NT - 01.08.1985, Qupperneq 6
Fimmtudagur 1. ágúst 1985
Moskva fagnar afmæli
Helsinkisamkomulagsins
fram ákveðnar meginreglur
um mannréttindi.
Mismunandi skilningur
Fyrir bæði austur og vestur
var Helsinkisamkomulagið
hápunktur þeirrar slökunar-
stefnu sem blómstrað hafði í
upphafi sjöunda áratugsins en
fölnað enn skjótar í lok sama
áratugs. Samkomulagið hafði
varla verið undirritað, þar á
meðal af þáverandi leiðtogum
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna, Gerald Ford og Leonid
Brezhnev, þegar í ljós kom að
stórveldablokkirnar tvær aust-
an og vestan járntjalds lögðu
mismunandi skilning á ákvæði
samkomulagsins.
Sovétmenn lögðu áherslu á
gildi samkomulagsins sem
formlegrar viðurkenningar á
núverandi landamærum í Evr-
ópu og einnig á ákvæði sam-
komulagsins er kvað á um
sjálfsákvörðunarrétt ríkja um
eigin málefni og virðingu ann-
arra ríkja þar að lútandi.
Hins vegar lögðu'vestrænu
ríkin megináhersluna á mann-
réttindakafla samkomulagsins,
sem kveður m.a. á um tjáning-
arfrelsi, upplýsingafrelsi og
síðast en ekki síst ferðafrelsi
sem þegnum kommúnistaríkj-
anna hefur að mestu leyti verið
neitað um. Vesturlönd höfðu
náð fram mannréttindaákvæð-
um samkomulagsins með því
að viðurkenna í staðinn núver-
andi landamæri ríkja í Evrópu.
Mannréttindakaflinn þótti
mikill árangur, þó fram-
kvæmdin hafi orðið allt önnur
og síðri.
A. Shevchenko, fyrrverandi
aðstoðarframkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna og hæst
setti diplómatinn sem flúið hef-
ur Sovétríkin, lét þá skoðun í
ljós í nýútkomnum endur-
minningum sínum að valdhaf-
arnir í Moskvu hafi talið sig
gefa of mikið eftir við samn-
ingaborðið í Helsinki í ákafa
sínum við að gera ráðstefnuna
að eins konar „friðarsigri"
Brezhnevs.
Hörkulegar deilur
Á árunum síðan samkomu-
lagið var undirritað í Helsinki
hafa verið haldnar tvær ráð-
stefnur til að endurskoða sam-
komulagið og framkvæmd
þess, í Belgrad 1977-78 og í
Madrid 1980-83, og í ár er
fyrirhuguð slík ráðstefna í Ott-
awa. Ráðstefnurnar tvær hafa
umfram allt einkennst af
hörkulegum deilum um fram-
kvæmd mannréttindakafla
samkomulagsins og hefur ár-
angurinn verið eftir því.
Pegar að lokinni Helsinki-
ráðstefnunni gerðu Kremlverj-
ar ráðstafanir til að koma í veg
fyrir að nokkur sovéskur þegn
fengi þá flugu í höfuðið að
mannréttindaklásúlurnar í
Helsinkisamkomulaginu fælu í
sér rétt til að setja sig upp á
móti alræði sovésica kommún-
istaflokksins. Öryggislögregl-
an KGB, sem þá var undir
stjórn Yuri Andropovs síðar
leiðtoga Sovétríkjanna, hóf
þegar að taka andófsmenn
kerfisbundið úr umferð, en
þeir höfðu myndað hópa í
Moskvu og fleiri borgum til að
fylgjast með því að mannrétt-
indaákvæði Helsinkisam-
komulagsins væru haldin af
stjórnvöldum. Þegar leið að
lokum sjöunda áratugsins voru
flestir andófsmennirnir komnir
á bak við lás og slá, í útlegð
innan Sovétríkjanna ellegar
erlendis. Til dæmis var einn
andófsmannanna, Anatoly
Shcharansky, dæmdur til 13
ára fangelsisvistar á þeint for-
sendum að hann stundaði
njósnir í þágu Bandaríkjanna,
en því var alfarið neitað af
þáverandi forseta Bandaríkj-
anna, Jimmy Carter. Frægasti
og jafnframt virtasli baráttu-
maður mannréttinda í Sovét-
ríkjunum, eðlisfræðingurinn
Andrei Sakharov, var komið
fyrir í einangrun í borginni
Gorky 1980 og er hann þar
enn, Sakharov var þó aldrei
meðlimur í þeim hópum, sem
kenndir voru við Helsinkisam-
komulagið.
■ Um þessar mundir eru 10
ár síðan Sovétríkin undirrit-
uðu víðtækan sáttmála um
mannréttindi á Öryggismála-
ráðstefnunni í Helsinki 1975.
Endurskipulögð forystusveit
Gorbachevs hyggst minnast af-
ntælisins með því að efla bar-
áttuna gegn hvers kyns andófi
í Sovétríkjunum.
í hugum valdhafanna í
Kreml virðist engin mótsögn
felast t' því að berja niður
andóf þeirra fáu baráttumanna
fyrir mannréttindum sem enn
hafa ekki lent í klóm stjórn-
valda og að lýsa yfir velþóknun
sinni með árangur Helsinki-
samkomulagsins, sem þeir
gerðu um leið og Viktor Che-
brikov yfirmaður KGB hótaði
frekari aðgerðum gegn and-
ófsmönnum.
Það sem undirstrikar tví-
skinnunginn í þessum málum
er sú staðreynd að um þessar
mundir undirbýr hinn nýi utan-
ríkisráðherra fyrstu meiri hátt-
ar för sína erlendis, sem verður
einmitt farin til Helsinki á há-
tíðarsamkomuna í tilefni 10
ára afmælis.
