NT - 16.04.1985, Blaðsíða 20
Víðtækt
hjá Ford
Bonn-Kcutcr
■ Ýmislegt bendir til þess að
bandaríski bílaframleiðandinn
Ford og Fiat-verksmiðjurnar á
Ítalíu muni bráðlega komast að
samkomulagi um viðtæka sam-
vinnu og jafnvel samruna.
Sameinuð nefnd þessara
fyrirtækja hefur nú um nokk-
urra mánaða skeið rætt um
„allar hliðar mögulegs
samstarfs" að sögn aðaltals-
manns dótturfyrirtækis Fords í
Vestur-Þýskalandi.
Samkvæmt heimildum í bíla-
iðnaðinum eru nú ýmis merki á
lofti unt að æðstu yfirmenn hjá
Ford og Fiat hafi tekið þátt í
viðræðunum og hafi þeir nú til
athugunar samruna á dótturfyr-
irtækjum Ford í Evrópu og
Fiat. Slíkur samruni myndi stór-
minnka þróunar- og fram-
leiðslukostnað hjá þessum fyrir-
tækjum og bæta samkeppnisað-
stöðu þeirra gagnvart japönsk-
um og bandarískum bílafram-
leiðendum.
Samvinnan eða samruninn
myndi líklega fyrst og fremst
birtast í því að fyrirtækin myndu
sameina framleiðslu sína á
ákveðnum bílhlutum og sam-
eina markaðskerfi sitt og hrá-
efniskaup en þau myndu ekki
hætta sjálfstæðri framleiðslu á
bílategundum undir eigin
merki. Eftir samrunann gætu
bæði þessi fyrirtæki gert sér
Suður-Afríka:
Lappað upp
á aðskilnað'
arstefnuna
Höfðabor}>-Kcutcr
■ Suður-Afríkustjórn
tilkynnti í gær að hún
myndi afnema þau ákvæði
aðskilnaðarlaganna sem
banna kynlíf og hjóna-
band hvítra og þeldökkra.
Lög þessi hafa nú gilt í
meira en aldarfjórðung.
De Klerk, innanríkis-
ráðherra, skýrði þinginu
frá því í gær að banni
þessu yrði aflétt á næstu
mánuðum og mun það
verða mikill léttir þeim
hundruðum blandaðra
para sem hingað til hafa
getað átt von á lögreglunni
heim til sín á hvaða tíma
sólarhringsins sem var.
Ráðherrann skýrði ekki
frá því hvar bíandaðar
fjölskyldur eiga að búa, í
hvaða skóla börnin eiga
að fara eða hvaða stjórn-
málaflokka þeim leyfist að
kjósa, en íbúðahverfi,
skólar og stjórnmálaflokk-
ar eru vandlega aðskilin
samkvæmt aðskilnaðar-
stefnu stjórnvalda.
Skoðanir á þessari
lagabreytingu eru skiptar
í Suður-Afríku. Hægri-
sinnaðir hvítir öfgamenn
telja bannið ómissandi fyr-
ir sérstöðu hvíta minni-
hlutans en margir svertingj-
ar álíta afnám bannsins
léttvægt miðað við mikil-
vægi beinna stjórnmála-
legra réttinda svertingja.
Og nóbelsverðlauna-
hafinn Desmond Tutu
biskup sagðist vonast til
þess að stjórnvöldum tæk-
ist ekki að afnema bannið
við kynlífi og hjónabönd-
um hvítra og þeldökkra
án þess að þurfa að hreinsa
enn frekar til. Að áliti
Tutus eru stjórnvöld ein-
ungis að lappa upp á að-
skilnaðarstefnuna með af-
námi bannsins.
Afríka:
Kólerufaraldur
á þurrkasvæðum
samstarf
og Fíat
vonir um aukna markaðshlut-
deild á heimsmarkaðinum.
Pað mun hafa ýtt mjög undir
sameiningar og samrunaviðræð-
ur Ford og Fiat að bílaframleið-
andinn General Motors í Banda-
ríkjunum skýrði frá því í janúar
síðastliðnum að hann myndi
hafa samvinnu við japönsk
fyrirtæki við smíði nýs smábíls
sem yrði ódýrari en svipaðir
bílar hjá Ford og Fiat.
Nú þegar munu Ford og Fiat
hafa gert með sér samkomulag
um sameiginlega notkun á nýj-
um sjálfvirkum gírkassa og Ford
hefur sýnt mikinn áhuga á nýrri
öflugri og sparneytinni vél sem
Fiat hefur smíðað.
