NT

Ulloq

NT - 25.04.1985, Qupperneq 2

NT - 25.04.1985, Qupperneq 2
 Fimmtudagur 25. apríl 1985 2 Blðð II Rosir Undirbúningur ogumhirða ■ Rósir eru án efa með elstu og vinsælustu garðplöntum allra tíma. Talið er að þær séu upprunnar í Kína, en þar eru til rósalistar og aðrar ritaðar heimildir um rósir frá því fyrir áttaþúsund árum. Þaðan hafa þær horist um Indiand og til Evrópu og breiðst þar út. Til eru mcira en 100 tcgundir af rósaættkvíslinni, auk ótölulegs fjölda af kynblendingum. Ræktun rósa hér á landi hefur gengið misjafnlega. Ýmsar tegundir villirósa hafa reynst harðgerðar og auðvcld- ar í ræktun og sannað ótvírætt tilverurétt sinn hér á landi. Kynblendingsrósirnar eru mun vangæfari og viökvæntari í ræktun. Flestallar rósir sem scldar eru hér á landi eru ágræddar, þ.e. viðkvæmar blómríkar tegundir eru grædd- ar á rótarstofn af harðgerðari tegundum. þannig að þær geta þrifist í kaldari löndum. Rósir eru sólelskar plöntur sem þurfa djúpan og frjóan jarðveg ef þær eiga að ná æskilegum þroska. bað getur því verið varasamt að planta þeifn of nálægt trjám cða runn- um sem geta varpað skugga á þær og keppt viö þær um næringuna. Þó ber að athuga að þær dafna best á skjólgóð- um stöðum. Ef ekki er hægt að hafa þær á stað þar sem sólar nýtur mest allan daginn cr betra að staðsetja þær mót vestri, eða þar sem sólar nýtur eftir hádegi cn skuggsælt er fyrir hádegi. til þcss m.a. að heit morgunsólin snögghiti plöntuna ekki eftir kaldar nætur. Villirósir eru raunar ekki eins kröfuharðar um þessi atriði. Undirbúningur jarðvegs Eins og áður er sagt þrífast rósir best í djúpum og frjóum jarðvegi, vel loftræstum en þó ekki svo að raki haldist ekki í honum, með sýrustig á bilinu 5-6,5. Sé jarðvegurinn mjög fastheldinn á raka eða grunn- vatn stendur hátt verður að ræsta hann. Oftast er nóg að grafa niður 80-100 sm og setja. síðan 30 sm lag af smágerðu grjóti eða grófri möl. Dugi það ekki veröur að ræsa svæðið. Ef jarðCcgurinn er malarborinn eða sendinn er ólíklegt að þurfi að ræsa hann en aftur á móti getur verið hætta á að hann sé ekki nógu vatnsheld- inn. í slíkum tilfellum þarf að blanda í hann leir eða álíka fastheldnum jarðvegi. Rósir eru mathákar hinir mestu og þurfa mikinn áburð. Sjálfsagt er að blanda skarna eða gömlum búfjáráburði í moldina, nýr búfjáráburður getur brennt ræturnar. Einnig gctur veriö gott að bæta við ögn af garðáburði eða þrífos- fati. Þa er líka ágætt að bæta nokkru af klaki eða skelja- sandi, sérstaklega ef jarðveg- urinn er mjög súr. Jarðvegur- inn þarf að vinnast 40-60 sm niöur. Gróðursetning Þegar rósirnar eru teknar úr umbúðunum er rétt að stinga þeim í vatn og láta þær drekka það í sig í 2-3 tíma. Ræturnar mega ekki þorna og nauðsyn- legt er að verja þær fyrir sólar- Ijósi. Síðanergerðholasemer það djúp og víð að ræturnar komast örugglega fyrir þegar greitt er úr þeim. Sem minnst ■ Friðarrós má sveigja þær frá þeirri stefnu er þær hafa. Mjög langar eða skemmdar rætur má klippa með beittum klippum. Rósinni er haldið það lágt í holunni að rótarhálsinn eða ágræðslustað- urinn lendi 10 sm neðan við holubarminn. Villirósir, sem ekki eru ágræddar þarf ekki að setja eins djúpt. Moldinni er þjappað að rótunum og milli þeirra og þjappað vel að en þó ekki svo fast að vatn og loft komist ekki að. Þegar hálfnað er að setja moldina er vökvað og holan gjarnan fyllt með vatni. Þegar það hefir sigið vel niður er holan fyllt vel en ekki þjappað. Þegar búið er að jafna um eiga greinarnar að koma upp úr jörðinni með nokkrra sm millibili en ekki allar á sama stað. Næstu daga verður