NT - 31.08.1985, Page 10

NT - 31.08.1985, Page 10
Útboð Safnræsi við Kópavog Tilboð óskast í að gera safnræsi 600-800 mm meðfram Kópavogi ásamt aðliggjandi lögnuní svo og 500 mm PEH útrásarleiðslu, samtals 1586 lengdarmetra. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings Kópavogs, Fannborg 2, frá og með þriðjudeginum 3. september 1985 gegn kr. 6.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 14.00 mánudaginn 30. september 1985 og verða þau opnuð þar kl. 14.15 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þar mæta. Bæjarverkfræðingur. hönnunhf Ráðgjafarvericfræðingar FRV Síðumúla 1-108 Reykjavík Sími (91) 84311 Útboð Dráttarvélar hf. óska eftir tilboðum í klapparlosun vegna nýbyggingar að Réttarhálsi 3, Reykjavík. Áætlað magn klappar er 1350 m3. Útboðsgögn verða afhent frá og meö 2. sept. 1985 hjá Hönnun hf., Síðumúla 1, Reykjavik, gegn 1.000,- kr. skila- tryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 17. september 1985 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: Steingrímsfjarðarheiði II (Lengd 2,6 km, fylling 46.000 m3, burðarlag 12.000 m3 og sprengingar 5.000 m3). Verki skal lokið 1. júlí 1986. Styrking Hólmavíkurvegar 1985 (Lengd 14 km, styrking 25.000 m3). Verki skal lokið 10. nóvember 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins Reykjavík, (aðalgjaldkera) og hjá Vegagerð ríkisins Isafirði, frá 2. september 1985. Tilboðum skal skila fyrir kl. 14.00 16. september 1985. Vegamálastjóri. Húsnæði óskast Blaðamaður á NT óskar eftir 2ja-3ja herbergja leiguíbúð í miðbænum. Er gjörsamlega á götunni og vonast til að einhver sjái aumur á mér. Erum tvö í heimili. Upplýsingar gefur Margrét Rún í síma 687691 eftir kl. 13.00 og fram eftir kvöldi. DUN- svamp Rúmdýnur í öllum stærðum og gerðum. Páll Jóhánn umboös- og heildverslun Skeifunni 8-108 Reykjavík, sími 68 58 22. Vörubílstjórar - verktakar - útgerðarmenn HIAB-1165 Góður krani 12TNM með 12,5 metra bómu og fjarstýringu til sölu. Upplýsingar í síma 11005. ffT? Laugardagur 31. ágúst 1985 10 LlIj Skák Einvígið um heimsmeistaratitilinn hefst á þriðjudaginn: Búist við mun skemmtilegra emvígi en hinu fyrra minni en þess verður þó að geta að stíll Karpovs setur vissar hömlur á allan sköpun- arþrótt og hann er vís til þess að tefla eins fjári leiðinlega og hann getur, nái hann forskoti og er þar einmitt komið að einum aðalgallanum við ein- vígi með takmarkaðan skák- fjölda. Tækni þessara skák- jöfra er slík að þeir geta stefnt að settu marki með röð jafn- tefla og Karpov er meistari í slíku. Með svörtu er nánast ekki neinn vegur að sigrast á honum vilji liann jafntefli á annað horð og þegar hann stjórnar sjálfur svörtu mönnunum gerir hann sig yfir- leitt ánægðan með jafntefli og byrjunarkerfi hans miðar ótví- næst, í Sovétríkjunum. Allt skákapparatið sovéska með forsetann Sevatinov í broddi fylkingar stóð að baki honum þegar virkilega á reyndi í vetur. „Ætli ég verði spurður, álits,“ svaraði Kasparov þegar hann var inntur eftir keppnis- stað einvígisins. Segir það meira en mörg orð um þá ofuráherslu sem Karpov leggur á það að þeir tefli í Moskvu. Hann býr í Moskvu og þar búa raunar flestir sterkustu skák- menn Sovétríkjanna sem með einum eða öðrum hætti tengj- ast undirbúningsvinnu heims- meistarans. Aðstoðarmenn- irnir skipta þannig geysimiklu máli; þeirra aðalhlutverk er að hrekja eftirlætisafbrigði mót- ■ Garrí Kasparov fyrir utan Höll verkalýðsins áður en að einvígið við Karpov hófst. Nú, ári síðar, er hann reynslunni ríkarí og er talinn eiga góða möguleika á að vinna heimsmeistaratitilinn. ■ Innan fárra daga taka þeir Anatoly Karpov heimsmeistari og áskorandi lians Garrí Kasp- arov upp þráðinn þar sem frá var horfið og freista þess að leiða til lykta keppnina um heimsmeistaratitilinn. