NT - 04.04.1985, Blaðsíða 8

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 8
 Fimmtudagur 4. apríl 1985 8 LlL Skák Skákþing íslands, landsliðs- flokkur: Lárus með örugga forystu eftir fjórar umferðir ■ Lárus Jóhannesson hefur tekið örugga forystu þegar fjórar umferðir hafa verið tefldar í landsliðs- flokki á Skákþingi íslands. Lárus vann andstæðing sinn, Hilmar Karlsson í 3. umferð og í 4. umferð sem tefld var á þriðjudaginn gerði hann jafntefli við Benedikt Jónasson. Staðan í mótinu er enn nokkuð óljós en í augnablikinu skilur heill vinning- ur Lárus og næstu menn en Ásgeir Þ. Árnason gæti þó náð þrem vinningum takist honum að vinna hagstæðari biðskák sína við Karl Þorsteins. Eins og fram hefur komið hafa sterkustu skákmenn þjóð- arinnar ekki getað tekið þátt í mótinu, sumpart vegna anna og þó mestmegnis vegna þess að þessi vetur hefur eins og sá síðasti, verið afar annasamur og kominn tími fyrir menn að fá hvíld frá taflmennsku. Síð- asta íslandsþing var, eins og kunnugt er, haldið að hausti til og þá tókst að fá nálega alla bestu skákmenn þjóðarinnar til þátttöku. Lög Skáksam- bands íslands binda hinsvegar þingið niður um páskaleytið og er það um margt bagalegt því Ijóst er að eitthvert svigrúm þarf að vera fyrir hendi ef stcrkustu skákmennirnir eiga að geta tekið þátt í þinginu. Lögin eru um þetta atriði og raunar margt það er lýtur að skákmálum úrelt með öllu og sýnist mér vel koma til greina að breyta ýmsu að því er varðar íslandsmeistarakeppn- ina. Þannig mætti taka upp einhverskonar úrvalsflokk með þátttöku 4-8 skákmanna sem tefldu tvöfalda og upp í fjórfalda umferð. Þótt þessi flokkur yrði skipaður að mestu titilhöfum þá ynni sigurvegar- inn í næsta flokki fyrir neðan sér þátttökurétt. Mótstíma myndi Skáksambandið síðan ákveða eftir aðstæðum hverju sinni. Urslit í 3. umferð urðu þessi: Benedikt-Dan biðskák Lárus-Hilmar 1:0 Ásgeir-Gylfi 1:0 Róbert-Karl '/i'.Vi Þröstur- Andri 1:0 Halldór-Haukur 1:0 Davíð-Pálmar 1:0 í 4. umferð urðu úrslit þessi: Dan-Ásgeir 0:1 Lárus-Benedikt 'h:'h Gylfí-Róbert 'h:'h Karl-Þröstur 1:0 Andri-Halldór 1:0 Haukur-Davíð 0:1 Hilmar-Pálmi 'h'.'h Lárus er því efstur með 3'/i vinning eins og áður var getið um en með 2Vi vinning er Davíð Ólafsson. í 3.-5. sæti eru Ásgeir, Karl og Benedikt með 2 vinninga og biðskák. Benedikt á óljósa biðskák gegn Dan Hansson. í gærkvöldi voru tefldar biðskákir en 5. umferð hefst svo kl. 14 í dag í Hagaskólanum. Nokkrar skemmtilegar skákir voru tefldar í 3. umferð. Andri Áss Grétarsson beitti þá hinu stórvarasama „eitraða- peðs-afbrigði“ sem frægt varð ■ Lárus Jóhanncsson að tafli við Akurcyringinn Gylfa Þórhallsson í 1. umferð Skákþings íslands. Lárus hefur komið skemmtilega á óvart í mótinu og hefur hlotið 3Vi vinning úr fyrstu fjórum umferðunum. , Helgi Olafsson stórmeistari skrifar um skák í einvígi Fischers og Spasskís 1972. Þröstur reyndist vel með á nótunum, valdi leið sem gefist hefur Jan Timman vel að undanförnu og sigraði: Skákþing íslands 3. umferð: Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Andri Áss Grétarsson Sikileyjarvörn (Najdorf-af- brigðið) 1. e4 cS 2. Rf3d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd2 Dxb2 9. Hbl Da3 10. f5 Rc6 11. fxe6 fxe6 12. Rxc6 bxc6 13. Be2 ■ Lúðrasveit Verkalýðsins er nú 32ja ára og komin í hóp viröulegra tónlistarstofnana í bænum, í flokki með Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveitinni