NT - 11.08.1985, Side 14

NT - 11.08.1985, Side 14
Ofsalega spennandi ■ Hinn íslenski Rómeó var byrjað- ur'að drekka brennivín 13 ára gamall. Strákarnir söfnuðu saman í pela og svo var farið í ríkið og einhver fenginn til að versla. Pað er enginn hörgull á hjálpsömu fólki í kringum vínbúðirnar. „Þetta var ofsalega spennandi og ég man vel eftir því að ég leit upp til þeirra sem gátu drukkið mikið. Sjó- mennirnir voru hátt skrifaðir hjá mér. Alltaf nægir peningar og margar bokkur í gangi. Ég fór líka snemma að þvælast fyrir utan skemmtistaðina því þar var líf í tuskunum og oftast hrukku til molar af borðum allsnægt- anna. Þegar maður þóttist vera kom- inn með gráður í brennivínsdrykkju var röðin komin að grasi oghassi. Um líkt leyti hætti ég í skóla. Maður hreifst með þeim straumum sem þá voru í tísku og var snemma farinn að kenna þjóðfélaginu um allt sem miður fór." Júlía hefur svipaða sögu að segja. Þau duttu bæði snemma út úr skóla en hlutirnir gerðust hraðar hjá henni. „Spítt eða örvandi lyf voru minn vímugjafi frá upphafi og ég fór svo að segja strax út í daglega neyslu. Ég hef ekki verið nema rúmlega fimmtán þegar ég var búin að finna minn vímugjafa. Sextán ára var ég farin að búa og eignaðist barn en þrátt fyrir það hélt ég áfram að sukka. Ég fékk líka við það dygga aðstoð frá barns- föður mínum sem nú er látinn. Við vorum skilin þegar hann dó og þá var ég flutt út á land og náði mér um tíma á strik, vann eins og þræll á meðan mamma passaði litlu stelpuna mína. En síðan var slegið í klárinn um helgar. Þegar eitthvað bjátaði á kenndi ég kerfinu um allt safnan. Það var þjóðfélagið sem var vandamálið en ég var ókey.“ Fórmínareiginleiðir Faðir Rómeós er áhrifamaður í íslenskum sjávarútvegi. Viðspurðum því hvort ekki hefði verið tekið þungt í það að hann hætti í skóla. „Ég held að pabbi hafi viljað að ég yrði eins og hann. Ég átti að ná góðum prófum til að komast í góða bekki en á þeim tíma fannst mér eins og það væri verið að þröngva mér til að gera eitthvað sem ég vildi ekki gera. Þetta varð til þess að ég fór rnínar eigin leiðir. Til að undirstrika að það væri ég sem réði þá hætti ég einfaldlega í skóla og ekki varð það til að bæta sambandið." Júlía skýtur því hér inn í að þrátt fyrir endalausa árekstra hafi þó fjölskyldur þeirra beggja slaðið við bakið á þeim þegar mest á reyndi. „Við hefðum verið ennþá verr stödd ef við hefðum ekki átt neinn að og þeir eru margir sem þannig er ástatt fyrir.“ Eins og svo margir, sem hætta í skóla, fór Rómeó á sjóinn. Ég var sextán ára og á sjónum tók maður lokaprófið í drykkjunni. Maðurhellti í sig við öll möguleg og ómöguleg tækifæri til að gleyma slorinu og sjálfum sér. Ári seinna fór ég í mína fyrstu utanlandsferð með viðkomu í Kaupmannahöfn og Amsterdam. Við fórum nokkrir saman og þetta var einn allsherjar dópleiðangur. Það var mjög gaman, við vorum með fullt af seðlum og prófuðum allt sem hægt var áð prófa. í Amsterdam keyptum við bæði hass, spítt og sýru og með þetta í farteskinu sluppum við á einhvern yfirnáttúrulegan hátt yfir öll landamæri. Þegar heim var komið liélt veislan áfram. Við vorum með rúmt kíló af hassi og nokkur hundruð grömm af amphetamíni auk töluverðs magns af LSD. Þetta var heldur ekki eins harður bransi þá og hann