NT - 25.04.1985, Page 14
Fimmtudagur 25. apríl 1985 14 Blað II
130mm
Undirstöðuatriðin
skipta miklu í
skipulagi skrúðgarða
IU-stcinar bjóða upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
■ Það er margt sem þarf að
huga að þegar ráðist er í að
skipuleggja lóðina og koma sér
upp vistlegum garði.
Kröfur manna til skrúðgarðs-
ins eru að sjálfsögðu mjög mis-
munandi eftir því hvernig og
hversu mikið ætlunin er að nota
hann. Sumir eyða í honum flest-
um sínum frístundum en aðrir
láta sér nægja að gjóa til hans
augum rétt í svip meðan gengið
er í gegn um hann. En hvað
mikið - eða lítið - sem lagt er í
garðinn eru alltaf nokkur grund-
vallaratriði sem gott er að íhuga
í tíma áður en hafist er handa
um framkvæmdir.
Við nýbyggingar er gott að
vera búinn að skipuleggja garð-
inn áður en byrjað er á húsbygg-
ingunni, ekki síst í þar sem
hæðarmunur er mikill á lóðinni,
til þess að geta nýtt uppgröftinn
úr grunninum til að jafna lóðina,
búa til stalla o.s.frv. Oft er
nauðsynlegt að skipta um jarð-
veg í görðum, til að skapa plönt-
um góð vaxtarskilyrði. Fyrir
grasflatir er 20 sm jarðvegsdýpt
alveg nóg en tré og runnar þurfa
dýpri jarðveg, allt að 60-80 sm.
Slakan jarðveg má bæta með því
að blanda í hann áburði, kalki,
sandi eða hverju því sem í hann
skortir til að hann geti talist
hæfur til ræktunar.
Framræsla á lóðum er mjög
mismunandi eftir því hvernig
jarðgrunnurinn er, halli og lega
lóðarinnar miðað við umhverf- '
ið, en sé hætta á að óeðlilega
mikill raki safnist fyrir á henni
verður að ræsa hana á þann hátt
sem best þykir í hverju tilviki.
Þá er að sjálfsögðu mikilvægt
að gæta þess að hafa réttan
vatnshalla á garðinum þegar
sléttað er fyrir grasbletti og beð.
Undirstöðuatriði þess að geta
ræktað einhvern skrautgróður í
görðum hér á landi er gott skjól.
Þar sem ekki er nóg skjól af
öðrum byggingum eða mishæð-
um er oft nauðsynlegt að setja
upp skjólgirðingar eða veggi.
Slík mannvirki eru til í ýmsum
útfærslum og úr misjöfnum
efnum. Smíði og hönnun skjól-
girðinga verður að vanda til þess
að hún skemmi ekki heildarsvip
garðsins og hún verður að vera
það sterk að hún þoli hin válynd-
ustu veður. Máttarstólpa verður
að grafa niður fyrir frost og festa
tryggilega.
Þar sem ekki er þeim mun
meiri stormur að staðaldri er
nóg að gróðursetja harðgerðari
plöntur s.s. ýmsar víðitegundir,
birki o.fl. í limgerði og fá skjól
af þeim. í limgerðum er oftast
reiknað með þremur plöntum á
metrann. Limgerði sem eiga að
■Kubbur, hleðslusteinn með tökkum ofaná og samsvarandi raufum að neðan veitir góða
bindingu.