NT - 08.06.1985, Síða 10

NT - 08.06.1985, Síða 10
Laugardagur 8. júní 1985 10 ■ Hirasawa nú; hálfblindur en vongóður yfirheyrslur. ■ Að líkindum er Sadamichi Hirasawa frá Hokkaido í Japan handhafi tveggja lítt eftirsókn- arverðra heimsmeta. Hann er, að því best er vitað, elsti fangi í heimi - 93 ára gamall; og hann hefur aukinheldur setið lengur í fangaklefa og bcðið böðulsólar- innar lengur en nokkur annar maður - í meira en 30 ár. Fyrir 37 árum var Hirasawa gefið að sök að hafa eitrað fyrir tólf bankastarfsmönnum í Tókíó og komist síðan á brott með ránsfeng að upphæð um 25 þús- und krónur á núgengi. Hann var dæmdur til hengingar, en síðan 1882 hefur sá háttur verið hafður á við aftökur í Japan, lengst af voru glæpamenn þar hálshöggnir með sverði. Árið 1955 staðfesti hæstirétturinn í Tókíó þennan dóm endanlega. Hirasawa hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Sautján sinn- um hefur hann og lögfræðingur hans farið þess á leit að málið verði tekið upp á nýjan leik, stundum í nafni hreyfingarinnar „Björgum Hirasawa", en dóms- valdið hefur alltaf færst undan. Fimm sinnum hefur hann sótt um náðun til ríkisstjórnarinnar og keisarans, sem samkvæmt stjórnarskránni á að hafa síð- asta orðið í slíkum málum. Það bar engan árangur. En þrátt fyrir háan aldur lætur Hirasawa ekki deigan - síga. „Ég hef enn mörg ár til stefnu," sagði hann fyrir skömmu, „ég er tilbúinn að bíða þangað til ég verð 121 árs gamall.“ 600 aftökur í japönskum refsilögum er kveðið á um að dauðadómi sé fullnægt samkvæmt persónu- legri fyrirskipun dómsmála- ráðherrans. Síðan Hirasawa var dæmdur í gálgann hafa 33 dóms- málaráðherrar setið í Japan. Enginn þeirra hefur treyst sér til að undirrita dauðadóminn, enda þótt enn séu menn teknir af lífi í Japan. Síðan í stríðinu hefur um 600 dauðadómum verið fullnægt í Japan, langflestum á glundroðatímabilinu rétt eftir stríðið. Síðustu þrjá áratugina hafa að meðaltali tveir til þrír menn verið líflátnir á ári í Japan, og á síðasta ári bar svo við að að aðeins einn fangi þurfti að dingla í snöru böðuls- ins. Nú bíða um sjötíu dauða- dæmdir menn lífláts í japönsk- um fangelsum. Grein 32 í japönskum refsi- lögum segir að dauðadómur - snaran bíður enn hins93 ára Hirasawa sem ekki er fullnægt úreldist á þrjátíu árum. Lögfræðingar Hirasawa beita þessu ákvæði nú mjög fyrir sig, en dómsmálayf- irvöld segja að þetta gildi aðeins um þá sakamenn sem kornist hafa undan - Hirasawa hafi hins vegar alla tíð setið í steininum. Björgun Hirasawa Hinn 7. maí síðastliðinn voru liðin 30 ár frá því Hirasawa var endanlega dæmdur til dauða. Hann var þá farinn að sýna nokkur ellimerki, nýlagst- ur inn á fangelsispítala og vóg aðeins 38 kíló. Um svipað leyti hófu samtökin „Björgum Hiras- awa“ mikla skothríð á stjórn- völd í tengslum við skjöl sem nú koma loksins í leitirnar og varpa nýju ljósi á Hirasawa-málið. Það er ýmislegt sem bendir til þess að þarna hafi verið framið hörmulegt dómsmorð. Það kemur fram í skjölunum og dagbókum Hideo Naruchi, þáverandi lögreglustjóra í Tókíó, að skömmu eftir eitur- morðin árið 1948 var lögreglan sannfærð um að Hirasawa væri ekki sökudólgurinn, heldur læknir sem hét Saburo Suwa. Sá var í stríðinu höfuðsmaður í svokallaðri „Sérsveit 731“ í jap- anska keisarahernum. Sú sveit fékkst einkum við tilraunir í eitur- og sýklahernaði. En japanska lögreglan gat ekki haft hendur í hári læknis- ins. Að sögn lögfræðinga Hiras- awa hélt bandaríska hernáms- liðið verndarhendi yfir meðlim- um Sérsveitar 731 svo ekki lækju út hernaðarleyndarmál sem þeir höfðu fengist við. Því fékkst enginn staðfesting á grunsemdum lögreglunnar og ári síðar