NT - 25.04.1985, Qupperneq 11
Fimmtudagur 25. apríl 1985 11 Blað II
Varnir gegn skað-
völdum á trjágróðri
■ Ein helsta hrollvekja margra
skrúðgarðaeigenda hefur löngum verið
þau smákvikindi sem lagt hafa í vana
sinn að snæða skrautjurtir þær sem
menn hafa alið upp með ærinni fyrirhöfn
Yfirleitt hafa menn brugðist ókvæða
við urn leið og slíkt kykvendi hefur
sést á vappi einhvers staðar í garðin-
um og ráðist að þeim nteð hinum
eitruðustu eitrum sem tiltæk hafa
verið og úðað þeim óspart yfir sjálfa
sig og næsta nágrenni.
Á seinni árum hafa menn farið að
gera sér grein fyrir því að sterku
skordýraeitrin eru ekki algóð - þeim
fylgja ýmsar óæskilegar aukaverkan-
ir. Þau efni sem mest hafa verið notuð
í görðum hér á landi innihalda ýmist
lífræn klórefni eða lífræn fosfórsam-
bönd. Þessi efni safnast fyrir í fituvefj-
um dýra og manna og geta verið
hættuleg ef um of mikið magn er að
ræða. Lífrænu fosfórefnin eru mun
hættulegri en klórefnin en eyðast hins
vegar á skemmri tíma.
Þá geta þessi eiturefni einnig haft
öfuga verkan í baráttunni gegn
meindýrunt. Þegar úðað er með eitr-
inu er hætt við að fleira drepist af
sníkjudýrúm sem lifa á plöntuætun-
um og halda þeim niðri að miklu
leyti. Þegar meindýrunum fjölgar svo
á nýjan leik eru engir til að hemja
útbreiðslu þeirra og þau verða því
mun fleiri og matarfrekari en áður.
Á sama hátt fjölgar þá skordýrateg-
undum sem áður hafa verið fáliðaðar
og ekki til vandræða en geta orðið
það þegar fjöldi þeirra vex svotil
ótakmarkað.
Með síendurtekinni úðun sterkra
ósérhæfðra eiturefna er ennfremur
hætt við að meindýrin verði ónæm
fyrir eitrinu. Þá eru ótalin áhrif eiturs-
ins á lífríki jarðvegsins undir og í
kring um trjágróðurinn sem úðað er
á.
Þau meindýr sem mest er barist við
í görðum hér á landi eru fiðrildalifrur
- í daglegu tali oft ranglega kallaðar
maðkar - og eru þar aðallega þrjár
tegundir sem einhvern usla gera:
Skógvefari, sem lifir aðallega á birki-
laufi, Víðfeti, sem étur aðallega víði-
blöð og stöku sinnum birki, rifs og
rósir, og haustfetinn sem er ekki
matvandur - leggst á flestar tegundir
lauftrjáa að undanskilinni ösp.
Barrtré sleppa við heimsóknir þess-
arra Iifra.
Skordýrastofnar rísa og hníga
þannig að ekki ætti að vera þörf á að
eitra á hverju ári. Það er trjánum að
meinalausu þó að visst magn smádýra
sjáist á þeim, meðan fjöldinn fer ekki
yfir hættumörk.
Það fyrsta sem menn ættu að huga
að er ástand plantnanna sjálfra. Van-
nærðar plöntur eða illa haldnar á
annan hátt hafa mun minna mót-
stöðuafl. Tré sem þola illa
seltu, rok eða frost ætti ekki að
staðsetja þar sem slíkir þættir geta
íþyngt þeim. Einnig er mismunur á
hversu næmar tegundir eru fyrir
skordýrum og með vali á sterkum
tegundum og kvæmum er hægt að
forðast ýmis áföll.
Ef ástæða þykir til aðgerða gegn
ágangi fiðrildanna eru til fleiri aðferð-
ir en .bein eiturúðun. Gegn haustfeta
í trjám hefur reynst vel að vefja um
boli trjánna sérstökum borðum með
lími á að utanverðu. Kvendýr haust-
fetans, sem er ófleygt verður að
skríða upp stofn trésins til að geta
verpt í það, festist í líminu. Þetta
hentar vel til að verja stór tré s.s. álm
reyni og hlyn sem fóstra ekki aðrar
skaðlegar lifrur en haustfeta.
Þá hefur einnig reynst vel að úða
sérstökum olíuefnum yfir tré og
runna í frostlausu veðri að vetrinum
(desember-mars) og bleyta þau vel.