að vökva rósirnar en þó ekki daglega því jarðvegurinn verður of kaldur og vatnssósa ef vatnið fær ekki að síga vel úr honum. Að lokum eru allar greinar styttar unt ca helming af því sem ofanjarðar er. Klippa skal ofan við útstæð brum til að vöxturinn verði sem eðlilegastur og jafnframt sterkari. Klippingin tryggir betri rætingu og kemur rósa- runnunum til góða síðar meir. Ef klippt er mikið gefur það færri en stærri blóm en hærri stilkar gefa fleiri, minni blóm. Vaxtarrými rósa fer eftir af- brigðum. Smágerðari afbrigöi þurfa um 50 sm á milli plantna, stærri allt að 1 m. Stórrunna- rósir sem verða 2 m eða meira á hæð þurfa 1,5-2 m bil til að njóta sín sem best. Umhirða Fyrsta sumarið þarf lítið að bera á rósirnar. Þegar þær eru komnar í góðan vöxt er oft nauðsynlegt að gefa þeint áburð við og við. Best er að gefa lítið í einu en oft. Hentug- ast er að njóta fljótandi áburð- arblöndur til vökvunar. Upp úr miðjum júlí verður að draga mjög úr köfnunarefnisáburð- argjöf því hann eykur blað- vöxtinn og seinkar því að plönturnar búi sig undir vetur- inn. í ágúst er tilvalið að gefa svolítið kalísúlfat til að flýta fyrir þroskun sprotanna og auka þannig vetrarþol runn- anna. Yfir veturinn er víðast hvar nauðsynlegt að hlífa rósunum á einhvern hátt og er um margt að velja í þeim efnum. Einfald- ast og árangursríkt er að hreykja vel upp á runnana með mold þannig að bingurinn hylji minnst 20-30 sm af grein- unum. Yfir þennan moldar- bing er síðan gott að leggja þurran reiðing, steinullarmott- ur, hálmpoka, greinar eða hvað það sem einangrar gegn umhleypingum og dregur ekki um of í sig vatn og hleypir lofti að. Þegar vorar er þessi umbún- aður tekinn af og bingurinn látinn þiðna og moldinni smám saman mokað frá. Þegar fer að votta fyrir þrútnu brumi á rósa- greinunum er allt kal kiippt af niður á frískan við. Klipping Villirósir eru grisjaðar á svipaðan hátt og runnar þ.e.a.s. byrjað er á því að fjarlægja alla dauða sprota og sprotenda, síðan eru brotnar og skaddaðar greinar fjar- lægðar ofan við fyrsta brum sem snýr út á heilbrigðum sprota. Allar veikbyggðar hlið- argreinar sem eru fyrir þrótt- meiri greinum eru teknar burt en þó skal liafa það í huga að aldrei má taka það mikið að rósin tapi sinni eðlilegu lögun. Séu sprotar orðnir mjög gamlir og frjósemi þeirra farin að dvína er rétt að fjarlægja þá til endurnýjunar. Er þá oft beðið með slíkt þar til blómgun er liðin hjá. Við grisjun skal þess jafna gætt að hafa beitt verk- færi og klippa alveg inn að hliðargrein eða niður í mold. Gamlir stubbar mega aldrei standa eftir. Kynblendingsrósir, ágrædd- ar. Þær þurfa í stórum dráttum svipaða nteðferð við grisjun. Fyrst eru allar dauðar, skemmdar og veikburða grein- ar fjarlægðar. Síðan eru sprot- ar þeir sem eftir standa stýfðir niður í 12-30 sm hæð eftir lengd þeirra og þrótti og hvern- ig þeir koma undan vetri. Ef þeir eru að mestu kalnir eru þeir að sjálfsögðu skornir alveg niður að lifandi brumi. Hafi rósirnar fleiri en 4 álíka gilda sprota frá jörð er rétt að fjar- lægja þá sem cru umfram þá tölu. Að síðustu skal minnt á að þegar sprotar eru klipptir við brum er ávallt valið brum sem vísar út frá plöntunni og sneiðingin gerð í 4-5 mm fjar- lægð frá því. Stefna hins nýja toppsprota miðar þá að því að krónan verði hæfilega gisin. Alla sprota sem koma fram fyrir neðan ágræðslustað verð- ur að skera burt strax og þeir sjást, (villisprotar). ■ Ágræðslustaðurinn á að vera ca 10 cm undir yfírborði beðsins, og ræturnar jafnt greindar til allra átta.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.