NT - 01.08.1985, Side 9
Þeir ódýru: Allir bílar undir 300.000 kr.
Porsche sýning
Reynsluakstur: Toyota Land Cruiser II
26. tölublað.
2. árgangur
Fimmtudagur
l.ágúst
1985
Umsjón:
Ari Arnórsson
Porschesýning
■ S.I., sunnudag var haldin vegleg
sýning á vegum Porsche uinboðsins á
íslandi í húsakynnum Bílasölunnar
Brautar. Ekki færri on 14 Porsche
bílar af öllum gerðum voru á
staðnum, frá 1970 árgerð af 911 til ’85
árgerðar af 944, allir eins og nýjir.
Porsche umboðið ýtti úr vör á
sýningunni Auto ’84 fyrir ári og síðan
hefur Porsche bílum fjölgað úr nokkr-
um eintökum upp í 16. Flestir þeirra
voru mættir á sunnudaginn og vöktu
mikla athygli, milli 3 og 4 þúsund
manns komu að sjá og skoða.
Ekki voru bara bílar til sýnis,
heldur líka vörur austurríska fyrir-
tækisins Porsche Design sem fram-
leiðir hágæðavörur hannaðar af Butzi
Porsche með samþykki bílasmiðjunn-
ar. Þar má nefna sólgleraugun klass-
ísku, töskur hjálma og íleira
með útlitshönnun og gæðastimpli
Porsche Design.
Einnig var til sýnis framleiðsla
Porsche á öðru en bílum, fatnaður,
regnhlífar og annað í þeim dúr.
Jón S. Halldórsson forstjóri
Porsche umboðsins býður upp á bíla
frá notuðum Porsche 924 fyrir um
500.000 upp í fullkomnasta bíl
heims, Porsche 959, sem fer í tak-
markaða framleiðslu innan skamms
og ætla má að kosti hingað kominn 15
milljónir króna. Geri aðrir betur.
Ein aðal leiðin til að ná því mark-
miði að fjölga Porsche bílum á Islandi
sér Jón vera að bjóða valda notaða
bíla erlendis frá.Porsche framleiðir
sennilega vönduðustu bíla heims (jú,
að meðtöldum Rolls Royce), bíla
sem halda sér eins og nýjum árum
saman og eins og notaðir áratugum
saman. Til dæmis má nefna að um
75% heildarframleiðslu Porsche er enn
í notkun.
Notaðir Porsche er því skynsam-
legri fjárfesting en nýr bíll í svipuðum
verðflokki, sem hrapar í verði og
lætur á sjá meðan Porschinn heldur
sér eins, þetta sjá þeir sem verið hafá
að fá sér Porsche að utan síðastá árið.
Án efa verður einhver hinna 3-
4.000 gesta á sýningunni á sunnudag
kominn á eigin Porsche innan árs eða
gangandi í Porsche jakka með
Porsche gleraugu og Porsche tösku í
hendinni. Nánari upplýsingar veitir
Jón S. Halldórsson í síma 34351.
A.A.
■ Nokkrir hinna fjórtán Porsche bða á sýningunni.
Mitsubishi líka
- með stillanlega forþjöppu
■ Fyrir skömmu varhér í BNTsagt
frá byltingarvaldandi nýjung frá Niss-
an í forþjöpputækninni, afgasfor-
þjöppu með stillanlegu innstreymi.
Bæði Nissan og Mitsubishi telja sig
fyrsta með þessa nýjung í framleiðslu,
Nissan í fólksbíla en Mitsubishi selur
sína gerð í vörubílum fyrirtækisins,
FUSO.
Pessi japönsku risafyrirtæki hafa
farið aðeins mismunandi leiðir að
sama marki, útfærsla Mitsubishi er
mun flóknari og sennilega töluvert
dýrari.
Mitsubishi notar marga litla stýri-
fleti (um 16) í stað eins blaðs eins og
Nissan, og eru þeir stillanlegir á þrjá
vegu. Minnsta opnun er höfð við
lágan snúning og gjöf til að þvinga
innstreymandi afgas til að fara hraðar
og þrýsta utarlega á hverfilblöðin (sjá
mynd). Þegar magn gassins eykst við
aukinn snúning og gjöf yrði hraðinn
of mikill ef ekkert væri að gert og er
stýriflötunum þá snúið til að beina
straumnum meira að miðju blaðanna
þar sem átakið er minna. Um leið er
auknum staumi hleypt í gegn, alveg
eins og þegar haldið er fyrir endann á
garðslöngu til að sprauta vatninu.
Við mesta gjöf er síðan allt opnað á
gátt svo hraði hverfilsins fari ekki yfir
þau mörk sem forþjappan þolir og
yfirsnýst eða myndar eyðileggjandi
höggbylgjur.
Stjórnun þessara stýriflata sem sjá
má á myndinni fer auðvitað fram eftir
forsögn tölvuheila eins og algilt er að
verða um stjórnþarfir í japönskum
bílum. Velur heilinn þá af þrem
möguleikum sem best henta hverju
sinni með því að finna stöðu eldsneyt-
isgjafar, snúningshraða, álag og fleiri
atriði.
Fyrst um sinn að minnsta kosti
verða þessar stillanlegu þjöppur
Mitsubishi aðeins fáanlegar í vörubíl-
um á Japansmarkaði, en skammt er
þar til útbreiðsla hefst fyrir alvöru og
forþjöppuvélar nútímans verða taldar
gamaldags og úrelt dót.
Næsta víst er að með stillimöguleik-
ana verði Mitsubishi reiðubúnir með
keramik hverfla (í stað stáls) þegar
nýja forþjöppukynslóðin leysir þá
eldri af hólmi. Bara það á að skera
töfina (biðtímann meðan þjappan er
að ná sér upp á nægilegan snúning og
fer að blása lífi í vélina sem hún er
tengd við) niður um helming eða svo,
stillimöguleikinn að gera svipað auk
þess sem notkunarsviðið stóreykst,
færist neðar eftir snúningssviði vélar-
innar og upp á við líka ef þess þarf
með.
A.A.
■ Skýringarmynd til að sýna hvernig leitast er við að halda snúningshraða forþjöppunnar stöðugum með því að stjóma
innstreymi afgassins. Ljósgrátt sýnir lítið loftmagn, og dökkgrátt að magnið sé orðið mikið, þá stendur allt opið svo
snúningshraðinn haldist svipaður og meðan h'tið streymdi um þröng op, alveg eins og þegar haldið er fýrir endann á
garðslöngu.
■ Sundurskorin þjappa af nýju
gerðinni. í röð kringum hverfílinn,
eins og bútar úr flugvélarvæng, eru
stýrisfletirnir. Allir hlutar túrbínu-
hlutans, sem tekur við afgasinu nýtur
orku þess til að snúa þjöppunni, þeim
hluta sem þrýstir loftinu inn á vélina,
verða að vera sérlega hitaþolnir vegna
heitra lofttegundanna beint úr bruna-
holunum sem hitna enn frekar við
þrýstinginn í túrbínunni.
■í þessum bíl er ‘illanlega þjappan
fyrst fáanleg.