NT - 08.06.1985, Síða 14

NT - 08.06.1985, Síða 14
■ Þeir hafa veg og vanda af þættinum Við rásmarkið. Jón Ólafsson stjórnar þættinum úr stúdíói, en þeir Ingólfur og Samúel verða á ferðinni og lýsa því sem er að gerast. Rás 2, laugardag kl. 14.0C ii Við rásmarkið ■ I dag kl. 14 hefst þátturinn Við rásmarkið á Rás 2 og stendur hann í tvo tíma. Við höfðum samband við Samúel Örn Erlingsson íþróttafrétta- mann, en hann ásamt íngólfí Hannessyni íþróttafrétta- manni og Jóni Ólafssyni sem er hlustendum Rásar 2 að góðu kunnur ber hitann og þungann af þessum þætti, sem veröur vikulega á dagskrá Rásar 2 í sumar á þessum sama tíma. „Þátturinn byggist náttúr- lega á tónlist, eins og aðrir þættir á Rás 2, og íþróttaum- fjöllun. Þar verður fjallað um það sem er að gerast hverju sinni, knattspyrnu, alls konar útiveru, almenningsíþróttir o.s.frv. Jón Olafsson er skipstjórinn í stúdíóinu, hann sér um tón- listina og stjórn þáttarins frá hljóðnemanum á Rás 2. Við Ingólfur erum meira út um borg og bý, við lýsum leikjum inni í þessum þáttum, dálítið mislangt eftir mikilvægi leikja. Við förum á staðinn ef það eru frjálsíþróttamót eða hvað sem er að gerast í íþrótta- og úti- vistarsviði, og sendum það inn í þáttinn,“ sagði Samúel. Ekki var búið að ákveða allt efni í þáttinn í dag, þegar þetta er skrifað, en þó frágengið að fjallað yrði um landsleik íslands og Spánar í knattspyrnu nk. miðvikudag. I>tvg»r| Ligga ligga lá I dag kl. 14 verður í útvarpinu þátturinn Ligga ligga lá í umsjón Sverris Guðjónssonar. Aðstoð- armaður hans er Hrannar Már Sigurðsson. Þátturinn Ligga ligga lá er í beinum tengslum við þættina Inn og út um gluggann, sem eru á dagskrá á mánudögum, þriðju- dögum og miðvikudögum kl. 13.20, en þeir hófust í þessari viku. Þetta fyrirkomulag verður út júnímánuð. I þessum þáttum fer fram hljóðagetraun og verða 2 hljóð kynnt í hverjum þætti af Inn og út um gluggann. Öll hljóðin 6 verða svo endurtekin í þættinum Ligga ligga lá og þurfa hlustendur sðan að hafa snarar hendur að senda inn svör, svo að ljóst sé næsta laugardag hverjir sigurveg- arar eru. Framhaldssaga þessa viku hcf- ur verið Krókódílastríðið eftir spænska höfundinn Horacio Qu- iroga, sem Guðbergur Bergsson hefur þýtt. Þar er sagt frá baráttu krókódíla við mennina sem eru að stífla fljótið þeirra. Næstsíð- asti lestur sögunnar er í dag, en sögulok á mánudaginn. Útvarp sunnudag kl. 16.20: Hvaðan komu raddirnar dularfullu? - 2. þáttur ■ Á sunnudaginn kl. 16.20 verður fluttur í útvarpi annar þáttur danska framhalds- leikritsins Raddir sem drepa, eftir Poul Henrik Trampe. Þýðinguna gerði Heimir Páls- son en leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson. Hljómlist er cftir Lárus H. Grfmsson. I 1. þætti gerðist þetta helst: Danskur sendiherra finnst lát- inn og flækist teiknimynda- söguhöfundurinn Alex Winther af tilviljun inn í rannsókn málsins. Honum verður fljótt ljóst að ekki er allt með felldu í sambandi við dauða sendiherr- ans og beinist athygli hans eink- um að dularfullum röddum er ásótt höfðu hinn látna. Þátturinn verðurendurtekinn miðvikudaginn 12. júní kl. 22.35. Laugardagur 8. júní 1985 14 ■ Enn þann dag í dag þykja fáir dansarar hafa koniLst með tæmar þar sem Fred Astaire halði hælana. Hann er enn á lífi, hálfhíræöur að aldri. Sjónvarp laugardag kl. 21.05: Urval atriða úr dans- og söngvamyndum frá blómatíma þeirra ■ Syngjum dátt og dönsum er nafnið á fyrri sjónvarpsmyndinni annað kvöld á íslensku og er það