NT - 04.04.1985, Blaðsíða 6

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 6
V tíl' r Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 7. apríl: Heilbrigð æska er besta auðlind okkar ■ Á ári æskunnar 1985, er al- þjóöaheilbrigðisdagurinn til- einkaður æskunni undir kjörorð- unurn: Heilbrigð æska: Besta auðlind okkar Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin leggur áherslu á að þeim verðmætum sem fólgin eru í heilbrigðri æsku sé ekki á glæ kastað heidur beint inn á jákvæð- ar brautir, æskufólkinu til gagns og gamans og þjóðfélaginu til heilla. Lögð er áhersla á heil- brigðar lífsvenjur til viðhalds og eflingar líkamlegs og andlegs at- gervis. Æskan er fordómalaus og best í stakk búin til að skilja nauðsyn eigin ábyrgðar á heilsu sinni. Því er mikilvægt að hún fái ætíð réttar og góðar upplýsingar um þær lífsvenjur sem stuðla að góðri heilsu og sem stuðla að meiri ábyrgð á eigin heilsu og leiða til sjálfshjálpar og eigin heilsuverndar eins og rétt matar- æði, hæfilcg líkamsþjálfun, næg- ur svefn, rétt vinnubrögð og samneyti við annað fólk, sem ekki veldur óhóflegri streitu. Talið er að æskufólk á aldrin- um 10-24 ára sé um það bil þriðjungur alls mannkyns. Aldrei hefur jafn glæsilegur og heil- brigður hópur ungmenna verið til. Staðreynd er að þessi aldurs- hópur er heilbrigðasti þjóðfélags- hópurinn hvar sem er í heiminum og er almenn þátttaka hans í íþróttum og glæsileg íþróttaafrek hans talandi dænii þar um. Hér á landi iðkuðu tæplega áttatíu þús- und manns einhverjar íþróttir árið 1980, cn voru aðeins rúm- lega þrettán þúsund árið 1960. Þátttaka í íþróttum hefur því nær sexfaldast á tvcimur áratugum og munar þar einna mest um nær áttfalda þátttökuaukningu kvcnna. íslendingar verða karla og kvenna elstir. Æfilíkur við fæð- ingu eru hér einna hæstar í heim- inum eða 73,9 ár hjá sveinbörn- um og 79,4 ár hjá meybörnum miðað við 1981-1982. Ólifuð meðalævi 15 ára unglinga er hér á landi 59,7 ár fyrir pilta og 65,1 ár fyrir stúlkur árin 1981-1982 sem einnig cr einna hæst sem gerist í heiminum í dag. Ung- barnadauði er hér einna lægstur í heiminum og er nú rúmlega átta sinnum lægri heldur en fyrir 50 árum eða um 6 börn undir 1 árs af hverjum 1000 lifandi fæddum. Þá ná í dag meira en 98% barna tvítugsaldri en aðeins 50% fyrir einni öld. Algengustu dánaror- sakir á íslandi eins og í öðrum þróuðu löndum eru tengdar lífs- venjum fólks og áhættuþáttum þeim tengdum ásamt umhverfi þess í víðustu merkingu. Láta mun nærri að helmingur allra dauðsfalla séu vegna hjarta- og æðasjúkdóma, fjórðungur vegna krabbameina og tæpur tíundi hluti af völdum slysa og eitrana. Frá 1970 fcr þó dánartíðni hér á landi vegna hjartasjúkdóma lækkandi eða um 7% hjá körlum og 15% hjá konum. Svipuð lækk- un hefur átt sér stað hvað varðar dánartíðni hér á landi vegna krabbameina en alls hefur heild- ardánartíðnin án tillits til orsaka lækkað um 20% á einum áratug, 1970-1980. Engu að síður steðja ýmsar hættur að æskufólki, sem mikil- vægt er að bregðast rétt við í tíma. Menntun er almenn og góð hér á landi og atvinnuleysi lítið. Mikilvægt er að svo verði áfram og æskufólki ætíð tryggð vinna við hæfi sem efli það og þroski og geri það betur undir lífsbaráttuna búið. Sums staðar í heiminum er atvinnuleysi ungmenna á aldrin- um 15—24 ára allt að 70% og er þetta stærsti atvinnuleysingja- hópurinn í mörgum stórborgum. Góð menntun eykur möguleika á atvinnu og góð heilsa er líklegri ef saman fer menntun og atvinna. Vaxandi vandamál í mörgum þróuðum ríkjum og helstu áhættu- þættir heilsu æskunnar eru slys og sjálfsvíg. Þessi vandamál fara og vaxandi í þróunarlöndunum. í Bandaríkjum Norður-Ameríku valda slys meira en helmingi allra dauðsfalla ungmenna á aldrinum 10-24 ára ogsjálfsvíg 10. hverju. Hér á landi eru slys algengasta dánarorsök barna