NT - 04.09.1985, Side 4
Miðvikudagur 4. september 1985 4
Aðalfundur Stéttarsambands bænda:
Verulegur samdráttur
framundan hjá bændum
- samkvæmt samningi Stéttarsambandsins og ríkisstjórnarinnar
■ Bændakonur í landi Ásgarðs, hinu nýja sumarhúsasvæði
Stéttarsambandsins.
■ AðalfuncJur Stéttarsam-
bands bænda var haldinn á
Laugarvatni 29.-30. ágúst.
Fyrir fundinum lágu fjölmörg
mál, má þar m.a. ncfna nýju
framleiðsluráðslögin, samning
ríkisstjórnar og Stéttarsam-
bandsins, inntöku búgreinasam-
bandanna í Stéttarsambandið,
staða markaðsmála o.m.fl.
Ræða formanns
Fundurinn hófst með ræðu
formunns Stéttarsambandsins
Inga Tryggvasonar og kom þar
m.a fram að skipan og hlutverk
Framleiðsluráðs cr verulega
breytt með nýju lögunum og
verðlagning búvara breytist
talsvert. Nú verðleggja aðskildir
aðilar landbúnaðarvöru á mis-
munandi framleiðslustigum og
tekin verður upp staðgreiðsla til
búvöruframleiðenda.
Úr útflutningsbótum vcrður
verulega dregiö á næstu árum
og er áætlað að þær verði 4% af
heildarframleiðslunni árið 1990.
Þær útflutningsbætur scm þann-
ig sparast rcnna í framleiðnisjóð
landbúnaðar svo hægt verði að
grciðafyrirbúháttabreytingum.
Ingi sagði þaö mikilvæga
stcfnumörkun að innlend að-
föng nýtist í framleiðslu búvara
bæði með hliðsjón af fram-
leiðsluöryggi og atvinnu og í
lögunum er ákvæðj um að þær
hækkanir á verðlagi og kaupi í
landbúnaði komi bændum til
góða ársfjórðungslega. Hlýtur
það að teljast mikil kjarabót
fyrir bændur.
I'á er mjög mikilvægt að í
lögunum eru auknar tryggingar
fyrir því að það verð sem um er
samið verði að fullu greitt.
Samningurinn
Sá samningur sem ríkisstjórn-
in gerði við Stcttarsamband
bænda sl. miðvikudag um, að
framleiðendur fái fullt verð fyrir
107 milljónir lítra mjólkur og
12.500 tonn sauðfjárafurða á
verðlagsárinu 1985-1986 og svo
106 milljónir lítra mjólkur og
11.800 tonn sauðfjárafurða á
verðlagsárinu 1986-1987, hlýtur
að teljast tímamótasamningur.
Pað er ljóst að með þessum
samningi er verulegur samdrátt-
ur framundan hjá bændum.
Talsverðar umræður spunnust
um hvernig ætti að mæta sam-
drættinum og varð það að sam-
komulagi að það magn sem fullt
verð fæst fyrir veröi skipt milli
héraða, og miðað verði við það
búmark sem var árið 1980.
Bændur urðu einnig sammála
um að framleiðsluréttur einstaka
framleiðenda verði miðaður við
framleiðslu undanfarinna
tveggja ára.
f þessum samningi er einnig
að finna ákvæði um að ef fram-
leiðslan á áður greindum vöru-
flokkum verði meiri en ábyrgð
ríkissjóðs nær til fer fram upp-
gjör í lok hvers verðlagsárs á
þeim hluta framleiðslunnar sem
ekki hefur selst á innlendum
markaði en farið til útflutnings
eða er í birgðum. Uppgjörið fer
þá þannig fram að fullt kostnað-
arverð er fundið á umframfram-
leiðslunni og síðan verður verð-
ábyrgð hennar skipt milli ríkis-
sjóðs og framleiðenda sam-
kvæmt því magni sem hvor um
sig ber ábyrgð á.
Síðan er ákvæði um að nefnd
fjögurra manna veröi stofnuð
og skal hún annast framkvæmd
þessa samnings. Nefndin á við
upphaf hvers samningstímabils
og svo ársfjórðungslega að gera
áætlun um framleiðslu, mark-
aöshorfur, stöðu birgða umsam-
inna afurða og ráðstöfun fram-
leiðslunnar.
