NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 16.04.1985, Qupperneq 3

NT - 16.04.1985, Qupperneq 3
Þriðjudagur 16. apríl 1985 3 Neðri deild Alþingis: Deilt um ríkis- ábyrgð á launum ■ Annarri unrræðu um ríkisábyrgð á launum var frestað í neðri deild Al- þingis í gær að ósk Karvels Pálmasonar og Ólafs Þ. Þórðarsonar þar sem þeir tjöldu að orlofsfé laun- þega á Vestfjörðum, sem er greitt út með öðrunr hætti en tíðkast annars staðar á landinu, félli ekki undir ríkisábyrgðará- kvæði frumvarpsins. Miklum tíma liefur ver- ið varið í samningu frum- varpsins, sem afgreitt hef- ur verið frá efri deild, og benti Alexander Stefáns- son félagsmálaráðherra á, að uppfyllt hefði verið sú krafa launþega að fá ríkis- ábyrgð á lífeyrissjóðsgjöld en ýmiss smærri sjóða- gjöld hefðu ekki verið tek- in með, s.s sjúkrasjóður. Sagði Alcxander að mál- flutningur Karvels byggð- ist á misskilningi og að orlofsfé væri ríkistryggt. Stefán Valgeirsson gerði grein fyrir nefndaráliti félagsmálanefndar neðri deildar um málið en lagt er til að tvær minni háttar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Húsnæðisáhugamenn hálffylltu Háskólabíó: Vilja fá ofborgaða milljarða til baka ■ Ég tel að við höfum ástæðu til bjartsýni ntiðað við þær undirtektir sent tillögur okkar hafa fengið. í samtöl- um við félagsmálaráðherra hef- ur hann m.a. tjáð okkur að hann sé að vinna að tillögum til úrbóta í svipuðum dúr og við höfum lagt til. Jafnframt því hafa allir stjórnmálaflokkar lýst áhuga á að leysa vandann, sagði einn af talsmönnum áhuga- manna um úrbætur í húsnæðis- málum sem boðuðu til almenns fundar í Háskólabíói í gær. Fundarboðendur fengu góðar undirtektir fundarmanna sem fóru langt í að fylla bíóið - að stærstum hluta fólk undir fertugsaldri að því er séð varð í fljótu bragði. Fram kom á fundinum að reiknað hafi verið út að það sem haft hefur verið af hús- byggjendum umfram eðlilegar vísitöluhækkanir og vexti nemi um einum milljarði króna og upphæðin verði um 1.4 milljarð- ar króna á þessu ári. Þessu fé vill hópurinn að verði skilað ■ Það er veríð að cndurvekja hér á ný ástand kreppuáranna. Við erum t.d. fjögur í einu svefnherbergi en getum ekki stækkað við okkur húsnæði því það er svo dýrt, sagði Maríanna Friðjónsdóttir, ein nokkurra fundarmanna sem komu í ræðustólinn í Háskólabíói. NT-mynd Ari aftur og verði það best gert í gegn um skattkerfið. Rifjað var upp að greiðslu- byrði af verðtryggðum lánum sem tekin voru fyrir nokkrum árum hafi nú nær tvöfaldast. Þótt fólk hafi gert raunhæfar fjárhagsáætlanir í upphafi hafi þær því allar raskast. Við höfum verið höfð að ginningarfíflum - það gengur allt út á hvað þeir sem eiga fjármagnið þurfi að fá í vexti en er aldrei spurt um hvað launantaðurinn getur borgað, sagði einn af frummælendum m.a. í erindi sínu. í ályktun fundarins var skorað á stjórn- völd að leiðrétta nú þegar það misrétti sem hefur átt sér stað og jafnframt tryggja að það muni ekki endurtaka sig. ■ í gær blessaði biskupinn yfir íslandi hr. Pétur Sigurgeirsson nýtt aðsetur biskupscmbættisins að Suðurgötu 22 í Reykjavík, þar sem áður var aðsetur krabbameinsfélaganna á íslandi. Þess var jafnframt minnst að 200 ár voru liðin frá því að biskupsstóll var formlega fluttur til Reykjavíkur og flutti Jónas Gíslason dósent af því tilefni fróðlegt og skemmtilegt erindi um Hannes biskup Finnsson. Lærðir og leikir sungu sálma og lásu úr ritningunni, meðal þeirra Jón Helgason kirkjumálaráðherra. NT-mynd: Árni Bjarna. Utandagskrárumræða á Alþingi: Hvar eru leyni- punktarnir 25? ■ Svavar Gestsson kvaddi sér liljóðs utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær og gerði að umtalsefni 25 punkta forsætisráðherra til úrbóta í atvinnu- og efna- hagsmálunt og sagði að lítið hefði til þcirra spurst eftir að þcim var hampað í fyrir- spurnartíma í sjónvarpinu fyrir nokkrum vikum. Taldi hann óvenjufá mál hafa litið dagsins ljós í neðri deild frá áramótum og lítið bólaði á þcim umræðum um atvinnu- og