NT - 11.08.1985, Page 6
NT Sunnudagur 11. ágúst 1985 6
■ Þau heita Coieen Rowe og Ervin Bartha - ferðalangar
utan úr hinum stóra heimi og á sífelldu ferðalagi. Ferð þeirra
hingað er þáttur í leit og athugun á þeim andlegu áhrifum sem
birtast í bókmenntum og listum meðal þjóða, bæði í nútíð og
fortíð. Bæði hafa lagt stund á listir en aðaláhugi þeirra beinist
að því að kynna sér hvernig þau symbol eða tákn sem ávallt
birtast í listinni koma fram í ýmsum mismunandi gervum í
samræmi við þjóðareinkenni. Þau hafa dvalið meðal Eskimóa
og Indíána og lcitast við að kynna sér list þeirra og andlega
menningu en á meðal frumstæðra þjóða birtast þessi innri
tákn oft hvað skýrast. Á ferðalögum okkar höfum við veitt
því eftirtekt að alisstaðar á jörðinni og á öllum tímum hafa
ávallt komið fram ákveðin grundvallartákn sem eru afar
svipuð frá einum stað til annars. Þá kemur í Ijós að það sem
liggur að baki þessara tákna er alltaf sú sama innri þrá og
andlega viðleitni sem allsstaðar kemur fram. Það er verið að
túlka þann sama raunveruleika og hvað varðar Tarottáknin
þá fundum við þessi tákn meðal ólíkustu þjóða. Þannig hefur
raunveruleikinn alltaf birst á mörgum sviðum svo sem í tónlist,
þjóðdönsum og trúardönsum, myndlist, höggmyndalist, bygg-
ingalist. Öll þessi tákn eru sammannleg og hafa fylgt
mannkyninu í viðleitni hans gegnum aldirnar - og hafa alltaf
borið einkenni uppruna síns. Tarrottáknin eru skipuleg
niðurröðun þessara tákna sem einhvern tíma í fyrndinni hefur
verið raðað þannig saman í eina heild.“
mannsins. Samband tveggja aðila t.d.
hlýtur að birta eitthvert þessara tákna
því að Tarottáknin birtast í sérhverju
lífsmynstri.
En fela táknin ekki líka í sér
mismunandi „þrep“ vitundar ef svo
mætti segja þannig að við vinnum úr
þeim hverju á sinn hátt?
Jú, en þessi stig er reynsla okkar,
þau áhrif sem við verðum fyrir og
hvernig við bregðumst við þeim.
Þessi reynslusvið eru öllum sameigin-
leg og við tökum öll þátt í þeim á
einhvern hátt.
Er nauðsynlegt að skilja Tarottákn-
in til að skilja þetta?
Nei, alls ekki, myndirnar tala því
máli sem allir skilja, þau höfða til
allra jafnt því þau birta eðli þeirra
hluta sem öllum eru áskapaðir, áhrif
sem eru allsstaðar að verki í tilver-
unni. Það er því nóg að horfa á táknin
og lát'a þau tala sínu máli.
Börn hafa oft verið að skoða
myndirnar og síðan komið með at-
hugasemdir sem sýna að þau skilja
þetta táknmál ágætlega. Það er því
ekki nauðsynlegt að lesa margar bæk-
ur um Tarot til að hafa gagn af
spilunum.
Geta þá allir haft gagn af Tarotspil-
um?
Þeir sem vilja opna sig gagnvart
nýjum áhrifum og sjá lífið í nýju Ijósi
geta vissulega haft mikið gagn af
þeim.
Hvernig er best að byrja notkun
Tarotspilanna?
Fyrsta skrefið er auðvitað að út-
vega sér góð spil - sitja í rólegu
umhverfi þar sem ekkert1 truflar -
virða myndirnar síðan fyrir sér á
rólegan hátt án þess að vera neitt að
reyna að skilja myndirnareða sökkva
sér niður í þær - öll áreynsla er óþörf
og gerir síst gagn. Hver mynd segir
sína sögu - spilin eru eins og mynda-
bók - ekki er nauðsynlegt að vita allt
um merkingu þeirra.
Er nauðsynlegt að hafa náð á-
kveðnu þroskastigi til að geta skilið
Tarottáknin?