Opinberir stjórnmála-
skýrendur í Sovétríkjunum
hafa undanfarið lofað Hel-
sinkisamkomulagið og þær
ráðstefnur, sem haldnar hafa
verið í framhaldi af henni, sem
einstakan sögulegan atburð
sakir þess mikla árangurs sem
þær hafa leitt til. Einn skýrend-
anna, Y. Kashlev, heldur því
fram að alþjóðlegt gildi sam-
komulagsins sé óumdeilaniegt
og það hafi hjálpað til að
leggja og styrkja grundvöllinn
fyrir öryggi í Evrópu. Svipaða
niðurstöðu má finna í afmælis-
riti, sem ritað er af háttsettum
Sovétmönnum, en þar er því
haldið fram að Helsinkisam-
komulagið sé orðið áhrifamik-
ið og sjálfstætt afl í þróun mála
í Evrópu og heiminum öllum.
Helsinkisamkomulagið varð
að veruleika eftir ráðstefnu
leiðtoga 33 ríkja í Evrópu auk
Bandaríkjanna og Kanada í
Helsinki 1975. Samkomulagið,
sem hefur ekkert lagalegt gildi,
fól í sér eins konar forsögn
fyrir pólitíska og efnahagslega
samvinnu milli ríkja og setti
■ Bresjnev, alvaldur þegar sáttmálinn var undirritaður.
■ Gromyko, fyrrum utanríkisráðherra.
■ Gorbachev, aðalritari miðstjómar Kommúnistaflokks Sov-
étríkjanna.
Meðferðin á andófs-
mönnum ekki milduð
Eins og fyrr getur þá er
ekkert lát á baráttunni gegn
andófsmönnunum. Chebrikov
yfirmaður KGB, sem á Gor-
bachev stöðu sína að þakka,
hét því opinberlega fyrir
nokkrum dögum að ganga enn
harðar fram í að brjóta allt
andóf á bak aftur, því andófs-
mennirnir væru ekki fulltrúar
FIMM ÞÚSUYD
UR
10. 26 MAHZ 1981
„Græddur er geymdur
eyrir“
Orðtakið: „Græddur er
geymdur eyrir“ varð argasta
öfugmæli. „Glötuð er geymd
króna" varð að sannmæli. Með
verðtryggingu og hækkuðum
vöxtum nú undanfarin ár hefur
þetta verið að snúast við á ný
■ Miklu minni bílainnflutn-
ingur en nokkru sinni á síðari
árum. Stórar íbúðarhallir aug-
lýstar í tuga og hundraða tali á
verði langt neðan við bygging-
arkostnað og seljast samt treg-
lega. Færri utanlandsferðir
framan af sumri en ferðaskrif-
stofurnar höfðu reiknað með.
Já, og jafnvel laxveiðileyfin
eru hætt að ganga út og komin
á útsölu - orðin allt of dýr
segja menn. Hvað er eiginlega
að gerast - allir svona blankir
eða hvað? Ekki aldeilis. Nýj-
ustu tíðindin eru þau, að á
sama tíma og framansagt er að
gerast leggur fólk milljarða af
sparifé inn á sparireikninga
bankanna og bíður í röðum
eftir hverju álitlegu skulda-
bréfi hjá verðbréfasölunum.
Frekar verðbréf en
laxveiði?
Já, hvað er eiginlega að
gerast með íslendinga? „Menn
vilja kannski heldur kaupa
verðbréf fyrir peninga sína
heldur en laxveiðileyfi,“ lum-
aði einn hagfræðinganna okkar
út úr sér í samtali nýlega,
spurður um ástæður hinnar
miklu sparifjáraukningar. Sá
hinn sami upplýsti að innflutn-
ingur hafi að undanförnu auk-
ist mun minna en kauphækk-
anirnar gæfu tilefni til að ætla.
Annar hagfræðingur sagði svo
virðast að kauphækkanirnar að
undanförnu hafi að mestu farið
inn í bankana - annaðhvort
sem sparnaður eða til að
borga niður skuldir þær sem
fólk hefur safnað undanfarin
ár með því að lifa um efni fram.
Tímamótaár?
Er það mögulegt að árið
1985 sé að verða nokkurt tíma-
mótaár í afstöðu ýmissa til
verðmæta? Eru fleiri og fleiri
íslendingar að læra aftur hinar
fornu dyggðir afa okkar og
ömmu, langafa og langömmu,
hagsýni og sparnað? Safna
fyrir; hlutum sem þá langar tii
að eignast - til elliáranna -
ellegar til að eignast nokkurn
varasjóð, sem óneitanlega gef-
ur þeim nokkra frelsistilfinn-
ingu umfram þá sem alltaf eru
að velta síðustu krónunni, eða'
eru jafnvel búnir að eyða öllum
sínum launum fyrirfram hverju
sinni og meira en það?
Græddur er geymdur eyrir
- sannmæli á ný
Ýmsir þeirra sem vel fylgjast
með peningamálunum eru á
því að hugarfarsbreyting í
þessa átt hafi einmitt verið að
eiga sér stað að undanförnu,
þótt sumum hafi gengið illa að
söðla um, enda kannski ekki á
öðru von. Þær kynslóðir sem
enn eru undir miðjum aldri
hafa flest sín mannsdómsár
hlegið að hinum nægjusömu
og sparsömu aldamóta- og
fyrirstríðskynslóðum fyrir að
vera svo vitlausar og láta af-
raksturinn af erfiði sínu brenna
upp á bankareikningum með
allt niðurí 20-30% neikvæðum
vöxtum um margra ára skeið.