NT - 31.08.1985, Side 11
■ Hvað er það sem er stórt
eða lítið, mjúkt eðahart, gegn-
sætt eða ógegndræpt, skothelt
eða sveigjanlegt, hitaþolið og/
eða hitaeinangrandi, vatnshelt
eða uppleysanlegt í vatni, og
finnst allstaðar þar sem menn
eru eða hafa verið...? Einmitt,
það er plast! Plast er yfirleitt
meðhöndlað á hina ýmsu máta
til þess að fá fram þá eiginleika
sem sóst er eftir, en það er
kanski best í sambandi við
plast að það hefur geysilega
stórt notkunarsvið. Almennt
gerum við okkur ekki grein
fyrir því hversu miklu máli
plast skiptir okkur en segja má
að án þess væri mannkynið
ekki jafn langt á vegi statt og
það er í dag. Algengast er að
plast sé notað til þess að um-
lykja eitthvað og hleypa ein-
ungis því sem við viljum í
gegn, en notkun endingar-
góðra ruslapoka hefur vand-
amál í för með sér. Náttúran
fær ekki brotið niður plastefnið
og ruslið sem annars hefði
myndað ágætis jarðveg, helst
bundið í pokunum í hundruð
ára. Þess vegna hafa menn
reynt að finna upp plastefni
sem endist ekki nema ákveð-
inn tíma eða hægt er að brjóta
niður í frumeindir svo ekki
stafi skaði af.
pakkninga helst möguleiki á
því að halda vörunni ferskri í
lengri tíma. Petta er gert með
vali á réttu plasti og réttri
þykkt þess.
Brauð og kökur, eins og allir
vita, eru þeim ósköpum gædd
að missa nýjabragðið er þau
þorna. Þessu hefur yfirlitt ver-
ið bjargað með því að frysta
þessar vörur. Hér skipta um-
búðir miklu máli því við fryst-
ingu breytist vatnið í ís og til
að þíða brauðið verður að
gæta þess að blotni ekki of
mikið upp, yfirleitt er þetta
lítið mál. En ef halda á brauð-
inu með nýjabragðinu án þess
að frysta það, þá vandast
málið. Ef brauðið er geymt í
þessum nýju plastumbúðum þá
sjá þær um að rakastig brauðs-
ins haldist rétt og ekki myndist
gróður né tapist nýjabragðið,
með stýringu á lofttegundum
inni í pakkningunni. Plastið
sér um að hleypa einungis
litlum raka út (og halda þannig
brauðinu mjúku) og einnig um
að halda öllum koltvísýringi
inni í pakkningunni en koltví-
sýringurin hindrar vöxt myglu
og ýmissa örvera. Á hinn bóg-
inn þá drekkur kex í sig raka
og skemmist og súrefni veldur
því að fita í matvöru þránar,
plastið sem hér á við er því
■ í tilraunastofunum fara fram rannsóknir á plasti og eiginleik-
um þess. f glitrandi glerflöskum er plastið meðhöndlað.. og
einnig oft í plastflöskum og flátum, plast er nefnilega tiltölulega
mikið í notkun í rannsóknarstofunum vegna eiginleika þess. Hér
er verið að meðhöndla rafleiðandi plastefni. Það er hér kælt
niður í einöngruðum flátum til þess að forða þeim frá oxun, en
við það verða þau stökk og notagildi sem rafleiðandi eyðileggst.
Þegar meðhöndlun er lokið þolir plastið vel súrefnið.
Vort daglegt brauð
íleitaðlausnum ■■■ og
öðrum efnablöndum
í þessari leit sinni að réttri
efnasamsetningu plasts hafa
vísindamenn rekist á ýmsa
kosti plasts er ekki voru áður
þekktir. Fram undir miðjan
sjöunda áratuginn var plast-
umbúðum einungis ætlað að
hafa stjórn á rakastiginu í pak-
kningunni. En á þessu verður
breyting á næstunni .í ljós hefur
komið að plast getur einnig
verið valgæft á lofttegundir
sem það hleypir í gegnum sig.
