NT - 08.06.1985, Blaðsíða 11
_ IH' Laugardagur 8. júní 1985 11
I liL
Stjórn Mjólkurbús Flóamanna:
Óviðunandi aðþvinga sumarbúgreinarákostnaðannarra
Deildra meininga verður víða vart á
frumvarpi því tii laga um framleiðslu,
verðlagningu og sölu á búvörum sem nú
er til meðferðar á Alþingi. Verður þessa
vart í hópum framleiðendanna, vinnslu-
stöðvanna og meðal formælenda þeirra
sem endanlega afgreiða búvörurnar til
neytenda. Meðal þeirra sem sent hafa
landbúnaðarnefnd Alþingis ályktun um
frumvarpið er stjórn Mjólkurbús Flóa-
manna og er hún svohljóðandi:
Margóskað eftir frestun
- Stjórn Mjólkurbús Flóamanna hef-
ur 10. maí eindregið óskað eftir því við
hið háa Alþingi að framlagningu laga-
frumvarps um framleiðslu, verðlagningu
og sölu á búvörum verði frestað til
hausts. í sama streng tók aðalfundur
MBF þann 23. apríl og þá hafði aöal-
fundarfulltrúum ekki gefist kostur á að
sjá nein frumvarpsdrög og lítil von til
þess að fulltrúarnir gætu næstu vikur
eftir aðalfund fjallað sameiginlega um
þetta mál.
Enginn fékk að sjá það
Þá ber einnig að harma að frumvarp
þetta hefur ekki verið sent til umsagnar
stjórnarformanni eða mjólkurbússtjóra
þessa stærsta mjólkuriðnfyrirtækis
landsins. Þar sem frumvarp þetta er nú
Björn Haraldsson
frá Austurgörðum
Fæddur31.maí 1897
Dáinn 29. maí 1985
Björn Haraldsson fyrrum kennari
og bóndi að Austurgörðum í Keldu-
hverfi lést á sjúkrahúsinu á Húsavík
29. maí sl. í nokkrum orðum langar
mig að minnast tengdaföður míns og
þakka góð kynni.
Björn Haraldsson fæddist að Aust-
urgörðum þann 31. maí 1897 sonur
hjónanna Haraldar Ásmundssonar
bónda þar og Sigríðar Sigfúsdóttur.
Hann var elstur átta systkina og eru
nú sjö þeirra látin. Eftir lifir Björg,
fyrrum húsfreyja að Mýri í Bárðardal.
Búið að Áusturgörðum var í
smærra lagi. Pað hefur því þurft að
halda vel á öllu og fara sparlega með.
En fjölskyldan var samhent og komst
sæmilega af þrátt fyrir erfiða tíma.
Snemma mun Björn hafa tekið til
hendinni eins og alsiða var á þeim
tíma og sú iðjusemi, ér hann tamdi
sér í bernsku, entist honum alla ævi.
Hann varsístarfandi meðan kraftarn-
ir leyfðu og kunni aldrei við sig
verklaus. Skólaganga Björns var ekki
löng en nýttist honum ákaflega vel.
Auk farkennslunnar, er hann naut í
sveit sinni, stundaði hann nám við
unglingaskólann í Axarfirði veturinn
1911-12 og eftir það las hann um
tíma við Gagnfræðaskólann á Akur-
eyri. En Björn var fróðleiksfús að
upplagi og bókhneigður, enda vel að
sér í ýmsum greinum. Strax um
tvítugt fór hann að fást við kennslu og
má segja að það hafi verið hans annað
aðalstarf um dagana. Hann kenndi á
ýmsum stöðum um áratuga skeið og
seinast á Reykjum í Hrútafirði. Björn
var félagslyndur og áreiðanlegur enda
hlóðust snemma á hann trúnaðarstörf
heima íhéraði. Hann varm.a. oddviti
í Kelduhverfi um skeið, mörg sumur
sá hann um verkstjórn við vegalagnir,
og þingskrifari var hann á árunum
1928—37. Hann sat í ýmsum nefndum
og stjórnum og lagði gjörva hönd á
margt. Af þessu má sjá, að Björn
naut trausts og virðingar samtíðar-
manna sinna, sern kunnu vel að meta
greind hans og dugnað. En það vita
þeir er til þekkja, að Björn steig sitt
mesta gæfuspor þann 7. okt. 1939 er
hann gekk að eiga eftirlifandi eigin-
konu sína Þorbjörgu Þórarinsdóttur
frá Kollavík í Þistilfirði. Þó lundarfar
þeirra hjóna væri um margt ólíkt varð
hjónaband þeirra farsælt og ham-
ingjuríkt. Þeim varð þriggja barna
auðið. Þau eru Þórarinn f. 1940,
Sigríður f. 1946 gift þeim er þetta
ritar, og Guðný gift Jónasi Þórðar-
syni. Barnabörnin eru níu.-
Er ég kynntist Birni var hann
orðinn aldraður maður. Mér er enn
minnistætt hversu vel og innilega
hann tók á móti mér er ég kom í fyrsta
sinn í heimsókn að Austurgörðum
sumarið 1976. Björn stóð þá á þeim
tímamótum að vera að bregða búi.