Þetta er að vissu leyti erfið spurning
en verður þó ekki svarað á aðra leið
en þá að sumir eiga til að bera þann
djúpa skilning á tilverunni sem birtist
í táknunum án þess að hafa nokkru
sinni séð Tarottáknin. En það þarf
ákveðið næmi til að geta skiiið tákn-
mál tilverunnar - og börn hafa einmitt
oft sýnt hve opin þau eru að þessu
leyti.
Einhver kynni ef til vill að spyrja
hvort Tarottáknin væru ekki aðeins
forn tákn sem ckkert erindi ættu til
nútímamannsins?
Tarottáknin eru ekki bundin tíma
eða rúmi en höfða til mannverunnar
eins og hún er í eðli sínu og hún er í
grundvallaratriðum sú sama hvort
sem um er að ræða nútímamanninn
eða eins og hann var fyrir 5 þúsund -
eða 50 þúsund árum síðan. Það sem
skiftir máli í þessu sambandi er það á
hvern hátt mannveran skilur sjálfa sig
og stöðu sína í tilverunni. Þetta er að
sjálfsögðu alveg óháð allri tækniþró-
un - bílar eða skýjakljúfar breyta
engu í þessu tilliti - eða þeir hlutir
sem við notum í daglegu lífi. Það sem
um er að ræða er hvernig mannveran
upplifir sjálfa sig, tilgang sinn og
möguleika í lífinu - og þetta er óháð
stað og tíma.
Er hægt að nota öll Tarotspilin 78
að tölu, til að öðlast meira innsæi?
Já, að sjálfsögðu. Þau mynda öll
eina heild, trompspilin 22 höfða til
sköpunaraflanna - alheimsins - en
hin 56 höfða til mannverunnar innan
sköpunarverksins.
Það er þá hægt að nota hin 56 til að
hugleiða?
Já, vissulega, þau eru öll til þess
fallin og eftir því sem við hugleiðum
innihald þeirra oftar því meira vex
skilningur okkar - það er eins og með
Biblíuna - við uppgötvum alltaf
eitthvað nýtt eftir því sem við lesum
hana oftar. Tarotspilin eru endalaust
En þau Coleen og Elvin hafa ekki aðeins áhuga á að athuga
og kynna sér áhrif þessara tákna á listir og bókmenntir - þau
vilja kynna fólki hvernig hægt er að nota táknin til að opna
nýjan lífsskilning og að öðlast meiri lífsfyllingu. Tarrottáknin
sýna þessi tákn í einföldum og skýrum myndum. Táknin eru
fyrst og fremst ætluð til að vekja manninn til vitundar um
sjálfan sig og stöðu sína í tilvcrunni. Þau eru tæki til að vekja
hann til vitundar um eigin samvisku - tengsli hans við skapara
sinn og meðbræður - lífið sjálft. Að opna sig á þennan hátt
er lykillinn að dýpri skilningi á Tarottáknunum - en
leiðarljósið er samviska okkar. Samviska felur í sér hæfileika
mannverunnar til að vera fullkomlega meðvituð um sjálfa sig
og athafnir sínar undir öllum kringumstæðum. Það merkir að
gera sér Ijósar afleiðingar gerða sinna áður en maður
framkvæmir - og að framkvæma hið rétta í hverju tilviki. Hér
er átt við samvisku sem alheimslegt fyrirbæri sem hlýtur að
leiða af sér samkennd með öllu lífi, kærleika, trú, von og
visku, miskunn og réttlæti þannig að þetta verða ekki aðeins
hugtök í lífi okkar hcldur lifandi reynsla. Orðið samviska felur
í sér að hafa meðvitund um þá þróunarleið sem Tarottáknin
sýna og þá möguleika sem hún bendir á.
Nokkrar spurningar voru lagðar
fyrir þau Coleen og Ervin sem þau
svöruðu greiðlega og fer samtalið hér
á eftir.
Þið hafið fundið ýmis andleg tákn
birtast í listinni innan hinna mismun-
andi listgreina?
Þetta er kjarninn í myndabók Tarottáknanna - tilgangur
þeirra er að benda á þessa innri þekkingu sem varðveitt hefur
verið allt frain á þennan dag og er eins og flestir vita, ævaforn.