er í dag. Menn voru gjafmildir og það var í tísku að deila með sér lífsins gæðum. Ég taldi mér trú um að ég væri þátttakandi í friðarhreyfingunni, ég hafði hlutverki að gegna og allt var pólitík. Ég hélt áfram að vinna og éta eitur. Áhrifin voru reyndar farin að breyt- ast. Maður var hættur að fá hláturs- kast af því að reykja einn smók af grasi. Það urðu að vera margar pípur til að komast í stuð og svo var hlustað á þunga músikk." Það áttu eftir að líða mörg ár þangað til þau Rómeó og Júlía hittust. Þau vissu ekki einu sinni hvort af öðru á þessum árum og þau grunaði örugglega ekki hvað fyrir þeim ætti að liggja. Reyktihassáhverju kvöldi Þegar dóttir Júlíu var orðin þriggja ára skildu leiðir. Júlía fluttist aftur til Reykjavíkur en barnið var hjá ömm- unni en þær hittust reglulega. Ég fór í skóla hálfan daginn en vann jafn- framt úti. Ég bjó hjá systur minni og mági en hann var og er þekktur fíkniefnasali og mikill neytandi sjálfur. Þetta var auðvitað súpergott fyrir mig því nóg var af ýmiss konar efnum á heimilinu. Við reyktum hass á liverju kvöldi og svo voru örvandi lyf notuð um helgar, aðallega amp- hetamín sem við tókum í nefið. Ári eftir að ég flutti í bæinn var heimilis- faðirinn handtekinn og við húsleit fannst töluvert magn af eiturlyfjum. Við systurnar vorum einnig settar í gæsluvarðhald. Það var ekki mikið við því að gera. Ég hafði komist í kast við lögin í sambandi við innbrot og hafði því áður þurft að sitja bak við lás og slá. Ég reyndi að sofa og hvíla mig og áhyggjurnar snérust aðallega um að nú mundi ég trúlega missa vinnuna. Sú varð líka raunin. Að lokinni rannsókn var okkur sleppt og ég fékk símhringingu um það að ég þyrfti ekki að mæta aftur í vinnuna. Ég var orðin atvinnulaus." Fluttist úr landi Eins og Júlía gerði Rómeó tilraun til að setjast aftur á skólabekk. Sú tilraun heppnaðist og hann lauk prófi í heilbrigðisfræðum og stuttu seinna fluttist hann úr landi. Ég settist að í Svíþjóð ásamt sam- býliskonu minni, sem einnig var eit- uræta. Hún hafði reyndar verið á stórum skömmtum af róandi lyfjum allt frá því að hún var tólf ára gömul og það að læknisráði. Það gætir beiskju hjá viðmælanda okkar í garð læknastéttarinnar. „Það var í rauninni búið að gera hana að alkohólista strax á unga aldri. Ég kalla þetta einu nafni „læknadóp" og það er ekkert betra en það sem verið er að selja á götunni. Þegar hér er komið sögu var hún illa farin en samt sem áður eignuðumst við barn. Maður velur sér samferða- fólk sem hugsar á svipaðan hátt og maður sjálfur. Sambúðin gekk skrykkjótt og á endanum fórum við hvort í sína áttina. Þegar ég fluttist út var ég ákveðinn í því að halda neyslunni í skefjum. Ég reykti auðvit- að hass af því að ég taldi það skaðlaust. Svo drakk ég brennivín og tók örvandi lyf um helgar þegar ég var að skemmta mér og svo tók maður LSD til að víkka sjóndeildar- hringinn. Stöðugt undir áhrif- um Þetta jókst svona stig af stigi án þess að maður tæki almennilega eftir því. Fljótlega varð þróunin orðin sú að ég var stöðugt undir áhrifum. Ég vann á sjúkrahúsi og auðvitað kom þetta niður a' vinnunni. Ég var þungur á morgnana og mætti illa. Ég vissi að það kæmi að því að ég yrði látinn fara en áður en að því kom sagði ég sjálfur upp. Við það var ég