NT - 04.04.1985, Blaðsíða 7

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 7
Heilbrigð æska: Besta auðlind okkar ■ Hvort heldur er um að ræða knattspyrnuleik á frum- stæðum og rykugum velli í brasilísku þorpi, kapphlaup á gresjum Kenýa, glímukeppni í Bankok eða heimsmet á Olym- píuleikum þá sýna íþróttaafrek æskufólks að aldursskeið þess er það tímabil sem líkams- þroski nær hámarki sínu á. Á Alþjóðaári æskunnar 1985 mun heimurinn eignast fjölmennari og gjörvulegri hóp æskufólks en nokkru sinni fyrr í sögunni. Æskufólk er í dag heilbrigðasti aldurshópur- inn og það er betur menntað en nokkru sinni fyrr. Það er í sjálfu sér heilbrigt eftir að hafa lagt að baki viðkvæm barnsárin með þeim heilbrigðishættum sem þeim fylgja og á síðustu tveimur áratugunum hefur inn- ritun í skóla nær tvöfaldast í þróunarlöndunum þótt aðal- lega sé um að ræða drengi á skólabekkjum. Með betri aðgang að þekk- ingu þjóða heimsins geta ung- menni tileinkað sér og notað nýjar hugmyndir. í mörgum Hver þjóð ætti að gera úttekt á auðlindum æskufólks síns og hlúa að þeim eins og efni standa til. Ávarp dr. Mahlers, aðalframkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar: Æskufólk er heilbrigd- asti aldurshópurinn löndum eru andlit sem stara á upplýsta græna tölvuskjái, ungir fingur sem fara með leifturhraða yfir lyklaborðin og eru að skapa nýjar rafrásir sem leiða munu til nýrra tölva. Ef nýta á getu æskunnar þarfnast hún skilnings og stuðnings. Æskan er sérstakt tímaskeið og á því eiga miklar breytingar sér stað. A þessu tímabili breytist barns- líkaminn í fullvaxta líkama. Þetta er sá aldur sem einkenn- ist af óþolinmæði en einnig forvitni og sterkri löngun til að segja skilið við barnæskuna og vera sjálfstæður. Meira en 3/4 æskufólks á aldrinum 15-24 ára býr í þró- unarlöndum og mun þetta hlutfall líklega ná 84/100 árið 2000. Þar er því mest að vinna. Æskan leitar í allríkari mæli frá sveitunum til borganna í von urn betra líf. Þetta grefur undan hefðbundinni gerð fjöl- skyldunnar í strjálbýlinu en við tekur hinn streitusami lífs- máti fólks sem býr í fátæktar- hverfum stórborganna. Ungt farandfólk neyðist til að takast á við freistingar borgarlífsins, án þeirra þjálfunar eða leikni sem því er nauðsynleg til þess. í mörgum heimshlutum er hár hundraðshluti atvinnulausra æskufólk , margt af því ólæst og flest ófaglært og reynslu- laust. Örlögin eru þeim þegar óhliðholl. Ef varúð einkennir ellina, þá einkennist æskan af tilhneigingunni til áhættutöku. Slíkum hneigðum er hægt að beina á jákvæðar brautir t.d. íþróttir, ferðalög eða þátttöku í félagslífi í stað neikvæðra hneigða eins og tóbaksneyslu, áfengisnotkun eða neyslu annarra vímuefna. Þjóð- félagið verður einnig að reikna með sérkennum æskuandans, þar með þörfinni til að leita að eigingildi sínu og þörfinni á að finna útrás fyrir umhyggju sína fyrir öðru fólki. Æskufólk hefur miklu hlut- verki að gegna í heilsuvernd. Því er sjálfu best ljós eigin heilbrigðisvandamál. Það er fordómalaust og er sá hópur sem best skilur grundvallar- reglur heilsuverndarinnar, þar sem fyrsta boðorðið er ábyrgð á eigin heilsuvernd. Rannsóknir hafa sýnt að flest ungmenni langar til að hjálpa öðrum og langar til að bera ábyrgð. Vel við hæfi eru því verkefni meðal fólks sem sýnir hvernig það getur haldið sér í formi og tileinkað sér hollar lífsvenjur. Á Alþjóðaheilbrigðisdaginn 1985, til stuðnings heilbrigðis allra, ætti hver þjóð að gera úttekt á auðlindum æskufólks síns og hlúa að þeim eins og efni standa til. Hin glaða og óbeislaða orka æskunnar og náttúrulega forvitni hennar bíða þess að verða nýtt til að byggja upp betri heim. tæpum tvö þúsund árum, og margir fara í kirkju um pásk- ana enda á ferðinni mesta gleðihátíð kristinna manna. Eru Vesturiónd kristin? Raunar eru þeir til sem halda því fram að við á Vestur- löndum lifum tímabil eftir kristni. Inntak kristninnar er fórnarhugsun segja þeir hinir sömu. Kristinn maður er öðr- um allt, hann fórnar sér fyrir trú sína og meðbræður sína, lifir einföldu og fábrotnu lífi ■ sjálfur. Nútíma Vesturlanda- búi lifir og hugsar hinsvegar allt öðruvísi. Eigind tilveru hans er að eiga, hafa í sig og á, búa að st'nu, eignast hluti, húsgögn, bíl, íbúð, safna fé, m.