efnahagsmál sem nauðsynlegar hlytu að vera. Benti hann á að ef það væri ætlun ríkisstjórnarinn- ar að láta afgreiða þessa 25 punkta af leynilistanum þá væri Ijóst að þingstörf stæðu í allt sumar ef áfram yrðu viðhöfð sömu vinnubrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar og Alþingis og verið hefði á þessum vetri. Því næst beindi hann þcinr ummælum til landbúnaðarráðhcrra að stjórnarandstaðan fengi þegar aðgang að frumvarpi sem er í smíðum um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og kynnt verður Stéttar- sambandi bænda á fundi á morgun, miðvikudag. Taldi Svavar óðelilegt að stjórnarandstaðan fengi ekki að fylgjast með franr- vindu þessara mála. Jón Helgason sagði að dreifing á lögunr þessum hefði veriö á döfinni all lengi og yrðu þau afhent stjórnarandstöðunni í dag, það væri verið að vinna greinargerð með því. Guð- mundur Einarsson gerði að umtalsefni vinnubrögð Al- þingis og benti á að cinungis væru 7 vikur þar til þingstarfi ætti að ljúka. Nefndi hann að mörg mál lægju fyrir sem þyrfti að afgreiða, annars brygðist þingið þjóð sinni, og benti á að skattastcfnu, og húsnæðisstefnu þyrfti að breyta til þess að raunveru- legir kjarasamningar gætu farið fram hér á landi með haustinu. Sverrir Hermannsson gerði að umtalsefni m.a. þann tíma sem eytt hefði verið til undirbúnings frum- varpi um Framleiðsluráð landbúnaðarins og sagði að þar hefði ekki mátt flana að neinu því um væri að ræða „viðamikið og byltingar- kennt frumvarp“. Sjóefnavinnslan á Reykjanesi: Ný úttekt á fyrir- tækinu með haustinu ■ Iðnaðarráðherra hef- ur falið dr. Sigmundi Guð- bjarnarsyni prófessor að gera úttekt á Sjóefna- vinnslunni á Reykjanesi. Sigmundur sagði í samtali við NT í gærkvöldi, að hann myndi leggja tillögur sínar um vinnutilhögun fyrir iðnaðarráðherra síð- ar í vikunni. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um verkið, en sagði að úttekt- inni yrði lokið í haust. Iðntæknistofnun gerði á sínum tíma úttekt á Sjó- efnavinnslunni og á grund- velli hennar ákvað Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra að hætta rekstri fyrirtækisins. Niðurstöður þeirrar úttektar hafa verið véfengdar m.a. af heima- mönnum. Sverrir sagði í samtali við NT, að hann vildi láta fullreyna hvort Iðntæknistofnun hefði ekki rétt fyrir sér. „Ef annað kemur upp úr dúrnum, þá verður að taka því. En ég hef því miður ekki mikla trú á, að svo verði,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra. Að gefnu tilefni Fréttatilkynning, sem fjölmiðlar fjórflokkanna hafa ekki séð ástæðu til að birta. Þingflokkur Bandalags jafnaðarmanna vill taka fram eftirfarandi: 1. Staðreynd er að bílafríðindum bankastjóra var á sínum tíma komið á að frumkvæði Alþýðuflokksins með stuðningi hinna gömlu flokkanna. 2. Staðreynd er að núverandi breyting á kjörum bankastjóra er ekki launahækkun ' heidur formbreyting á greiðslum sem lengi hafa tíðkast ómótmælt af þeim flokkum og fulltrúum sem sæti eiga í bankaráðum ríkisbankanna. 3. Staðreynd er að þeir menn sem fjórflokkarnir treystu best til að gæta hagsmuna alþjóðar í bönkunum hlýddu ekki samþykkt Alþingis um afnám bílafríðinda bankastjóra. Fjórflokkarnir bera ábyrgð á þessum mönnum og gerðum þeirra. 4. Staðreynd er að fjórflokkarnir hafa vitað af þessari ákvörðun bankaráðanna í tæpa 3 mánuði. Bankaráð Landsbankans tók sína ákvörðun fyrir áramót. Ennfremur má benda á eftirfarandi: 1. Gömlu flokkarnir gerðu engar athugasemdir við þessi fríðindi bankastjóranna fyrr en fjölmiðlar uppljóstruðu um málið. 2. Tillögur um að ákveða laun bankastjóra í kjaradómi eru tillögur aðila, sem eru hræddir við ábyrgð. 3. Það er ódrengilegt að benda á þá menn sem í bankaráðunum sitja sem sökudólga fyrir verknað sem kerfið samþykkti þar til almenningur fordæmdi verknaðinn. Hér nægir ekki að skipta um menn heldur þarf að afnema samtryggingu og spillta bitlingastjórn fjórflokkanna. Þingflokkur Bandalags jafnaðarmanna.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.