NT - 11.08.1985, Side 17

NT - 11.08.1985, Side 17
NT Sunnudagur 11. ágúst 1985 21 Við þurfum andlegan styrk en ekki peninga ■ Það sem hér fer á eftir er sga frá umliðnum öldum, sem svo sælt er að minnast. Ég sé í anda frelsarann, hinn látlausa Guðsmann, sem með andlegum krafti sínum læknaði sjúka og gaf blindum sjón. Hann dró að sér bæði börn og fullorðna og vermdi með blíðu sinni. Hann sagði við þá sem þurftu á styrk að halda: „Fylg þú mér". Það hefur verið sælt að fá að ganga með honum og það er undur hversu miklu hann kom í verk á þeim stutta tíma sem hann kenndi hinurn óupplýstu. Þeir geymdu og hin heil- næmu frækorn andans í hjörtum sínum. „Fylg þú mér". Annað hvort gerum við það eða ekki, aldrei sértu hálfur hvað það snertir. Það að fjar- lægjast hið sanna sem hann kenndi er í rauninni blekking. Þegar það hendir okkur verðum við eins og meistarinn sagði „tómar grafir". Einmitt nú er nauðsyn að fylgja frelsara okkar og fara eftir því sem hann kenndi og að skilja hvað dásam- legt er að skilja til hvers við erum hér. Við hljótum að læra af reynslunni en um leið verðum við að játa að við erum aðeins börn sem þráum sanna hamingju. Við skulum heldur ekki láta neinn blekkja okkur með þeirri fölsku kenningu að okkur sé nauðsyn á að vígbúast. í fornöl héldu Rómverjar að þeir væru ósigrandi og illmennið Neró kastaði þeim kristnu fyrir ljónin. En það snéri ekki fólkinu. Trú jreirra var byggð á traustum grunni. Og nú er hótað að brenna allt að grunni með kjarnorkusprengjum. Hefur Hírósíma gleymst? A að fórna öllu lífi fyrir heimspólitík sem er engu betri en þær aðferðir sem Neró beitti? Þeir sem standa að baki slíkum villu- kenningum munu falla á eigin bragði. Það er ekkert leyndarmál að menn eru að búa til óvini og svo skapast atvinna við að búa til sprengjur. Það eru heimskir menn sem halda að nöfn þeirra verði í eilífum hetjuljóma fyrir slíkt. Það er hægt að benda á mörg dæmi þess að þjóðir hafi verið hvattar til að Guðjón R. Sigurðsson frá Fagurhólsmýri skrifar: Stöndum saman kaupa vopn og ráðast á nágranna sína. Það hefur skapað atvinnu meðal hinna svokölluðu menntuðu þjóða. Þessir menn kalla sig kristna, þeir fara í kirkjur og biðja þar Guð um að styrkja sig og áætlanir sínar. Við megum ekki gleyma sögunni er djöfullinn birtist Kristi í sínum falska sícrúða, rétt eins og engill dróttins væri mættur. „Allt þetta skal ég gefa þér", sagði hann „ef þú fellur fram og tilbiður mig". „En Jesú vissi til hvers hann hefði verið sendur á okkar plánetu. Hann varheldurekki hrædd- ur að deyja fyrir sannleikann. Það fannst einnig þeim sem Neró lét drepa þeir töldu það sælt að deyja fyrir sannleikann sem Kristur kenndi. í dag finnst mér stór spurning hverjir það eru sem geta kallast siðaðar þjóðir. Ég sé ekki betur en djöfullinn sé víða í sjónvarpi og útvarpi klæddur í sakleysisskrúða. Allur auðurinn mun fara í grafirnar eins og líkamar okkar. Vöknum því og hugsum til hins hæsta sem sendi okkur til jarðarinnar til að fylgja frelsaranum. Munum hvað hann sagði: Fylg þú mér því ég er sann- leikurinn og lífið". Og munum. „Ef Guð er með oss hver er þá á móti oss.“ Það er sorglegt hvað skammt við komumst í hinni andlegu sælu og þó er Guð í öllum hlutum. Hann er hinn ósýnilegi kraftur sem kemur trjánum til að vaxa. Og hið saklausa blóm með fegurð og ilm. Þetta allt minnir okkur á hina æðri tilveru. Það er einnig sorglegt hversu oft mannkynið hefur verið leitt út í styrjaldir með öllu því sem þeim fylgir. Svo benda stóru Farisearnir bara og segja að það hafi verið þessi þjóðin eða hin sem orsakaði það allt. Hvaðan koma peningarnir sem fjár- magna slíkar aðgerðir? Okkur vantar skilning á lífinu. Við hér á íslandi getum þakkað Guði fyrir hin góðu skáld sem skrif- uðu sálmana og sáðu þar með heil- brigðu fræi í huga okkar. Stöndum því saman og stefnum til hins hæsta. Við þurfum á andlegum styrk að halda en ekki peningum. ■ Guðjón R. Sigurðsson: „Ég get ekki betur séð en djöfullinn sé víða í fjölmiðlum klæddur saklevsisskrúða eins og á fjallinu forðum“. SVEITARFÉLÖG FISKELDISSTÖÐVAK Flotbryggjan á Akranesi er smíðuð úr einingum, steyptum úr rykbættri trefjasteypu og einangrunarplasti og hefur reynst mjög vel. Lausn á sídustu krossgátu Borgarplast hf. í Borgarnesi hefur hafiö fram- leiðslu á flotkössum og flotbryggjum úr ryk- bættri trefjasteypu og einangrunarplasti. Framleiðsluréttur er fenginn og undir eftirliti Sérsteypunnar sf., sem er sameignar- og þró- unarfélag Sementsverksmiðju ríkisins og (s- lenska járnblendifélagsins hf. Flotbryggjur eru hagkvæm og fljótleg lausn á aðstöðuleysi smábáta í höfnum landsins. Bryggjugerð fyrir smábáta verð- ur ekki lengur ofviða sveitarfélögunum. Flotkassar hafa verið notaðir sem kvíar við fiskeldi í nágrannalöndum okkar um árabil og er góð reynsla af þeim. Ný framleiðslu- grein í landinu á eingöngu að njóta hins besta. • Flotkassarnir eru mjög stöðugir í sjó. • Hæð yfir sjólínu er um 60 sm. og breytist lítið við venjulegt álag. • Staðlaðar einingar, 2,3x6,0 m., auk sér- óska. • Hver eining getur borið allt að 7.600 kg. fyrir utan eigin þunga. • Hver eining vegur aðeins um 4.200 kg. • Einingarnar tengjast auðveldlega hver annarri. • Margs konar festingar eru við sjávarbotn. • Þegar er tæplega tveggja ára reynsla fengin af þessum flotkössum í sjó. LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA UM FLOTBRYGGJUR OG FLOTKASSA. Borqarplast Bofqainesi 93-7370

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.