NT - 25.04.1985, Page 5

NT - 25.04.1985, Page 5
Fimmtudagur 25. apríl 1985 5 Blað II Lostætir grænmetisréttir ■ Ræktun og neysla grænmetis hef- ur aukist mjög á síðustu árum hér á landi. Möguleikarnir í framreiðslu grænmetisins eru fjölmargir og breyti- legir. Hér á eftir eru nokkur dæmi um hvernig hægt er að tilreiða græn- metisrétti. Kalt kartöflusalat 3 söxuð, harðsoðin egg 8-10 soðnar kartöflur (skornar í ten- inga) 1-2 msk klipptur graslaukur Vt söxuð gúrka 1 lítill saxaður laukur Vi bolli olíusósa Vi bolli sýrður rjómi Krydd eftir smekk Blandið öllu saman og kælið síðan. Gott með grófu brauði og síld. Fyllt paprika 2 grænar paprikur 2 rauðar paprikur 400 g magurt hakkað kjöt 1 lítill laukur 2 msk. kartöflumjöl 1 di tómatdjús 1 lítil dós tómatpuré legg 1 msk kínversk soya salt, pipar, papríka Vi-1 bolli soð 1 msk smjör Skerið paprikuna í tvennt og fjar- lægið kjarna. Sjóðið í saltvatni 4-5 mín. Hrærið saman hakkað kjöt, rifinn lauk, kartöflumjöl, tómatdjús, tómatpuré, egg, kínverska soya og krydd. Fyllið paprikurnar með þessu og látið í smurt eldfast mót. Látið smjörbita ofan á og hellið svolitlu soði í mótið og látið í 200° heita ofn. Látið soð drjúpa yfir paprikuna öðru hvoru. Steikið í 30 mín. Berið fram heitt með hrísgrjónunum og hráu salati. Einnig er hægt að fylla paprikurnar með kjötfarsi og baka síðan í eldföstu formi við 175-200°C í ca 30 mín. Blaðlaukssúpa 3-4 stk. blaðlaukur 35 g smjörlíki Vn tsk karrý VA1 vatn Vá dl rjómi 3V4 msk hveiti 2 dl vatn 2 tsk salt Vt tsk pipar soðduft, steinselja Blaðlaukurinn er hreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar og látinn krauma í feitinni um stund ásamt karrýinu. Soðinu (eða vatninu) hellt yfir og suðan látin koma upp. Hveiti- jafningurinn hristur í glasi og súpan jöfnuð og látin sjóða í 5 mín. Rjóm- anum hellt útí og hitað aftur. Full- kryddað eftir bragði og söxuð stein- selja látin útí. TIL JARÐYRKJUSTARFA GOTTVERÐ SENDUM UM ALLT LAND r \ Stunguskóflur Garðslöngur Stungugafflar Slönguvagnar Hnausagafflar Slöngutengi Arfasköfur Vatnsúðarar Hakar Járnkarlar Malarskóflur Ruslakörfur áhjólum Hjólbörur Plöntuskeiðar Plöntugafflar Greinaklippur Graskiippur Góðarvörur Góðþjónusta v J " ÁRMÚLA 42 > STOFNAÐ 1903 tmaenj ÁRMULA 42 > HAFNARSTRÆTI 21 SÍMAR 38775 og 13336 ELSTA VERKFÆRAVERSLUN REYTKJAVÍKUR

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.