NT - 04.09.1985, Blaðsíða 6
auglýsingar
varahlutir
Hedd hf.
Skemmuvegi M-20 Kópavogi
Varahlutir - ábyrgá,- viðskipti
Höfum 'fyrirliggjandi varahluti í flestar
tegundir bifreiða, m.a.
Galant 1600 árg 79 -*Volvo 343 árg 79
Subaru 1600 árg 79 Ránge Rover árg 75
Honda Civic árg 79 Bronco árg 74
Datsun 120 A árg 79 Wagonerárg75
Mazda 929 árg 77 Scout II árg 74
Mazda 323 árg 79 Cherokee árg 75
Mazda 626 árg 79 Land Rover árg 74
Mazda 616 árg 75 Villis árg '66
Mazda 818 árg 76 Ford Fiesta árg'80
Toyota M II árg 77 Wsrtburg árg '80
Toyota Cressida 79. Laoa Safir árg '82
Toyota Corolla árg '79^ Landa Combi árg '82
Toyota Carina árg 74" Lada'Sporl árg '80
Toyota Celica árg 74 Lada 1600 árg '81
Datsun Diesel árg '79 Volvo 142 árg 74
Datsun 120 árg '77 Saab99árg'76
Datsun 180 B árg'76 Saáb96árg'75
Datsun 200 árg 75 Cortina 2000 árg 79
Datsun 140 J. árg 75 Scíutárg’75
Datsun 100 A árg 75 V-^hevelle árg 79
Daihatsu A-A)egro árg '80
Carmant árg 79 Transit árg 75
Audi 100 LS árg 76 Skoídi 120 árg ’82
Passatárg’75 Fiat 132 árg 79
(^pet- Fteeefd árg 74 Fiat 125 P árg ’82
VW 1303 árg 75 F-Fermont árg 79
C Vega árg 75 P-jSranada árg 78
Mini árg 78
Ábyrgð á öllu, allt inni þjöppumælt'
og gufuþvegið. Vélar yfirfarnar eða
uppteknar með allt að 6 mánaða
ábyrgð. ísetning ef óskað er.
Kaupum nylega bíla til niðurrifs og
jeppa. Staðgreiðsla. Opið virka
daga frá kl. 9-19 laugardaga kl.
10-16. Sendum um land allt.
Hedd h.f. síma 77551 og 78030
Reynið viðskiptin
ökukennsla
Kenni á Audi ‘82. Nýir nemendur
geta byrjað strax og greiða aðeins
tekna tíma.
Æfingatímar fyrir þá sem hafa misst
réttindi. Æfing í borgarakstri. Læriö.
þar sem reynslan er mest. Greiðslu-
kjör, ennfremur Visa og.Eurocard.
Símar 27716 og 74923.
Ökuskóli Guðjóns Ó. Hanssonar.
bílaleiga
BIIALEICA
REYKJAVÍK:
AKUREYRI:
BORGARNES:
VÍÐIGERÐI V-HÚN.:
BLÖNDUÓS:
SAUÐÁRKRÓKUR:
SIGLUFJÖRÐUR:
HÚSAVÍK:
EGILSTAÐIR:
VOPNAFJÖRÐUR:
SEYÐISFJÖRÐUR:
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR:
HÖFN HORNAFIRÐI:
91-31815/686915
96-21715/23515
93-7618
95-1591
95-4350/4568
95-5884/5969
96-71498
96-41940/41594
97-1550
97-3145/3121
97-2312/2204
97-5366/5166
97-8303
interRent
húsnæði óskast
________óskar að taka á leigu 2
herbergja íbúð fyrir einn starfsmann
blaðsins. Upplýsingar í síma 687695
á skrifstofutíma, kl. 9 til 17.
Allurakstur
krefst \l
varkárni
ÖLL ALMENN PRENTUN
LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
• Hönnun
• Setning
• Filmu- og plötugerð
• Prentun
• Bókband
PRENTSMIDJAN
(^cldci H F.
SMIÐJUVEGI 3, 200 KOPAVOGUR
SIMl45000
Er öryggi þitt
ekki hjólbarða
virði?