og ungmenna og valda rúmlega helmingi þeirra (um 54%). Verulegur munur er á milli kynja og eru dauðaslys mun algengari meðal drengja eða 59% en stúlkna eða 36% á aldrinum 1-19 ára á tímabilinu 1976-1980. Um helmingur þess- ara slysadauðsfalla eru umferð- arslys. Með almennri bíla- og bifhjóla- eign eykst fjöldi þeirra ung- menna sem deyja af völdum óaðgæslu í akstri. Þannig deyja milli 60-65 tvítugir menn af hverjum 100.000 vegna óaðgæslu í akstri í Vestur Evrópu og Norður Ameríku. Umferðaslys eru algengustu orsakir slysa- dauða og deyja árlega 9-30 manns af hverjum 100.000 af völdum þeirra eða um 40% mið- að við Evrópu. Hér á landi dóu 10 á hverja 100.000 íbúa árið 1982 af umferðarslysum en alls dóu af slysförum árið 1981 39 manns á hverja 100.000 íbúa. Talið er að á móti hverju dauða- slysi í umferðinni komi 15 alvar- leg slys og um 30 minni slys. Yfir 45% alls slysadauða orsa- kasts af eitrunum, falli og elds- voða og deyja í Evrópu um 25 menn á hverja 100.00 af þessum sökum árlega. í þessum flokki eru m.a. slys í heimahúsum. Dauðaslys á vinnustöðum eru frá 2 til yfir 10 á hverja 100.000 íbúa í Evrópu samkvæmt sömu upp- lýsingum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar og taka allar þessar tölur til allra aldurshópa. Samkvæmt sömu heimildum er tíðni sjálfsvíga 3—45 hverja 100.000 íbúa en tilraun til sjálfs- víga margfalt hærri eða um 200 hjá körlum og 350 hjá konum á hverja 100.000 íbúa. Af síðast- nefnda hópnum fremja 10-20 af hundraði sjálfsvíg seinna á lífs- leiðinni. Hér á landi féllu 6,9 menn fyrir eigin hendi á hverja 100.000 íbúa árið 1981. Enda þótt ofangreindar dánar- tölur séu tiltölulega lágar hér á landi miðað við mörg önnur lönd okkur fjölmennari eru ótímabær dauðsföll ungmenna hér á landi eins og annars staðar allt of mörg. Því verður að efla enn frekar hvers konar umferðar- fræðslu og umferðarmenningu allra aldurshópa en þó fyrst og fremst barna og unglinga. Einnig að tryggja sem best afkomu og það félagslega öryggi sem varnað getur sjálfsvígum. Fáfræði um kynlíf, getnað og getnaðarvarnir er algeng meðal ungs fólks segir Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin og telur að minna en þriðjungur táninga sem hafa samfarir reglulega noti getn- aðarvarnir af einhverju tagi. Var- ar stofnunin við þungunum á táningaaldri vegna ýmis konar líffræðilegra fylgikvilla og bendir á að engar sannanir séu fyrir því að fræðsla um kynlíf leiði til lauslætis, heldur þvert á móti þá veldur skynsamleg fræðsla um kynlíf verulegum drætti á fyrstu samförum. Aukið frjálslyndi í kynferðismálum á unga aldri hef- ur hér á landi sem annars staðar haft í för með sér aukna tíðni kynsjúkdóma af ýmsu tagi og vaxandi tíðni fóstureyðinga auk þess sem börn ungra mæðra fæð- ast yfirleitt léttari og hafa mun ininni lífslíkur þess vegna. Almenna fræðslu um kynlíf, getnað og getnaðarvarnir þarf því að efla hér á landi sem annars staðar. Tóbaksreykingar er stærsti áhættuþáttur heilbrigðis á okkar tímum, segir Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin, og helsta orsök ótímabærra dauðsfalla. Að vísu deyja unglingar sjaldan eða ekki af aígengustu sjúkdómunum sem af tóbaksreykingum stafar, eins og hjarta- og æðasjúkdóm- um og krabbameini en tóbaks- reykingar á unga aldri auka stór- lega líkur á sjúkdómum og dauða af þessu tagi á fullorðinsárunum, einkum meðal karla á vinnualdri. Könnun Reykingavarnar- nefndar 1980-1981 á reykinga- venjum fullorðinna sýndi að tæplega helmingur Islendinga reykti, tæplega þriðjungur hafa aldrei reykt og um fimmtungur hætti reykingum. Könnun á reyk- ingavenjum íslendinga í apríl 1984 á vegum Krabbameinsfélags íslands, bendir til lækkandi tíðni tóbaksreykinga hér á landi, en hún sýndi að um 41% karla og kvenna 18 ára til yfir sjötugt kváðust reykja að staðaldri, 17% ■ ■ 