NT - 01.08.1985, Qupperneq 22
Franska knattspyrnan:
Paris SG
enn efst
-eftir sigur á meisturum Bordeaux
■ Paris Saint Germain gerir
það ekki endasleppt í frönsku 1.
deildarkeppninni í knattspyrnu
þessa dagana. Um síðustu helgi
sögðum við frá því að félagið
væri efst í deildinni í fyrsta
skipti síðan það var stofnað.
Parísarliðið gerði sér svo lítið
fyrir og vann meistarana frá
Bordeaux í fyrradag með einu
marki gegn engu. Bordeaux féll
úr öðru sætinu og niður í það
fimmta við þessi tíðindi.
Það var varnarmaðurinn
Jean-Marc Pilogret sem skoraði
eina mark leiksins þegar um
það bil 15 mínútur voru liðnar
af honum. Pilogret þessi lék
þarna fyrsta leik sinn í 18 mán-
uði. Hann varð að hætta knatt-
spyrnuiðkun vegna bílslyss sem
hann lenti í en byrjar ekki
amalega upp á nýtt.
Úrslitin í Frakklandi og staða
efstu liða koma hér á eftir:
Strasbourg-Lille
Toulon-Metz
Nantes-Bastia
Brest-Marseilles
Nancy-Laval
Monaco-Rennes
Lens-Toulouse
Nice-Ruxerre
Sochaux-Le Havre
Paris S.G.-Bordeaux
Paris S.G.
Toulon ...
Lens.....
Nantes ...
Bordeaux .
Auxerre ..
2-1
2-1
2-0
2-1
1-0
1-0
2-0
1-1
1-1
1-0
.44001138
.4 3 1 0 5 1 7
.430 1 1246
.4220 526
.4 3 0 1 4 2 6
.4 1 3 0 6 4 5
Stærsta mótið í
London síðan ’48
■ íþróttafólk frá 56 þjóðlönd-
um tekur þessa dagana þátt í
miklu móti í London. Frekar
hljótt hefur verið um mótið
enda kannski engin furða þar
sem á Ólympíuleikunum er ekki
keppt í neinni hinna 24 greina á
mótinu. Hver kannast til að
mynda við uggasund, taek-
wando eða faustbolta?
Mótið hófst 25. júlí og stend-
ur til 4. þessa mánaðar og munu
þátttakendur vera um 1700.
Áhorfendur hafa hins vegar ver-
ið sárafáir á hinum átta keppnis-
stöðum í London, þrátt fyrir að
þetta sé stærsta íþróttamót sem
haldið hefur verið í Englandi
síðan Ólympíuleikarnirfóru þar
fram 1948 og er áhugaleysi fjöl-
miðla kennt um.
Mótshaldarar fullyrða þó að
fjöldi fólks hafi fylgst rneð mót-
inu heirna í stofu og giska á að'
um 900 milljónir manna hafi
þannig fylgst með leikjunum í-
sjónvarpinu.
Þegar hafa mörg heimsmet
verið sett á mótinu, sem móts-
haldarar kalla heimsmeistara-
keppni. ítalirnir Monica Negro
og Robert Bonanni slógu gantla
metið í „mannsbjörg", en sú
íþrótt er fólgin í því að vaða yfir
alls kyns torfærur til að bjarga
dúkku. Talam Banda frá Indó-
nesíu og Tony Stevens, Bret-
landi, hafa einnig sett heimsmet
íkraftlyftingum. Góðurárangur
hefur einhig náðst í keppni á
rúlluskautum og trampólíni.
Meðal áhorfenda hafa hins
vegar vatnaskíðakeppnin, kar-
ate, netbolti og kappakstur á
hraðbátum verið vinsælustu
greinarnar.
Mikla athygli hefur vakið á
mótinu að stjórnmál og aðrar
daglegar erjur hafa algjörlega
verið látnar sigla lönd og leið,
íþróttirnar hafa rutt burtu öilum
landamærum þjóða í heiminum.
Til marks um þetta má nefna að
við setningu leikjanna gengu
keppendur inn á völlinn undir
merki íþróttar sinnar cn ekki
þjóðfána síns eins og venjan er.
Engir þjóðsöngvar eru heldur
leiknir við verðlaunaafhend-
ingu. „íþróttir eru alls staðar
eins og heimurinn er sem ein
stór fjölskylda,“ sagði japanski
milljónamæringurinn Ryoichi
Saskawa, sem er einn þeirra
sem hvað best hafa stutt við
bakið á leikununt.