UUMFEROAR
ráð
varahlutir
Aðalpartasalan
Simi23560
Autobianci 77 Buick Appalo 74
AMCHornet'75 HondaCivic’76
AustinAllegro'78 Datsun 100 A'76
AustinMini'74 Simca1306'77
:Chevy Van '77 Simca 1100 '77
ChevroletMalibu'74 Saab99 73
Chevrolet Nova 74 Skoda120L’78
DodgeDart'72 Subaru4WD'77
Dodge Coronet'72 Trabant'79
Ford Mustang '72 Wartburg '79
FordPinto'76 ToyotaCarina’75
Ford Cortina'74 ToyotaCorolla'74
Ford Escort'74 Renault4'77
Fiat 131 77 Renault5’75
Fiat 132 '76 Renault 1274
Fiat 125 P’78 Peugout504 74
Lada'1600'82 Jeppar
Lada1500'78 Wagoneer'75
Lada1200’80 RangeRover’72
■ Mazda 323 77 Scout 74
Mazda929'74 FordBronco’74
Volvo145 74
VW1300-1303 74
VW Passat 74
Mercury Comet 74 ,
Ábyrgð á öllu, kaupum bíla til
niðurrifs, sendum um land allt.
Opið virka daga frá kl. 9-19,
laugardaga frá kl. 10-.1p. Aðal-
partasalan Höfðatúni 10, sími
23560.
STAÐAR NEM!
Öll hjól eiga að stöðvast
algerlega áðuren
að stöðvunarlínu
er komið.
■ Káre Willoch, forsætisráðherra og formaður íhaldsflokksins og Gro Harlem Brundtland, formaður Verkamannaflokksins,
berjast um það hvort þjóðarskútunni skuli stefnt til hægri eða vinstri.
Þingkosningarnar í Noregi:
Stórfyrirtæki og NATO
hrædd við vinstrimenn
■ Erlend olíufyrirtæki og bankar í
Noregi eiga erfiða daga í vændum nái
Verkamannaflokkurinn meirihluta í
þingkosningunum í landinu 9. þessa
mánaðar. Þá óttast yflrmenn NATO að
breytt utanríkisstefna landsins gæti
veikt varnarbandalagið.
Gro Harlem Brundtland, formaður
Verkamannaflokksins, hefur heitið því
að minnka umsvif erlendra olíufyrir-
tækja í landinu og auka að sama skapi
framleiðslu innlendu olíufyrirtækjanna
þriggja. Olíupeningarnir yrðu síðan
notaðir til að auka samneyslu í þjóðfé-
laginu.
Vinstri menn ásaka Káre Willoch,
forsætisráðherra og leiðtoga íhalds-
flokksins, um að hafa skorið niður
framlög til heilbrigðismála. Afleiðingin
sé mikil bið eftir sjúkrahússplássum.
Þá telja þeir ónógu fjármagni varið til
málefna aldraðra. Willoch telur það
hins vegar ábyrgðarlaust að veita olíu-
gróðanum út í hagkerfið, það muni
aðeins leiða til meiri verðbólgu. Verð-
bólgan er nú 5,7%, en var um 10
prósent árið 1981. Að auki benda þing-
nienn borgaraflokkanna þriggja á að
samneysla í landinu hafi aukist álíka
mikið í tíð samsteypustjórnar borgara-
flokkanna og hún gerði meðan Verka-
mannaflokkurinn var við völd.
Forráðamenn Verkamannaflokksins
hafa einnig lagt mikla áherslu á nauðsyn
þess að skapa ný atvinnutækifæri í
landinu og vilja að stofnaður verði
sérstakur sjóður til þess. Atvinnuleysi
er þó með því minnsta sem þekkist í
Evrópu, aðeins um 2,5 prósentustig.
Vinstri menn hafa nú fallið frá áform-
um um að þjóðnýta banka landsins, sem
þeir hétu að gera í kosningunum fyrir
fjórum árum.
Þess í stað vilja þeir minnka áhrif
fulltrúa hlutabréfahafa í stjórnum bank-
anna með því að skipa fulltrúa flokk-
anna í þær. í tillögum þeirra er gert ráð
fyrir að þriðjungur stjórnarmanna yrði
kjörinn af starfsmönnum, annar
þriðjungur af hluthöfum og hinir af
ríkisvaldinu.
