NT - 08.06.1985, Qupperneq 20
Laugardagur 8. júní 1985 20
tilkynningar
Takið eftir!
Vegna sjómannaverkfallsins býður Löndun-
argengi fram þjónustu sína. Tökum að
okkur ýmis konar verk, svo sem garðslátt,
málningarvinnu og margt fleira.
Duglegir menn,vönduð vinna.góð þjónusta.
Upplýsingar í síma 12281, 34916, 37538
eftir kl. 17.
Geymið auglýsinguna
Hlíðardalsskóli Ölfusi
Umsóknarfrestur um skólavist í 8. og 9. bekk
ertil 28. júní. Upplýsingar í símum 91 -13899
og 99-3607.
Rannsóknastyrkir EMBO
í sameindalíffræði
Sameindalítfræöisamtök Evrópu (European Molecular Bio-
logy Organization, EMBO), styrkja vísindamenn sem starfa í
Evrópu og ísrael til skemmri eða lengri dvalar viö erlendar
rannsóknastofnanir á sviöi sameindalíffræði. Nánari upplýs-
ingar fást um styrkina í menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu
6,101 Reykjavík. - Umsóknareyöublöö fást hjá Dr. J. Tooze,
Executive Secretary, European Molecular Biology Organizat-
ion, Postfach 1022.40, D-6900 Heidelberg 1, Sambandslýö-
veldinu Þýskalandi. Umsóknarfrestur um styrki til 3ja mánaöa
eöa lengur er til 15. ágúst en um styrki til skemmri tíma má
senda umsókn hvenær sem er.
Menntamálaráðuneytið
4. júní 1985.
Héraðsskólinn í Reykholti
Auk náms í 9. bekk er hægt að stunda 2 ára
nám á öllum bóklegum brautum áfangakerfis
fjölbrautaskólanna. Hægt er að Ijúka námi á
eftirtöldum 2 ára brautum:
Viðskipta, uppeldis og íþróttabraut.
Umsóknarfrestur um skólavist er til 15. júní.
Nánari upplýsingar eru veittar í símum
93-5200, 93-5201 og 93-5210.
Skólastjóri.
atvinna í boði
Félagsmálafulltrúi
-Tómstundafulltrúi
Egilsstaðahreppur óskar að ráða
félagsmálafulltrúa sem jafnframt gegnir störf-
um tómstundafulltrúa. Krafist er menntunar
félagsráðgjafa eða annarrar hliðstæðrar
menntunar.
Starfið er fullt starf frá 1. september 1985 og
felst í samvinnu við og framkvæmdastjórn
fyrir þær nefndir sem starfa á félagsmála-
sviðinu í Egilsstaðahreppi.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
fyrri störf skulu hafa borist sveitarstjóra
Egilsstaðahrepps fyrir 1. júlí 1985.
Sveitarstjóri.
t
Valdimar Jónsson
bóndi, Álfhólum Vestur-Landeyjum,
sem lést 31. maí, veröur jarðsunginn frá Akureyjarkirkju
laugardaginn 8. júní kl. 14. Bílferð verður frá umferðarmið-
stöðinni kl. 11:30.
Hrefna Þorvaldsdóttir
Sigríður Valdimarsdóttir Valdís Bára Valdimarsdóttir
Rósa Valdimarsdóttir Ómar Jóhannsson
Þorvaldur Örn Árnason Auður Haraldsdóttir
Franskar kjarnorkuvarnir í
Evrópu í stað bandarískra?
■ Frönsk stjórnvöld liafa að
undanförnu látið í Ijós þá skoð-
un sína að Frakkar eigi að taka
meiri þátt í sameiginlegum
vörnum Evrópu. Frakkar segja
að aukinn kjarnorkuvígbúnað-
ur þeirra þjóni ekki aðeins því
markmiði að efla varnir Frakk-
lands heldur hafa þeir gefið í
skyn að frönsk kjarnavopn eigi
að vera hluti af kjarnorkuvörn-
um allrar Evrópu.
í seinasta mánuði hleyptu
Frakkar af stokkunum nýjum
kjarnorkukafbát, sem þeir gáfu
nafnið Inflexible „Hinn ósveigj-
anlegi". Um borð í þessum eina
kafbát eru 96 kjarnorkusprengj-
ur sern hægt er að skjóta á loft
öllum á aðeins sjö mínútum.
Sprengjurnar eru á sextán flug-
skeytum sem hvert hefur sex
kjarnaodda. Áður en Inflexible
var tekinn í notkun höfðu
■ Mitterrand Frakklandsforseti kemur í skoðunarferð í nýjasta og
fullkomnasta kjarnorkukafbát Frakka, Inflexible.
Frakkar aðeins 48 kjarnaskeyti
með einum kjarnaoddi hvert í
kafbátum sínum.
