NT - 31.08.1985, Side 2
■ Einn af ísbrjótum banda-
rísku strandgæslunnar átti við-
komu í Sundahöfn í Reykja-
vík, nú í vikunni. Skipið er sex
þúsund tonn að þyngd, og
getur brotið leið í gegnum allt
að fjögurra metra þykka ís-
hellu. 144 menn eru í áhöfn
skipsins, og þar við bætist
flugáhöfn og vísindamenn um
borð.
Skipið hefur víða farið á
ferli sínum, og er hann nokkuð
glæsilegur. Northwind, en það
er nafn skipsins, varð fyrsti
ísbrjóturinn til þess að ná
eiturlyfjasmyglurum. Það
gerðist á Karabíska hafinu í
fyrra. Þá hefur skipið marg-
sinnis hlotið verðlaun fyrir
björgunarstörf á hafi úti. Frægt
varð þegar Northwind bjargaöi
sænska kaupskipinu Orion í
ofsaveðri. Alls hefur skipiö og
áhöfn þess hlotið átta slíkar
viðurkenningar. Svo haldið sé
áfram að rekja glæsilegan feril
skipsins, þá var Northwind
fyrsta skipið til þess að sigla
Itina svokölluðu norð-vestur-
leið í einni lotu, fram og til
baka. Með í förinni var skipið
Manhattan. Áriði 1970 bætti
Northwind metið, í því að
sigla inn í norðurskautsísinn
að vetri til, um níu mílur.
Skipið gengur oft undir nafn-
inu Óldungur norðurhafa, og
Laugardagur 31. ágúst 1985 2
■ í leguplássinu í Sundahöfn. Tilbúið til þess að halda áleiðis til Grænlands að brjóta ís.
ísbrjótur í Sundahöfn
Skipið á glæsilegan feril að baki
ekki að ástæðulausu. Skipið
var smíðað í lok síðari heims-
styrjaldarinnar, og sjósett í
júlímánuði 1945. Þávarskipið
fimmta skip sinnar tegundar.
Nú eru einungis tveir ísbrjótar
eftir í heiminum af þessari
gerð.
Meginhlutverk Northwind
er að halda opnum siglinga-
leiðum og fylgja birgða-
skipum. Þá hefur skipið gegnt
veigamiklu hlutverki við rann-
sóknir á heimskautasvæðun-
um.
Skipið er vel tækjum búið,
og meðal þess sem fyrst ber
fyrir augu, þegar farið er um
borð í skipið, er mikið þyrlu-
skýli sem staðsett er á þilfarinu.
Þar inni eru tvær öflugar þyrlur
geymdar, en þær eru mikið
notaðar við rannsóknir á heim-
skautasvæðunum. Northwind
varð fyrsta skipið til þess að
nota þyrlur við rannsóknir á
heimskautasvæðum, árið 1946.
Ferðir skipsins eru langar, og
er áhöfnin oft burt frá heim-
kynnum sínum svo mánuðum
skiptir við að brjóta ís. NT tók
tali nokkra úr áhöfninni. Flest-
ir voru þeir óbreyttir, sem
voru um borð, þegar skipið var
heimsótt. Þeir voru sammála
um að ferðir skipsins, og áætl-
unin sem framundan er, gefi
góða möguleika til þess að
ferðast um heiminn. Að vísu
jánkuðu þeir því að tilbreyt-
ingarleysi gæti orðið yfirþyrm-
andi, þegar ekkert væri gert
nema brjóta ís mánuðum
saman.
Skipið er kraftmikið, eins og
gefur að skilja, þegar brjóta
þarf leið í gegnum þykkan ís.
Skipið knýja fjórar þrjú þús-
und hestafla díselvélar, sem
aðskildar eru í tveimur vélar-
rúmum. Áeldsneytisforðanum
sem skipið ber, kemst það 24
þúsund mílur, án eldsneytis-
töku.
Skipið var á leið sinni til
Grænlands, þegar það átti við-
komu í Sundahöfn.
■ Einn af vélstjórunum fylgist með að allt sé klárt, áður en lagt
er af stað til Grænlands. nt mynd Svenir.
■ Pyrlurnar tvær, merktar bandarísku strandgæslunni. Þær eru
notaðar til eftirlits og rannsókna út frá skipinu.
■ t brúnni. Stóll skipstjórans er lengst til hægri á myndinni.
Þaðan fylgist hann með ísnum framundan og tekur ákvarðanir
um aðgerðir.
■ Unnið við steypuvinnu á plötu nýja félagsheimilisins.
NT-mynd: Haraldur Ingi.
r
BLAÐBERA
VANTAR
______JIEFTIRTALIN HVERFI:
Rauðarárstíg, Kambsveg, Norðurbrún, Kleppsveg, Laugar-
ásveg, Aðalland, Álaland/ Álftaland, Árland, Bjarmaland,
Kjarrveg, Markveg, Birkimel, Grenimel, Hagamel, Hofsvalla-
götu, Neshaga, Melhaga./kópavog og Seltjarnarnes.
1 Síðumúli 15. Sími 686300
Knattspyrnufélag
Akureyrar:
Félags-
heimili
rís
Haraldur lngi Haraldsson, Akureyri:
■Lokið er við steypa plötu á
félagsheimili KA á Akureyri.
Fyrirhugað er að þetta 530
fermetra hús verði fokhelt í
haust, Mjög ör uppbygging
hefur verið á svæði knatt-
spyrnufélagsins. Þar eru nú
þrír knattspyrnuvellir í
notkun, og sá fjórði í bygg-
ingu. Mikið og öflugt unglinga-
starf hefur verið á vegum KA
í sumar, og á annað hundrað
barna og unglinga hafa verið
þar við æfingar í sumar.
Rás2
Síðasta vertíðin?
■ Hvalveiðibátarnir þrír héldu úr Reykjavíkurhöfn, sl. helgi, til veiða á sandreyði. Óveiddar
eru 32 sandreyðar, og mun þá hvalveiðum við landið vera lokið í ár. Fyrirhugaðar eru veiðar í
vísindaskyni á næsta ári, en eins og kunnugt er, má búast við hörðum mótmælum hinna ýmsu
hvalfriðunarsamtaka vegna þeirra veiða. NT-mynd: sverrir.
Hundruð bréfa
í hverri viku
■ Á fimmta hundrað lausna
barst í síðustu viku við get-
rauninni í þættinum Léttir
sprettir sem er vikulega á dagskrá
Rásar 2, og hefur þátttaka
hlustenda í getrauninni vaxið
jafnt og þétt undanfarnar
vikur.
Hlustendur taka vissulega
virkan þátt í dagskrá Rásar 2,
og eru ófeimnir við að hringja
í símatíma stöðvarinnar og
hundruð manna taka þátt í vali
vinsælustu laga Rásarinnar.
Á meðfylgjandi mynd er
Hildur Gunnarsdóttir starfs-
maður Rásar 2 að draga úr
réttum lausnum í íþróttaget-
rauninni, með henni á mynd-
inni er Jón Ólafsson dagskrár-
gerðarmaður og Ingólfur
Hannesson íþróttafréttamað-
ur.