NT - 11.08.1985, Side 4

NT - 11.08.1985, Side 4
NT Sunnudagur11.ágúst1985 4 Þegar okkur ber að garði tekur sambýliskona Inga Steins, Auður Þórólfsdóttir, á móti okkur og þegar við höfum heilsað er okkur boðið til stofu. Það vekur athygli að í íbúðinni eru dyr mjög þröngar og yfir háa þröskulda að fara þannig að mikla lagni þarf til að koma hjólastól þar um. „Þetta er ekki beinlínis heppileg íbúð fyrir fatlaða," spyrjum við hálf- partinn og hálfpartinn fullyrðum. „Nei,“ segir Ingi Steinn, „það er nú svona, að oft finnst manni umhverfið vera alveg jafn fatlað og maður sjálfur." Hann brosir eilítið og það er ekki laust við að svolítillar þreytu gæti í því brosi. Samt er ekki hægt að lesa úr því uppgjöf heldur einhvers konar raunsæislega þolinmæði. „Það er ekki hlaupið að því að koma sér upp hentugu húsnæði, á þessum síð- ustu og verstu tímum og það bætir ekki úr skák að vera fatlaður.“ Óneit- anlega hljómar það kunnuglega að heyra ungt fólk tala um vandann við að koma sér upp þaki yfir höfuðið, en hér hefur ný vídd bæst við, fötlunin. Einhvern veginn hefði maður haldið að þessi efnalegu vandamál væru ekki það sem fatlaðir þyrftu að brjóta heilann um. Þau virðast svo lítilfjör- leg miðað við þau persónulegu og líkamlegu vandamál sem þetta fólk hlýtur að þurfa að horfast í augu við. En auðvitað heldur lífið áfram og menn verða að lifa því eftir bestu getu. Það á líka við um Inga Stein og hann virðist í fullkomnu jafnvægi. Rósemi hans smitar út frá sér og hann er enn sveitapilturinn að austan úr Gnúpverjahreppi sem flutti í bæinn. Við spurðum hann um nánari atvik varðandi hið örlagaríka slys. „Maður lifði alltaf í voninni44 „Það var á síðasta vetrardag að haldinn var dansleikur í sveitinni. Þangað fór ég ásanit fleirum. Ég drakk nú frekar lítið þetta kvöld og ekkert fyrir ballið, því þá var ég bílstjóri. Eftir ballið keyrði ég svo fólk á nokkra staði en ætlaði í lokin að taka blæjujeppa upp í sveit fyrir kunningja minn. Til að gera langa sögu stutta, þá velti ég þessum jeppa á veginum og kastaðist ég út úr honum. Það var engin öryggisgrind eða nokkuð af því tagi í bílnum og því fór sem fór. Sem betur fer var ég í samfloti með öðrum bílum og þeir komu svo að mér. Ég missti aldrei meðvitund og vildi að strákarnir keyrðu mig niður á Selfoss til að hægt væri að kippa þessu í lag og ég kæmist heim að sofa og gæti vaknað hress daginn eftir. En það varð nú ekki og ég var fluttur með sjúkrabíl á Selfoss og þaðan til Reykjavíkur. Þegar á spítalann kom, missti ég svo meðvitundina og vissi ekki af mér fyrr en löngu seinna.“ „Ég hafði hálsbrotnað. Meðferðin sem við tók felst meðal annars í því að ég var skorðaður af, lóð fest í klær sem boraðar voru í höfuðið til að halda því í réttum stellingum, og þannig lá ég svo gott sem hreyfingar- laus í einar sjö vikur. Lömunin varð talsvert mikil og nær frá handarkrik- um og niðurúr og svo eru fingurnir líka máttlausir." Til frékari skýringar bendir Ingi Steinn á viðkomandi lík- amshluta um leið og hann talar. Við hins vegar göngum á lagið og spyrjum hann um hvað hann hafi hugsað þessar sjö vikur sem hann lá kyrr. „Ég held að það hafi nú verið mest lítið af viti, því ég var á miklum lyfjum og var meira og minna sofandi eða hálfsofandi. Manni var, eins og ég sagði, velt við annað slagið til þess að forðast legusár, en raunveruleika- skynjunin var mest allan tímann mik- ið brengluð. Það var svo ekki fyrr en ég hætti á þessum lyfjum, sem var löngu seinna, að ég fór að taka einhverjum framförum í þeim æf- ingaprógrömmum sem ég var í.