Við það eyðileggjast eggin þannig að
engar lirfur koma um vorið. Varast
ber að úða eftir að brum eru farin að
þrútna að vori, og ekki má nota
olíurnar á sígræn tré.
Ef óvenju mikið kemst upp af
lirfum verður að fækka þeim. Það er
þó ekki nauðsyn að nota sterkasta
efnið sem völ er á, því til eru mörg
veikari eitur sem slá nægilega á lirfu
fjöldann til að koma í veg fyrir skaða
af þeirra völdum
Verið er að gera tilraunir með að
dreifa sérhæfðunt gerli. Bacillus tliur-
ingiensis, á lirfurnar. Gerill þessi
veldur bráðri sýkingu í lirfunum sem
drepur þær en er skaðlaus öðrum
lífverum. Þessi aðferð hefur verið
reynd hjá Skógrækt ríkisins og lofar
góðu.
Tré úðuð til að eyða skaðlcgum skordýrum
Nújertími
aarðrosanna
Eigum nú eftirfarandi
tegundir garörósa fyrirliggjandi:
EÐALRÓSIR. Alexander orangerauð angandi blóm, langir stilkar, sniðrós
Dame de Cóeur dumbrauð
Hanne dökkrauð angandi blóm, sendist vel
Kings Ransom gul gullgul angandi blóm
Manou Meilland kirsuberjarauð
Peace gul/rósa friðarósin tvílit blóm
PeerGynt gul stór gullgul blóm
White Queen Elisabeth .... hvít hvitt afbr. af Q. Elisabeth
SKÚFRÓSIR: Allgold gul harðger blómin fölna ekki
Allotria orangerauö skær orangerauð
Ema Grootendorst dökkrauð afar harðger
Heidekind rós-bleik mjög góð gróðurskálarós
Irene af Danmark hvit dauf angan afar blómsæl
Joseph Guy kirsuberjarauð mjög harðger líflega hlýrauð blóm
La Sevilliana rauð
NinaWeibull rauð mjög frostþolin ónæm fyrir regni
Orange T.numph orangerauð afar harðger þakín blómum
Schneewitchen hvít stórvaxin harðger
TomTom rós-bleik angandi stór endingagóð blóm
SKRIÐRÓSIR: he Fairy rós-bleik góð gróðurskálarós
Red Yesterday rauð langur blómgunartimi 100 blóm i skúf
Swany hvit blómgast mjög mikið árvöxturinn
KUFURRÓSIR: Chinatown gui blómgast á sumarvöxtin hæð 1 -1,5 mtr.
Feurwerk orangerauð glóðarrauð 1,5 mtr.
Flammentanz rauð sú alharðasta
Golden Showers gui eðalrósalík 2-3 mtr.
New Dawn rósrauð góð gróðurskálarós 2 mtr.
Polstjarna hvit gömul afar harðger sort
Westerland orangegul hálffyllt angandi blóm 1,5 mtr.
RUNNARÓSIR:
Heiðaros - Dornröschen - .
gullrós - Persian Yellow -
Skáldarós - Splendens -
Kinarós - orosa Hugonis -
Meyjarós - Rosa Moyesi - .
Fjallarós - Rosa Pendulina -
Þyrnirós - Maigold - .....
ígulrós - F.J. Grootendorst -
Igulrós - Hansa - ........
Igulrós - Moje Hammerberg -
ígulrós - Pink Grotndorst -
rósrauð árviss blómgun, eðalrósablóm.
gul hreingul velfyllt blóm
rauð mjög spengileg og blómsæl.
gul viðkvæm, finlegt laufskrúð.
rauð dansandi vaxtarlag, harðger
rauð blómviljugasta villirósin
gul skærgul fyllt angandi blóm
rauð viðkvæm en blómgast á ársvöxtinn
rauð (fjólublá) örugg, þolir særok vel, angandi blóm
fjólurauð eins og HANSA en lægri, stór blóm
rósrauð bleik F.J. GROOTENDORST
Auk ofantalinna rósa höfum við svo á boðstólum rósir
sem einkum eru ætlaðar til ræktunar í stofum og litlum
gróðurskálum.
Þessar rósir eru úr flokki dvergrósa en eru samt dálítið
viðkvæmari en þær dvergrósir sem taldar voi u upp
í listanum hérað ofan:
POTTARÓSIR:
Morsdag fagurrauð litil eðalrósablóm.
Orange Morsdag með laxórange blómlit.
Snövit skjannhvít smá fyllt blóm.
Orange Meillandiana með glóðarrauð litil fyllt blóm.
Sendum gjarnan um allt land.
Gróðurhúsinu við Sigtún. Símar 36770-86340