NT - 04.09.1985, Side 3
EP
Miðvikudagur 4. september 1085
kák
HM-einvígið hófst í Moskvu í gær. Kasparov stendurtii vinnings í fyrstu skákinni:
Karpov í nauðvörn allan tímann
■ Ef marka má táflmennskuna
í 1. einvígisskák Kasparovs og
Karpovs sem fór í bið í gær virðist
Kasparov hafa margt lært af
maraþonviðureigninni í vetur,
því hann tefldi af firnakrafti og
stendur greinilega til vinnings í
skákinni sem fór í bið eftir 41.
leik.
Einvígi þeirra fer nú fram í
Tschaikovskí - tónleikahöllinni í
Moskvu og var báðum keppend-
um tekið vel er þeir mættu til leiks
í gær. Kasparov hóf leikinn að
venju með drottningarpeðsbyrj-
un en þegar í þriðja leik gaf hann
kost á NimzoindVerskri vörn,
sem ekki í eitt einasta skipti var
tefld í fyrra einvígi þeirra. Sjald-
séð afbrigði kom upp og virtist
mörgum sem Karpov væri óör-
uggur í fasi, hann eyddi miklum
tímaogeftir 12 leiki hafði Kaspar-
ov náð klukkustundar forskoti.
Staða hans var að auki mun betri
og sleppti hann heimsmeistaran-
um aldrei úr heljargreipum sínum
og blasir sigur hans við. Þess má
geta að Kasparov tefldi 30 skákir
án sigurs í fyrra einvíginu.
Eins og kunnugt er hefur regl-
um verið breytt frá því sem áður
var. Þeir tefla 24 skákir og heldur
Karpov titlinum á jöfnu. Vinni
annar keppandi sex skákir innan
24 skáka hefur hann borið sigur
úr býtum í einvíginu. Fáir eiga
von á því, þó óskabyrjun Kaspar-
ovs nú bendi til þess að hann sé í
miklum vígahug.
1. einvígisskák:
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Anatolv Karpov
Nimzoindversk vörn
Þar sem að ljóst þykir að fyrstu
skákir þessa einvígis muni gefa
mönnum innsýn í þau vopnavið-
skipti sem framundan eru í
Moskvu er fyrsti leikur Kasparovs
í hinu nýbyrjaða einvígi um margt
forvitnilegur. Mun hann leika
kóngspeðinu fram, sem undir lok
maraþon-einvígisins í vetur
reyndist hemsmeistaranum erfið,
eða velur hann drottningarpeðs-
byrjun sem oftast varð uppá ten-
ingnum í einvíginu?
I."d4
(Karpov átti yfirleitt auðvelt með
að verjast þessum leik og þeim
byrjunarkerfum sem frá honum
falla, en að þessu sinni hefur
Kasparov sitthvað nýtt á taktein-
unum.)
1. .. Rf6 2. c4e6 3. Rc3!
(Býður uppá Nimzoindverska
vörn. í fyrra einvíginu lék Kasp-
arov langoftast 3. Rf3 ogstundum
3. g3. Nimzoindverskavörnin varð
aldrei uppá teningnum.)
3. .. Bb4 4. Rf3
(í þau fáu skipti sem Kasparov
hefur gefið kost á Nimzoindversku
vörninni hefur hann yfirleitt leik-
ið 4. e3 ásamt 5. Rge2)
4.. . cS 5. g3
(Sjaldséð afbrigði en gott til síns
brúks þegar haft er í huga að
Karpov hefur aldrei mætt þessu
afbrigði áður á skákferli sínum.
Fyrsta leynivopn áskorandans
hefur séð dagsins ljós.)
5.. . Re4
(Algengara er 5. - cxd4 6. Rxd4
0-0 eða 6. - Re4. Leikurinn sem
Karpov velur leiðir til allmikilla
uppskipta og oft og tíðumjafntefl-
islegrar stöðu sem hentar Karpov
vel.)
6. Dd3 Da5
7. Dxe4 Bxc3t
8. Bd2
(Auðvitað ekki 8. bxc3 Dxc3 og
hvítur tapar hróknum á al.)
8. .. Bxd2t
9. Rxd2 Db6
(Þessi leikur mun fyrst hafa kom-
ið fram í skák Ubilava og Lerners
á Skákþingi Sovétríkjanna í fyrra.
Áður hefur verið leikið 8. - Rc6
-9. d5 Rd4 10. Bg2 með flókinni
stöðu eða 9. - 0-0. )
10. dxc5 Dxb2
11. Hbl Dc3!?
(í áðurnefndri skák lék Lerner
11. - Da3 og náði betri stöðu eftir
12. Bg2 Dxc5 13. 0-0 Rc6 14.
Hfdl 0-0. Kasparov hefur áreið-
anlega haft sitthvað að athuga við
taflmennsku hvíts en Karpov
verður fyrri til að víkja frá áður-
nefndri skák. Hann mátti alls
ekki leika 11. - Dxa2 vegna 12.
Dd4 0-0 13. Dc3! Da6 14. Bg2 og
viðhótuninni 15. Hal finnstengin
haldgóð vörn.)
12. Dd3 Dxd3
(Drottningaruppskipti tryggja
frumkvæði hvíts en það er vart
hægt að benda á betri leið. Þannig
má svara 12. - Da5 með 13. Hb5
Dc7 (en ekki 13. - Dxa2 14. Dc3!
o.s.frv.)
14. Re4 með betri stöðu.)
13. exd3 Ra6
14. d4
(Mun sterkara en 14. Re4 f5 15.
