NT - 04.04.1985, Blaðsíða 29

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 29
Útlönd Fimmtudagur 4. aprll 1985 29 Énstenj Andstaða gegn tungumála- haid?r j þvingunum i Bandarikjunum pROMET 2,5 tonna áburðar- og kalkdreifarar Yerð aðeins kr. 110.000.- Síðustu forvöð að gera pantanir VtlillíV Bíldshöfða 8 - Símar 8-66-55 & 8-66-80 Washington-Reuter ■ Á undanförnum árum hefur notkun á ýmsum tungumálum innflytjenda og þá sérstaklega spænsku aukist mikiö í banda- rískum skólum, fjölmiölum og í opinberum skjölum á þeim stöðum þar sem innflvtjendur eru sem fjölmennastir. Sumir bandarískir stjórnmálamenn vilja snúa þessari þróun við og auka enskunotkun en talsmenn minnihlutahópa hafa lýst yfir eindreginni andstöðu við allar slíkar hugmyndir. Nokkrir íhaldsamir republik- anar hafa lagt til að stjórnar- skránni verði breytt þannig að notkun enskunnar sem opinbers ríkismáls verði stjórnarskrár- bundin. En frekar er talið ólík- legt að bandaríska þingið sam- þykki slíkar tillögur þar sem það hefur nóg að gera við að greiða úr efnahagsmálum. Nokkur bandarísk ríki hafa þó lýst því yfir að enska sé opinbert ríkismál. Þessi ríki eru Indiana. Kentucky, Virginia, Illinois og Nebraska. Talsmenn spænskumælandi innflytenda segja allar tungu- 'málaþvinganir brot gegn al- mennum mannréttindum ogtelja hreyfinguna fyrir því að Iög- binda ensku sem opinbert mál dæmi um kynþáttamisrétti. Baltasar Corrada, sem er full- trúi Puerto Rico í öldungadeild bandaríska þincsins, segir að þeir sem haldi því fram að Bandaríkin verði sterkari með því að nota ensku geti allt eins sagt að Bandaríkin verði sterk- ari ef þau verði gerð hvít. Hreyfingin fyrir því að gera ensku að lögboðnu máli stafar fyrst og fremst af því að á stórum svæðum í Bandaríkjun- um er spænska notuð jafnvel meira en cnska. Leiðtogar spænskumælandi Bandaríkja- manna neita því að nokkur ókostur fylgi því að nota fleiri en eitt tungumál í landinu og sporna fast við fótum gegn öll- um þvingunum talsmanna ensk- unnar. ■ Fráskildir karlmenn, at- vinnuleysingjar og innflytjendur verða oftar veikir en aðrir. hyggjast nú bæta heilsufar allra stétta en gæta verður þess að áróðurinn fyrir betra mataræði fylli þá ekki angist sem ekki hafa efni á því að kaupa hollari mat. Einmanaleikinn heilsuspillandi Börn tekjulágra fjölskyldna og þeirra sem eiga við félagsleg vandamál að stríða, innflytjendur, atvinnuleysingjar og fráskildir karlmenn sem búa einir fylla þá sænsku þjóðfélagshópa sem verða oftast veikir án þess að unnt sé að rekja veikindin til líkamlegra orsaka. Verkamenn og lágt sett starfsfólk í þjónustugreinum á það fremur á hættu en aðrir að verða hættulega veikt eða deyja skyndilega. Og nú ætlar sænska heilbirgð- isþjónustan að taka til sinna ráða og verða þingmenn að taka afstöðu til til- lagna sem boða mestu byltingu sem gerð hefur verið á heilbrigðiskerfinu um ára- tugaskeið. Á þriðja áratugnum var barist við ungbarnadauða, smitsjúkdóma og heilsu- spillandi húsnæði en nú stafar vandinn af atvinnuleysi, eiturlyfjanotkun og ein- manaleika. Sjúkdómar sem af þessu stafa nefnast „velferðarsjúkdómar" en ættu að kallast þveröfugu nafni, að áliti þeirra sem starfa við heilbrigðiskerfið. Og baráttan á að hefjast á baráttu gegn reykingum og fyrir bættu mataræði. Það á að hefja áróður um allt samfélagið og einnig á barnaheim- ilum og í skólum en gæta verður þess að þeir sem ekki hafa efni á að fylgja þeim góðu ráðum sem gefin verða fyllist ekki angist. Og það sem nú ógnar einkum heilsufari sænsku þjóðarinnar eru sem sagt heilsu- spillandi vinnustaðir, umferð, atvinnu- leysi, slæmar neysluvenjur, eiturlyfja- neysla og einmanaleiki. Plastvökvasteypa í eyðimerkurvegi? ■ Þýska fyrirtækið West- phalia hefur hafíð fjöldafram- leiðslu á vökvaplasti sem það segir tiivalið sem byggingarefni og slitlag á vegi sé því blandaö saman við venjulegan eyði- merkursand sem nóg er til af í mörgum þróunarlöndum. Vökvaplastið gengur undir nafn- inu Univest og það er sérstaklega ætlað sem byggingarefni og slitlag í þróunarlöndum til þess að lækka byggingarkostnað þar. Fram- leiðendur þess benda á að í þurrum eyðimörkum þurfi ekki að nota dýrmætt vatn við steypugerð ef vökvaplastið er notað og önnur steypiefni eru einnig óþörf að eyði- merkursandinum undanskildum. Með þessu móti megi spara allt að 50% af steypukostnaðinum. Vökvaplaststeypan var fyrst próf- uð í úthverfi Hamborgar í Vestur- Þýskalandi en nú hafa tvö háhýsi í Kaíró einnig verið byggð úr múr- steinum úr vökvaplaststeypu. HUSGÖGN OG INMRÉTTINGAR SUÐURLANDSBRAUT18 Ótrúlega lágt verð: Frá kr. 44.850.- í tauáklæði og frá kr. 67.500.- í leðuráklæði Gullfalleg ítölsk sófasett Margar gerðir nýkomnar J

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.