drukknaði Suwa í ár- sprænu, að sögn eftir mikla svallnótt. Fjöldaeitrun Eftir sat Hirasawa, ákærður um dularfullan og svívirðilegan glæp: Einn votviðrasaman jan- úardag árið 1948 kom maður í hvítum slopp í eitt útibú Teik- oku-bankans í Tókíó og bað um að sér yrði hleypt inn. Hann sagðist vera frá heilbrigðisyfir- völdum og sýndi nafnspjald því til staðfestingar. Á þessu svæði hafði orðið vart við blóðkreppu- sótt og yfirvöld óttuðust farald- ur og því var engin ástæða til að tortryggja aðkomumanninn. Hann skipaði starfsmönnum bankans að ná sér í glös, þeir tóku sér stöðu og hann skenkti í vökva, sem hann sagði vera fyrirbyggj andi meðal gegn sjúk- dóminum. Andartaki síðar veltust bankamennirnir sextán um á gólfinu í sannkölluðum helvítis- kvölum. Þeir höfðu gleypt í sig ekki bara einn heldur tvo skammta af eitrinu zyankali; fyrst það sem læknirinn svokall- aði nefndi up á ensku „first drug“, skammtinn sem skyldi ráða niðurlögum sjúkdómsins, og síðan annan skammt, „sec- ond drug“, til þess að koma í veg fyrir óþæg'ijeg eftirköst. Tólf menn létu lífið, fjórir lifðu af. Morðinghm komst und- an með 160 þúsund yen, heldur rýr afrakstur fyrir svo mörg mannslíf. Aðferð morðingjans minnti sterklega á háttarlag Sérsveitar 731 í Mansjúríu í stríðinu, en þar notaði hún þetta sama eitur til „viðbjóðslegra óhæfuverka“ að sögn eins lögfræðings Hiras- awas. í leynilegum handbókum sérsveitarinnar eru einmitt not- uð ensku hugtökin „first drug“ og „second drug“ þar sem rætt er um eitrið zyankali. Lögregluþvinganir Lögfræðingarnir telja að Hir- asawa hefði alls ekki getað borið nokkuð skynbragð á þessi fræði- heiti og auk þess hafði hann enga kunnáttu í ensku. En samt var listmálarinn Sadamichi Hir- asawa í Norður-Japan sjö mán- uðum eftir fjöldamorðin í bank- anum tekinn höndum. Fyrst var hann reyndar handtekinn fyrir svartamarkaðsbrask, en þegar á bankabók hans fundust 164 þúsund yen - næstum því sama upphæð og rænt var úr bankanum - bár- ust böndin að honum. Hirasawa hafði enga fasta þénustu og ekki gat hann skýrt hvernig honum hafði áskotnast féð. Eftir linnulausar yfirheyrslur í 40 daga brotnaði Hirasawa saman og undirskrifaði játn- ingu. Það gerði hann þrátt fyrir að engin áþreifanleg sönnunar- gögn tengdu hann við morðin, né heldur neinar afgerandi vís- bendingar. Þeir bankastarfs- menn sem lifðu af báru tildæmis ekki kennsl á hann. Undirskrift- in jafngilti því dauðadómi yfir Hirasawa. Lögfræðingar Hirasawas kenna óprúttnum aðförum lög- reglunnar um játningu skjól- stæðings síns. Skýrslur sýna að á þessum tíma var hann í litlu andlegu jafnvægi og nánast hug- sjúkur . Það er löngu sannað mál að langar og harðar yfir- heyrslur geta fætt af sér tilhæfu- lausar játningar og reyndar eru mörg dæmi þess í sögu jap- anskra sakamála. Tildæmis var á síðustu tveimur árum þremur dauðadæmdum Japönum gefn- ar upp sakir eftir löng og um- deild áfrýjunarréttarhöld. í öll- um málunum skelltu dómararn- ir skuldinni á ákafa og yfirgang viðkomandi lögreglumanna. I einu málinu var líka um fanga að ræða sem hafði beðið dauð- ans í nær þrjátíu ár. Maður hengir ekki 93 ára mann Sadamichi Hirasawa verður varla tekinn af lífi úr þessu. „Maður hengir ekki 93 ára gamlan mann,“ segir Kimpei Shiba, þekktur japanskur blaðamaður, „fólkið myndi ein- faldlega gera uppreisn“. En það nægir ekki Hirasawa og lögfræðingum hans. Þeir vilja að málið verði tekið upp á nýjan leik og í brjósti öldungsins leik- ur enginn vafi á úrslitum réttar- haldanna: Hann veit að hann verður dæmdur saklaus. Endursagt, Der Spiegel _____Kvikmyndir_______ Draumurinn um að gera klámmynd ■ Hryllingsmyndaleikarinn; fer á