í utanríkismálum aðhyllist verka-
mannaflokkurinn þá stefnu að lýsa Nor-
eg kjarnorkuvopnalaust svæði, með
þeim skilyrðum þó að bæði risaveldin
myndu virða þá yfirlýsingu. Þá er
Verkamannaflokkurinn andvígur nú-
verandi stefnu NATO um meðaldrægar
kjarnorkueldflaugar, þótt svo engum
hafi verið komið fyrir í Noregi.
Hægri menn hafa lýst yfir að þeir
muni halda fast við óbreytta stefnu í
efnahagsmálum, fái þeir umboð kjós-
enda til að stjórna áfram næstu fjögur
árin. Borgaraflokkarnir hafa afnumið
ýmis höft á fj ármálaviðskipti og beitt sér
fyrir stofnun lánamarkaðar sem lýtur
lögmálum framboðs og eftirspurnar.
Greiðslu- og vöruskiptajöfnuður við
útlönd er nú mjög hagstæður og velferð
þegna Noregs er meir en nokkru sinni
fyrr.
En hvernig fer svo í kosningunum á
mánudag? Skoðanakannanir benda til
að mjög mjótt verði á mununum. Ótrú-
legt þykir að Verkamannaflokkurinn
nái hreinum meirihluta, en hann hefur
nú 66 af þeim 155 þingmönnum sem
sitja á norska Stórþinginu. Brundtland
formaður myndi því líklega þurfa að
leita til frjálslynda flokksins og flokks
vinstri sósíalista um stuðning við mynd-
un stjórnar.
íhaldsflokkurinn er nú, stærsti stjórn-
málaflokkurinn með 53 þingmenn, en
auk hans mynda Kristilegi flokkurinn og
Miðflokkurinn núverandi stjórn. Kristi-
legir hafa 15 þingmenn og miðjumenn
11. Þessir flokkar hafa lýst yfir áhuga á
frekara stjórnarsamstarfi en kjósendur
hafa síðasta orðið þar urn.
(Byggt á Reuter og Economist)
Sovétríkin:
Þrælkunarbúðir
fyrir kirkjurækni
Stokkhólmur-Reuter
■ Ukraínubúinn Josyf Terelia, sem
mjög hefur barist fyrir mannréttindum í
Sovétríkjunum, hefur verið dæmdur í
sjö ára þrælkunarbúðir og fimm ára
útlegð fyrir starf á vegum kaþólsku
kirkjunnar í Úkraínu.
Það var hópur sovéskra útlaga í
Stokkhólmi sem skýrði frá þessu.
Terelia, sem er 43 ára, hefur áður
verið í þrælkunarbúðum í 18 ár fyrir
afskipti sín af trúmálum. Hann var
forsvarsmaður hóps sem barðist fyrir
rétti kirkjunnar og safnaðarmeðlima í
Úkraínu, en kaþólska kirkjan er bönn-
uð þar.
Terelia gaf út 10 eintök af neðanjarð-
arblaðinu „Samizdat“, þar sem fjallað
hefur verið um sögu kaþólskunnar í
Úkraínu.
Persaflóalönd:
Átelja írana
fyrirskortá
friðarvilja
Riyadh-Rcutcr
■ Aðildarlönd Samvinnuráðs
Persaflóa átöldu írana harðlega á
fundi sínum í gær, fyrir að hafa
sýnt tilraunum til að binda enda á
stríð þeirra og íraka lítinn áhuga.
í sameiginlegri yfirlýsingu
utanríkisráðherra Saudi-Arabíu,
Kuwait, Bahrain, Qatar, Oman
og Sameinuðu furstadæmanna,
sagði að Samvinnuráðið mundi
láta einskis ófreistað til að ná
frani friðsamlegri lausn á stríð-
inu. Það hefur nú geisað í nær sex
ár.
Á næstunni munu fulitrúar
Samvinnuráðsins og Efnahags-
bandalags Evrópu hittast til að
ræða möguleika á efnahags- og
viðskiptasamvinnu. í fyrra setti
Efnahagsbandalagið 13,4% toll á
nokkrar útflutningsvörur Saudi-
Arabíu og önnur lönd við Persa-
flóa óttast að Efnahagsbandalag-
ið muni setja samsvarandi toll á
útflutningsvörur þeirra.