En það var fjærri honum að setjast í
helgan stein. Hann snéri sér þá af
krafti að áhugamáli sínu, ritstörfun-
um. Þetta sama haust komu út eftir
hann tvær bækur, „Ljóðakver" en
þar kemur glögglega í Ijós hve létt
hann átti með að klæða hugsanir
sínar í búning stuðla og höfuðstafa,
og „Kaupfélag Norður-Þingeyinga
1894-1974“. Þar er greinargóð lýsing
á því hve samvinnuhreyfingin og
stofnun kaupfélagsins hafði afgerandi
áhrif á „mannlíf við ysta haf“ en það
var undirtitill bókarinnar. Áriö 1979
kom út eftir hann bókin „Lífsfletir",
sem er ævisaga Árna Björnssonar
tónskálds, en þeir voru sveitungar og
vinir. En stærsta ritverkið, sem hann
vann að, entist honum hvorki heilsa
né aldur til að ljúka. Það var saga
samvinnuhreyfingarinnar. í það
mikla verk hafði hann dregið saman
óhemju fróðleik. Það urðu honum
vonbrigði að geta ekki lokið því verki.
Björn var í lægra meðallagi á hæð,
svipsterkur og sviphreinn. Hann var
léttur á fæti meðan kraftar entust og
sístarfandi. Ógleymanleg er mér ferð
er við fórum eitt sinn í hinu fegursta
veðri austur að Dettifossi ásamt fleir-
um. En þar kleif hann léttilega kletta
og klungrur og hafði þó tvo um
áttrætt. Björn var vellesinn og víðles-
inn, hagmæltur í betra lagi, ljóðelskur
og ritfær vel, eins og bækur lians bera
vott um. Hann átti drjúgt safn góðra
bóka sem voru honum kærar. Hann
hafði ákveðnar skoðanir á mönnum
og málefnum og fór ekki dult með
þær, var rökfastur og fylginn sér og
gilti þá einu hver í hlut átti. Hann bjó
yfir farsælum gáfum er nýttust honum
vel. Hann var góður fulltrúi íslenskrar
bændamenningar í þess orðs bestu
merkingu.
Síðustu árin reyndust Birni erfið á
ýmsan hátt. Það átti ekki við hann að
sitja með hendur í skauti. Glíman við
elli kerlingu var bæði löng og ströng.
Hann unni átthögum sínum mjög og
vildi dveljast heima svo lengi sem
þess var nokkur kostur. Þorbjörg
kona hans tók fullt tillit til óska bónda
síns, og hjúkraði honum daga og
nætur afástúðogumhyggju. Þorbjörg
er ein af hetjum hversdagsins, sem í
hógværð og af fórnfýsi reyndi hvað
hún gat að létta undir með ellimóðum
eiginmanni sínum.
Við, sem þekktum Björn, vissum
að hann varð hvíldinni feginn. Andlát
hans kom engum á óvart. Eigi að
síður er nú skarð fyrir skildi. Það er
dapurt til þess að hugsa að eiga ekki
lengur eftir að blanda geði við þennan
aldna heiðursmann. En eftir lifir
minningin um heilsteyptan mann,
sem í engu brást er honum var til
trúað, og kveður nú þennan heim
sáttur við Guð og menn að loknu
ósviknu dagsverki, eða eins og hann
sjálfur segir í einu ljóða sinna:
Rétt er rétt í heimi hér
og hafið það.