7; ;flW?tudagur 4. apríl 1985 i! 6 Eftir Hrafn V. Friðriksson yfirlækni: voru hættir að reykja og 42% höfðu aldrei reykt. Tóbaksreyk- ingar meðal táninga erlendis eru misalgengar og tölur frá 6% til 46% eru til og eiga hæstu tölurnar við um þróunarlöndin þar sem sala tóbaksvara fer hríðvaxandi. Samkvæmt könnun borgarlæknisembættisins í Reykjavík reyktu nærfjórðungur skólabarna 10-16 ára árið 1974 en 1982 reyktu mun færri eða tæp 14% þeirra. Áðurnefnd könnun Krabba- meinsfélags íslands í öpríl 1984 sýndi að af þeim sem reyktu eða höfðu einhvern tíma reykt byrj- uðu nærri þrír af hverjum fjórum að reykja fyrir tvítugsaldur og níu af hverjum tíu fyrir tuttugu og fimm ára aldur. Alls byrjuðu 14% að reykja innan við 15 ára aldur. Áfengisneysla er vaxandi vandamál meðal æskufólks segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in og hundraðstala þeirra barna og ungmenna sem hafið hafa áfengisneyslu fer vaxandi; þáu neyta oftar áfengis en áður og í meira magni, samtímis sem aldur þeirra hefur farið lækkandi. Með hliðsjón af þeirri stað- reynd að um helmingur allra slysa orsakast af neyslu áfengis og ein milljón manns deyr árlega af afleiðingum tóbaksreykinga telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in að þessi tvö ávanaefni, - sem eru lögleg í mörgum löndum -, geti jafnvel verið meiri ógnun heilsu ungs fólks heldur en ólög- ieg ávanaefni eins og kannabis, kokain og heroin. Þannig sýndi rannsókn í Ástralíu 1980 að lyf og ólögleg ávanaefni voru völd að dauða 6,5% þeirra sem dóu á aldrinum 15-34 ára og 1,1% þeirra sem dóu á aldrinum 35-64 ára en á sama tíma dóu 24,9% á aldrinum 15-34 ára af afleiðing- um áfengisneyslu og 5,7% á ald- rinum 36-64 ára. Af völdum tóbaksneyslu dóu 16,4% á aldrin- um 35-64 ára. Áfengisnotkun unglinga er veruleg á Norður- löndunum og gildir það jafnt um ísland þar sem neysla áfengis meðal unglinga hefur aukist verulega hin síðari ár og neyta þeir áfengis bæði oftar og í meira magni í hvert sinn en áður. Kannanir hér á landi frá 1980 sýna að 83,5% unglinga á aldrin- um 10-17 ára hafa neytt áfengis einhvern tíma en til samanburðar höfðu árið 1976 um 50% hol- lenskra unglinga 12-17 ára neytt áfengis einhvern tíma. Hér þarf að stemma á að ósi og efla almenna fræðslu og upplýs- ingastarfsemi um skaðsemi áfengisneyslu. Ljóst er að áfeng- isnotkun fullorðinna hefur veru- leg áhrif á áfengisnotkun ung- linga. Því er mikilvægt að full- orðnir gangi framfyrir skjöldu með gott fordæmi. Lífsvenjur manna taka breytingum í kjölfar nýs gildismats og breyttrar af- stöðu til áfengis-, tóbaks- og annarra ávana og vímuefnamála. Æskan er heilbrigðust allra aldurshópa. Hún er einnig það æviskeið er áhrifa eldri hug- mynda taka að þverra og ungt fólk nemur nýja þekkingu, nýja siði, óg öðlast getu til að bæta eigin heilsu sem og annarra. Framtíðarárangur í öllu heilsu- verndarstarfi er kominn undir þátttöku æskunnar. 1985 er ár æskunnar, undir kjörorðunum: Þátttaka, þróun, friður. Á þessu ári er heimurinn hvattur til að líta á æskufólk sem auðlind frekar en vandamál, og gera sér Ijóst að vandamál æsk- unnar eru í reynd vandamál alls samfélagsins. Heimildir: 1. WHO - World Health Day 1985. 2. WHO/EUR/RC 34/7,1984. 3. Tölfræðihandbók 1984, Hag- stofa íslands 4. Tölfræðihandbók 1981-82, Landlæknisembættið. 5. Heilbrigðismál bls. 7, 1/1984. 