mjög vel viðeigandi. Sýning hennar hefst kl. 21.05. Á frummálinu nefnist myndin „That's Entertainment 1“ og er fyrri myndin af tveim með sama ■ Frá upptöku á framhalds- leikritinu Raddir scm drepa t.f.v.: Benóný Amórsson, Erlingur GLslason, Þóra Friðriks- dóttir, Pétur Einarsson, Anna Kristín Amgrímsdóttir, að baki henni Jóhann Sigurðarson, en þau leika öll í lcikrítinu mcöal annarra. Við hUð Kristínar Önnu stendur Haukur Gunnarsson leikstjóri, en að baki honum RunóUur Þórarinsson og Friðrik Stefánsson tæknimenn. NT-mynd Ami Bjama nafni sem sýndar voru hér í kvikmyndahúsi fyrir allmörgum ámm. Hún var gerð 1974 og það er Jack Haley yngri sem leik- stýrði. Myndin er samsett úr völdum atriðum úr þekktum og vinsælum dans- og söngvamyndum, sem mikið var framleitt af í Holly- wood á árunum 1929-1959, og kvikmyndastjömur rekja minningar sínar, en þær koma margar fram í þessari mynd. Þar má t.d. nefna Fred Astaire, Bing Crosby, Gene Kenny, Peter Lawford, Liza Minelli, Donald O’Connor, Debbie Reynolds, Mickey Rooney, Frank Sinatra, James Stewart og Elizabeth Taylor. Þýðinguna gerir Óskar Ingi- marsson. Laugardagur 8. júní 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. Tónleikar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöl- inu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð - Torfi Ólafsson talar. 8.15 Veöurfregnir. Tónleikar 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga, frh. 11.00 Um skógrækt i Árnessýslu Dagskrá á vegum Skógræktarfé- lags Árnesinga. Stjórnandi: Guð- mundur Kristinsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Ligga ligga lá Umsjónarmaö- ur: Sverrir Guöjónsson. 14.20 Listagrip Þáttur um listir og menningarmál í umsjá Sigrúnar Björnsdóttur. 15.20 „Fagurt galaði fuglinn sá“ Umsjón: Sigurður Einarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Tónlist eftir Edward Elgar a. Smálög fyrir fiölu og pianó. Vera Beths og Stanley Hoogland leika. b. „Severn-svíta" op. 87. „Concor- de“-blásarasveitin í Utrecht leikur; Ben Zaal stjórnar. (Hljóðritun frá útvarpinu i Hilversum). 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldins. 19.00 Kvöldfréttir. 9.30 Tilkynningar. 19.35 Þetta er þátturinn Umsjón: Örn Árnason og Sigurður Sigur- jónsson. 20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 20.35 Sjálfstætt fólk í Jökuldals- heiði og grennd 4. þáttur: Aflús- un með orðsins brandi og pólit- isk sápa. Gunnar Valdimarsson tók saman. Lesarar: Baldvin Hall- dórsson, Guðrún Birna Hannes- dóttir, Hjörtur Pálsson og Rúrik Haraldsson. 21.45 Kvöldtónleikar Þættir úr si- gildum tónverkum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Náttfari - Gestur Einar Jónasson. (Rúvak). 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 9. júní1985 8.00 Morgunandakt Séra Ólafur Skúlason dómprófastur flytur ritn- ingarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Boston Pops- hljómsveitin leikur; Arthur Fiedler stjórnar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar a. „Volaðir munu eta", kantata nr. 75 á fyrsta sunnudegi eftir Þrenningarhátið eftir Johann Sebastian Bach. Mar- kus Klein, Paul Esswood, Adalbert Kraus og Max van Egmond syngja með Drengjakórnum í Hannover og „Collegium Vocale" ( Gent. Kammersveit Gustavs Leonhardts leikur. Stjórnandi: Gustav Leon- hardt. b. Sellokonsert í G-dúr eftir Nicolo Porpora. Thomas Blees og Kammersveitin i Rorzheim leika; Paul Angerer stjórnar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður - Friðrik Páll Jónsson. 