Tarottáknin eru vegvísar að innri gerð vitundar okkar - þeim
frumöflum hennar sem eru sameiginleg öllum mönnum óháð
þjóðfélagslegum strúktúr, þjóðerni eða trúarbrögðum. Mynd-
irnar tákna mismunandi ástand vitundarinnar, hugsun,
framkvæmd, tilfinningar - og eðlishvatir sem eru sameinkenni
allra manna. Þegar við förum að þekkja þessar táknmyndir
sem eigin reynsiu getum við notað þær til að gera okkur
frjálsari tilfinningalega og hugrænt og forðað okkur frá því að
þurfa sífellt að sækja í sama farveg tiltínningalcgra vandamála
- þau vísa okkur inn í nýjan og endurnýjandi farveg.
Tarotspilin geta verið og eru áhrifamikið tæki til sjálfsþekking-
ar, til skilnings á tengslum okkar við annað fólk, umheiminn
og okkar innri og raunverulega tilgang í lífinu. Að nota spilin
á þennan hátt er því áhrifarík aðferð til endurnýjunar og
umsköpunar - til að skynja tilveruna á dýpri og fullkomnari
hátt fyrir hvern þann sem er reiðubúinn að horfa inn á við og
sjá þann raunveruleika sem er kjarni og grundvöllur hans
eigin persónu. Þau eru hagkvæm aðferð til að komast í
snertingu við þá vitund sem felur í sér alla möguleika
tilverunnar í þeim alheimi sem við skynjum svo og á öllum
öðrum stigum tilverunnar. Takist okkur að stilla okkur þannig
til samræmis við innri grundvöll vitundar okkar þurfum við
ekki lengur að vera í vafa um stöðu okkar og hlutverk í þeim
alheimi sem við lifum því þá höfum við öðlast nýjan skilning
á lífinu. Þegar við höfum þannig losað okkur við fjötra
vanþekkingar, ótta og óvissu, færist nýr og ferskur blær inn í
líf okkar og það opnast ótal nýir möguleikar sem við komum
ekki auga á fyrr. Þannig getur tilveran orðið okkur óþrjótandi
uppspretta ánægju og gleði - það verður gaman að lifa! en að
kynna sér Tarotspilin er einmitt eitt þeirra skemmtilegu
viðfangsefna sem tilveran hefur að bjóða!
Já, við höfum unnið að athugununi
á þeim innri táknum sem birtast í
listinni hvar sem er í heiminum og eru
sammannleg eða alheimsleg. Þau
koma fram í mismunandi tilbrigðum
í samræmi við þjóðareinkenni hverrar
þjóðar og eru breytileg eftir því liver
bakgrunnur þjóðarinnar er. En tii
þess að geta skilið til fulls þessi tákn
eins og þau-koma fram í listum og
lífnaðarháttum er nauðsynlegt að
kynnast fólkinu sem þar býr og reyna
að sjá hlutina sömu augum. Við
höfum búið meðal ýmissa þjóðflokka
svo sem Hopi-Indíána - Navahoe
Indíána og Eskimóa og í list þeirra
koma fram mjög sterk andleg symbol.
Þar kemur fram greinileg þróun innan
þessara tákna. Það er líka athyglisvert
að þjóðir sem við oft álítum frum-
stæðar vegna þess að þær birta ekki
mikla ytri f jölbreytni eða tækniþróun,
eiga oft rnikinn andlegan þroska og
auðugt innra líf. Ein aðalástæða þess
að við erum á flakki um heiminn er
að við viljum upplifa þau áhrif og
kynnast þeim frumímyndum sem birt-
ast hvarvetna í mannlífinu og sjá
hvernig þessi frumtákn þróast meðal
hinna ýmsu þjóða. Ekki er hægt að
taka eitt tákn eða ímynd og segja:
Þetta tákn er að verki hér - því að
táknin koma ávallt fleiri saman og
mynda heildaráhrif þótt eitt eða fleiri
tákn geti að sjálfsögðu verið ríkjandi.
Það er þá ekki hægt að segja sem
svo að við séum virk innan eins
ákveðins tákns eða lifum í einu ák-
veðnu tákni:
Táknin eru lifandi áhrif sem sífellt
eru að starfi í tilverunni - alheimsleg
og fyrir hendi allsstaðar og í lífi
Táknín hafa fylgt mannkyn