6. Ólafur Ólafsson og Jónas Ragnarsson, Heilbrigðismál bls. 20, 1/1984 og bls. 11, 4/1982. ■ Þá er enn að fyllast fyrsta tungl eftir vorjafndægur og þá höldum við páska. Fyrst kemur skírdagur þá snæddi Jesú síðustu kvöldmáltíðina með lærisveinum sínum 12 (það var samkvæmt venju gyð- inga sem héldu páskahátíð til að endurupplifa förina frá Eg- yptalandi). Daginn eftir var hann handtekinn, dæmdur og krossfestur (allt á einum gyð- inglegum degi sem er frábrugð- inn okkar að því leyti að hann byrjar kl. sex að kvöldi og lýkur auðvitað sólarhring síðar á sama tíma, þess vegna byrja kristnar hátíðir yfirleitt kl. sex síðdegis). Þennan dag köllum við föstudaginn langa og þá er gjarnan flaggað í hálfa stöng. Nú, iaugardagurinn þar á eftir var hvíldardagur gyðinga og þá var grafar Jesú ekki einu sinni vitjað, hvað konurnar í lífi hans gerðu á þriðja degi, sunnudegi, en þá hafði grjót- inu verið veit frá grafar- munnanum og englar tilkynntu að hann væri upprisinn, þann dag nefnum við páskadag. Til hvers var maðurinn...? Þessi atburður hefur síðan verið kjarni kristinnar trúar. Páskar, til hvers? Ef Jesú Kristur er ekki uppris- inn þá er ónýt trú vor, segir Páll postuli og undir það hafa kristnir menn tekið á öllum öldum. Upprisuna verður þó aldrei hægt að sanna fremur en önnur atriði kristinnar trúar. Hún er og verður spurning um trú. En eftir stendur spurningin. Til hvers var maðurinn að rísa upp frá dauðum. Til hvers var þetta allt saman. Var þetta allt saman gjört til þess að við þyrftum ekki að eilífu að liggja í gröfum okkar eða á þetta aílt saman meira erindi við lífið hérna megin grafar en oft er látið í veðri vaka. Trúin hugarástand? Um þessa hluti verða menn seint sammála og kirkjan hefur alltaf skipst upp í ólíkar trúar- áherslur. Annarsvegar þá kirkju sem vill með ýmsum hætti aðskilja trú og líf. í henni verða trúarbrögðin fyrst og fremst spurning um annað líf og kristin trú felst fyrst og fremst í tilbeiðslu til þess sem jörðina skapaði og hefur allt í hendi sér. Trúin aðskilst frá verkum og verður fyrst og fremst hugarástand og álitið er að þetta hugarástand eitt út af fyrir sig réttlæti manninn. Klukluxklan í altarisgóngu Þeir sem búa í Reykjavík og nenna í bíó geta séð dæmi þessa í Stjörnubíó þar sem sýnd er óskarsverðlaunamynd um baráttu svertingja og fá- tækra um og fyrir miðbik þess- arar aldar. Þar situr liðið í kirkju og neytir kvöldmáltíðar sakramentanna. Þar sitja Klu- klux-klan menn og éta blóð og líkama Krists áður en þeir dulbúa sig og drepa og meiða blásaklausa svertingja. Trúin er aðskilin frá lífinu þ.e. ekki látin verka í athöfnum lífsins. Þannig verður trúin þegar til- beiðslan er sett í fyrsta sæti. Þannig trúarbrögð vilja her- veldi hafa. Trúarbrögðin verða ein af stofnunum samféjags- ins, styrkja það og efla til góðs og ills. Slík trú svæfir. Hvers virði er kristin trú? í annan stað má tala um hina framsæknu kirkju sem vill vinna að því að umskapa það þjóðfélag sem hún lifir í. Þetta er kirkja sem hlífir engu órétt- læti, flettir ofan af, afhjúpar. Þessi kirkja er gjarnan óvinur ráðandi afla því hún er ögrun við ríkjandi ástand. Þessi kirkja spyr: Hvers virði er kristin trú ef hún hefur ekki gildi fyrir okkur hér og nú. Ef hún leiðir ekki til betri heims fyrir okkur og börnin okkar? Hvers virði er kristin kirkja sem berst ekki fyrir jöfnuði, frelsi og bræðralagi. Þessi kirkja er óhrædd við að taka til máls, hafa skoðun. í dag er þessi kirkja einkum í fátækum löndum heims (og þar er reyndar fólkið líka) en við hér saddir og velmegandi Vestur- landabúar hneigjumst meir að hinni kirkjunni. Viljum kirkj- una sem sæta og huggulega stofnun í samfélaginu. Viljum að prestar séu laglegir, góðleg- ir og brosandi menn sem jarða, gifta og skíra, og passa börn á sunnudagsmorgnum. Félagslegar aðstæður móta Þannig móta félagslegar að- stæður auðvitað kirkjuna og auðvitað blandast allar þessar áherslur í hverju þjóðríki, þó hægt sé að draga meginlínur, og hér á landi er reynt að halda kirkjunni í haltu kjafti og vertu sæt básnum þó að misjafnlega gangi það nú. Raunar verður gaman að heyra páskaprédik- anir prestanna því að auðvitað má leggja á margskonar hátt út frá þeim gleðitíðindum sem spurðust út um Palestínu fyrir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.