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr einvígi þeirra í vetur og hafði þá hvorugum skákmeistaranna tekist að knýja fram nauðsyn- lega sex sigra þrátt fyrir að einvígið hefði staðið í meira en fimm mánuði. Framhaldsein- vígið fer sem og hið fyrra fram í Moskvu en Höll verkalýðsins verður að þessu sinni ekki vettvangur átakanna á skák- borðinu, heldur Tchaikovskí tónleikasalurinn sem áður hef- ur hýst heimsmeistaraeinvígi í skák. Eftirvænting skákunnenda er heldur minni nú en í fyrra- haust og er ástæðunnar án efa að leita til vonbrigða manna með málalok, því loks þegar spenna var farin að færast í leikinn ákvað Campomanes að slíta einvíginu. Hvað sem rétt- mæti þeirrar ákvörðunar við- keniur þá sannaðist þarna svo ekki verður um villst að reglur um heimsmeistaraeinvígi voru einfaldlega rangar og gamla fyfirkomulagið þegar tefldar voru 24 skákir og héldi heims- meistarinn titlinunr á jöfnu mun viðráöanlegra í alla staði. Keppnisreglurnar nýju voru sniðnar að vissu marki uppúr hugmyndum þeim sem Bobby Fischcr lagði fram fyrir þing FIDE 1974 en náðu ekki fram að ganga sem varð til þess að að hann svipti sig „FIDE - heimsmeistaratitlinum", eins og hann orðaði það. Fischer vildi láta tefla í það óendanlega og sá teldist sigurvegari er fyrr ynni 10 skákir. Einvíginu yrði hætt kæmi upp staðan 9:9 og héldi heimsmeistarinn þá titl- inurn. Einmitt þessi klásúla fékkst ekki samþykkt þó mjótt væri á munum. Ef ég man rétt þá féllu atkvæðin 35:32 á auka- þingi FIDE 1975 þegar þessi mál voru útkljáð. íslendingar greiddu atkvæði gegn hug- mynd Fischers. Pað er dálítið kaldranalegt að einmitt þessi regla er ein sú skynsamlegasta af öllum hug- myndum Fischers, því þegar komin er upp jöfn staða fyrir úrslitavinninginn er það hreint happdrætti hver vinnur. Ótak- markaður skákfjöldi varðar hins vegar ekki aðeins skák- menninna sem í lilut eiga, heldur einnig framkvæmda- aðila svo og skákunnendur um heim allan. Þaðeru t.d. margir sem telja að skáklistin hafi fengið afar neikvæða auglýs- ingu eftir því sem lengra dró á einvígi Karpovs og Kasparovs og ekki bætti úr skák þegar Campomanes ákvað að slíta einvíginu. 70-80% jafnteflis- hlutfall Einvígið nú hefur alla mögu- leika á að verða mun skemmti- legra og hressilegra heldur en hið fyrra. Sú staðreynd aðeinungis skuli tcfldar 24 skákir knýr þann sem er undir að sækja á. Einvígi Fischers og Spasskis 1972 var síðasta HM-einvígið sem háð vareftirgömlureglun- um og þegar tíminn var að renna út voru í raun tefldar besti og stórfenglegustu skákir einvígisins. Sviptingarnar í 13., 15., og 19. skák þessa einvígis verða mönnum lengi í rætt að friðsemdar úrslitum. Verði hann undir er hann vís með að taka nokkra áhættu í taflmennsku sinni og þá má búast við mjög fjörugum bar- daga, því Kasparov er baráttu- glaður í betra lagi og kann í raun illa þeirri lognmollu sem einkenndi langt tímabil í ein- víginu í vetur. En þrátt fyrir allt er ljóst að jafnteflishlutfall- ið verður hátt og vel yfir 50%. Það er spá mín að það nái a.m.k. 70%; í fyrra einvíginu lauk 40 skákum með jafntefli en átta með hreinum úrslitum. Einkum má búast við því að jafnteflin verði mörg í upphafi einvígisins. Hlutur aðstoðar- manna og aðstöðu- munur keppenda Það eru engar ýkjur þegar rætt er um töluverðan að- stöðumun skákmeistaranna. Staðarval einvígisins hefur þar mikið að segja. Fyrir þetta einvígi og hið fyrra höfðu borg- aryfirvöld í nokkrum stórborg- an