11.00 Messa í Flateyrarkirkju. Prestur: Séra Lárus Þ. Guðmunds- son. Organleikari: James F. Haug- hton. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Réttlætiog ranglæti Þorsteinn Gylfason dósent flytur fyrsta erindi sitt af þrem. 14.30 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Richard Strauss a.Jessye Norman syngur lög með Gewand- haus-hljómsveitin I Leipzig; Kurt Masur stjórnar. b. Obókonsert í D-dúr. Manfred Clement og Ríkis- hljómsveitin í Dresden leika; Ru- dolf Kempe stjórnar. (Hljóðritun frá austurþýska útvarpinu). 15.10 Milli fjalls og fjöru Þáttur um náttúru og mannlif í ýmsum landshlutum. Umsjón: Orn Ingi (Rúvak). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Leikrit: „Raddir sem drepa“ eftir Poul Henrik Trampe. Annar þáttur Þýðandi: Heimir Pálsson. Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson. Hljóðlist: Lárus H. Grímsson. Leikendur: Jóhann Sigurðsson, Þóra Friðriksdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Andrés Sigurvins- son, Þórunn Magnea Magnúsdótt- ir, Arnór Benónýsson, Jón Hjartar- son, Borgar Garðarsson og Pétur Einarsson 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Siðdegistónleikar: Kammer- tóniist a. Strengjakvartett i C-dúr K. 465 eftir Wolfgang Amadeus Mosart. Melos-kvartettinn leikur. b. „Fimm Intermezzi" og þættir úr „Harmony music" eftir Edward Elgar. Fodor-blásarakvintettinn leikur. (Hljóðritun frá útvarpsstöðv- unum i Frankfurt og Hilversum). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynning- ar. 19.35 Það var og Þráinn Bertelsson rabbar við hlustendur. 20.00 Um okkur Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir ung- linga. 21.00 (slenskir einsöngvarar og kórar syngja 21.30 Útvarpssagan: “Langferð Jónatans" eftir Martin A. Hans- en Birgir Sigurðsson rithöfundur les þýðirigu sína (17). 22.00 „Einskonar höfuð lausn“ Gyrðir Eliasson les úr nýrri Ijóða- bók sinni. 22.15 Veðurfregnir. Frétlir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Iþróttaþáttur. Umsjón: Ingólfur Hannesson. 22.45 Eiginkonur íslenskra skálda Kristín lllugadóttir konaSigurð- ar Breiðfjörð. Umsjón: Málmfriður Sigurðardóttir. (Rúvak). 23.05 Djassþáttur - Tómas R. Ein- arsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 8. júní 14.00-16.00 Við rásmarkið Stjórn- andi: Jón Ölafsson ásamt Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erl- ingssyni iþróttafréttamönnum. 16.00-17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 17.00-18.00 í tilefni dagsins Stjórn- andi: Inger Anna Aikman. Hlé 24:00:03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. Sunnudagur 9. júní 13:30-15:00 Krydd í tilveruna. Stjórnandi. Helgi Már Barðason. 15:00-16:00 Dæmalaus veröld Þátt- ur um dæmalausa viðburði liðinnar viku. Stjórnendur: Þórir Guð- mundsson og Eirikur Jónsson. 16:00-18:00 Vinsældalisti hlust- enda rásar 2 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Gunnlaugur Helgason. Laugardagur 8. júní 17.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.25 Kalli og sælgætisgerðin Ann- ar þáttur. Sænsk teiknimyndasaga í tiu þáttum gerð eftir samnefndri barnabók eftir Roald Dahl. Teikn- ingar: Bengt Arne Runneström. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Karl Ágúst Úlfsson. (Nordvision - Sænska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sambýlingar (Full House) Annar þáttur. Breskur gaman- myndaflokkur í sex þáttum. Leikendur: Christhopher Strauli, Sabina Franklyn, Natalie Forbes og Brian Capron. Þýöandi Guðni Kolbeinsson. 