Petta er í annað sinn sent
leikarnir eru haldnir, þeir fóru
fyrst fram í Kaliforníu fyrir
fjórum árum. Til stendur að
þeir verði haldnir á fjögurra ára
fresti og næst þykir líklegast að
þeir fari fram í Svíþjóð eða
Vestur-Þýskalandi.
Svona rétt í lokin má geta
þess að uggasund er sund þar
sem keppendur nota hreifa og
stundum öndunarpípur til að ná
sem mesturn hraða.
Taekwando er hernaðarlist þar
sem menn sparka og kýla og
faustbolti er afbrigði af blaki. *
Fimmtudagur 1. ágúst 1985 22
Fer Socrates
heim aftur?
- eftir aðeins eitt tímabil á Ítalíu
■ Socrates, miðvallarleik-
maðurinn snjalli í brasilíska
landsliðinu sem undanfarið hef-
ur leikið með ítalska 1. deildar-
liðinu Fiorentina vill heim.
Hann hefur aðeins leikið eitt
keppnistímabil á Ítalíu.
„Hugur minn er heima í Bras-
ilíu, meðal fólksins míns. Ég
bíð aðeins eftir því að eitthvert
félag semji við Fiorentina, þá er
ég farinn,“ sagði Socrates frétta-
mönnum Reuters. ítalska liðið
keypti hann frá Corinthians á um
110 milljónir króna.
Socrates lék með brasilíska
landsliðinu á Spáni 1982 og átti
mikinn þátt í því að liðið var af
flestum talið það besta í heims-
meistarakeppninni. Hann sagði
við Reutersfréttamanninn að
hann hefði ekki hrifist af ítölsku
knattspyrnunni: „Ég hafði
mikla ánægju af því að leika
knattspyrnu í Brasilíu en hér á
Italíu er þessu öðruvísi varið.
Ég hef aldrei fundið mig almenni-
lega í þessu landi,“ sagði hann.
Félagi Socratesar í brasil-
íska landsliðinu, Paolo Roberto
Falcao, sem er samningsbund-
inn 1. deildarliðinu Roma á
Ítalíu mun að öllum líkindum
fara frá því félagi. Hann átti við
meiðsli að stríða allt síðasta
keppnistímabil og sagt er að
forseti Roma sé orðinn leiður á
honum. Líkur benda til að Falc-
ao fari til Fiorentina í stað
Socratesar.
Þrír 1. deildar-
leikmenn í bann
i \
■ jp
> - , fi
* mm ■
■
Socrates á fullri ferð
■ Aganefnd KSÍ mun starfa
áfram, en um tíma var talið að
nefndin myndi segja af sér
vegna „Jónsmálsins“ sem frægt
er orðið. Aganefnd kom saman
í fyrrakvöld og þá voru tekin
fyrir alls 13 mál er vörðuðu
leikbann leikmanna í knatt-
spyrnunni.
Þrír l.deildarleikmenn munu
ekki geta tekið þátt í næstu
leikjum liða sinna vegna leik-
banns. Sveinbjöm Hákonarson
frá ÍA mun missa af leik ÍA og
KR þann 10. ágúst vegna eins
leiks banns fyrir að vera búinn
að fá 4 spjöld. Þá mun varnar-
maðurinn sterki hjá Fram, Við-
ar Þorkelsson, missa af leik
Fram og Vals er fram fer þann
11. ágúst. Þriðji 1. deildarleik-
maðurinn sem fer í eins leiks
bann er Sigurbjörn Viðarsson
frá Þór Akureyri. Hann mun
því missa af leik Víkings og Þórs-
þann 12. ágúst.
Nokkrir leikmenn úr 2. deild
voru settir í leikbann af aga-
nefnd. Þeir eru: Tómas Kára-
son, KS í einn leik vegna
spjalda, Magnús Magnússon
ÚBK í einn leik vegna brottvís-
unar og Árni Þór Freysteinsson
KA vegna spjalda.
f 3. og 4. deild lentu líka
nokkrir leikmenn í banni.
Björgvin Tómason Æskunni fær
einn leik, Magnús Bogason
Leikni R. fær einn leik, Sigurð-
ur Valgeirsson Hugin færeinn
leik, Stefán Halldórsson,
Hveragerði einn leik, Svanur
Kárason Leikni F. fær einn leik
og Þórður Þorkelsson Reyni S.
fær einn leik.
Það hefur greinilega verið
mikið að gera hjá aganefnd á
fundinum og nú er bara að vona
að skeytin komist til skila.