Mogadishu-Kcutcr
■ Á undanförnum vik-
um hafa rúmlega 1.600
manns dáið vegna kól-
erufaralds í flóttamanna-
búðum í Sómalíu. Meiri-
hluti flóttamannanna
kom frá Eþíópíu þar sem
kólera mun hafa komið
upp á mörgum stöðum.
Ríkisfréttastofan í
Sómalíu hefur það eftir
eþíópískum flóttamönn-
um að kóleru hafi orðið
vart í bæjum í Austur-
Eþíópíu þar sem mörg
hundruð manns hafi
látist. Að sögn fréttastof-
unnar hafa margir einnig
sýkst af kóleru í Suður-
Eþíópíu.
Sómalir segja að sér
hafi tekist að koma í veg
fyrir að kólerufaraldur-
inn í flóttamannabúðum
skammt fyrir utan Harg-
eisa-borg breiddist út til
annarra stað með því að
hafa mjög stranga sóttkví
um búðirnar.
Söguleg heimsókn:
Forseti
Ecuador
áKúbu
■ Endurnýting blóðs við uppskurði er nú komin aftur á dagskrá í Bandaríkjunum vegna ótta manna
þar við ónæmisbæklunina AIDS.
Sjúklingarnir fá
blóðið sitt aftur
■ í nýjasta tölublaði breska
vísindatímaritsins New Scientist
er skýrt frá því að bandarískir
læknar hafi nú í athugun mögu-
leika á því að dæla blóði upp-
skurðarsjúklinga aftur í þá að
aðgerð lokinni. Með þessu vilja
þeir ntinnka möguleikana á þvi
að sjúklingar fái ónæmisbæklun-
ina AfDS með blóðgjöf eða
aðra smitsjúkdóma sem berast
meö blóði.
Hugmyndir um að dæla eigin
blóði aftur í sjúklinga voru fyrst
settar fram fyrir 160 árum en þá
var það óframkvæmanlegt.
Blóðpumpur, sem gerðar voru með
slíka endurnýtingu blóðs á sein-
asta áratugi reyndust sórhættu-
legar því það komust loftból-
ur í blóðið sem ollu lífshættuleg-
um æðastíflum.
Nú segjast Bandaríkjamenn
hafa leyst þessi vandamál. Ein-
faldasta endurnýtingaraðferðin
er reyndar sú að blóð er tekið úr
sjúklingnum a.rn.k. nokkrum
vikum fyrir uppskurð. Þetta er
sérstaklega hentug aðferð ef
góður fyrirvari er á aðgerðinni
og sjúklingurinn hefur sjaldgæfa
blóðtegund.
En bandarískirlæknarsegjast
einnig geta endurnýtt blóð sem
sjúklingurinn missir á meðan á
aðgerðinni stendur. Blóðið er
sogað úr sárinu og síðan er
andstorkunarefnum blandað
við það. Eftir það er blóðið
þvegið og sett í skilvindu með
saltvatni. Að lokum er því dælt
aftur í sjúklinginn í sérstökum
dælum. 200 til 300 ml. af blóði
fara í gegnum blóðendurnýting-
arvélina á hverri mínútu.
Þessi endurnýtingaraðferð
rnun samt ekki alltaf vera mjög
hentug þar sem hætta er á að
blóðið spillist ef gall og aðrir
líkamsvökvar komast í það.
Einnig hafa surnir áhyggjur af
því að krabbameinsfrumum
yrði aftur dælt inn í líkama
krabbameinssjúklinga sem
fengju blóðið sitt aftur úr slíkri
vél.
Havana-Rcutcr
■ Tveggja daga heimsókn
forseta Ecuadors, Leon Fe-
bres Cordero, til Kúbu lýkur
nú í dag. Heimsókn hans er
talin ákaflega mikilvæg þar
sem þetta er fyrsta heimsókn
íhaldssams þjóðarleiðtoga
Mið-Ameríkuríkis frá því að
Castro komst til valda á Kúbu
fyrir 26 árum.
Febres Corderos var vel
fagnað á Kúbu við komuna
þangað á sunnudag. Castro
kom sjálfur út á flugvöllinn til
að taka á móti honum og 21
heiðursskoti var hleypt af til
heiðurs forsetanum.
