NT - 08.06.1985, Blaðsíða 12
Él á Laugardagur 8. júní 1985 12
rzj Nýr taktur gömul 1 sveifla
Bubbi kóngur
. 'T- 1
með nýja sólóplötu
Rás 2 Gn
(1) 1. View to kill - Duran Duran (-)
(2) 2. Axel F - Harold Faltermeyer (2).
(3) 3, Nineteen - Poul Hardcastíe (->
(5) 4. Clouds across the moon - RAH Band (1)
(6) 5. Lover come back - Dead or alive <-)
(4) 6. Just a gigolo - David Lee Roth (-)'
(12) 7. Raspberry beret - Prince (-)
(7) 8. The beast in me - Bonnie Pointer (5)
(9) 9, Some like it hot - Power station (-)
(8)10, The unforgettable fire - U2 (-)
■ Fimmtudagurinnsíðasti,6.
juni, var merkilegur fyrir
margra hiuta sakir. Sjötti júní
er þjóðhátíöardagur Svía og
upprennandi hátíðisdagur ís-
lenskra rokkunnenda. Þann
dag voru liðin fimm ár síðan
Bubbi Morthens gaf út sína
fyrstu sólóplötu, ísbjarnar-
blús. Sú plata hafði ómæld
áhrif á íslenska rokkmússík og
markaði upphafiö á miklum og
stormasömum ferli Buhba.
Þann sjötta júní síðastliðinn
gaf Bubbi út sína fímmtu sóló-
plötu. Platan nefnist Kona og
er gefín út af Gramminu,
Bubbi var tekinn tali af þessu
tilefni og hann var fyrst spurð-
ur hvernig honum liði á þessum
tímamótum.
„Vcl, alveg glinirandi vel.
Ég er í góðu formi líkamlega
og andlega og sáttur við það
sem ég er að gera núna. Þessi
plata er sú besta sem ég hef
gert hingað til, hún er róleg/
einlæg og sönn. Tónlistin er öll
önnur en á fyrstu plötum mín-
um og alger andstæða þess sem
Utangarðsmenn voru að gera
á sínum tíma. Báðar þessar
tónlistastefnur eru mér ná-
komnar, en rólegri kassagítar-
blúsinn er þó nær mér.
Ég er þó óhress með eitt
smáatriði í dag og það er að
blaðamannafundurinn vegna
útkomu plötunnar skuli vera
haldinn á „pöbb“. Ég hafði
aldrei komið inná íslenskan
„pöbb“ áður. Ég reyndi einu
sinni, cn þá var löng biöröð, og
útúrfullir menn ultu um gang-
stéttirnar. Þetta á ekki við
mig. Gamla sveitaballs-
stemmningin er komin inn í
bæinn. Eftir þessa reynslu
mína grcip ég það í mig að láta
þessa „pöbba“ afskiptalausa,
enda bjóða þeir ekki uppá
alvörubjór. Þetta er „prinsipp"
Þáfimmtuá
fimm árum
hjá mér og það er ekki byggt á
neinum bindindisrökum."
Nú ert þú kominn úr mikilli
hljómleikaferð um landið, var
hún ekki á vitlausum tíma? Er
ekki vaninn að fara í tónleika-
ferðir og kynna nýútkomnar
plötur?
„Það getur svo sem verið að
það tíðkist hjá einhverjum, en
ekki hjá mér. Ég fer alltaf
hring um landið og kynni óút-
komnar plötur. Það er auðvit-
að meiri áhætta, en margborg-
ar sig ef vcl gengur. Síðan fer
ég gjarnan í aðra tónleikaferð
eftir að platan er komin út.
Þetta eru mikil ferðalög og
mikil vinna, en ég lít á þetta
sem þjónustuskyldu lista-
mannsins og auðvitað í já-
kvæðri merkingu þess orðs. Ég
kemst þarna í nálægð við fólkið
sem kaupir plöturnar rnínar og
ef ég á að segja eins og er þá
finnst mér það lágmarks-
kurteisi að heimsækja þctta
fólk. Á þessum hringferðum
mínum bý ég oftast í verbúðum
og þá glatast ekki tengslin við
táfýluna og slorið. Já, ég held
mig alltaf í nálægð við fiskinn,
það eru til mynda ekki nema
tvö ár síðan ég fór síðast á
síldarvertíð."
En ef við snúum okkur að
plötunni, þetta er tilfinninga-
rík og persónuleg plata, hvern-
ig er að bera tilfinningar sínar
svona á torg?
„Það er vissulega einstakl-
ingsbundið, en mér finnst það
gott. Það er mikill léttir að
geta losað sig við sársauka og
standa fyrir utan tilfinningarn-
ar. Það eru forréttindi að geta
virkjað tilfinningarnar og kom-
ið þeim frá sér. Já, þetta er
léttir.
Þessa dagana er ég að undir-
búa tónleikaferð, annars lifi ég
ósköp venjulegu líf. Ég vakna
uppúr sex á hverjum morgni
og æfi lyftingar til klukkan níu.
Þá sest ég við skriftir eða fer í
stúdíó og er venjulega búinn
að öllu um hádegið.
Núna er í deiglunni samn-
ingur við skandinavískt plötu-
fyrirtæki og það verður gaman
að sjá hvað það leiðir af sér. Á
sínum tíma gerði ég samning
við bandaríska aðila og rann sá
samningur út fyrir nokkrum
mánuðum. Þeirgeta örugglega
lögsótt mig því ég stakk af frá
öllu saman. Fyrir því eru mjög
persónulegar ástæður og þetta
vil ég helst ekki ræða."
Nú gefur Grammið út þessa
plötu þína. Þú gafst upp á
Steinum, af hverju ferð þú yfir
á Grammið?
„Það er einfaldlega vegna
þess að mér finnst Grammið
eina íslenska plötufyrirtækið
sem sinnir almennilega öllum
kröfum markaðarins. Fyrstu
plötur mínar og Utangarðs-
manna höfðu óneitanlega mik-
il áhrif á íslenskt tónlistarlíf og
það má segja að Grammið sé
eðlilegt framhald þess sem þá
var að gerast.“
Nú kemur þessi plata út í lok
kvennaáratugar og hún heitir
Kona.
„Já, það er vegna þess að
allt það yndislegasta og dá-
samlegasta í þessum heimi býr
í konunni. Þær eiga allar sinn
hluta í þessari plötu og þá
sérstaklega konan sem var
kveikjan að plötunni, en sú
kona prýðir plötuumslagið.“
Vinsældí
■ „Til hamingju með plötuna, já og afmælið.“ Megas og Tolli mæta á kynningarfund og afmælishóf Bubba Morthens.