NT - 16.04.1985, Page 23

NT - 16.04.1985, Page 23
 Þriðjudagur 16. apríl 1985 Iþróttir US Masters í golfi: Þjóðverjinn vann - eftir baráttu við Strange - Ballesteros annar ■ V-Þjóðverjinn Bernhard Langer sigraði á einu af stærstu golfmótum heims, U.S. Masters, nú um helg- ina. Þetta er fyrsti sigur Lan- ger á móti í Bandaríkjunum síðan hann varð atvinnu- maður í greininni aðeins 15 ára gamall. Mótið fór fram í Augusta í Georgiu. Langer, sem nú er 27 ára gamall, fór seinni hluta keppninnar þ.e. 18 holur, á 136 höggum sem er 8 undir pari og tryggði sér þar með sigur. Sá sem atti mestu kappi við Langer var Banda- ríkjamaðurinn Curtis Strange. Strange átti mögu- leika á að knýja fram auka- keppni við Langer en mis- tóks skot inn á flötina á síðustu holu og þar með varð Langer sigurvegari. Verðlaunin voru ekki af versta tagi eða 126 þúsund dollarar. Það jafngildir um 5 milljónum íslenskra króna. Röð efstu manna varð þessi: Bernhard Langer V-Þýskaland .... 72-74-68-68=282 högg Seve Ballsteros, Spánn .......... 72-71-71-70=284 högg Curtis Strange .. 80-65-68-71=284 högg Raymond Floyd . 70-73-69-72=284 högg JayHaas......... 73-73-72-67=285 högg JackNicklaus ... 71-74-72-69=286 högg Craig Stadler ... 73-67-76-70=286 högg Gary Hallberg ... 68-73-75-70=286 högg Bruce Lietzke ... 72-71-73-70=286 högg Portúgal: 23 Gomes er enn við sama heygarðshornið - skoraði og Porto vann - Gomes markahæstur I Evrópu ■ Kenny Dalglish er meiddur; nær hann að jafna sig fyrir leikinn annað kvöld? Frá Heimi Bergssyni fréttaritara NT í Englandi: ■ ..TVEIR AF BESTU LEIKMÖNNUM LIVER- POOL, þeir Kenny Dalglish og Ian Rush, eru meiddir en gætu verið tilbúnir í slaginn á miðvikudagskvöldið (á morgun). Þá fer fram hinn gríðarmikilvægi leikur á milli Liverpool og Manchester United í undanúrslitum bikarkeppninnar á Main Road í Manchester. Rush er meiddur í hné og var það honum til trafala í fyrri leik félaganna á Goodison Park í Liverpool á laugardaginn var - þó ekki þegar hann skallaði á mark undir lok leiksins. Enskir punktar: Dalglish og Rush meiddir Dalglish er meiddur á ökkla en líklegt er að hægt verði að lappa uppá hann fyrir leik- inn. Steve Nicol er einnig að losna úr meiðslum og gæti komið inn í stað Sammy Lee... ...BILL ASPREY, fram- kvæmdastjóri Stoke, hefur verið leystur frá störfum frá félaginu sern falla mun í 2. deild eftir þetta keppnis- tímabil. Stjórn félagsins sagðist hafa tekið þessa ákvörðun vegna atburða inn- an vallar sem utan. Stol(e hefur aðeins unnið þrisvar þessu keppnistímabili og fé- lagið á þar að auki í miklum fjárhagslegum erfiðleikum. Það hefur verið mikið álag á Asprey og fyrr á árinu þá þurfti hann að leita læknisað- stoðar vegna „tapveikinda". Þjálfari unglingaliðs Stoke, Tony Lacey, hefur tekið að sér framkvæmdastjórn til bráðabirgða... ■ Fernando Gomes skoraði sitt 33. mark í portúgölsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær, er lið hans, Porto, bar sigurorð af Varzim á útivelli 2-1. Gomes er nú langefstur í keppninni um gullskóinn, sem veittur er markahæsta leikmanni í 1. deild í Evrópu hverju sinni. Önnur úrslit í Portúgal voru þessi. Academica-Beníica Sporting-Vizela F aronse-Boavista Guimarae s - Setubal Belenenses-Portimonense Penaíiel-Braga Salgueiros-Rio Ave 1-2 4-0 0-1 3-1 2-0 1-0 2-0 Staða efstu liða er þessi þegar sex umferðum er ólokið. Porto .......... 