NT - 16.04.1985, Page 19
[[[
Þriðjudagur 16. apríl 1985 19
tilkynningar
Skattskrá
Reykjavíkur fyrir árið 1984
Skatta-, útsvars-, launaskatts- og sölu-
skattsskrár fyrir áriö 1984 liggja frammi á
Skattstofu Reykjavíkur 16. apríl til 29. apríl
1985 aö báðum dögum meðtöldum, kl. 10 til
16 alla virka daga nema laugardaga.
Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur
myndast þótt álögð gjöld séu birt með
þessum hætti.
Skattstjórinn í Reykjavík
Gestur Steinþórsson
Tilkynning
um lóðahreinsun
í Reykjavík, vorið 1985
Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerð-
ar, er lóðareigendum skylt að halda lóðum
sínum hreinum og þrifalegum. Umráðamenn
lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar
brott af lóðum sínum allt, sem veldur óþrifn-
aði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en
14. maí n.k. Að þessum fresti liðnum verða
lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er
ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað
og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörunar.
Þeir, sem kynnu að óska eftir sorptunnum
og lokum, hreinsun eða brottflutningi á rusli
á sinn kostnað, tilkynni það í síma 18000. Til
að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum
hafa verið settir gámar á eftirtalda staði: Við
Meistaravelli, Vatnsmýrarveg, (gamla Lauf-
ásveginn), Grensásveg, í Laugarnesi, við
Súðarvog, Stekkjarbakka, Rofabæ og Breið-
holtsbraut. Eigendur og umráðamenn
óskráðra umhirðulausra bílgarma, sem eru
til óþirfnaðar á götum, bílastæðum, lóðum
og opnum svæðum í borginni eru minntir á
að fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má við, að
slíkir bílgarmar verði teknir til geymslu um
takmarkaðan tíma, en síðan fluttir á sorp-
hauga. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga
við Gufunes á þeim tíma sem hér segir:
mánudaga-föstudaga kl. 08-20
laugardaga kl. 08-18
sunnudaga kl. 10-18
Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í
umbúðum eða bundið.
Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og
hafa ber samráð við starfsmennina um losun.
Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt
er að flytja úrgang á aðra staði í borgarland-
inu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem
gerast brotlegir í þeim efnum.
Gatnamálastjórinn í Reykjavík.
Hreinsunardeild.
Starfsfólk
í veitingahúsum
Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í
sumarhúsum félagsins að Svignaskarði og
Húsafelli á skrifstofu félagsins til 15. maí.
Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 13-16 á
föstudögum frá kl. 13-15.
Stjórn orlofsheimilasjóðs FSV.
tilkynningar
Frá grunnskólanum
í Mosfellssveit
Innritun nýrra nemenda í grunnskóla í Mos-
fellssveit næsta skólaár fer fram í Varmár-
skóla (6-12 ára). sími 666154 og í gagn-
fræðaskólanum (13-15 ára) sími 666186
þriðjudaginn 16. apríl og miðvikudaginn 17.
apríl kl. 9-14. Mjög áríðandi er að þeir sem
flytjast í skólahverfið sinni þessu kalli.
Skólastjórar.
Verkakvennafélagið
Framsókn Reykjavík
Auglýsing um orlofshús sumarið 1985.
Mánudaginn 22. apríl til og með 30 apríl n.k.
verður byrjað að taka á móti umsóknum
félagsmanna varðandi dvöl í orlofshúsum
íélagsins.
5eir sem ekki hafa dvalið áður í húsunum
hafa forgang til umsókna dagana 22., 23. og
24. apríl.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
félagsins, Hverfisgötu 8-10 Reykjavík kl.
9-17 alla dagana. Símar 26930 og 26931.
Athugið: Ekki er tekið á móti umsóknum í
síma.
Vikugjald er kr. 2.500,00
Félagið á 3 hús í Ölfusborgum
1 hús í Flókalundi
og 2 hús í Húsafelli
til sölu
n
Svalahurðir
Verð frá kr: 5[800
Útihurðir
Veró frá kr: 9.000
í V Bílskúrshuröir
' j I Verð frá kr: '10.900
Gluggasmiöj?r
Siöumúla.20
símar: 38220&81080
Fram nú
allir í röð
Hjólum
aldrei
samsíða
á vegum
||U^FERÐAR
Tage Tjörnbo fær ekki að
reyna indverska jurtalyfið
vegna ótta sænskra heilbrigðis-
yfirvalda við svarta galdurinn.
Görel Hallström, kona hans,
segist mæta hæðninni einni
saman í viðskiptum sínum við
yfirvöld.
Kerfistregða í Svíþjóð:
Færekki indverska
krabbameinslyfið
■ Svíi nokkur sem fékk að
vita það fyrir þremur mánuð-
um að hann er dauðvona
stendur nú t' baráttu við yfir-
völd um að fá að flytja inn sína
síðustu von, indversk jurtalyf.
