NT - 25.08.1985, Page 7

NT - 25.08.1985, Page 7
T !'1 teL'gt "'jgsbunnuS 0 NT • -Sunnudagur 25. ágúst • 7 Brennslunni í hvorum ofni fyrir sig er stjórnað með fullkomnum rafeindatækjum í stjórnstöð sem staðsett er við hlið þcirra, skautsefni sem gert er að mestu úr kolum og tjöru. Öll þessi efni eru flutt frá Noregi nema kol og koks sem koma víðs vegar að. Þessi efni eru svo sett í ofnana tvo í réttum hlutföllum og við hitann frá rafskautunum bráðnar kvartsið og súrefnið gengur í sam- band við kolefnið í koksi og kolum. Upp úr ofninum kemur kolmonoxíð sem brennur yfir í koldíoxíð á yfir- borðinu. Auk þess fylgir brennslunni silisium monoxið, reykur sem minnir helst á sinureyk en hann er kældur og hreinsaður og úr honum er unnin verðmæt afurð. Niður úr ofnunum rennur hins veg- ar fljótandi kísilmálmurinn og er hann steyptur í þar til gerðar pönnur. Eftir að hafa storknað eru málmhellurnar brotnar upp og þær malaðar, allt eftir óskum kaupenda. Eins og áður segir er efni þetta mikið notað í stáliðnaði og þá til að hreinsa stáiið af súrefni eða til að gefa því ákveðnaeiginleika. Fyrirtæki sem steypa og valsa málma nota einnig mikið af kísiljárni í framleiðslu sína. Afkoma verksmiðjunnar fer því mikið eftir því hvernig stáliðnaði og járnbræðslu í heiminum vegnar svo og hversu mikið af kísiljárni er fram- leitt hverju sinni. Á meðan við stöldr- uðum við að Grundartanga bárust þær fréttir frá Noregi að samskonar fyrirtæki þar ráðgerðu að draga úr framleiðslu sinni vegna minnkandi framboðs á ódýrri orku en slíkar sveiflur í framleiðslunni geta haft þau áhrif að verðið á kísiljárni fari hækk- andi. Til aö gefa nokkra hugmynd um markaðinn á þessu efni í heiminum þá má gera ráð fyrir því að um 200 þúsund tonn séu nú til á lager en framleiðslugeta verksmiðjunnar að Grundartanga er um 60 þúsund tonn á ári. Þeir starfsmenn sem rabbað var við virtust una hag sínum vel að Grundartanga. Eftirspurn eftir vinnu er töluverð og kaupið talið gott. Það hefur líka sitt aö segja að ofan á kaupið er greiddur bónus þegar fram- leiðslan gengur vel þannig að starfs- fólkið nýtur góðs af aukinni fram- leiðni. Alls voru launagreiðslur á síð- asta ári rúmar 94 milljónir en starfs- menn vel innan við tvö hundruð talsins. Ýmiss konar félagsstarfsemi er með miklum blóma og má þar meðal annars nefna að starfandi er kór á staðnum og klúbbar í gangi fyrir þá sem hafa áhuga á Ijósmyndun, hesta- mennsku, bridge og stangaveiði. ís- lenska járnblendifélagið hefur skuld- bundið sig til að planta skógi í norðanverðu Akrafjalli og nú hafa unglingar á Akranesi plantað um 25 þúsund plöntum í þennan reit sem eigendur jarðarinnar að Klafastöðum gáfu undir skógræktina. í lok heimsóknar okkar hittum við að máli Jón Sigurðsson fram- kvæmdastjóra járnblendiverksmiðj- unnar. Aðspurður um framtíðarhorfur verksmiðjunnar sagði hann að sú fjárhagslega endurskipulagning sem átt hefði sér stað hefði skilað tölu- verðum árangri og væri hann nú að koma í Ijós. Með samningnum við Elkem og Sumitomo Corporation hef- ur verið tryggö sala á 50 þúsund tonnum af kísiljárni áári og slíkt veitir að sjálfsögðu nokkra tryggingu. Jón benti ennfremur á að búist væri við því að nokkur hagnaður yrði af rekstrinum í ár þó að heimsmark- aðsverð færi lækkandi. Fallandi gengi dollarans gæti einnig haft jákvæð áhrif á efnahag fyrirtækisins þar sem töluvert af lánum félagsins væru miðuð við gengi hans. En þar sem afkoma þessa iðnaðar tengdist svo mörgum mismunandi þáttum væri nær ómögulegt að spá fyrir um þróun næstu ára. Það er þó Ijóst að kreppan á síðustu árum hefur gert það að verkum að ýmis stórfyrirtæki hafa dregið við sig framkvæmdir og fjárfestingar sém gætu komið til fram- kvæmda í náinni framtíð. Slíkar sveiflur hafa áhrif á afkomu stáliðnað- arins og þar með afkomu íslenska járnblendifélagsins. ■ í steypuskála er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Hér eru starfsmenn að vinna við deiglu sem bráðnu kísiljámi er hellt í þegar tappað er af ofnunum.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.