NT - 04.04.1985, Blaðsíða 28

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 28
• * 01 Fimmtudagur 4. apríl 1985 28 Utlönd Bretland: Fullir íhaldsdrengir ganga berserksgang London-Reuter ■ Hópur fullra ungmenna, sem styðja Margréti Thatcher forsætisráðherra Breta, gengu berserksgang í Loughbrough á Mið-Englandi þar sem þeir sátu þing Sambands íhaldsamra stúdenta nú síðastliðið mánu- dagskvöld. Filipseyjar: Glæpamenn krossfestir á föstudaginn langa Manila-Reuter ■Dæmdur morðingi og tveir þjóf- ar sveittust við það í gær að ljúka við þrjá trékrossa sem þeir verða krossfestir á í minngingu um dauða Jcsú Krists á föstudaginn langa. Fengelsisgaröurinn í rammgirtu fangelsi fyrir sunnan filipínsku höfuðborgina verður þeirra Gol- gata. Morðinginn verður negldur á sinn kross en þjófarnir verða festir með reipum á sína krossa sitt hvoru megin við morðingjann. Menn þessir eru meðal fjölda annarra Filipseyinga sem sýna guðrækni sína með því að láta binda sig eða negla á krossa eða með því að hýða sjálfa sig. Þessi helgihöfn cr hápunktur páskaföstunnar á Filipseyjum, eina kristna landinu í Asíu, þar sem 80% þjóðarinnar, sem er um 40 milljónir, eru rómversk kaþólsk. Kirkjan er lítt hrifin af guðrækni af þessu tagi, cn er ófær um að stöðva fjölda karlaog kvenna sem kjósa að líkja eins nákvæmlega og unnt er eftir þjáningum Krists. Fáir eru þó raunverulega negldir á krossa og þá aðeins í nokkrar sekúndur eða mínútur. En þeir sem hýða sig rífa líkama sína svo btóðið streymir er þeir berja sjálfa sig með bambusvöndum. Gerardo Calubag, dæmdur morðingi, eyddi nokkrum óþægi- legum klukkstundum á krossi í fyrra þegar félagar hans í fangels- inu krossfestu hann úti í garði en lentu svo í erfiðleikum með að ná honum niður aftur. „Ég hef hlakkað til þessa at- burðar,“ sagði Calubag sem ætlar að endurtaka krossfestinguna í Bilibid fangelsinu fyrir sunnan Manila á föstudaginn 'langa. „Ég mun gjalda fyrir syndir drengja þjóðfélagsins." Calubag, sem er 39 ára gamall, var dæmdur til dauða 1967 en dómnum var síðan breytt í l ífstíð- arfangelsi. Calubag er tattóveraður frá toppi til táar, eins og flestir félagar hans í fangelsinu. Snákur skríður um handleggi hans, á bakinu er eldspúandi dreki og bringuna ■ skreytir það sem lítur úr fyrir að vera Jesú Kristur með sólgleraugu. Á ennið er greypt nafn vinar hans, sem féll í átökum í fangels- inu, ásamt titlinum „morðingi". „Nöfn þeirra vina minna sem hafa látist í fangelsinu er tatóveruð á ýmsa staði á líkama mínum," sagði hann fréttamanni Reuters. Hann sagðist ennfremur safna skeggi til þess að reyna að líkjast Kristi svo helgiathöfnin yrði raun- verulegri í augum hinna 7.000 fanga, þ.á.m. 600 dauðadæmdra. „Ég myrti mann í átökum í fangelsinu fyrir mörgum árum og ég hef beðið guð um fyrirgefningu," sagði Calubag. „Mig langar til að gefa gott fordæmi og ætla því að gera þetta á hverju ári það sem eftir er fangelsisvistar minnar." Ungmennin brutu upp dyr, mölvuðu rúður, mökuðu mannaskít upp um veggi og svínuðu út á baðherbergjum Loughbrough-háskóla. Margir af stuðningsmönnum That- chers á breska á þinginu eru æfir yfir hegðun stúdentanna sem hafa fengið mikla styrki frá fhaldsflokknum. Skrílslæti íhaldsungmenn- anna komu sér einstaklega illa fyrir Margréti Thatcher sem nýlega skar upp herför gegn ólátum og skrílshætti knatt- spyrnuunnenda. John Gumm- er formaður íhaldsflokksins fór í fyrrakvöld til fundar við stúdenta til að áminna þá um að sýna meiri stillingu. Hann sagði að 30.000 punda (1,5 milljónir ísl. kr.) styrkur íhaldsflokksins við stúdenta yrði felldur niður vegna þessara atburða og einn af þingmönn- um íhaldsflokksins sagðist frekar vilja missa völdin en að ná þeim með stuðningi þessa skríls. Um sextíu félagar í Sam- bandi íhaldsstúdenta tóku þátt í skrílslátunum eftir drykkju- veislu í Loughbrough-háskóla. ■ Kim Dae-Jung (t.v.) og Kim Young-Sam