Yfirvöld segja nei, það er á
móti reglunum.
Tage Tjörnbo, sem er upp-
tökustjóri hjá sænska sjón-
varpinu, var sagt að loknum
uppskurði fyrir þremur mán-
uðum að læknar gætu ekki gert
neitt meira fyrir hann og var
hann útskrifaður og sendur
heim. Hann er haldinn krabba-
meini í heila, hefur verið í
geislameðferð en fær nú lyf
sem drepur frumur.
Tjörnbo vildi ekki leggja
árar í bát við upplýsingar lækn-
anna: „Maður fer að leita,“
sagði hann, „það er mikilvægt
að finna einhverja vonar-
glætu." Hann komst í samband
við Lobsang Dolma, lækni frá
Tíbet, sem starfar í Indlandi
og er sérfræðingur í krabba-
meinssjúkdómum.
Tjörnbo sendi henni sjúkra-
skýrslur sínar og hún sendi
honum jurtalyf og bréf til
baka. Eiginkona Tjörnbos,
Görel Haltström, segir að fjöl-
skyldan hafi aldrei áður notað
jurtalyf en eftir að hafa búið í
Indlandi og Afríku í áraraðir
beri hún líka virðingu fyrir
læknum sem tilheyra öðrum
menningarheimi en þeim vest-
ræna. Og náinn vinur hennar,
sem talinn var haldinn ólækn-
andi krabbameini, hlaut bót
meina sinna eftir meðhöndlum
asísks læknis.
En sænsk yfirvöld eru sem
sagt ekki á því að leyfa þeim
að reyna og sagðist Görel
hljóta háðið eitt að svari þegar
hún reyndi að útskýra mikil-
vægi þess að þau fengju jurta-
lyfið.
Pað er kaldhæðnislegt að ef
Tjörnbo hefði veikst erlendis
hefði hann fengið að taka þetta
sama lyf og hvaða lyf annað
sem er, með sér inn í landið.
Reglan sem leyfir slíkan inn-
flutning gengur út á það að sá
sem veikist erlðndis eigi að
geta lokið þeirri meðhöndlun
sem erlendi læknirinn mælir
fyrir um. En Tjörnbo veiktist
sem sagt heima hjá sér og fær
því einungis að neyta þeirra
Íyfja sem viðurkennd eru af
sænskum yfirvöldum.
„Við trúum alls ekki á eitt-
hvert kraftaverk," sögðu þessi
sænsku hjón í viðtali við Dag-
ens Nyheter, „en þetta lyf gæti
kannski gefið okkur meiri
tíma.“
Kólombía:
Skæruliðardrepa
sjö lögreglumenn
Uogotu-Rcuter
■ Kólombískir skæruliðar
drápu sjö lögreglumenn í tveim
árásum á lögreglustöðvar um
helgina að sögn yfirvalda í Kól-
ombíu.
Tveir lögreglumenn voru
felldir í árás á lögreglustöð í
smáþorpi á laugardag og fimm
til viðbótar féllu í sex klukku-
stunda orrustu í Torribio í
Caudca, miðfylki landsins, þar
sem vinstrisinnaður andstæðu-
hópur kólombíska byltingar-
hersins er öflugur.
Leiðtogar kolombíska bylt-
ingarhersins skrifuðu undir
vopnahlé við stjórnvöld í fyrra
en róttækur andstöðuhópur inn-
an skæruliðasamtakanna hefur
neitað að viðurkenna sam-
komulagið.
Pakistan:
Sovéska sendiherr-
anum sagt að þegja
fundi þar sem ég er sendiherra
Sovétríkjanna. Aðrir sendiherr-
ar hafa fullt leyfi til slíks. Eftir
hvern fréttamannafund, sem ég
hef verið boðinn til af
pakistönskum yfirvöldum, hef
ég verið ávíttur.
Smimov er þekktur fyrir
harða gagnrýni á stuðning
pakistanskra yfirvalda við upp-
reisnarmenn í Afganistan og
hann hefur varið veru sovésks
herliðs í Afganistan mjög ein-
dregið.
Islumabad-Reuter
■ Sovéski sendiherrann í
Pakistan, Vitaly Smirnov,
skýrði frá því í þessari viku að
pakistönsk yfirvöld hefðu bann-
að honum að halda opinberar
ræður undanfarna tvo mánuði
og þau hefðu ávítt hann fyrir
að ávarpa fréttamenn á frétta-
i mannafundi.
í yfirlýsingu frá sendiherran-
um sem fréttamenn fengu af-
henta síðastliðinn sunnudag,
segir Smirnov meðal annars:
g má ekki halda blaðamanna-