24 22 1 1 65 10 45 Sporting ....... 24 17 6 1 63 20 40 Benfica ........ 24 13 7 4 45 23 33 Portimonense .... 24 12 5 7 44 34 29 Boavista ....... 24 10 9 5 31 22 29 Spánska knattspyrnan: Real missti af Evrópusætinu Frjálsíþróttir: Kingdom með besta tímann i - í 100 metra grindahlaupi á árinu ■ Real Madrid sem einokaði evrópska knattspyrnu í lok sjötta og upphafí sjöunda ára- tugarins og var þá nánast ósigr- andi, tapaði á sunnudaginn fyrir Valencia í spönsku 1. deildinni 0-1. Liðið missti þar með af sæti í UEFA keppninni næsta keppnistímabil. Eina von þess til að halda langri Evrópuhefð sinni lifandi er að vinna UEFA- bikarinn nú í ár. En til þess að svo geti orðið verður liðið að vinna upp tveggja marka tap gegn Inter Mílanó í seinni leik liðanna sem fram fer í undanúr- slitum keppninnar 24. apríl. Valencia stöðvaði eigin öfug- þróun með þessum sigri, liðið hafði tapað sjö leikjum í röð fyrir þessa umferð. Það var varnarmaðurinn Angel Castell- anos sem skoraði eina mark leiksins með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir tuttugu mín- útna leik. Tap Real tryggði liðunum fyrir ofan Evrópusætið og Sporting Gijon sem er í þriðja sæti gerði engin mistök og vann Sevilla 2-0 á heimavelli. Það var Enrico Castro sem skor- aði fyrra markið úr víti eftir-12 mínútur og spánski landsliðs- maðurinn Antonio Maceda bætti hinu við fjórum mínútum fyrir leikslok. Atletico de Bil- bao náði markalausu jafntefli gegn nýbökuðum meisturum frá Barcelona, þrátt fyrir að leika í 47 mínútur með aðeins 10 menn. Sigurganga Atletico Mardid sem er í öðru sæti deildarinnar var stöðvuð nú um helgina. Atletico hafði unnið sjö leiki í röð en nú tapaði liðið á heima- velli 0-1 fyrir Real Zaragoza Síðasta umferð á Spáni verður um næstu helgi. ■ Chris Evert-Lloyd sigraði, en þurfti að hafa fyrir hlutunum í úrslitunum gegn Sabatini frá Argentínu. Fjórtán ára í úrslitum - í Hilton-keppninni - Uoyd vann ■ Bandaríkjamaðurinn Roger Kingdom náði besta tíma ársins í 110 metra grindahlaupi á al- þjóðlegu frjálsíþróttamóti í Trinidad í gær. Tími Kingdoms var 13,32 sekúndur en annar varð félagi hans Nate Page á 14,22. Finninn Arto Bryggare varð síðan þriðji aðeins broti á eftir Pagea á 14,23 sek. Kenýabúar einokuðu 800 metrana og Edwin Koech sigr- aði á 1:45,88. Annar varð Sammy Koskei á 1:45,99 og þriðji Billy Kenchellah á 1:48,58. Meistari Edwin Moses hætti við þátttöku í 400 metra hlaup- inu en stangarstökksstjarnan Thierry Vigneron sigraði í sinni grein, stökk 5,70 metra. Diane Dixon sigraði í 100 metra hlaupi kvenna á 11,50 sek. en Grace Jackson varð' önnur á 11,56 og kúbanska stúlkan Luisa Ferrer varð þriðja á 11,65. Grace Jackson vann liins