ö.o. slá um sig skjaldborg veraldlegra hluta. Þessi maður fórnar sér ekki fyrir eitt eða neitt. Hann er ekki skyldari kristni en skall- inn skegginu. En auðvitað, ef við segjum að við lifum tímabil e.Kr., erum við þá að segja að mið- aldir hafi verið kristið tímabil t.d. 17. öldin? Þetta eru hálar brautir því að þessir tímar voru heldur ekki sérlega kristnir þó að orðagjálfrið hafi sennilega verið heldur meira. Hvað sem segja má um okkar tíma þá höfum við þó byggt þjóðfélag sem er á margan hátt til fyrirmyndar og því á margan hátt í samræmi við kristna trú... eða er það verkefni tengt kristni að byggja fyrir- myndarþjóðfélag? Þeirfégráðugustu... Þá vitum við það. Sam- kvæmt frétt NT hafa banka- stjórar 120-140 þúsund krón- ur á mánuði fyrir utan öll hlunnindi. Það eru nær tíföld lágmarkslaun og sex sinnum meira en algeng heildarlaun. Þetta er siðspilling þegar menn haga sér svona í einu þjóðfé- lagi. Og þegar bankastjórar eða bankaráðsmenn eru spurðir um þetta þá þykjast þeir ekkert vita. Það er af því að þeir skammast sín. Því er oft haldið fram að það séu þeir siðspilltustu og fégráð- ugustu sem fljóta ofaná í einu þjóðfélagi. Það er greinilega tilfellið hjá okkur. Og sú röksemd að banka- stjórar þurfi að vera fjárhags- lega sjálfstæðir til þess að þeir láti ekki múta sér, hún er ekki viðeigandi eða hvað? Alltjent vitum við nú betur, sparifé hverra, bankarnir eru að berjast um í auglýsingum sínum. Baldur Kristjánsson 1985 Fimmtudagur 4. apríl 1 Málsvarj frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju ' Útgefandi: Nútiminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur.Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldstmar: 686387 og 686306 Kristur er lifandi ■ Kristin þjóð læsir vinnustöðum og menn og konur halda heim til fjölskyldna sinna. Pað er liðið á dymbilviku, krossfesting frelsarans nálgast og á þriðja degi kemur antíklímaxið mikla, upprisan. Kristur rís upp frá dauðum eða gerir hann það? Hann er krossfestur daglega meðal okkar og við tökum öll þátt í þeim ósköpum. Hvar sem óréttlæti ríkir, ójöfnuður þrífst, lygi viðgengst. Hvar sem einn kúgar annan, þar er Jesús Kristur krossfestur. Hann er krossfestur með hverju barni sem pínist til dauðs vegna ranglátrar tekjuskipt- ingar jarðargæða. Með hverjum föður sem er rifinn frá fjölskyldu sinni vegna þess að hann hefur hugmyndir um annað og betra líf. Með hverri mannveru er fær ekki að lifa eins og manneskja. Já, mannkynið er alltaf að krossfesta Krist. Það er von þó Steinn Steinarr spyrji: Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig? Páskarnir eru því ekki, hvað sem orðabók Menningarsjóðs segir, minningarathöfn um Jesú Krist, heldur lifandi vitnisburður um það að hann er meðal okkar. Og sem betur fer rís hann upp. Hann sigraði dauðann. Reis upp á þriðja degi. Og hann rís stöðugt upp. Hann rís upp alls staðar þar sem réttlætið nýtur sín. Þar sem mat er vikið að sveltandi barni, þar sem friður er boðaður, þar sem aflétt er kúgun manns á manni. Þar rís okkar maður upp frá dauðum. Og sem kristnir menn rísum við upp með honum. Rísum upp til vitundar um hlutverk okkar sem boðberar réttlætis og friðar. Boð- berar jafnréttis og bræðralags. Ef við rísum ekki upp með honum, þá er Kristur gagnslaus okkur. Eða kemur hann þá fyrst að gagni er við höfum lagst upp í loft í síðasta sinn? Til hvers er hann þá? Nei Kristur er lifandi meðal okkar. Hann reis upp frá dauðum. Hann er lifandi von um nýjan og betri heim, nýtt og betra líf. Hann er ásteitingarsteinn þess mannkyns sem forsmáir hið góða og fagra og upphefur hið sterka og volduga. Hann er einnig von þess mannkyns sem þekkir hið góða og fagra. Þess mannkyns er kann skil góðs og ills. Þess mannkyns er dreymir um nýjan himin, nýja jörð. Kristur er þannig fylkingarbrjóst hins sanna lífs, þess lifs sem alltaf er fótum troðið. Um páskana gefst okkur færi á að lifa sannara lífi en flesta aðra daga. Við fáum tíma með afkvæmum okkar, mökum, vinum og frændum. Skyldustörfin víkja, hringrásin stöðvast um stund. Það er rétt að nota þennan dýrmæta tíma vel - meðan hann gefst. NT óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.