21.05 Syngjum dátt og dönsum I (That's Entertainment I) Bandarísk dans- og söngvamynd frá 1974. Leikstjóri Jack Haley yngri. í mynd- inni er brugðið upp svipmyndum úr ýmsum dans- og söngvamyndum frá gullöld Hollywoodbæjar 1929- 1958 og kvikmyndastjörnur rekja minningar frá þessum árum. Meðal þeirra sem fram koma eru: Fred Astaire, Bing Crosby, Gene Kelly, Peter Lawford, Liza Minelli, Donald O’Connor, Debbíe Reynolds, Mickey Rooney, Frank Sinatra, James Stewart og Elizabeth Taylor. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 23.10 Ekillinn (The Driver) Banda- rísk bíómynd frá 1978 Leikstjóri Walter Hill. Aðalhlutverk: Ryan O'Neal, Bruce Dern, Isabelle Adjani og Rouee Blakeley. Myndin er um ungan ökufant sem hefur það að atvinnu að koma glæpa- mönnum undan með ránsfeng sinn. Að lokum leggur lögreglan gildru fyrir ekilinn. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin er ekki við hæfi barna. 00.45 Dagskrárlok Sunnudagur 9. júní 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Pjetur Þ. Maack flytur. 18.10 Hanna vill ekki flytja Norsk barnamynd um fimm ára telpu. (Nordvision - Norska sjónvarpið). 18.30 Heim úr himinblámanum Náttúrulifsmynd um bæjarsvölur sem eru algengir farfuglar á Bret- landseyjum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 19.00 Hlé 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjón- armaður Guðmundur Ingi Kris- tjánsson. 20.50 Á hjóli Mynd sem Sjónvarpið lét gera um hjólreiðar og hvers hjólreiðamönnum ber að gæta I umferðinni. I myndinni eru leið- beiningar fyrir byrjendur, fylgst er með hjólreiðaferð nemenda í Seljaskóla og fjallað er um hættur I umferðinni og samskipti við aðra vegfarendur. Frétta- og fræðslu- þjónustan og Myndvarp h.f. önnuð- ust gerð myndarinnar. Umsjónar- menn: Rafn Jónsson og Marianna Friðjónsdóttir sem einnig stjórnaði upptöku. 21.10 Páll Jóhannesson tenór- söngvari í þættinum syngur Páll lög eftir Jón Björnsson, Karl O. Runólfsson og Sigvalda Kaldalóns og óperuaríur eftir Verdi og Pucc- ini. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. Stjórn upptöku: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 21.40 Til þjónustu reiðubúinn Ní- undi þáttur. Breskur framhalds- myndaflokkur í þrettán þáttum. Efni siðasta þáttar: Nýi skólastjór- inn, Alcock, reynist vera þröng- sýnn hrokagikkur og þeir David eru á öndverðum meiði í skólamál- um. Júlía hafnar bónorði Davids. Þýðandi Kristmann Eíðsson. 22.40 Dagskrárlok. Mánudagur 10. júní 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með teiknimyndum: Tommi og Jenni, Hattaleikhúsið og Ævintýri hun- angsbangsanna, teiknimynda- flokkurfráTékkóslóvakíu. Þýðandi Baldur Sigurðsson, sögumaður Guðmundur Ólafsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 (þróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.15 Á undan sólinni Bresk heimildamynd um hljóðfráu farþegaþotuna Concorde og áætl- unarferðir hennar yfir Atlantshafið. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finn- bogason. 21.50 Wagnerskvöld i Vínaróper- unni Ríkisóperuhljómsveitin í Vín- arborg flytur atriði úr óperum Ric- hards Wagners, Valkyrjunum og Siegfried. Einsöngvarar: Christa Ludwig, Ute Vinzing, James King og Thomas Stewart. Stjórnandi Leonard Bernstein. (Euróvision - Austurríska sjónvarpið). 00.15 Fréttir i dagskrárlok

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.