Báðir aðilar þ.e ríkið og Stétt-
arsamband bænda geta hvenær
sem er á samningstímanum ósk-
að eftir endurskoðun á öðrum
fulltrúar búgreinasambandanna
sæti í stjórn Stéttarsambandsins
og verða því 9 menn í stjórn
þess nú í stað 7 áður. Aðrir
stjórnarmenn Stéttarsambands-
ins voru endurkjörnir. Nýju
framleiðsluráðslögin gera ráð
fyrir að fulltrúar sem eiga að
skipa Framleiðsluráð verði til-
nefndir á aðalfundi. í Fram-
leiðsluráði er stjórn Stéttar-
sambands bænda og svo þrír
menn að auki frá búgreinafé-
lögunum, en það eru þeir Hall-
haft við Stéttarsamband bænda
og þeim fannst að lögin hefðu
verið keyrð í gegn á of skömm-
um tíma og án nægilegrar kynn-
ingar. Þeir lögðu áherslu á að
svona meðferð væri lítilsvirðing
af hálfu stjórnvalda og að aðrar
stéttir létu ekki bjóða sér slíkt.
Bændur eru almennt mjög
óhressir með skertar niður-
greiðslur ríkissjóðs á landbún-
aðarvörum og telja það mikla
kjaraskerðingu og krefjast þess
að þeim verði komið á að nýju.
kostur á að fá lánstíma fullverð-
tryggðra G og J lána lengdan
um 10 ár. Pá þarf að athuga
hvort ekki verði framkvæman-
legt að bændur fái heimild til að
nýta það fé sem þeir greiða til
Stofnlánadeildar í formi 1%
framleiðslugjalds til lækkunar
verðbótaþáttar eigin lána hjá
Stofnlánadeild.
Bændur telja það brýnt hags-
munamál að áfram verði unnið að
framleiðslustjórnun í búvöru-
framleiðslu
Það er einnig mikið kappsmál
að efla alla kynningarstarfsemi
á landbúnaðarvörum og leita
allra leiða til markaðsöflunar
bæði innanlands og utan.
■ Jón Helgason landbúnaðarráðherra ávarpaði fundinn. Við hlið hans sitja Magnús Sigurðsson
fundarstjóri, Böðvar Pálsson og Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambandsins.
Ánægja
Þess má geta að aðalfundur-
inn lýsir ánægju sinni með þá
fyrirgreiðslu sem hefur verið
gerð til uppbyggingar loðdýra-
rækt í landinu og vill fundurinn
minna á að Framleiðnisjóður
veiti auknu fjármagni til að
leysa vanda fóðurstöðva og til
að reisa nýjar.
Einnig er fundurinn mjög
ánægður með framgöngu fjár-
málaráðherra í stöðvun búvöru-
innflutnings til varnarliðsins og
skorar á bændur í stsjórn Stétt-
arsambandsins og á heilbrigðis-
yfirvöld að koma í veg fyrir
allan ólöglegan innflutning á
búvöru í framtíðinni til verndar
heilbrigði íslenska búfjárins.
Síðast en e.t.v. ekki síst má
atriðum en magntölunum en
samningstíminn er tvö næstu
verðlagsár.
Búgreinasamböndin
Nú um nokkurt skeið hafa
ýmsar aðrar búgreinar en þær
hefðbundnu rutt sér til rúms.
Má þar til dæmis nefna kjúkl-
ingabændur. eggjaframleiðend-
ur, svínabændur, loðdýrarækt-
endur o.mfl.
Þessi búgreinafélög hafa ekki
tilheyrt Stéttarsambandi bænda
frant að þessu. Fyrir aðalfundinum
lá tillaga að búgreinafélögin fengju
fulla aðild aö Stéttarsamband-
inu þ.e. bæði setu- og tillögurétt
og var það samþykkt. Tveir
menn, þeir Haukur Halldórsson
formaður loðdýraræktenda og
Jón Gíslason formaður eggja-
framleiðenda tóku sæti í stjórn
Stéttarsambandsins fyrir hönd
búgreinafélaganna.
Þeir sögðust vera mjög
ánægðir með að vera loks komn-
ir inn í Stéttarsambandið. Með
inntöku þeirra í sambandið væri
búið að viðurkenna alla búvöru-
framleiðslu sem stunduð er í
landinu og allir bændur væru nú
loks komnir á sama bás.
Fulltrúum fjölgar
Aðalfundurinn ákvað að
fjölga þeim fulltrúum sem sæti
eiga á fundum sambandsins.
Þeir voru 46 áður en verða nú
52. Búgreinafélögin teljast 10
og má því gera ráð fyrir að
fulltrúar verði 62 á næsta fundi
sem haldinn verður.
Eins og áður segir taka nú
■ Frá aðalfundi Stéítarsambands bænda á Laugarvatni
dór Kristinsson formaður svína-
ræktcnda, Bjarni Helgason for-
rnaður garðyrkjubænda og svo
Jónas Halldórsson formaður
kjúklingabænda.
Álit bænda
Þeir fulltrúar sem sátu aðal-
fundinn gagnrýndu mjög þær
aðferðir sem viðhafðar voru á
framkvæmd framleiðsluráðslag-
anna sl. vor. Þeir gagnrýndu að
stjórnvöld hefðu lítil samskipti
Einnig finnst þeim að of geyst sé
farið í afnámi útflutningsbóta.