C-riðill Evrópubikarkeppninnar í frjálsíþróttum:
Róðurinn verður Svíum
erfiður í Laugardalnum
■ Það kann að hljóma undar-
lega að Svíar skuli vera í C-riðli
í Evrópubikarkeppninni, með
allan þann skara frábærra frjáls-
íþróttamanna, sem þeir eiga í
dag. Það er þess vegna, sem
Undankeppni HM í knattspyrnu:
Urslit nálgast í Asíu
- fjögur lið frá Afríku keppa um tvö sæti í úrslitunum
■ Suður-Kórea sigraði Indó-
nesíu 4-1 í síðari leik liðanna í
annarri umferð undankcppni
HM í knattspyrnu. Kóreumenn
unnu einnig fyrri leikinn og eru
komnir í næstu umferð með
samanlagða markatöhr 6-1. Þeir
leika næsta annað hvort við
Japan eða Hong Kong um laust
sæti í úrslitum HM í Mexíkó
næsta sumar.
Byun Byung-Joo skoraði
fyrsta markið á 8. mínútu, Choi
Soon-Ho bætti öðru marki fljót-
lega við og Huh Jung-Moo skor-
aði hið þriðja á 33. mín. Kim
Joo-Sung innsiglaði sigurinn
áður en Dede Sulaeman ntinnk-
aðt muninn undir lokin.
Marokko og Líbýa munu
leika annarsvegar og Túnis og
Alsír hinsvegar um þau tvö sæti
sem Afríkuþjóðir eiga í úrslit-
akeppni HM í knattspyrnu.
Leikið verður heima og heiman
og á fyrri leikjunum að vera
lokið 6. október en þeim seinni
þann 20. október.
S víar ætla að hrista af sér slyðru-
orðið og færast strax upp í
B-hópinn. í því skyni koma
allar stjörnur þeirra í Laugardal
10. og 11. ágúst.
En þrátt fyrir það eru Svíar
engan veginn öruggir með sigur,
því Belgíumenn eiga einnig fjöl-
marga frábæra frjálsíþrótta-
menn. Verður keppni Svía og
Belga ef að líkum lætur gífur-
lega mikil, því báðar þjóðirnar
ætla sér upp í B-hópinn, en
þangað kemst bara einn úr
keppninni hér, og leggja þeir
allt í sölurnar til að það megi
takast.
Svíar eiga frábæra kastara,
stökkvara og grindahlaupara,
einnig millilengda- og lang-
hlaupara. En Belgíumenn eiga-
bara aðeins betri millilengda- og
langhlaupara, einnig fljótasta Evr-
ópubúann í 100 metrum og ekki
síðri stökkvara en Svfar.
Grindahlaupara eiga báðar
þjóðirnar á heimsmælikvarða,
en vinni Svíar sigur í keppninni
þá liggur munurinn á þjóðunum
fyrst og fremst í kastgreinunum.
Kastarar Svía eru í sérflokki.
Stefan Fernholm er með sjötta
besta heimsárangurinn í
kringlukasti í ár, 67,72 metra.
Dag Wennlund er með þriðja
besta heimsárangurinn í spjóti,
92,20 metra, næstur á undan
Einari Vilhjáhnssyni. Sören
Tallhem er aldeilis frábær kúlu-
varpari, varpaði fyrr á þessu ári
21,24.
í stökkgreinum eiga Svíar
sjálfan Patrick Sjöberg,
Évrópumethafann, en hann
ntun þurfa að hafa heldur betur
fyrir sigri í hástökki, því næst-
besti maður heims í dag, Eddy
Annys, er frá Belgíu og kemur
hingað, en hann hefur stokkið
2,36 metra í ár, eða tveimur
sentimetrum lægra en Sjöberg,
sern stökk 2,38 metra og setti
Evrópumet í júní. Sjöberg átti
um tfma heimsmet innanhúss í
vetur, einnig 2,38 metrar. í
stangarstökki mæta bæði Belgar
og Svíar með stökkvara, sem
eiga 5,60 metra.
Brassar
rekaenn
stjórana
■ Carlos Alberto
Torres, fyrirliða Heims-
meistara Brasilíu í knatt-
spyrnu árið 1970, hefur
verið sagt upp starfi sínu
sem aðalframkvæmda-
stjóri Corinthians.
Corinthinns er eitt af
vinsælustu liðunum í
Brasilfu en hefur aðeins
tekist að vinna einn af
síðustu átta leikjum
sínum.