NT - 16.04.1985, Qupperneq 21
■ Amerískir arabar hafa nú fengið sig fullsadda af þeirri mynd sem dregin er upp af þeim í bandarískum sjónvarpsþáttum,
kvikmyndum, bókum og teiknimyndasögum. Myndin hér að ofan er úr myndinni Dauði prinsessunnar og sýnir araba með
reidda sveðju - nema hvað!
Amerískir arabar mót-
mæla skúrk-ímyndinni
New York-Reuter
■ ( bandarískum sjónvarpsþáttum,
kvikmyndum, bókum og teikni-
myndasögum eru arabar ævinlega
vondu mennirnir sem engum ber að
treysta, segja samtök amerískra araba
(ADC) sem nú láta æ meir í sér heyra
og krefjast þess að framleiðendur
sjónvarpsþátta og kvikmynda hressi
upp á hina dæmigerðu ímynd
arabanna.
Samtökin skipa um þrjár milljónir
Ameríkana af arabískum uppruna
sem telja sig iðulega sæta illri
meðferð, ýmist vegna mannvonsku
eða fávisku, en hafa nú risið upp og
hafið skipulegt andóf gegn þessari
meðferð, líkt og svo margir aðrir
reiðir minnihlutahópar.
James Abourezk, fyrrum þingmað-
ur Suður-Dakota og formaður ADC
af lýbönskum ættum, segir að arabar
hafi of lengi verið „öruggt“ skotmark
hæðandi og spottandi samborgara
sinna.
Bonnie Rimawi, ein af leiðtogum
ADC í New York, segir að á fyrstu
árum kvikmyndanna hafí arabar verið
sveipaðir óraunhæfum ævintýraljóma
en nú séu þeir nær undantekningar-
laust látnir vera stórhættulegir hryðju-
verkamenn eða smeðjulegir
olíukóngar. „Þetta eru alltaf sömu
ímyndirnar - lostafullur græðgislegur
sjeik með kvennabúr,“
ADC kvartaði beisklega yfir út-
smognum arabískum náunga í Dyn-
asty-þáttunum vinsælu og báðu um að
hann yrði „skrifaður út úr“ þáttunum
á þann hátt að í ljós kæmi að þetta
væri heiðvirður maður. En það var
öðru nær. Maðurinn var skotinn til
bana í hótelanddyri eins og hver
annar dólgur.
Og nýlega komust ADC samtökin
að því að kvikmyndaframleiðendur
sem auglýstu sérstaklega eftir leikur-
um með arabískt útlit í kvikmynd sem
þeir hyggjast framleiða hafa gefið
hinu goðsögulega araba-landi, sem er
sögusvið myndarinnar, hið ósæmilega
nafn „Rottuhola" - sé það stafað
aftur á bak.
Amerísku arabarnir eru þó ekki
vonlausir um að staða þeirra fari
skánandi þó erfitt sé að vinna bug á
stöðluðu ímyndinni. En þeir hafa
áhyggjur af því að kynþáttamisréttið
lifi af bætta stöðu þeirra sjálfra: „Þeir
finna sér einhverja aðra. Víetnama,
Kóreana, eða einhverja. Kynþáttahat-
ararnir finna sér alltaf einhverja.“
Féllu niður
í Vesúvíus
Napóli-Reuter
■ Tveir bandarískir sjóliðar féllu
rúmlega hundrað metra niður í gíg
ítalska eldfjallsins Veúvíusar nú á
sunnudaginn. Annar þeirra lést við
fallið en hinn náðist upp alvarlega
slasaður.
Að sögn ítölsku lögreglunnar munu
sjóliðarnir hafa misst fótana þegar
þeir hölluðu sér fram til að skoða
betur gíg þessa heimsfræga eldfjalls
sem eyddi rómversku borginni Pom-
pei í fornöld. Vesúvíus hefur ekki
gosið í meira en fjörutíu ár.
Einkaskóli í Detroit:
Kennarar reknir fyrir
að merkja gyðingana
Detroit-Reuter
■ í síðustu viku ákváðu yfirmenn einka-
skóla í Detroit að reka þrjá kennara frá
störfum fyrir að merkja sérstaklegsa skjöl
í spjaldskrá skólans yfir þá nemendur
sem eru gyðingar.