settur á atvinnu- leysisbætur og þá fóru hjólin að snúast ansi hratt. Ég fékk barnið því, móðirin var byrjuð að sprauta sig með heróíni og réð ekki við að sjá um það. Það dróst að ég næði mér í venju- lega vinnu en þess í stað ók ég um á mótorhjóli og seldi hass. Ég taldi mig heppinn að vera aldrei nappaður af lögreglunni en auðvitað var hún stöðugt á hælunum á mér. í raunini hættir maður að vera þátttakandi í þjóðfélaginu og sjóndeildarhringur- inn þrengist þar til hann rúmar ekki nema dóp og svo óttann og hatrið í garð lögreglunnar. Ég var líka kom- inn með svokallað löggunef. Ég fann lyktina af þeim úr órafjarlægð. Hvað eigin neyslu snertir var ég búinn að prófa allt nema heróín og það kom að því að hvíti hesturinn færi að hneggja við bakdyrnar hjá mér. Einn daginn gerði sænska lögreglan húsleit en fann ekkert. Þeir höfðu á orði Iög- reglumennirnir að þeim fyndist íbúð- in sóðaleg og skömmu seinna var barnaverndarnefnd komin í málið og syni mínum komið fyrir á hæli. Það hafði verið reynt að hafa samband við móðurina sem þá var orðin forfallinn heróínneytandi. Sprautaði mig með heróíni Þessi heimsókn lögreglunnar og það sem á eftir kom hafði þannig áhrif á mig að mér fannst að það væri ekkert eftir. Mér var ekki treyst fyrir syni mínum og mér fannst eins og samfélagið allt hefði sameinast gegn mér. Ég fór að sprauta mig með heróíni og um leið að leita eftir samböndum til að selja það. Ég hafði reyndar prófað þetta áðuren nú hellti ég mér út í neysluna og gerðist um leið ötull „pússari". Það var yfirleitt kona sem kom með efnið og ég seldi fyrir hana eins og það var kallað. Sölumennskan gengur þannig fyrir sig að maður heldur sig á þeim stöðum þar sem neytendurnir koma saman og með örlítilli augnhreyfingu er spurt hvort viðkomandi vilji kaupa skammt. Neytandinn svarar með því að blikka og þá vísar sölumaðurinn veginn hvert halda skal til að gera út um viðskiptin. Oft er farið inn á eitthvert almenningsklósettið eða einhvern annan stað þar sem hægt er að vera í friði. Fólk í þessum bransa er mjög vart um sig og það eru hafðar góðar gætur á öllum útsendurum lögreglunnar. Minnsti skammtur af efninu er einn fjórði í sprautuhettu og til að byrja með þarf maður að minnsta kosti tvo svoleiðis skammta á dag. Það gera um fjögur þúsund krónur á dag þannig að það eru töluverðir peningar sem til þarf. Áhrifunum af efninu er erfitt að lýsa. í fyrsta skipti ælir maður eins og múkki. Líkaminn neitar í rauninni að taka við efninu en því er sprautað í æð þannig að þó maginn sé tæmdur hefur það ekkert að segja. Sumir reykja heróín en þar fannst manni illa farið með gott „stöff“. Meiri neytandi en seljandi Eftir að ég var kominn af stað liðu dagarnir framhjá. Ég varð smám saman meiri neytandi en sölumaður og í þessum bransa er ekkert sem heitir að vera veikur heima einn og einn dag. Þú þarft þitt og kaupend- urnir sitt hvernig sem viðrar. Það eru engir frídagar þegar heróín er annars vegar. Peningarnir verða líka að vera til staðar því ekkert er gefið. Það verður að útvega peninga með ein- hverjum ráðum og það mikla pen- inga. víkingurinn Ég fjármagnaði mína neyslu með því að „pússa“ efninu en aðrir eru í innbrotum og þjófnaði. Ég hélt áfram

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.