þetta hefurgeysimikla þýðingu
fyrir matvælaiðnað þar sem
með stjórn á loftinnihaldi
ógegndræpt fyrir raka og sú-
refni.
Eitt epli á dag
kemur... með nýjum
geymsluaðferðum
En þegar kemur að ávöxtun-
um þá versnar í því, ávextir
eru lifandi og taka upp súrefni
og láta frá sér koltvísýring og
vatn við öndun. Geymslutíma
ávaxta má lengja með geymslu
við rétt hitastig og með því að
minnka súrefni í umhverfi nið-
ur fyrir venjulegt gildi eða
hækka koltvísýringsgildi.
Vandamálið gerir ekki vart við
sig fyrr en ávextirnir fara frá
framleiðanda til kaupmanns-
ins, ávöxturinn tekur allt í einu
aftur við að þroskast og end-
ingarhæfni hans er þar með
horfin að mestu leyti. Ef ávöxt-
unum er pakkað inn þá veldur
öndun þeirra því að þeir auka
vatnsmagn sitt og klára súrefn-
ið, með auknu vatnsmagni
eykst hættan á skemmdum af
völdum myglu eða örvera.
Nýju plastefnin hafa ýmsa
kosti fram yfir þau gömlu og
leysa að mestu leyti þetta
vandamál. Þau eru ýmist úr
nokkrum lögum af PVC (poly
vinil-chlorid) eða úr efni er
nefnist K-resin (butadiene-
styrene copolymer) og notand-
inn getur valið það efni sem
hentar honum með tilliti til
súrefnis, koltvísýrings og raka-
stigs, en hann þarf einnig að
taka tillit til öndunarhraða
ávaxtanna og flæðihraða loft-
tegundanna í plastinu en þar
hefur hitastig nokkur áhrif á.
Galdurinn er að velja rétta
samsetningu lofttegunda í pak-
kningunni í upphafi svo að það
hægist á þroska ávaxtanna en
öndun þeirra minnki ekki svo
mikið að hætta sé á rotnun.
Enn sem komið er þá er
þetta plast enn á frumstigi í
notkun en það hefur sýnt sig
að þessi „stýrði lofthjúpur"
gefur til dæmis tómötum og
eplum meir en helmingi lengri
endingartíma heldur en venju-
legar pakkningar geta gefið.
Laugardagur 31. ágúst 1985
11
f| Grunnskóli
ísafjarðar
auglýsir
Sérkennarar, þroskaþjálfar.
Grunnskólinn á Isafirði óskar að ráða til
sérdeildar skólans, forstöðumann, kennara
og þroskaþjálfa. í störfunum felst annars vegar
skipulagning o'g uppbygging sérdeildar og
hinsvegar kennsla og þjálfun nemenda á
þjálfunar- og hæfingarskólastigi. Ennfremur
sérkennsla nemenda í hinum almenna
grunnskóla. Hér er um nýjan starfsvettvang
að ræða sem býður uppá fjölbreytt viðfangs-
efni og spennandi uppbyggingarstarf. Nánari
upplýsingar veita formaður skólanefndar
grunnskólans, Lára G. Oddsdóttir í síma
94-3580, skólastjóri grunnskólans, Jón
Baldvin Hannesson í símum 94-3146 og
94-4294 og sérkennslufulltrúi fræðsluskrif-
stöfu Vestfjarða Valborg Oddsdóttir í síma
94-3855.
Skólanefnd.
ATH. - ATH. - ATH.
Þak-, glugga-, múr- og sprunguviðgerðir.
Háþrýstiþvottur - sílanböðun. Pípulagnir
- viðgerðir - viðhald o.fl.
Nota aðeins viðurkennd efni.
Skoða verkið samdægurs og geri tilboð.
Upplýsingar í síma 64-12-74.
Til sölu
Mercedes Benz 230, árg. 1978, ekinn 92
þús. km. og Mercedes Benz 230 E, árg.
1983, ekinn 29 þús. km. til sölu. Upplýsingar
í síma 687312.