eru helstu leiðtogar Nýja lýðrxðisflokksins í Kóreu sem nú er litlu minni en stjórnarflokkurinn, Lýðræðislegi réttlætisflokkur- inn. Báðir þykja þeir róttækir í andstöðu sinni við stjórnvöld en Kim Dae-Jung þó róttækari enda var hann lengi í útlegð í Bandaríkjunuin. Stjórnarandstaðan í S-Kóreu sameinast Seoul-Reuter ■ Leiðtogar Lýðræðis- flokksins í Kóreu skýrðu frá því í gær að þeir myndu sameina flokk sinn Nýja iýð- ræðisflokknum sem er undir forystu Kim Dae-Jung og Kim Young-Sam. Eftir sameininguna mun flokkurinn hafa samtals 106 þingsæti af 276 á þinginu í Suður-Kóreu eru stjórnar- flokkurinn.Lýðræðislegi rétt- lætisflokkurinn, hefur 148 þingsæti. Skömmu áður en formaður Lýðræðisflokksins lýsti yfir sameiningu flokks- ins við Nýja lýðræðisflokks- ins höfðu 20 af 35 þingmönn- um hans gengið yfir til Nýja lýðræðisflokksins með það fyrir augum að þvinga fram sameiningu. FERMINGARGIAFIR BIBLIAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLIUFELAG <f*>i ibbr aiibööt of 11 Hallgrímskirkja Reykjavfk simi 17805 opiÖ3-5e.h. Nýi. lýðræðisflokkurinn hafði í frammi mun harðari stjórnarandstöðu og gagn- rýni á stjórnvöld en Lýðræð- isflokkurinn fyrir kosning- arnar í seinasta mánuði. Rót- tækni flokksins átti greini- lega hijómgrunn meðal kjós- enda og flokkurinn fékk 71 þingsæti í kosningunum þótt hann væri nýstofnaður. For- maður Lýðræðisflokksins, Cho Yun-Hyong, sagði á blaðamannafundi í gær að ákvörðun flokksins um að sameinast Nýja lýðræðis- flokknum endurspeglaði ósk almennings um sterkari stjórnarandstöðu sem berð- ist fyrir því að lýðræði yrði komið á að fullu í Suður- Kóreu. Aðgerðir gegn aínsmygli La Paz-Reuter ■ Hernan Siles Zuazo forseti Bólivíu hefur mótmælt því harka- lega sem bandarískur öldunga- deildarþingmaður hélt fram ný- lega að Bólivíumenn standi sig ekki nægjanlega vel í baráttunni gegn kókaínsmyglurum. Siles Zuazo segir að lögreglan hafi nú í vikunni gert upptæk 1.260 kíló af kókaíni, handtekið fjö'lda manns og náð miklu magni vopna og nokkrum farartækjum sem eiturlyfjasmyglarar hafi notað. Hann segir að þetta sanni einlægni Bólivíustjórnar í barátt- unni gegn kókaínversluninni. Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Paula Hawkins sagði í seinustu viku að hún myndi leggja fram frumvarp um að draga úr efnahagsstuðningi Bandaríkja- manna við Bólivíumenn ef hinir síðarnefndu sýndu ekki meiri framtakssemi í baráttunni við eit- urlyfjasmyglara. ■ Fairmount-hótel í Texas er dregið uin miðborg Sgn Antonio-borgar. símam.viid-POLFOTO Hótel á hjólum San Anlonio-Reuter ■ Nú í vikunni hafa staðið yfir miklir og óvenjulegir flutningar í borginni San Antonio í Texas í Bandaríkj- unum. Kranabílar hafa dregið 1,4 miiljón kílóa hótel um miðborgina á nýtt hótelstæði þar sem því er ætlað að standa. Hótelið, sem heitir Fairmont, var byggt árið 1906. Það hefur ekki verið starfrækt frá því árið 1968 og hefur heimilislaust fólk tekið sér bólfestu í því. Það verður opnað aftur á nýja staðnum á næsta ári sem lúxushótel. London: Margrét prinsessa fær sér smók eftir lungnauppskurð London-Reuter ■ Margrét prinsessa, litla systir Elísabetar Englands- drottningar, hafði í gær ráð- leggingar lækna að engu með því að kveikja sér í sígarettu á almannafæri, í fyrsta sinn eftir lungnaupp- skurðinn sem hún gekkst undir fyrir þremur mánuð- um. Pegar búið var að fjarlægja hluta af vinstra lunga prinsess- unnar, sem er 54 ára gömul, kom í ljós að hún var ekki með krabbamein. Henni var samt sem áður ráðlagt að láta af þeim vana sínum að reykja 60 síga- rettur á dag. í gær reykti hún gegnum síga rettumunnstykki úr silfri þa sem hún var viðstödd verð launaafhendingu sjónvarps London og var það í fyrsta sim sem hún kemur fram opinber lega eftir að hún kom frá því ai jafna sig eftir uppskurðinn í eyjunni Mustique í Karabíska hafinu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.