NT

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 11.08.1985, Qupperneq 7

NT - 11.08.1985, Qupperneq 7
ino NT Sunnudagur 11. ágúst 1985 7 liðnum öldum býr þjóðin yfir einstæð- um styrk og samstöðumætti. Við höfum kynnt okkur margt um ísland og íslendinga bæði áður en við kom- um hingað og eftir að við komum fyrir tveim vikum síðan og við höfum lesið Eddu-sögurnar. Okkur finnst mikið til þess koma hvernig íslending- um hefur tekist að varðveita þjóðar- einkenni sín og andlegt sjálfstæði gegnum aldirnar þrátt fyrir harða ásókn ytri afla. Teljið þið að íslendingar eigi ef til vill einhverju sérstöku hlutverki að gegna í þessuni efnum? Við álítum að öll viðleitni til að rífa niður þá múra sem hindra gagnkvæm- an skilning og samúð í mannlegum samskiptum sé afar mikilvægt og það sem heimurinn þarfnast mest í dag. Og þar sem íslendingar eru afar andlega og bókmenntalega sinnuð þjóð álítum við slíkt framlag hvort sem það er á sviði bókmennta eða annarra listgreina afar mikilsvert framlag frá þessari þjóð. Hér ríkja afar sterkir andlegir menningar- straumar og fólk hér er opnara gagn- vart list og andlegum áhrifum en víðast annars staðar. Það gleður okk- ur að koma til þessa lands þar sem fólkið er í svo náinni snertingu við listir og bókmenntir og álítum að aðrar þjóðir hafi margt að læra af íslendingum hvað varðar þessa af- stöðu þeirra. Það er líka áberandi hve íslendingar eru gestrisin þjóð og hve einstaklingseðli þeirra er sterkt samanborið við aðrar þjóðir. Við höfum ferðast mikið um heiminn og við höfum séð að foreldrar hafa víðast hvar ekki lengur tök á því að miðla börnum sínum þeim arfi reyn- slu og þekkingar sem þeir búa yfir, tengslin eru rofin og börnin sitja allar stundir við að horfa á sjónvarp og leika tölvuleiki. Og víða fer lestrar- kunnáttu barna í þróuðu löndunum mjög hrakandi og þetta er hættuleg þróun. Þar sem íslendingar eru mikil bók- menntaþjóð geta þeir veitt öðrum þjóðum gott fordæmi hvað snertir varðveislu lifandi lestrar - og bók- menntaáhuga meðal yngri kynslóðar- innar. Og mig langar til að nefna í þessu sambandi aðra þjóð - Tibet - sem veitt hefur heiminum dýrmæta andlega þekkingu um mannlega til- veru, andlegan arf sem þeir varð- veittu einir uns einangrun þeirra var rofin. Við vitum ekki hvort lslending- ar búa yfir sömu djúpu þekkingunni en það kæmi okkur ekki á óvart að finna marga einstaklinga sem búa yfir slíkri þekkingu hér. Það er mjög áríðandi að slík þekking fái að koma fram í dagsljósið. Eins og ástand mannsins er á jörðinni í dag er engin þekking eins mikilvæg og þekkingin á hans eigin eðli og möguleikum. Tarottáknin eru einmitt sú leið sem fær er til að öðlast skýrari meðvitund um sjálfan sig og stöðu sína innan sköpunarverksins og tengjast nánar þeim alheimskærleika sem við erum öll hluti af. Ef við lifum ekki í samræmi við þessa alheimsvitund og skynjum ekki einingu alls lífs þá nær líf okkar ekki tilgangi sínum og þeirri fyllingu sem eðlilegt væri. Að lokum ein spurning. Hver er lykillinn að slíku samræmi og lífsfyll- ingu? Því má svara með eftirfarandi sögu. - Sagan nefnist: Samviskan. Dag einn kom lærisveinn til meist- ara síns og sagði við hann: „Meistari, eftir mikinn undirbúning, þrautir og þjáningar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég sé nú loks reiðubú- inn að taka við máttarorðinu sem mun færa mér vald yfir lífi og dauða, til að eignast hvað sem ég óska mér, og framkvæma hvað sem ég vil. Núna er ég reiðubúinn að taka við máttar- orðinu ef þú vilt veita mér það“. Meistari hans horfði á hann alvarleg- og