“ En hvað með sjokkið þegar þú fórst að gera þér grein fyrir því að þú værir lamaður? „Ég veit ekki hvort það er hægt að tala umsjokk í þessu sambandi,því maður reiknaði alltaf með að ná bata. Einhverjum bata alla vega. Það er ekki útilokað hjá manni strax að einhver bati sé mögulegur, það fer allt eftir því hvernig skemmdin á mænunni er. Maður lifði alltaf í voninni, þannig að þetta kom svona smám saman. Trúlega hefur þetta verið miklu meira sjokk fyrir aðstandend- urna heldur en mann sjálfan þó það sé náttúrlega persónubundið hvernig fólk tekur svona löguðu. í mínu tilfelli held ég að ég hafi eflst við þetta ef eitthvað er.“ Hvernig bregðast fjölskylda og vin- ir manns sem í þessu lendir við. Er tilfinningasemi áberandi, kannski óþægileg tilfinningasemi, meðaumkv- un, reiði eða hvað? „Ég veit það satt að segja ekki, eitthvað hefur sjálfsagt verið um slíkt en ég varð ekki mikið var við það. Fyrst á eftir kom mikið af alls konar fólki að heimsækja mann á þessar stofnanir, eins og gengur. En eðlilega „Refsingin getur verið svo þung“ ■ Ingi Steinn Gunnarsson heitir ungur maður sem hlotið hefur varanleg ör- kuml eftir að hafa lent í umferðar- óhappi. Á vordögum árið 1980, þegar Ingi Steinn var tuttugu og þriggja ára gamall, velti hann jeppabifreið austur í Þjórsárdal með þeim afleiðingum að hann hálsbrotnaði. Slysið átti sér stað um fimmleytið að morgni til og hafði Ingi Steinn nýlokið við að keyra fólk heim af balli sem haldið hafði verið í sveitinni kvöldið áður. Af slysstað var hann síðan fluttur með sjúkrabíl á Selfoss og þaðan til Reykjavíkur. Eius og segir í skýrslum, þá „var vínlykt af honum“. Ef ekki hefði komið til þetta hörmulega slys er líklegt að þessi vornótt myndi í öllum aðalatriðum hafa líkst öðrum vornóttum á Islandi, þar sem ungt fólk kemur saman, skemmtir sér og hefur vín um hönd. Við sem fréttum af þessu slysi í gegnum blöð eða útvarp gleymjlum því fljótlega án þess að það kæmi neitt sérstaklega við okkur. Þessi nótt reynd- ist Inga Steini hins vegar örlagarík því síðan hefur hann verið bundinn við hjólastól og allt hans líf gjörbreyst. I vikunni lögðum við leið okkar á heimili Inga Steins, en hann fékkst til að miðla okkur af reynslu sinni ef það mætti verða til þess að menn stöldruðu aðeins við og hugsuðu um öryggi í umferðinni og það feigðarflan sem ölv- unarakstur er. smá dró síðan úr því eftir því sem lengra leið. Hvað foreldra mína varð- ar þá fannst þeim þetta vitanlega afskaplega leiðinlegt en ég held nú kannski líka að það hafi hjálpað til hvað ég var rólegur yfir þessu öllu saman sjálfur." „Að sætta sig við orðinn hlut‘4 Rólegheitin, varla hafa þau allan tímann verið raunveruleg? „Jú, að miklu leyti voru þau það. Það eru sjálfsagt margir sem hafa farið mjög illa á sálinni út af svona og orðið hálf vitlausir. Því er náttúrlega ekki að neita að það komu tímar þegar manni leið andskoti illa og fannst einna einfaldast að slútta þessu öllu saman. En slíkt var sem betur fer ekki reglan og það voru alltaf góðir kaflar sem bættu það upp. Þannig að í heildina gekk þetta ótrúlega vel held ég-“ Því hefur oft verið haldið fram að lífsfílósófía eða sterk trú komi fólki

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.