V-Evrópu áhuga á að fá einvígið. Marseille og London buðu álitlega peningaupphæð og tilboð Lundúnaborgar tengdistm.a. uppfærsluásöng- leiknum „Chess“ sem kemur á fjalirnar nú á haustmánuðum. En Karpov sat við sinn keip og vilji hans eru lög, eða því sem stöðumannsins. Og stundum tekst það. Viktor Kortsnoj stóð upp vopnlaus gegn kóngs- peðsbyrjun Karpovs þegar líða tók á einvígið í Baguio 1978. Og þegar þeir mættust aftur þrem árum síðar í Werano á Italíu átti hann við sama vanda- mál að stríða. Helstu aðstoðar- menn heimsmeistarans um langt skeið hafa verið Mikhael Tal, fyrrum heimsmeistari og stórmeistararnir Yuri Balas- hov og Igor Zatsiev. Auk þess virðist hann geta, í krafti stöðu sinnar, fengið næstum því hvern sem er til hjálpar, jafn- vel þá sem áður hafa aðstoðað mótstöðumanninn. Þannig var Efim Geller skyndilega kom- inn í hóp hjálparkokka Karp- ovs þegar einvígi hans við Spasskí í áskorendakeppninni 1974 fór fram. Tveimur árum áður hafði Geller verið allt í öllu hjá Spasskí í einvíginu við Fischer. A undarlegan hátt var höggvið skarð í raðir hjálpar- manna Kasparovs þegar fyrra einvígið hófst sl. haust. Tim- oschenko, sterkur skákmaður og þjálfari Kasparovs um margra ára skeið var skyndi- lega kallaður í herinn. Það var ekki fyrr en ungverski stór- meistarinn Andras Adorjan kom til Moskvu að eitthvað fór að rofa til. Og ekki má gleyma hlutdeild Mikhael Botvinniks fyrrum heimsmeistara sem , Helgi Ólafsson stórmeistari skrifar um skák ráðlagði Kasparov að stefna að 20 jafnteflum þegar staðan var4:0, Karpovívil. Botvinnik er gamall refur og man sitt af hverju frá þeim tímum er hann bar skákkórónuna. Áður hafa skákmeistarar í vanda leitað í smiðju til hans. Spasskí kom til hans 1966 þegar hann tefldi við Petrosjan, hafði þá ekki unnið skák og var langt liðið á einvígið: „Hvernig get ég unn- ið Tigran," spurði hann. „Tap- aðu fyrst einni skák,“ var svarið! Hvor sigrar? Þrátt fyrir aðstöðumun. öfl- ugan hóp aðstoðarmanna, hag- stæðan fréttaflutning og fleira eru margir á þeirri skoðun að nú hitti Karpov fyrir ofjarl sinn, því þrátt fyrir alla fram- antalda þætti þá ráðist úrslitin á skákborðinu og enginn hætta er á því að Campomanes sker- ist í leikinn með sama hætti og í febrúar sl. 24. nóvember á síðasta ári tapaði Kasaprov sinni síðustu skák. Frá þeim tíma hefur allt verið uppávið hjá honum. Hann hefur unnið Karpov þrívegis og í einvígjum sínum við Húbner og Anders- son tefldi hann leikandi létt. Frá sálfræðilegum sjónarhóli stendur hann vel að vígi, því með réttu getur hann haldið því fram að brotið hafi verið á honum í einvíginu í vetur. Hann er til alls líklegur. Karpov. Hvað gerir hann? Það er margt líkt með honum og hnefaleikara sem aldrei hef- ur tapað keppni. Hann hefur kannski hlotið einstaka smáskeinu en þegar á heildina er litið þá er ferill hans ein sigurganga. Skákstíll hans er siípaður og tækni hans stór- kostleg. Þar stendur hann enn feti framaren Kasparov. Hann er snillingur í að nýta sér veikleika andstæðinga sinna, virðist ævinlega vita upp á hár hvað keniur mótstöðumannin- um verst hverju sinni. Styrkur Kasparovs umfram Karpov, liggur í því hversu ófeiminn hann er við að taka mikla áhættu næstum því alveg uppúr þurru. Einvígið um heimsmeistara- titilinn mun standa í u.þ.b. tvo mánuði og margt skemmtiiegt á eftir að gerast næstu tvo mánuði. Samkvæmt heimild- um mínum eiga þeir að setjast að tafli 2. september. Aðrar heimildir greina frá því að fyrsta skákin verði tefld 3. september og það sé vegna þess að Karpov sé illa við að tefla á mánudögum.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.