Rd6t Ke7 16. d4 b6 17. Rxc8t
Hhxc8 18. cxb6 axb6 19. Hxb6
Hcb8 og svartur nær peðinu fljót-
lega til baka.)
14. .. Hb8
15. Bg2 Ke7
lllll II n
lilllliEili 1111 i
A ; L:
H
1111A ||0|| ill 1
101
m b b II 2
ISHLJSL 11 I
(Það er athyglisvert að svartur á
óhægt með að losa um sig t.d.15.
- b6 16. cxb6 axb6 17. Ke2 ásamt
tvöföldun á b - línunni og b6 -
peðið riðar til falls. Þá hótar
svartur því beinlínis ekki að leika
16. - d6 vegna 17. cxdóf Kxd6 18.
c5t ásamt 19. Rc4. Byrjunartafl-
mennska Karpov hefur því beðið
skipsbrot og frumkvæði Kaspjrov
er afar ógnandi).
16. Ke2 HdS
17. Re4 b6
18. Rd6!
(Skemmtilegar leikbrellur eru
aðalsmerki Kasparovs. Hér er
ein slík á ferðinni. í fljótu bragði
virðist svartur ná að rétta úr
kútnum með 18. - bxc5 en svo er
ekki þegar betur er að gáð: 19.
Hxb8 Rxb8 20. dxc5 og svartur
getur sig hvergi hrært vegna þess
að 20. - Ra6 strandar á 21. Rxc8t
Hxc8 22. Bb7! og hvítur vinnur
mann.)
18. .. Rc7
(Það tekur langan tíma að skipta
að ná uppskiptum á riddaranum
sterka á d6 og á nteðan bætir
hvítur vígstöðu sína)
19. Hb4 Re8
20. Rxe8 Kxe8
21. Hhbl Ba6
(Svartur gat reynt að komast út i
hróksendatafl peði undir með 21.
- Bb7 22. Bxb7 Hxb7 23. cxbó
axb6 24. Hxb6 Hxb6 25. Hxb6
Ha8 með einhverjum jafnteflis-
möguleikum. Því er e.t.v. best að
halda biskupunum á borðinu og
leika 22. Bfl. B6 - peðið fellur
hvort eð er.)
22. Ke3 d5!?
23. cxd6
(Staðan er alltof einföld til þess
að Kasparov falli í gildru heims-
meistarans. Eftir 23. cxd5 'exd5
25. cxb6 Hxb6 26. Hxb627. Hxb6
heldur svartur jöfnu með 27. -
Bc4!, a2 - peðið fellur t.d. 28.
Hb2 Ha8 o.s.frv.)
23. .. Hbc8
(En ekki 23. - Hxd6 24. c5!
o.s.frv.)
24. Kd3! Hxd6
25. Ha4!
■si llllllilllllll
1 |i 11181
Alí ■ 1 lill
111 111
II a
aill
31. f3 Hd5
32. Hcl Hbd7
33. a5 g5
34. hxg5 Hxg5
35. g4 h5
(Karpov reynir eðlilega að skapa
sér mótspil en það er heldur
máttlítið í samanburði við peða-
meirihluta hvíts á drottningar-
væng sem er á fleygiferð upp í
borð.)
36. b6 axb6
37. axb6 Hb7
38. Hc5! Í5
(Vitavonlaust er auðvitað fram-
haldið 38. - Hxc5 39. dxc5 Kd7
40. gxh5 o.s.frv.)
39. gxh5 Hxh5
40. Kc4 Hh8
41. Kb5 Ha8
(Loks nú uppsker Kasparov
árangur markvissrar tafl-
mennsku. Svartur verður að láta
peð af hendi til þess að forða
biskupnum.)
25. .. b5
26. cxb5 Hb8
27. HaB4 Bb7
28. Bxb7 Hxb7
29. a4
(Hvítur stendur til vinnings. Um-
frampeðið gerir út um taflið. Það
er dálítið merkilegt að í 48. skák
hins sögurfræga einvígis í vetur
tókst Kasparov að sigra andstæð-
ing sinn í hróksendatafli en þá
voru hinir tæknilegu örðugleikar
mun meiri en núna.)
29. .. Ke7
30. h4 h6
BBffl
m...........111 i
&
- Hér fór skákin í bið. Staða
Karpovs er vitavonlaus og má
inikið vera haldi hann baráttunni
áfram á morgun en þá er biðskák-
in á dagskrá. Óskabyrjun Kaspar-
ovs sem teflt hefur af miklum
krafti.
Helgi Ólafsson stórmeistari
skrifarumskák
Uppla
C^C^I
V V X. /
) /O )/
»Hf/
blaðinu er
að finna fréttir
og greinar um húsbyggingar
og innanstokksmuni, um
byggingarefni og byggingaraðferðir,
nýjungar í tækni og það nýjasta
frá arkitektunum er kynnt. Fjölmargir
seljendur fasteigna auglýsa í
Innan húss og utan, enda nær blaðið
til nánast allra landsmanna.
Ef þú ert að lerla þér að fasteign
getum við sparað þér mikla vinnu.
MEIRIHATTAR BLAÐ
HLAÐIÐ FRÉTTUM AF
HEIMILUM, HÚSUM OG
FASTEIGNAMARKAÐINUM
Fylgir blaðinu á laugardögum
Ég óska eftir ad gerast áskrif andi ad NT.
NAFN
HEIMILI
PÓSTNR. STADUR
NAFNNR. UNDIRSKRIFT