Þessi nýju kjarnavopn gera
Frökkum kleift að skjóta kjarn-
orkuskeytum á skotmörk í allt
að 4.500 kílómetra fjarlægð í
stað 3000 kílómetra áður.
Varnarmálaráðherra Frakka,
Charles Hernu, segir að í lok
þessa árs verði kjarnorku-
sprengjur um borð í frönskum
kafbátum orðnar 176 og árið
1992 verði þær því sem næst
fimm hundruð talsins.
Fram til þessa hafa frönsk
kjarnorkuvopn nær eingöngu
verið ætluð til að verja Frakk-
land gegn hugsanlegri kjarn-
orkuárás. Það er að vísu gert
ráð fyrir því að frönsk kjarna-
vopn gætu hugsanlega verið not-
uð þótt ekki sé um beina árás á
franskt yfirráðasvæði að ræða,
ef forsetinn ákveður að um
„lífsnauðsynlega hagsmuni"
Frakka sé að ræða.
Jacques Huntzinger alþjóða-
ritari Sósíalistaflokks Frakk-
lands sagði fyrr í þessum mán-
uði að frönsk kjarnorkuvopn
yrðu á einn eða annan hátt að
gegna stærra hlutverki. Fram-
kvæmdastjórn sósíalistafloksins
mun ræða hlutverk kjarnorku-
vígbúnaðar Frakklands og
breytingar á því á fundi sínum
12. júní.
Vestur-þýsk stjórnvöld hafa
þegar látið í ljós stuðning við
aukna þátttöku Frakka í vörn-
um Evrópu. En þeir hafa samt
séð ástæðu til að undirstrika þá
skoðun sína að frönsk og bresk
kjarnavopn geti ekki komið í
staðinn fyrir bandarísk kjarna-
vopn í Evrópu.
Franskir sósíalistar hafa látið
í ljós efasemdir um karn-
orkuvarnir Bandaríkjamanna í
Evrópu. Huntzinger alþjóðarit-
ari ílokksins bendir á þann
möguleika að með geimvopna-
áætlun sinni muni Bandaríkja-
menn hugsanlega draga sig út úr
vörnum Evrópu. Frakkar eru
mjög' eindregið á móti geim-
vopnaáætlun Bandaríkjamanna
og vilja þess í stað byggja upp
evrópskt geimvarnakerfi sem sé
ekki byggt á vopnum úti í
geimnum heldur á fjarskipta-
og njósnahöttum.
Frakkar hafa þegar hafið
undirbúning að eigin geim-
varnakerfi, Eureka, og Mitter-
rand Frakklandsforseti hefur
boðið öðrum Evrópuþjóðum
samvinu við uppbyggingu þess.
Bandaríkjamenn hafa greini-
lega gefist upp á að tryggja sér
afdráttarlausan stuðning evr-
ópskra bandamanna sinna í
NATO við geimvopnaáætlun
sína eins og fram kom á nýaf-
stöðnum fundi utanríkisráð-
herra NATO í Portúgal. Þar
sýndu Frakkar mjög ákveðna
andstöðu við „stjörnustríðshug-
myndir“ Reagans og Danir,
Norðmenn og Grikkir lýstu sig
heldur ekki tilbúna til að styðja
bandarísku geimvopnaáætlun-
ina.
Evrópumenn eiga erfitt með
að sjá á hvern hátt þeir geti
notið góðs af bandarísku geim-
vopnaáætluninni, sem margir
vísindamenn telja reyndar
óframkvæmanlega. Jafnvel þótt
Bandaríkjamönnum takist að
smíða geimvopn sín eiga Evr-
ópumenn erfitt með að sjá hag
sinn af slíku þar sem geim-
vopnakerfið myndi fyrst og
fremst efla varnir Bandaríkj-
anna sjálfra fyrir árásum með
langdrægum kjarnaflaugum.
Slíkt væri lítil vörn fyrir Evrópu.
Evrópumenn hafa mestan
áhuga á því að Bandaríkjamenn
semji um fækkun kjarnorku-
vopna við Sovétmenn. En til
þess að það takist verða þeir
líklega að hætta við geimvopnaá
ætlun sína þar sem Sovétmenn
segja slíkt skilyrði fyrir samning-
um um fækkun kjarnorku-
vopna.
Frakkar telja að ekki sé hægt
að treysta því að Bandaríkja-
menn taki fuilt tillit til hags-
muna Evrópumanna við eflingu
varna sinna eða í samningum
við Sovétmenn. Þess vegna hafa
þeir ákveðið að efla eigin kjarn-
orkuvarnir sem mest til þess að
vera ekki háðir Bandaríkja-
mönnum. Fyrir Frökkum er það
eðlilegt framhald af þessari
stefnu sinni að útfæra hana fyrir
alla Evrópu og gera hana óháða
Bandaríkjunum í varnarmál-
um.