Sérstök athygli var vakin á
því á aðalfundinum að ófremd-
arástand ríkti víða í sveitum
vegna þess að ríkissjóður hefur
ekki greitt nema helming lög-
boðinna framlaga jarðræktar-
laga síðasta árs. Þetta er auðvit-
að óviðunandi og einnig það að
of háir tollar eru á framkvæmda-
og rekstrarvörum búgreina. Það
er og brýnt að lántakendum hjá
Stofnlánadeild verði gefinn
nefna þá ánægjulegu stað-
reynd að Stéttarsambandið hef-
ur keypt 5 hektara lands í Ás-
garði í Grímsnesi undir sumar-
og orlofshús. Mæltist þessi nýj-
ung vel fyrir á fundinum og var
samþykkt að tvö hús skyldu
reist í landi Ásgarðs og eitt í landi
Hóla í Hjaltadal. Framkvæmd-
um verður hagað þannig að
húsin verða tilbúin næsta vor og
geta bændur þá eins og aðrar
stéttir notið hvíldar og hressing-
ar.
Bændakonur á ferðalagi
Meðan bændur þinguðu á
Laugarvatni brá betri helmingur
þeirra sér í ferðalag um Suður-
land undir leiðsögn Stefáns Jas-
onarsonar frá Vorsabæ í Flóa.
Að sjálfsögðu brostu veður-
guðirnir sínu fegursta og náttúr-
an tjaldaði því sem til var til
heiðurs bændakonum.
Fyrst var ferðinni heitið í
Ásgarð í Grímsnesi, en þar
hefur Stéttarsambandið keypt
land undir sumar- og orlofshús.
Mörgum kann e.t.v. að þykja
það skjóta skökku við að þænd-
ur hafi þörf fyrir að fara upp í
sveit í hvíld og afslöppun. En
bændur eru sennilega eina stétt-
in í landinu sem ekki hefur
aðgang að slíkum húsurn og er
þetta því mjög þarft framtak.
Landið í Ásgarði er mjög
fallcgt og eflaust hefur einhverj-
um verið hugsað til að gaman
verði að vera þarna með elsk-
unni sinni á fallegu sumar-
kvöldi!
Frá Ásgarði var ferðinni heit-
ið í Mjólkurbú Flóamanna. Það
er mikil stofnun og eru um 200
starfsmenn yfir sumarið þegar
mest er en um 120 yfir hávetur-
inn. Starfsemin hófst árið 1929
og hefur mjólkurbúið starfað
óslitið síðan. Bændakonur
gengu í gegnum vinnslusali bús-
ins og þar var margt forvitnilegt
að sjá. Síðan buðu mjólkurbús-
menn bændakonum í hádegis-
mat og þar var meðal annars
kynnt ný jógúrt sem kom á
markað þann dag. Næst var
förinni haldið að Laugardælum
og hin vinalega kirkja þar skoð-
uð og svo sem leið lá í gegnum
Selfoss. Þegar keyrt var fram
hjá áfengisverslun staðarins
varð leiðsögumanni það á orði
að þetta væri sundlaug staðarins
og eflaust má segja það með
réttu við sum tækifæri a.m.k.!!
Eftir að hafa keyrt í gegnum
Eyrarbakka og Stokkseyri lá
leiðin að rjómabúinu á Baug-
stöðum. Það er ekki starfrækt
lengur en er varðveitt sem safn.
Það starfaði frá 1905-1952 og
þar fór mjög merkileg starfsemi
frarn. Þær konur sem þar störf-
uðu nutu mikillar virðingar og
þóttu þær sem komust að á
rjómabúunum góðir kvenkost-
ir.
Frá Baugstöðum var haldið
að Forsæti í Villingaholtshreppi
og þar býr bóndi sem gerði sér
lítið fyrir að gera upp orgelið úr
Landakirkju og hefur það nú
inni í stofu hjá sér. Þetta er
mikill gripur og nánast undur að
einn maður leggi í svo mikið
stórvirki. Á þeim bæ var einnig
vindmylla ein mikil. Hún fram-
leiðir ekki rafmagn heldur hitar
vatn með vatnsnúningi og getur
framleitt talsvert magn í 6-7
vindstigum.
Nú var ekið sem leið lá aö
Þjórsárveri í kaffidrykkju á veg-
um kvenfélagsins þar. Það var
að sjálfsögðu myndarlega á móti
bændakonum tekið, vísur
kveðnar að bændasið og lagið
tekið. Eftir að hafa snætt nægju
sína var haldið í Skálholt og
þaðan aftur á Laugarvatn. Þetta
var mjög ánægjuleg ferð og
eflaust hlakka margar til næstu
ferðar.