í skóla þessum, sem þjónar velstæðum
íbúum úthverfis nokkurs sem flestir eru
háttsettir starfsmenn bílaiðnaðarins, eru
1.400 nemendur.
Talkona skólans lýsti þessu athæfi
kennaranna sem miklu áfalli fyrir forráða-
menn skólans og samfélagsins sem hann
þjónar, en það er mjög blandað og 22%
allra nemendanna eru gyðingar.
Kennararnir sögðust hafa gripið til
þessara merkinga til þess að auðvelda sér
að skipta gyðinganemendunum jafnar á
milli bekkja á morgnana og síðdegis.
Ætlaði að flytja inn en...
Húsið var horfið
af grunninum
- niðurrifsmenn fóru húsavillt
Sydney-Reuter
■ Áströlsk yfirvöld hafa lofað
blaðamanni í Sydney bótum fyrir
hús sitt sem var rifið niður vegna
misskilnings niðurrifsverktaka sem
fór götuvillt.
Verktakinn hafði fengið fyrirmæli
um að rífa niður hús númer 58 við
Glebe Point Road en þess í stað reif
hann niður hús í lannarri götu með
nafninu Glebe Street. Þar gjöreyði-
lagði hann hús, sem blaðamaðurinn
David Osborne hafði nýkeypt.
Osborne hafði ætlað að flytja inn
í húsið nú í þessari viku en þegar
hann kom til að ljúka við undirbún-
ing flutninganna nú um helgina var
ekkert eftir af húsinu nema grunnur-
inn. Meira að segja byggingarefni
sem hann hafði ætlað að nota til
endurnýjunar húsnæðisins var horf-
ið svo að ekki sé minnst á gamaldags
arinn sem hann hafði hlakkað mikið
til að nota.
Byggingarráðherra í Nýju Suður-
Wales hughreysti blaðamanninn
með því að stjórnvöld myndu greiða
allan kostnað vegna þessara mis-
taka.
. i
Þriðjudagur 16. apríi 1985
21
Tökum að okkur
hverskonarjarðvinnu. Efnisflutninga, útvegum efni.
Höfum: treiler, vörubíl, Broyt-gröfu, Case-gröfu,
jarðýtu, jarðvegsþjöppu, 4x4 traktor (74 hestöfl) og
margt fleira.
Föst tilboð eða tímavinna. Vanir menn og örugg
þjónusta. Leitið upplýsinga. Hringið í síma
99-4166 (vinnusími) eða í síma 99-4180 (heima-
sími).
AJHCffiUEN
VINNUVClALEIGA
HVERAGERÐI
Auglýsing
íbúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn er
laus til afnota tímabilið 1. september 1985 til 31. ágúst 1986.
Listamenn eða vísindamenn, sem hyggjast stunda rannsóknir
eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um
afnotarétt af íbúðinni. í íbúðinni eru fimm herbergi og fylgir þeim
allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Hún er látin í té endurgjalds-
laust. Dvalartími í íbúðinni skal eigi vera skemmri en 3 mánuðir
en lengstur 12 mánuðir, en venjulega hefur henni verið ráðstafað
til þriggja mánaða í senn.
Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist stjórn húss Jóns
Sigurðssonar, Islands Ambassade, Dantes Plads 1, 1556
Köbenhavn V, eigi síðar en 20. maí n.k.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í
Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið
fram hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni, svo og
fjölskyldustærð umsækjanda. Tekið skal fram að hússtjórn
ætlast til að dvalargestir nyti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf
í Kaupmannahöfn.
Sérstök umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í
Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráðinu í Kaupmannahöfn.
Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar
LÆST DRIF í
LADA
Eigum fyrirliggjandi lœst mismuna-
drif í allar tegundir LADA bifreiða.
40% og 75% lœsing.
Hagstœtt verð.
Skittiborð Verslun
Verkstæði Soludeild
38600 39230 39760 31236
Bifreiöar & Landbúnaöarvélar hf
Suöurlandsbraut 14