Svaninum. Laugardaginn 30. mars hélt hún sína 16. vortón- leika, sem á síðari árum hafa verið árviss viðburður, og jafn- an með hefðbundnu sniði, en þó með efnisskrá sem sífellt er að þróast. Því á fyrri árum var byltingin og baráttan efst á baugi hjá Lúðrasveit Verkalýðs- ins, jafnt á tónleikum sem á kröfugöngum 1. maí, og það var byltingarbrestur í blæstrin- um. En nú er þetta allt orðið Lúðrasveit Verkalýðsins miklu „raffíneraðra", og Nall- inn heyrist ekki lengur né stórar „KR-spyrnur“ í blæstri og hljómi. Raunar hefur Lúðra- sveitin elst og slípast með kynni sínum og fyrrverandi trompet- ista, Jóni Múla, sem er síungur í anda þótt árunum fjölgi. Hjartað er æ nieir í gamla jazzinum og þótt hann heyrist stundum ennþá „tala gegnum vinstra munnvikið" þá er það mest um jazz líka. Gamall jazz og útsetningar slíkra laga eru einmitt talsvert áberandi í efnis- skrá Lúðrasveitar Verkalýðsins - hvað er öreigamúsík ef ekki jazzinn? - og Lúðrasveitin er meira að segja komin með eigin stórhljómsveit sem spilaði þrjú lög eftir hlé (þær heita „Big- band“ í faginu). Driffjöðrin í Lúðrasveit Verkalýðsins er stjórnandinn, Ellert Karlsson, sem stýrt hefur tónsprota þar síðan 1977. Ellert mun hafa alist upp undir tónlist- arlegum handarjaðri Oddgeirs Kristjánssonar í Vestmannaeyj- um, og þeim uppalanda til heið- urs enduðu tónleikarnir á laug- ardaginn á ágæta lúðrasveitar- útsetningum Ellerts á nokkrum alþekktum og vinsælum lögum Oddgeir. Ellert Karlsson er samt ekki eini útsetjari sveitarinnar, þvf Jóhann Ingólfsson, 1. klarin- etta, útsetti fyrir lúðrasveitina tónlist Johns Williams fyrir kvikmyndina Stjörnustríð; og tókst það dável. Það er annars merkilegt að tónlist í geim- myndum skuli bera svo mikinn keim af tónlistinni í gömlu kúrekamyndunum, og korna þó kúrekar og geimstríð upp í hug- ann í sömu andrá af fleiri ástæð- um. Eins og vænta mátti sagði Jón Múli ipargt spaklegt og skemmtilegt í kynningum sínum, enda margsjóaður í sögu jazz og annarrar tónlistar, og þ.á.m. það, að Leroy Anderson hefði samið Iagið „The Syncopated Clock“ í bragga á Skólavörðu- holtinu þar sem hús templarai stendur nú. En á plöfuumslagi segist hann (að sögn Jóns Múla) tala 10 tungumál, og þ.á.m. íslensku reiprennandi. Allt ntun þetta vera satt ncma með ís- lenskuna, því hana gat hann aldrei lært. Lúðrasveitir hafa verið þekktari að öðru en því gegnum tíðina að spila hreint, og oft hafa þær verið meira bendlaðar við kraftmikla sönggleði en fíngerða hljóma eða tónvefi. Lúðrasveit Verkalýðsins revnd- ist hins vegar bæði vel samstillt og all kurteis á þessum tónleik- um; hafi mér þótt fullmikill gangur á köflum mátti vafalaust kenna það frekar útsetningum en spilamennsku. Útsetningar fyrir lúðrasveitir virðast mér hafa breyst verulega að stíl síðan Sousa leið: Þær voru áður litríkar, en eru nú orðnar þykk- ari og meira um „túttí“ og stóra hljóma. Hinir snjöllu útsetjarar Lúðrasveit Verkalýðsins mættu hins vegar hafa það í huga, að með svo ágætt hljóð- færi sem lúðrasveitin er, mætti t.d. gera miklu meira úr lögum Count Basie og Duke Ellington en gert er; og var þó One O’Clock Jump prýðilega spilað. í sinni fínustu gerð myndar takt- og hljómahlutinn strigann sem einleikshijóðfærin mála á, en ryðjast ekki fram með þung- rokks-tilþrifum. Munurinn á æðri jazzi og frumstæðri dægur- tónlist nútímans er ekki síst sá, að hin síðarnefnda nálgast óðum upphaf