vegar Dixon í 200 metra hlaupinu í fyrradag. ■ Chris Evert Lloyd sigraði í áttunda sinn á Hilton tennis- keppninni í fyrradag. Er þetta í þrettánda sinn sem keppnin er haldin. Það sem vakti þó meiri athygli var að hún lék til úrslita gegn 14 ára gamalli argentínskri stúlku, Gabrielu Sabatini að nafni. Úrslitin í leiknum urðu 6-4 og 6-0. Liðið til þjálfarans - Vopnfirðingar fóru til þjálfarans í Eyjum ■ Það þykir ekki tíðindum sæta hjá mörgum liðum í neðri deildum kanttspyrnunnar á Is- landi að þurfa að æfa nánast án þjálfara framundir mót. Mörg lið ráða þjálfara frá öðrum landshlutum sem ekki geta fengið sig lausa frá vjnnu fyrr en í maí og verða að stjórna liðum sínum í hálfgerðum bréfaskóalstíl. Einherja-menn á Vopnafirði réðu til sín þjálfara frá Vest- mannaeyjum fyrir þetta keppnistímabil. Sá er kennari í Eyjum og hefur ekki komist til Vopnafjarðar á hverjum degi — skiljanlega. Umpáskana þá klikktu þeir Einherja-menn út með því að fara til þjálfarans í Eyjum í stað þess að fá hann til Vopnafjarðar. Var því æft grimmt og spilað í Eyjum. Margir leikmanna Einherja- liðsins eru við nám í Reykjavík svo þeir slógu nánast tvær flugur í einu höggi. Völlurinn á Vopnafirði stendur víst varla undir nafni. Sabatini hafði unnið frægar stjörnur til að komast í úrslit. Meðal þeirra var Manuela Maleeva frá Búlgaríu (6-1, 7-6) og Pam Shriver frá USA (5-7, 7-5, 6-4). Vegna rigningar varð að festa mörgum leikjum á föstudegin- um og laugardeginum svo kepp- endur urðu að leika fleiri leiki á sunnudeginum. Úrslitaleikur- inn var sá þriðji í röðinni hjá Sabatini á sunnudag. Hún sagði eftir keppnina: „Eg var orðin þreytt og í seinni hrinunni var ég of sein í boltann vegna þreytu“. Landsliðakeppnin í goifi: Frakkland, írland og Wales í ■ Wales sigraði í undan- keppninni í Evrópu fyrir hina nýju landsliðakeppni í golfi sem haldin verður á St. Andrews í Skotlandi í október. Wales vann ír- land með tveimur vinning- um gegn einum og Frakkar urðu í þriðja sæti eftir sigur á Hollendingum með sömu tölum. Frakkar tryggðu sér þar með rétt til þátttöku á mótinu í október sem er einskonar heimsmeistara- keppni landsliða í golfi og er fyrsta keppni sinnar teg- undar. Borðtennis: Fjarhitunin best ■ Fyrirtækjakeppni borð- tennisdeildar Víkings var haldin fyrir nokkru. 14 fyrirtæki og Getraunir: ENGINN MED TÓLF ■ í 32. leikviku Getrauna kom enginn seðill fram með 12 réttum, en 32 seðlar reyndust vera með 11 réttum og var vinningur fyrir röðina kr. 12.365.00 Með 10 rétta voru 446 raðir og vinningur fyrir hverja röð kr. 380.00. stofnanir tóku þátt í mótinu Var keppt í 3 riðlum og fór eit lið úr hverjum í úrslit. Svo fór að lið Fjarhitunar h/ sigraði en fyrir það fyrirtæk spiluðu Ragnar Ragnarsson o: Jón Örn Sigurjónsson. í öðri sæti var lið frá Söluturninun Hrísatorgi, Garðabæ en þa< skipuðu þeir Gunnar Valssoi og Sigurður Guðmundsson Þriðja í röðinni var svo lið fr; Brimborg en þar spiluðu Bjark Harðarson og Höskuldur Erl ingsson.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.