NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 16.04.1985, Qupperneq 8

NT - 16.04.1985, Qupperneq 8
 Þriðjudagur 16. apríl 1985 8 Svæfir Alþingi stálbræðsluhugmyndina? Skýrslan sem gerði útslagið er ársgömul -sýndi m.a. að sjóðsstreymi fyrirtækisins yrði neikvætt til aldamóta ■ Allt bendir nú til að beiðni Stálféiagsinsum ríkisábyrgð á 40-50 milljóna króna láni frá Norræna fjárfestingabankan- um verði endanlega söltuð eða vísað frá á næstunni, jafnvel í þessari viku. Iðnaðarráðherra hefur sent þingflokkunum bréf þar scm hann fer fram á að honum verði heimilað að aftur- kalla stjórnarfrumvarp um ríkisábyrgðina frá þinginu. Frumvarpið er nú til með- ferðar hjá fjárhags- og við- skiptanefnd efri dcildar, og sagði Jón Kristjánsson, einn nefndarmanna, að nefndin hcföi áður en erindi iðnaðar- ráðherra barst haft „miklar efasemdir" um málið. Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að sér sýndist málið vera „dautt", hvaða aðferð sem endanlega yrði höfð við að ganga endanlega frá því. Ríkisábyrgðin var svo aftur skilyrði fyrir fleiri fjármögn- unarleiðum heldur en láni fj á rfest i nga ba n k ans. Þa n n i g hafði Framkvæmdasjóður samþykkt að kaupa 9 milljóna króna hlutafé í Stálfélaginu, en eitt af fjórum skilyrðum fyrir að frá kaupunum yrði gengið var einmitt aö ríkis- ábyrgð fengist fyrir erlendu láni. Gunnlaugur Sigmunds- son. forstjóri Framkvæmda- stofnunar ríksins, sagði engin hlutabréf enn hafa verið keypt, og engin verða keypt ef ríkis- ábyrgðinni yrði hafnað. En ræður ríkisábyrgðin úr- slitum í stálverksmiðjumál- inu? Leifur ísaksson, formað- ur stjórnar Stálfélagsins, sagði í samtali við NT að „mjög erfitt" yrði að vinna áfram að verksmiðjuhugmyndinni án ríkisábyrgðarinnar. Stálfélags- menn virðast því ekki horfa til annarra lausna á fjármögn- unarmálum sínum; þeirra von er að iðnaðrarráðherra muni skipta um skoðun á málinu, eins og hann hefur áður gert. Ársgömul skýrsla Það vekur sérstaka athygli að þær áætlanir sem nú liggja til grundvallar afturköllunar- beini iðnaðarráðherra eru orðnar ársgamlar. Það var í apríl I984 scm danska ráðgjaf- arfyrirtækið ÍKO Plan A/S lagði fram álitsgerð sem það hafði gert að beiðni iðnaðar- ráðuneytisins, Framkvæmda- sjóðs og Iðnlánasjóðs, um rekstrargrundvöll stálverk- smiðju á íslandi. Skýrsla IKO staðfesti að tæknilegar áætlanir Stálfélagsins stæðust. en dró þá niðurstöðu að efnahagsleg- um íorsendum rekstursins væri ábótavant. Iðnþróunarsjóður tók nokkrar athugasemdir Stálfélagsins við skýrsluna til greina, og gerði nokkrar við- bótrarrekstraráætlanir fyrir verksmiðjuna, en komst aftur að þeirri grundvallarniður- stöðu í lok maí í fyrra að við verksmiðju Stálfélagsins blasti aðeins verulegt tap, einkum á fyrri hluta starfstíma hennar; ennfremur komst sjóðurinn að þeirri niðurstöðu að sjóðs- streymi fyrirtækisins yrði nei- kvætt á öllu tímabilinu 1985- I999. Iðnþróunarsjóður byggöi ákvörðun sína um að lána Stálfélaginu ekki 18 milljónir króna til fjárfestinga á þessum niðurstöðum. Iðnaðarráð- herra tók hins vegar lítiö mark á skýrslu Dananna, kvað hana illa unna og einskis veröa. Ráðherra stóð að því að leggja ríkisábyrgðarfrumvarpiö fram á haustþinginu. Hver yrði samkeppnisstaðan? Stálfélagsmenn gera enn miklar athugasemdir við skýrslu IKO. Leifur ísaksson sagði að skýrslan tæki t.d. aðeins með í reikninginn bygg- ingu og rekstur völsunarverk- smiðju, sem átti að verða fyrsti hluti stálverksmiðjunnar og