Gert er gert og frágengið
og fullkomnað.
Ég sendi tengdamóður minni Þor-
björgu og öðrum ástvinum innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Egill Friðleifsson.
komið fram á Alþingi óskar stjórn MBF
eftir að benda á þessi atriði til lagfæring-
ar og óskar eindregið eftir því að ábend-
ingar stjórnarinnar verði teknar til
greina.
Mótmælt oddaaðstöðu
æviráðins embættismanns
Verðlagning, vinnslu- og heildsölu-
kostnaður mjólkur á samkvæmt frum-
varpinu að vera í höndum 5 manna
nefndar þar sem verðlagsstjóri yrði sjálf-
kjörinn oddamaður. Stjórn MBF mót-
mælir því að æviráðinn embættismaður
ríkisins hafi þarna oddaaðstöðu, einkum
vegna þess að áfrýjunarréttur til yfir-
dóms yrði enginn. Óskað er eftir ákvæði
um yfirdóm sem hægt er að vísa til öllum
ágreiningi út af þessum þætti verðlagn-
ingar.
Allir geta opnað mjólkurbú
Engar skorður eru reistar við stofnun
nýrra afurðasölustöðva nema þá helst í
40. gr. - og þá því aðeins að leitað yrði
lána hjá opinberri lánastofnun til að
reisa eða endurbyggja afurðasölustöð.
Stjórn MBF leggur eindregið til að í 6.
gr. komi ákvæði um að framleiðsluráð
veiti afurðasölustöðvum starfsleyfi sem
ráðherra staðfestir.
Hver á að skaffa peningana
Vegna ákvæðis 29. gr. um að afurða-
sölustöðvar í mjólkuriðnaði verði að
inna greiðslur til framleiðenda af hendi
eigi síðar en 10. dag næsta mánaðar eftir
innleggsmánuð, óskar stjórn MBF eftir
skýrari ákvæðum um skyldur ríkisvalds-
ins til að: a) Fjármagna þessar full-
greiðslur. b) Um eftirkröfurétt afurða-
stöðva vegna endurgreiðslu á kvóta.
(Engin ákvæði eru um fjármögnun á
birgðum óseldrar vöru né heldur um
endurgreiðslur þegar í ljós kemur að
framleiðandi hefði átt að þola verðskerð-
ingu vegna framleiðslu umfram kvóta.)
Framleiðsluráði ætlað að
lúra á sjóðnum
Vakin er sérstök áthygli á ákvæðum
22. greinar um að útborgunarverð til
framleiðenda geti verið mismunandi hátt
eftir árstímum. Þó skuli verðmiðlunar-
gjald af því tilefni ekki hafa áhrif á
útsöluverð mjólkur til neytenda. Við
fullgreiðslu mjólkurafurða við lægra
sumarverði er tekið fram að framleiðslu-
ráð geymi þennan verðmismun. Stjórn
MBF leggur til að uppsafnaður sjóður
með þessum hætti verði geymslufé við-
komandi afurðastöðvar, sem sér um að
ávaxta það uns til þess er gripið þegar
hækka skal útborgunarverð á öðrum
árstíma.
Óviðunandi að þvinga suma
en ekki aðra
í 30. grein er ákvæði um stjórn á
framleiðslu búvara er aðeins talað um
samninga við ríkisvaldið um magn
mjólkur- og sauðfjárafurða, sem fram-
leiðendum yrði ábyrgst fullt verð fyrir.
Stjórn MBF telur að allar búgreinar eigi
að falla undir framleiðslustjórnun. Ekki
verður unað við að þvinga eingöngu tvær
búgreinar til stórfellds samdráttar - þær
greinar sem helst framleiða af því sem
landið gefur - en láta aðrar búgreinar
sem byggjast á innfluttu fóðri ana stjórn-
laust áfram.
Bein sala - brask og undirboð?
