilsháttar jarðskálfta varð vart á Siglufirði í fyrri- nótt á öðrum tímanum. Að sögn Ragnars Stefánssonar var skjálftinn 2,5 stig á richter og á upptök sín skammt vestur af Siglufirði. Hans varð aðeins vart á Sauðanesi og Hrauni í Fljótum. Sagði Ragnar að kippir sem þessu væru ekki óalgengir þarna og boðuðu engin stærri tíðindi. IStórsmygl í Hafnarfirði: Hraðbátur tekinn með 650 lítra af áfengi Togarinn Arinbjörn var eina skipið sem var að koma erlendis frá og lá fyrir utan ■ Lögreglan í Hafnar- firði og Toilgæsian góm- uðu í gærdag hraðbát í smábátahöfninni í Hafn- arfirði, með 650 líta af ólöglegu áfengi innan- borðs. Áfengið var á brúsum, 26 talsins, og innihélt hver brúsi 25 lítra af áfengi. Hraðbáturinn Drífa sem flutti áfengið, fór á sjó í gærmorgun og nokkrum tím- um síðar, þegar hann kom að landi, biðu tollarar og tveir lögregluþjónar úr Hafnar- firði á hafnarbakkanum. Bátsverjar á Drífu voru tveir, og hefur rannsóknar- lögregla ríkisins tekið málið í sínar hendur að beiðni tollgæsluyfirvalda. Tví- menningarnir voru við yfir- . heyrslur í gær, en ekki var vitað hvernig áfengisbirgð- irnar voru til komnar, eða hvaðan þær komu. Grunur leikur á að , áfeng- ið hafi komið úr skipi sem sigldi erlendis frá, en ekki hefur fengist staðfesting á þeim grun. Eina skipið sem lá fyrir utan í gærmorgun á leið til hafnar eftir siglingu erlendis frá var togarinn Arinbjörn, * en hann var að koma úr söluferð frá Þýskalandi. Arinbjörn lagðist síðan að bryggju eftir hádegi í gær. mm -SíepSSí ' '• IÍ1^^mbÍ96£$»tirhi&éy-n.-nvVnut»<cí«-íí-'';

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.