kosta 93 milljónir í byggingu. Hún gerði ekki áætlun um stálbræðslu og stálsteypu. sem einnig hefði átt að reisa, og væru mun arðvænlegri. Guð- mundurTómasson hjá Iðnþró- unarsjóði sagði að þetta væri rétt, en bætti því við að frá Stálfélaginu hefðu aldrei kom- ið ncin gögn eða áætlanir sem sýndu að þessir síðari þættir liefðu oröið svo arðbærir, og því síður að þeir hefðu getað breytt heildardæminu. Gagnrýnendur og fylgjend- ur stálverksmiðjunnar deila sérstaklega um þrjú atriði í rekstraráætlunum verksmiðj- unnar: verð á framleiðslunni, markaðshlutdeild fyrirtækisins á innanlandsmarkaði, og þró- un stálmárkaðarins. Leifur ís- aksson sagði að markaðurinn hér á landi næmi um 12 þúsund tonnum á ári, og væru þá undanskildar þarfir fyrir stór- ar virkjanaframkvæmdir og fyrir framkvæmdir á Keflavík- urflugvelli. Stálfélagið hefði gert ráð fyrir að verksmiðjan næði 50-60% af þessum mark- aði. En yrði verksmiðjan þásam- keppnisfær? Lcifur ísaksson sagði að í könnun Verðlags- stofnunar á árinu 1983 hefði komið fram að steypustyrkt- arstál hcfði verið 36% dýrara á íslandi heldur en í Svíþjóð; 80-90% af þessu stáli hér á landi kæmi liins vegar frá Sví- þjóð og Noregi. Augljóst virt- ist að á markaðnum hér heima myndi íslensk stálverksmiðja njóta verulegrar fjarlægðar- verndar í verði, enda væri flutningskostnaður stór hluti söluverðs á stáli hér. Hingað til lands kemur hins vegar einnig mun ódýrara stál. Leifur ísaksson sagði að þetta stál væri gæðaminna heldur en stálið sem þeir hyggðust fram- leiða og sóst væri eftir hér. Guðmundur Tómasson sagði að við þetta ódýrara stál myndi heimsmarkaðsverð á stáli verða miðað. Hann minnti á að Stál- verksmiðjan hefði skuldbund- ið sig til að selja verulegan hluta framleiðslu sinnar til sænsks samstarfsaðila síns, Halmstad Jernværk, á heims- markaðsverði. Hættirvið Þannig rök og gagnrök hafa gengið á milli aðila að Stálfé- lagsmálinu um langa hríð; það hefur jafnvel tekið menn ár að átta sig á ákveönum upplýsing- um og álitsgerðum um málið. Framvinda málsins hefur vald- ið Leifi ísakssyni, og öðrum Stálfélagsmönnum, skiljanleg- um vonbrigðum: „Þessu máli var hrint af stað með lögum um stálbræðslu á Alþingi árið 1981. Síðan var þctta ríkisstjórnarfrumvarp um ríkisábyrgð lagt fram í haust. Nú á svo að segja, við þúsund manna félag: „Nei strákar mínir, við erum liættir". Þetta gengur ekki." Erlent lán ■ Landsbanki íslands gerði í síðustu viku lánssamning við 18 erlenda banka undir forustu Manufacturers HanoverTrust. Samkvæmt þessum samningi gefur Landsbankinn út inn- lánsskírtcini, víxla og aðrar skuldaviðurkenningar til skamms tíma, og mega allt að 110 millj. Bandaríkjadollara vera í umferð á hverjum tíma. Erlendu bankarnir munu hver fyrir sig gera tilboð í þessi skuldaskjöl og Landsbankinn mun taka tilboðum að því marki, sem hann telur hagkvæmt. Náist ekki með þessurn hætti sú upphæð sem Landsbankinn hefur þörf á hverju sinni, eru erlendu bank- arnir skuldbundnir til að lána Landsbankanum það sem á vantar, allt að 77.5 millj. Bandaríkjadollara á umsömd- um hagstæðum kjörum. Lán þessi verða tekin í ýmsum tegundum gjaldeyris, Banda- ríkjadollurum, sterlingspund- um og þýskum mörkum. Samningurinn er til fimm ára. Andvirði þessara lána mun aö hluta til verða ráðstafað til að cndurgreiða önnur erlend lán, sem tekin hafa verið vegna viðbótarlána, og einnig til að greiða Seðlabankanum endur- seld, gengisbundin afurðalán. Þessar lántökur