Stjórn MBF varar við ákvæðum í 2.
mgr. 44. gr. frumvarpsins um beina sölu
húvöruframleiðslu til smásöluverslana
eða neytenda. Ekki er að sjá að þessi
grein sé í neinum tengslum við megintil-
gang laganna um stjórn á framleiðslu
búvara og það heildarskipulag sem lögin
boða.
Draumur okkar allra
Astrid Lindgren:
Elsku Mió minn.
Heimir Pálsson þýddi.
Mál og menning 1985.
■ Þetta er önnur útgáfa þar sem hin
fyrri kom út 1977. Nú er búningurinn
sá að þetta er kallað barnaugla en þar
með er átt við það sem nefnt hefur
verið pappírskilja sem ætluð er
börnum.
Myndskreytingar eru eftir llon
Wikland, yfirlætislausar teikningar
sem falla vel að þessu mikla ævintýri.
Þar sem þetta er endurútgáfa á
vinsælli bók er efnið ýmsum kunnugt.
Astrid Lindgren kann jafnt að segja
helgisögur í ævintýrabúningi og að
lýsa hversdagslegum börnum á venju-
legum heimilum. Þetta ævintýri fjall-
ar um draum alls mannkyns um lausn
úr álögum og frelsun frá synd og
hörmum. Álögin eru staðreynd og
veruleiki. Þegar um þau er talað má
vera að einhverjum komi fyrst í hug
þeir sem eru ofurseldir eiturlyfjum.
En þetta er ekki svo einfalt. Flestir
vita töluvert um það hvernig mætti og
ætti að lifa svo að mannlífið í heild
væri fagurt og gott þó að okkur
auðnist ekki að fylgja þeirri forskrift.
Við erum ekki nógu góðviljuð og
staðföst. Syndir okkar eru leti og
sérhlífni, kaldlyndi og kæruleysi, og
þeim fylgja harmar og raunir. Víst
skiljum við að fólk sé í álögum. Og
öll dreymir okkur um frelsun og
lausn. Því er þetta efni sem nær vel til
okkar.
Ætla mætti að þetta væri vönduð
þýðing og yfirleitt er málið gott. Samt
stansaði ég við á bls. 37 þar'sé-m
stendur: „hvít lömb með hrokkið
skinn voru á beit á grasinu". Oft hef
ég séð lömb með hrokkið hár,
hrokkna ull, þó að skinnið væri slétt.
Og séð hef ég dögg á grasi en ósköp
hafa lömbin verið létt á sér ef þau
hafa verið á grasinu. Kannske hefur
verið talað um hrokkinn feld á lömb-
um sem bitu gras í haga.
„Ég var jú riddari" stendur á bls.
107. Þetta er kækur sem ég kann
aldrei við. Halldór Laxness segir það
sé danskur kækur.
Verra þykir mér þó á blaðsíðu 175
og 182 þegar börnin eru að lýsa gleði
sinni yfir því sem orðið er og segja:
„Mér þykir svo vænt um að við erum
ekki lengur í álögum. - Mér þykir svo
vænt um að við gátum veitt sverðið
þitt upp úr djúpinu. - Mér þykir svo
vænt um að vera komin heim".
Þetta er ekki venjulegt mál. Við
erum glöð að vera komin heim og
okkur þykir gott að vera frjáls.
Kannske þykir okkur vænt um stjórn-
arskrána en ég hygg að vandfundin sé
í bókum sú játning að okkur þyki
vænt um að kóngurinn hafi komið
með hana og var honum þó vel
fagnað. Þjóðskáldin orðuðu það
öðruvísi enda hugsuðu þau á íslensku
en voru ekki að þýða.
Þetta kann að þykja tilefnislítil
aðfinnsla en vegna höfundar, sögunn-
ar sjálfrar og þýðandans ber okkur að
gera strangar kröfur. H.Kr.
BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 62 12 40
# VIÐ ERUM í hjarta borgarinnar viö Brautarholt.
# VIÐ HÖFUM rúmgóöan sýningarsai og útisölusvæði.
# VIÐ BJÓÐUM mikiö úrval notaöra bíla af öllum geröum.
# VIÐ VEITUM góöa og örugga þjónustu