heillandi viðfangsefni og mögu- leikarnir til skilnings ótakmarkaðir. Birtast táknin í draumum okkar? Tarottáknin hjálpa okkur til að skilja betur drauma okkar og til að vakna upp af þeim draumi sem líf okkar flestra er. Mundirðu vilja skýra betur hvað þú átt við með því að segja að líf okkar sé draumur? Að vakna af draumi merkir að engin fyrirstaða sé lengur í vitund okkar gagnvart hinu raunverulega. Ég skal reyna að skýra þetta betur með dæmi: Ef við lifum í dagdraum- um og erum að hugsa um eitthvað annað en starfið sem við erum að fást við - ég væri t.d. að elda mat en væri með hugann við rokktónleika sem ég ætlaði á daginn eftir og eldamennskan færi af þeim sökum öll úr skorðum - þá væri ég þannig slitinn úr tengslum við það sem ég væri að gera og orkan færi þá í dagdraumana en nýttist ekki við það sem ég ætlaði raunverulega að gera. Hafíð þið lengi haft áhuga á Tarot- spilunum? Já - því allir sem hafa áhuga á sjálfu lífinu, eðli þess og tilgangi, hljóta um leið að hafa áhuga á Tarot- táknunum. Álítið þið íslendinga andlega sinn- aða og hafa áhuga á Tarotspilum og svipuðum efnum? Ég held að allir menn hvar sem er í heiminum hafi áhuga á að skilja betur tilveru sína og eigin persónu. Flestir menn hafa áhuga á að ná betri tökum á lífi sínu og öðlast meiri lífsfyllingu. Eftir því sem við höfum komist næst um einkenni íslensku þjóðarinnar er áberandi hvernig henni hefur tekist að varðveita innra sjálfstæði og friðarhugsjón. Þrátt fyrir erlend yfirráð og erfiðar aðstæður á ur í bragði en sagði síðan: „Til þess að veita þér þetta vald þarf ég leyfi meistára míns. Bíddu hér þangað til ég kem aftur.“ Daginn eftir kom meistari hans aftur og sagði við hann: „Ég skal veita þér máttarorðið en fyrst verðurðu að komast til skilings á einu - þú verður að skilja fullkom- lega hvað vald raunverulega er. Og til þess verðurðu að uppfylla eitt skil- yrði: Þú verður að fara til borgarhliðs- ins og sitja þar í fjóra daga. Talaðu ekki við neinn sittu aðeins kyrr og horfðu á það sem fram fer. Fjórum dögum síðar kom lærisveinninn aftur eftir að hafa setið við borgarhliðið eins og meistari hans hafði beðið hann. „Meistari nú hef ég gert það sem þú baðst mig um.“ Meistari hans svaraði: „Gott, og hvað sástu?“ „Ekkert sérstakt - fólk sem kom og fór út um borgarhliðið - jú það var eitt sem ég man sérstaklega eftir. Einn daginn kom gamall maðurgang- andi að hliðinu en vörðurinn stansaði hann og krafðist þess að hann borgaði tollinn til að komast inn í borgina. Ég heyri gamla manninn segja að hann hefði enga peninga en bað vörðinn að hleypa sér inn svo að hann gæti selt hrísknippið sem hann bar á bakinu. Gamli maðurinn var veikburða og mjög aldurhniginn og hrísknippið sem hann bar var bæði stórt og þungt. En vörðurinn hélt að gamli maðurinn væri að gabba sig, hrinti honum til jarðar, sparkaði í hann og rak hann- burt harðri hendi svo að bæði hrís- knippið og peningapyngjan féllu til jarðar og gamli maðurin missti aleigu sína. Þetta var það eina athyglisverða sem ég sá við borgarhliðið þessa fjóra daga“. Meistarinn sneri sér þá að lærisveininum og sagði: „Skilurðu nú hvað vald raunverulega merkir?“ Hvað áttu við? Hvað vald raunveru- lega merkir? Þá sagði meistarinn við lærisveininn: „Gamli maðurinn sem þú sást við borgarhliðið var meistari minn“. Ester Vagnsdóttir. Föstudaginn 16. ágúst hefst þriggja daga námskeið í táknmáli Tarot-spil- anna sem þau Rowe og Bartha standa fyrir. Nánari upplýsingar gefur Ester í síma 621491. í gegnum aldirnar

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.