munu ekki auka skuldir þjóðarinnar. Uppgreiðsla endurseldra, gengisbundinna lána í Seðla- bankanum er liöur í fram- kvæmd þeirrar ákvöröunar stjórnvalda, að afurðalánin flytjist til viðskiptabankanna. Samningur sá, sem Landsbank- inn hefur nú gert tryggir áfram- haldandi fjármögnun þeirra. ■ Helgi Bachmann, framkvxmdastjóri lánasviðs Lánasvið í Landsbanka ■ Nýtt starfssvið, lánasvið, hefur verið stofnað í Lands- bankanum. Lánasviðinu er ætlað að sameina alla þá starf- semi, sem lýtur að útlánamál- um fyrirtækja. Verður hag- deild bankans hluti lánasviðs- ins. Framkvæmdastjóri lána- sviðs hefur verið ráðinn Helgi Bachmann. Helgi lauk cand. oecon prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands 1955 og hóf sama ár störf í Hagfræðideild Landsbankans og Seðlabank- ans. Hann hefur verið for- stöðumaður Hagdeildar Landsbankans frá 1961 og jafnframt ráðunautur banka- stjórnar um útlánamál. Banda- ríkja- menn skaðast ■ Gengishækkun dollar- ans frá 1980 og fram á þennan dag hefur kostað tvær milljónir Bandaríkja- manna atvinnuna. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Data Resources í Lexing- ton í Massachusetts hefur gert fyrir bandaríska þingnefnd. Þrír fjórðu hlutar þessara atvinnu- tækifæra hafa farið for- görðum í framleiðslu- greinum. Sérstaklega hafa vefnaðarfyrirtæki í Norð- ur og Suður-Karólínufylki og Georgíu misst fótanna í samkeppninni við erlend fyrirtæki við þetta ótrú- lega klifur dollarans. Data Resources segir einnig að hefði dollarinn haldið svipaðri stöðu og árið 1980, þá væri vöru- skiptajöfnuður Banda- ríkjanna 60-70 milljörðum dollara hagstæðari á þessu ári heldur en nú er búist við að hann verði; gert er ráð fyrir að vöruskipta- hallinn verði 140-150 milljarðardollara íár.sem er 20-30 milljörðum meiri halli en árið 1984. Gull í N-Noregi? ■ Norsk Hydro hefur nú yfir- tekið rétt til að leita að gulli í Norrland í Norður-Noregi. Stefnir fyrirtækið að því, ef leitin ber árangur, að vinna 200 kíló af gulli árlega, en verðmæti slíkrar framleiðslu væri um 20 milljónir norskra eða 90 milljónir íslenskra króna. Frá því fyrir stríð hefur verið vitað um gull í Bindal í Norrland. Fyrirtækið Sulfid- malm hefur undanfarin ár haldið uppi leit að gullinu, en án árangurs. Norska ríkið hcf- ur nú styrkt Norsk Hydro með 20 milljóna norskra króna framlagi til að auka leitina. Arnarflug byrjar árið vel: Farþegum í millilanda flugi fjölgaði um 32% ■ Á tímabilinu frá janúar- byrjun til marsloka varð heild- arfjöldi farþega Arnarflugs í millilandaflugi 4.371, en til samanburðar voru þeir 3.307 á sama tímabili í fyrra. Aukning- in á milli áranna er því um 32%. Vöruflutningar Arnarflugs jukust hins vegar um 93% á sama tímabili. Félagið flutti um 193 tonn á milli landa fyrstu þrjá mánuði þessa árs, en um 100 tonn sömu mánuði j fyrra. Arnarflug flutti tæplega 28 þúsund farþega á milli landa síðasta ári og tölurnar fyrir fyrstu mánuði ársins benda til aö talsverð aukning verði á þessu ári. Þannig voru farþegar í millilandaflugi félagsins á fyrstu þremur mánuðunum 16% fleiri heldur en rekstrar- áætlun félagsins frá því í lok ársins 1984 gerði ráð fyrir. Bing og Grön- dahl gekk vel ■ Postulínsfyrirtækið Bing Velta fyrirtækisins í fyrra óx og Gröndahl seldi betur og um 10% og varð 289 milijónir skilaði meiri hagnaði á síðasta danskra króna, eða um 1 mill- ári heldur en árið á undan. jarður íslenskra króna.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.