NT - 11.08.1985, Síða 2
NT Sunnudagur 11. ágúst 1985 2
■ Svo sem kunnugt er orðið af fréttum eru staddir hér á landi tveir
Japanar, en hingað komu þeir í tilefni þess að fjörutíu ár eru iiðin frá
því að kjarnorkusprengjunum var varpað á Hiroshima og Nagasaki.
Þetta eru þeir Okamura Toshio og Yoshio Niki. Okamura Toshio, sem
er 66 ára gamall tilheyrir þeim hópi manna sem kallast hibakusha, en
það eru þeir sem lifðu af kjarnorkusprengj urnar. Yoshio Niki hins
vegar, er rúmlega fertugur læknir sem fengist hefur við rannsóknir á
fórnarlömbum sprengjanna. Þeir félagar hafa víða farið á þeim stutta
tíma síðan þeir komu hingað og heimsótt forsetann með meiru. Líklega
munu þeir þó eyða mestum tíma í friðabúðunum við Keflavíkurflugvöll
enda er þar miðstöð minningaraðgerða um sprengjurnar. Japanarnir
áttu leið um Síðumúlann í vikunni og því gripum við tækifærið til að
spjalla við þá nokkra stund.
un og útrýming kjarnorkuvopna.
Hins vegar geri ég mér grein fyrir
því, að útrýming kjarnavopnanna
gerist ekki á einni nóttu þó slíkt geti
verið tilfellið með útrýmingu heims-
ins af völdum þessara vopna. Það
verður að koma til pólitískur vilji
fyrir þessu og þar leika ríkisstjórnir,
einkum stjórnir stórveldanna, aðal-
hlutverkið. En fjöldahreyfingar og
grasrótarþrýstingur hefur áhrif á
ákvarðanir stjórnvalda og ef þessi
þrýstingur verður nógu mikill má
einstök dæmi eða tilfelli hibakusha
ékki mikið því þeir eru oft ekki svo
frábrugðnir öðrum japönskum
borgurum og margir telja því að
þeir séu ósköp eðlilegir. Það kemur
hins vegar ýmislegt í Ijós þegar
þetta fólk er skoðað sem hópur.
Þannig er krabbamein til dæmis
mun algengara hjá þeim sem lifðu
sprengjuna af en öðrum og einnig
virðast þeir vera mun næmari fyrir
ýmsum öðrum sjúkdómum. En í
dag, 40 árum eftir sprengjurnar, eru
búa, eins og fram kemur í kvik-
myndum eins og „The Day After“
og umræðunni um „gróðurhúsa-
áhrifin" svokölluðu. Við berum
þetta undir Niki og spyrjum hvaða
vísbendingar hibakushar geti gefið
um svona nokkuð.
„Það er ekki gott að segja neitt
ákveðið um þetta því svo margt
getur spilaðinn í. En nú þegarliggja
fyrir ákveðnar vísbendingar og það
erþað eina sem hægt er að byggja á
■ Okamura Toshio og Yoshio Niki við friðareldinn í búðunum hjá Keflavíkurflugvelli.
Þegar við spurðum hibakushann
Toshio hvaða tilfinningar það vekti
hjá honum að líta um öxl, til
sprengjunnar sagði hann að það
væri fyrst og fremst hryllingur, um
leið og hann óskaði þess að eins
hræðilegur atburður ætti aldrei aftur
eftir að verða hlutskipti nokkurs
mannlegs samfélags.
Við spurðum þá hvort hann væri
reiður og því svaraði hann: „Auðvit-
að er ég reiður. Ég er reiður yfir því
að sprengjan, þetta óhugnanlega
vopn, hafi verið notað til þess að
eyða lífi alls þessa saklausa fólks.
Hins vegar hlýtur spurningin að
vera sú hvernig hægt sé að beina
þessari reiði í farveg sem beislar
hana og virkjar til gagns. Sprengjan
og afleiðingar hennar eru stað-
reyndir sem enginn fær breytt, en
meginmálið er að koma í veg fyrir
að þetta gerist aftur. Því nota ég nú
krafta mína til að ná fram þessu
markmiði.“
Og hvaða leiðir telur Toshio helst
koma til greina í þessu sambandi?
„Það er sannfæring mín að endan-
legt markmið verði að vera afvopn-
reikna með því að stjórnvöld taki
við sér.“
Læknirinn Niki segist vera sam-
mála félaga sínum hvað þetta varðar
þegar við spyrjum hann. Hann segir
ennfremur að í rauninni þurfi rnenn
ekki að þekkja afleiðingarnar af
kjarnorkusprengjununt af eigin
raun til þess að komast að þessari
niðurstöðu, en afskipti hans af hib-
akushum hafi mjög styrkt hann í
þessari sannfæringu. En að hverju
hefur læknirinn Niki komist í rann-
sóknum sínum? „Það er rétt að hafa
í huga að læknisfræðilega séð segja
rannsóknir á þessu sviði enn mjög
ófullkomnar og erfitt að leiða í ljós
með nokkurri vissu hvað er að
gerast í líkama hibakushanna. Sama
gildir um börn þeirra, að það er
nokkurn veginn óþekkt hvaða áhrif
hafa erfst til þeirra.“
Gildi læknisfræðilegra rannsókna
á fórnarlömbum sprengjanna ætti
að vera augljóst og meðal annars
gætu þær sagt okkur eitthvað um
þau áhrif sem kjarnorkustríð hefði
á heilsufar þeirra sem eftir lifðu.
Þessi spurning virðist hafa gerst sí-
fellt áleitnari meðal Vesturlanda-
enn sem komið er. Annars eru
margar ástæður fyrir því hversu
skammt á veg þessar rannsóknir eru
komnar og þá ber hæst að Banda-
rtkjamenn tóku með sér og einok-
uðu mikilvægar upplýsingar á her-
námsárunum og svo það að ekki
hefur fengist nægjanlegt fjármagn í
verkefni af þessu tagi. Það er líka
rétt að benda á að félagsleg staða
hibakushanna hefur nokkuð tor-
veldað skipulega gagnasöfnun af
þeirri einföldu ástæðu að það, að
teljast til þessa hóps manna er enn
þann dag í dag talsvert feimnismál.
i