fjörurnar við klámmyndaleik- konuna í Staðgengli Brians de Palma. Staðgengillinn (Body Double) Bandaríkin 1984 Leikstjóri: Brian de Palma Handrit: Brian de Palma og R.J. Avrech Aðalhlutverk: Craig Wasson, Melanie GritTith, Gregg Henry, Deborah Shelton Stjörnubíó ■ Hann hlýtur að vera algjör pervert þessi Brian de Palma, sagði vinkona mín við mig þegar við gengum útí nóttina eftir að hafa séð hreyfimynd hans Body Double, trekkt á taugum og eiginlega hálflömuð eftir öll ósköpin sem höfðu dunið yfir. Því Brian de Palma er ekki kvikmyndahöfundur sem gefur áhorfendum stundarfrið til að varpa öndinni og síga niður í sætinu og líklega þess vegna að hann er svona vinsæll í bíóhús- um hér og á vídeóleigum. Og það stendur reyndar heima að hann er hálfgerður pervert og ekki bara vegna þess að myndir hans eiga það til að hanga einhvers staðar á mörkum vel- sæmisins; heldur liggur það svo berlega uppi að maðurinn er eiginlega á rangri hillu - hann yrði sennilega miklu hamingju- samari ef hann fengi að leikstýra einhverri hryllingsmyndarklisj- unni í sé-flokki eða þá einsog einni ærlegri klámmynd, og þó líklega helst bíómynd sem sam- einaði þetta tvennt. Ekki það að kvikmyndirnar sem hafa bor- ið hróður de Palmas víða um jarðir séu einhverjar sé-myndir, síður en svo. Þær eru fantavel gerðar og á tíðum mjög hugvits- samar, fullar af óvæntum uppá komum og skondnum smá- skotum, og stundum svo spenn- andi að þær jaðra við að vera hættulegar heilsu manna - sumsé afþreying einsog hún ger- ist best og að mestu laus við að misbjóða vitsmunalífi áhorf- andans, þótt stundum sé sið- gæðiskenndinni kannski örlítið misboðið. Draumur Brjáns um að kom- ast í tölu sé-myndaleikstjóra kristallast hins vegar í sífelldum tilvísunum um klám- og hryll- ingsmyndir, sem vissulega voru til staðar í fyrri myndum hans en brjótast nú fram í öllu sínu veldi. Enda er greinilegt að Brjáni er skemmt. Iðandi losta- fullar konur dansa á nærbrókun- um einum saman innanvið opin gluggatjöld, afskræmd andlit stinga sér uppúr hálfteknum gröfum, blóðsuga í pönkbúning fer í sturtubað með klæðlausri þokkadís. Hvað þetta kemur svo málinu við? Jú, einhvern veginn tekst honum að flétta allar þessar uppákomur inní Söguþráðinn; annað veifið skil- ur áhorfandinn reyndar hvorki haus né sporð, en stundum verður honum líka ljóst að Bri- an de Palma er - þrátt fyrir alla sína annmarka - með hugkvæm- ari og gamansamari leikstjór- um. Aðalsöguhetjurnar koma úr áðurnefndum greinum kvik- myndaiðnaðarins, karlhetjan leikur kynóðar vampýrur í blóði drifnum hryllingsmyndum og kvenhetjan er sprellfjörug klámdrottning, svo Brjánn fær ærin tækifæri til að sleppa fram af sér beislinu. En þarna er reyndar ekki nema hálf sagan sögð, því tilvís- anirnar og tilvitnanirnar eru miklu fleiri í kvikmyndinni, og einsog í fyrri myndum de Palm- as er það meistari Hitchcock sem er átrúnaðargoðið. Úr myndum meistarans tekur hann að láni eftir hentugleikum, stel- ur og stælir og magnar upp hæga og bítandi spennu með mjög svipuðu móti. 1 Body Double gengur það aftur gluggagægis- mótífið úr Bakglugga Hitchcoks sem sýnd var hér í bíói fyrir skömmu; karlhetjan er þjáð og kvalin af innilokunarfóbíu sem minnir víst meira en lítið á Vertígó Hitchcocks; að ó- gleymdri sturtusenunni frægu úr Phsyco, sem de Palma hefur endurgert í óteljandi myndum. En þrátt fyrirallan stelibísahátt- inn verður það ekki skafið af de Palma að hann hefur náð að skapa sér persónulegan stíl sem tæpast er hægt að villast á; hann er gallagripur að mörgu leyti, stundum ógn lágkúrulegur, en aldrei leiðinlegur... Egill Helgason.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.