NT - 04.04.1985, Blaðsíða 31
Fímhtfiidágur 4.áphl f985 ’ 3t
Wlö
Ulii
'g
Zmerki
■ Johan Neeskens ásamt de Vries framkvæmdastjóra Groningen
og Berger þjálfara
Johan Neeskens:
Kominn heim
eftir 10 ár
- leikur nú með Groningen
Frá Reyni l»ór Finnbogasyni fréttamanni NT
i Holiandi:
■ Það var beðið meö mikilli
eftirvæntingu eftir því að gamla
kempan John Neeskens hæfi að
leika með FC Groningen eftir
tíu ára fjarveru frá hollenskri
knattspyrnu. Neeskens hóf að
æfa með Groningen af fullum
krafti í lok janúar eftir nokkurra
mánaða fjarveru frá knatt-
spyrnuiðkun. Æfingar hans
voru tvisvar á dag, önnur æfing-
in einkaæfing með Hans Berger
þjálfara Groningen. Hann lék
fyrsta leikinn með varaliðinu
þann 6. mars og stóð.sig vel.
Síðan lék hann tvo leiki með
aðalliðinu, stóð sig vel, sýndi
gamla takta, en fór frekar hægt
yfir. Gamla snilldin var á sínum
stað, eins og þegar nafni hans
Gruijff fór að leika í Hollandi
að nýju. En reiðarslag dundi
yfir eftir tvo leiki, kappinn togn-
aði í læri á æfingu, og verður að
hvíla sig í nokkrar vikur: „Ég
kem aftur, en vil verða að fullu
góður í fætinum fyrst,“ segir
Neeskens.
Neeskens hóf feril sinn 15 ára
með RCH í Amsterdam og stóð
hann sig svo vel að 3 árum síðar
var hann keyptur til Ajax og lék
hann strax með aðalliðinu. Hjá
Ajax var grunnurinn lagður að
frábærum ferli. Michels þáver-
andi þálfari Ajax, (nú þjálfari
holl. landsliðsins) lét Neeskens
leika í mjög mörgum stöðum.
Var hann yfirleitt aftasti mað-
ur en lék oft á miðjunni. Var
hann frægur fyrir mikla yfirferð
og baráttu. Var ekki óalgengt
að hann skoraði 12-15 mörk á
keppnistímabili sem er mjög
gott fyrir aftasta mann. Á gull-
aldartímum lék hann með.frá-
bærum leikmönnum eins og
Haan, Keizer, Vasovic, Swart
og Cruijff.
í heimsmeistarakeppninni
1974 lék Neeskens mjög vel og
var hann valinn í iteimsliðið
sem sýnir, eins og Neeskens
segir sjálfur, „Ef þú er valinn í
heimsliðið þá sýnir það að mað-
ur býr yfir meiru en bara yfirferð
og baráttu. Það sannar tækni-
lega getu.“
Eftir heimsmeistarakeppnina
1974 fór Neeskens til Spánar og
lék með Barcelona. Gekk hon-
um ntjög vel og skoraði m.a. 13
mörk eitt keppnistímabilið, sem
er mjög mikið í spænska fótbolt-
anum. 1976-77 var hann valinn
Knattspyrnumaður ársins á
Spáni. Ér hann fyrsti útlending-
urinn sem hlýtur þann heiður.
Neeskens; „Tæknilega varýmsu
ábótavant í spænska fótboltan-
um. en eftir að Cruijff fór að
spila með gjörbreyttist lcikur
liðsins tæknilega. Með mönn-
um eins og Cruijiíf verða gæði
fótboltans mun meiri."
Að Spánardvölinni lokinni
fór Neeskens til New York og
lék með Cosmos. Sá tími var
mjög sérstakur. Kröfur eru allt
aðrar. Það var minni keppni,
barátta. Leikurinn var ein alls-
herjar sýning þar sem allir
reyndu að verða aðalstjarnan.
Þjálfarinn sagði ekki orð í hálf-
leik þó illa gengi. Allt snerist
um peninga (sem Neeskens
kvartar nú ekki undan). Arner-
ískur fótbolti er mjög lélegur og
þolir ekki santanburð við þann
evrópska.
Neeskens: „Eg var farinn að
sakna alvörufótbolta.“
Neeskens: „Fólk verður að
gefa mér 6-8 leiki til að aðlagast
og þá fyrst er hægt að dæma um
getu mína.“
Necskens er liuggulegur strákur og góður í fótbolta
Nýr þjálfari Stuttgart
■ Júgóslavinn Otto Baric, núverandi þjálfari
austurríska liðsins Rapid Vín, hefur verið ráðinn
þjálfari vestur-þýsku meistaranna, Stuttgart,
næsta keppnistímabil.
Eins og frain hefur komið áður hættir Helinut
Benthaus með liðið í vor þar sem ekki náðist
viðunandi árangur eftir glæsilegt tímabil í fyrra.
Baric hefur náð góðum árangri með Rapid
Vín og meðal annars er liðið komið í undanúrslit
Evrópukeppni bikarhafa, mætir þar Dvnamo
Moskva.
Hugmym
samkeppni
Iðnaöarbankans
Tillögur sem bárust
í hugmyndasamkeppni
Iðnaðarbankans um merki
verða til sýnis í útibúi
bankans við
Hörgártún í Garðabæ.
Sýningin er opin virka daga
frákl. 9:15-16:00
og stendur til 12. þ.m.
Iðnaöarbankinn
-nútíma bankí
Skíðalandsmót
H Skíðalandsmótið fer fram nú um
páskahelgina. Keppnin hófst í morgun
og stendur mótið fram til 18 á sunnudag.
Að sögn fréttaritara NT á mótinu er fólk
farið að streyma á svæðið og veður var
í besta lagi í gær.
íslandsmót í billiard
n Um páskahelgina fer fram Islands-
mótið í billiard. Verður keppt á billiard-
stofunni Ballskák í Ármúla.
Keppnin er í tveimur riðlum og hefst
í dag skírdag.
Villanova vann
Ewing og Georgetown
H Fyrir þá sein áhuga hafa á banda-
rískum körfuknattleik þá skal það upp-
lýst að í úrslitaleiknum í bandaríska
háskólakörfuknattleiknum þá sigraði
Villanova háskólinn í úrslitaleiknum og
telst því háskólameistari í körfuknatt-
leik.
I úrslitaleiknum áttust við meistararn-
ir frá í fyrra, Georgetown, með Pat
Ewing í fararbroddi og Villanova, sem
fyrir fram var talin mundu tapa leiknum.
Ánnað kom á daginn og eru úrslitin
66-64 fyrir Villanova þau óvæntustu í
sögu körfuknattleiks í háskólum Banda-
ríkjanna.
Bjarni sjöundi
, H Bjarni Friðriksson júdókappi varð í
sjöunda sæti á opna-þýska meistaramót-
inu í júdó sem fram fór um helgina.
Bjarni keppti í 95 kg. flokki en þar varð
sigurvcgari gamall keppinautur Bjarna,
Gunter Neureuther að nafni.
Kolbeinn Gíslason keppti í þungavigt
á þcssu móti en hann tapaði strax í
fyrstu viðureigninni og var þar með úr
leik.
GYRO
áburðar
DHE3IFARAR
700
klló
(14 POKAR)
90 cm.
HLEÐSLUHÆÐ
" ' Áf
Kapalstýring úr ekilssæti
Hagstætt verð — Góð greiðslukjör
HAFIÐ SAMBAND
\Í.i
l'rl
YH AI 4 I
Bíldshöfða 8 - Símar 8-66-55 & 8-6^0