Tiltölulega stutt er síðan
stjórnmálasamband komst á
milli Ecuador og Kúbu. Heirn-
sókn Corderos til Kúbu er
talið mikilvægt merki um að
leiðtogar Mið- og Suður-
Ameríku hafi nú sætt sig við
stöðugleika kommúnista-
stjórnarinnar á Kúbu. Erlend-
ir sendimenn á Kúbu segja
heimsókn forsetans hafa sögu-
lega þýðingu.
í för með Cordero voru
einnig utanríkisráðherra og
fjármálaráðherra Ecuadors.
Þeir munu aðallega hafa rætt
við Castro um skuldir þróunar-
ríka í Ameríku.
Hægristjórn í Perú
möluð í kosningum
Lima-Kcutcr.
■ íhaldssöm stjórn stjórn-
málaflokksins Alþýðuathafna í
Perú beið mikið afhroð í kosning-
unum nú á sunnudag. Þótt
endanleg úrslit úr kosningunum
liggi ekki fyrir fyrr en eftir um
það bil mánuð er Ijóst að fráfar-
andi forseti Fernando Belaunde
Terry hefur ekki fengið nema
um fimm prósent atkvæða en í
kosningunum 1980 fékk flokkur
hans 45% atkvæða.
Kjósendur í Perú höfnuðu nú
hægrisinnuðum og íhalssömum
frambjóðendum og greiddu sós-
íaldemókrötum og kommúnist-
um atkvæði sín. Samkvæmt
sjónvarpsspám fékk sósíaldem-
ókratinn Alan Garcia frá Hinni
alþýðlegu byítingarsamfylkingu
Ameríku um 48 prósent at-
kvæða. Það dugar honum samt
ekki til að verða forseti þar sem
hreinan meirihluta þarf til þess.
Líklega verður því að kjósa
aftur milli Garcia og borgar-
stjórans í Lima, Alfonso Bar-
rantes sem fékk 23,5% sam-
kvæmt sjónvarpsspánum sem
byggðar eru á tölum frá kjör-
stöðum þar sem atkvæðin voru
talin. Atkvæðunum verður síð-
an safnað saman frá 42.500
kjörstöðum og þau talin að nýju
í 24 héraðshöfuðborgum.
Bæði Garcia og Barrantes
vilja draga mikið úr endur-
greiðslum Perúmanna á 13.5
milljarða dollara skuld sem er
að sliga landsmenn. Mikið fylgi
þeirra eru því slæmar fréttir
fyrir lánardrottna Perúmanna.
Kosningarnar fóru tiltölulega
friðsamlega fram þrátt fyrir hót-
anir maoískra skæruliða um árás-
ir á kjörstaði. Aðeins á örfá-
um stöðum kom til átaka milli
skæruliða og rúmlega hundrað
þúsund lögreglumanna og
hermanna sem kallaðir voru út
vegna kosninganna. Sprengjur
sprungu í fimm borgum, þ.á.m.
í höfuðborginni Lima.
Nái Garcia kosningu verður
hann yngsti forsetinn í Suður-
Ameríku þar sem hann er að-
eins 35 ára að aldri. Erlend
stórfyrirtæki geta þá einnig átt
von á hærri sköttum og Garcia
hefur lýst því yfir að hann muni
þá líka auka viðskipti Perú-
manna við sósíalísk ríki.
Óeirðir í Teheran:
Þrjú hundruð
handteknir
Teheran-Reuter
■ íranska dagblaðið „ís-
lamska lýðveldið" skýrði
frá því nú um helgina að á
miðvikudag í seinustu
viku hefðu 300 manns ver-
ið handteknir eftir óeirðir
í suðurhluta Teheranborg-
ar.
Samkvæmt blaðinu féll
eitt ungmenni í átökum
milli öryggissveita og íbúa
í Suður-Teheran. Yfir-
maður öryggissveita Ir-
ana, Hojatoleslam Salek,
segir að hinir handteknu
séu félagar í kommúnista-
flokknum, sem er bannað-
ur, eða tilheyri skæruliða-
samtökum Mujahedin
sem berjast gegn klerka-
veldinu.
í opinberri yfirlýsingu
um óeirðirnar segir að til
átaka hafi komið eftir að
öryggisverðir hafi aðvarað
nokkur ungmenni um að
vera ekki að abbast upp á
kvenfólk. íbúar hverfisins
þar sem óeirðirnar urðu
eru venjulega álitnir ein-
dregnir stuðningsmenn
stjórnarinnar.