sitt, trumbuslátt- inn, en hin fyrrnefnda byggir hljóma og laglínur yfir púlsi sem er án þess að heyrast sér- staklega. Hlutverk Lúðrasveitar Verka- lýðsins er mikið, því auk sinna árlegu tónleika „sem ylja göml- um lúðrageggjurum“, eins og ég held að kynnirinn hafi orðað það, blæs hún lífi í hópgöngur fólksins 1. maí og 17. júní, oft við erfiðar veðurfarslegar að- stæður, og kemur fram annars staðar þar sem þörf er á hressi- legri tónlist. Eitthvert dagblaðið hélt því meira að segja fram að hún hafi átt sinn þátt í að leysa BSRB-deiluna með því að spila utan við „Karphúsið", hvað sem nú átt var við með því. En Lúðrasveit Verkalýðsins hefur einnig hið þriðja hlutverk: Að vera vettvangur fyrir félags- líf og spilamennsku ungs fólks „á öllum aldri“, sem hefur gam- an af því að spila á hljóðfæri. S.St. Danskt kvöld í kjallaranum ■ Þjóðleikhúsiö, litla sviðið: Valborg og bekkurinn eftir Finn Methling. Þýðing: Þrándur Thoroddsen. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Leikstjóri: Borg- ar Garðarsson. Borgar Garðarsson kveður ís- lenskt leikhúslíf - a.m.k. um sinn - með því að setja upp í kjallara Þjóðleikhússins sýn- ingu á þessum einþáttungi Finns Methlings, hins mikilvirka danska leikskálds. Methling er vel menntaður leikhúsmaður, hefur samið ókjörin öll af leikritum löngum og stuttum, ekki færri en 60, að.sögn leik- skrár, fyrir svið, útvarp og sjónéarp. Methling er nú hátt á sjötugsaldri. Eitt leikrita hans, Ferðin til skugganna grænu, var sýnt hér fyrir hartnær tuttugu árum, einleikur sem Herdís Þorvaldsdóttir fór með, rórnuð sýning á sinni tíð. Annað mun ekki hafa sést hér á sviði eftir þennan þrautreynda frænda vorn. Valborg og bekkurinn er snotur leikþáttur, ekki frumleg- ur. en ber ósköp geðfelldan boðskap sem snýr að gamla fólkinu: Látið ekki grafa ykkur lifandi, njótið lífsins nteðan kostur er! - Valborg gamla sest á garðbekkinn og ræðir við hann um líf sitt, manninn sinn sáluga og börnin sem nú eru stór og vilja fyrir alla muni hindra að mamma gamla fari út í hopp og hí. En Vaíborg hefur einmitt eignast vin, hann Kalla, hann er hress og rauður í þokka- bót. Þetta segir hún bekknum 1. maí. Og bekkurinn tekur öllu vel, örvar og hvetur Valborgu, þau dansa og syngja. Sannar- lega „hyggeligt". Þennan litla og uppbyggilega skemmtunarleik fóru Guðrún Stephensen og Karl Ágúst Úlfs- son með af kankvísi, hlýju og fjöri svo að hann skilaði sér hið besta á sviði leikhúskjallarans. Borgar Garðarsson hefur stund- að eftir að ná jafnvægi í leikinn, milli persónanna tveggja, og tekist það vel. Leikmyndin má varla fábrotnari vera að vísu, að minnsta kosti vardanskaflaggið heldur snautlegt. Harmoníku- leikarar eru Reynir Jónasson og Sigurður Alfonsson, sá síðar- nefndi þandi dragspilið á annarri sýningu sem ég sá á sunnu- dagskvöldið. Lögin eru mörg hver kunnug ísiendingum, en líklega öll dönsk, enda mjög reynt að laða fram danskan andblæ í sýninguna. Guðrún Stephensen er eins og sköpuð til að leika Valborgu. Hún léði gömlu konunni í senn þá hlýju og reisn sem ákjósanleg er. Ég held að Guðrún sé stöð- ugt vaxandi leikkona. í minningunni stendur hún upp úr í hinu vanburða verki Jóns Laxdals í fyrra, og nú bætir hún góðri fjöður í hatt sinn með meðferðinni á Valborgu gömlu. Og meðal annarra orða: Skyldu ekki skophlutverk henta henni vel? Karl Ágúst hefur mér lengi

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.