NT - 04.09.1985, Page 8

NT - 04.09.1985, Page 8
 Máisvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund Framkvstj.: Guömundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Sjálfvirkur sími í sveitir landsins ■ Árið 1981 þegar Steingrímur Hermannsson var samgöngumálaráðherra voru samþykkt lög á Alþingi sem kváðu á um að lokið skyldi lagningu sjálfvirks síma í sveitir landsins. í þeirri áætlun sem samþykkt var, var reiknað með að verkinu skyldi lokið á fimm árum eða á árinu 1986. Þegar var hafist handa um að hrinda áætluninni í framkvæmd og verkinu miðaði það vel að því verður að öllum líkindum lokið um áramót, eða ári fyrr en ætlað var. Verið er að ljúka jarðsímalögnum og setja um fjölsímabúnað sem síðan verður tengdur við sjálfvirkan síma landsmanna. Þessu verki er vert að fagna og taka eftir. Eitt af því sem skapað hefur aðstöðumun þeirra sem í sveitum landsins búa og hinna sem í þéttbýlinu eru. í strjálbýlu landi sem Islandi er síminn afar nauðsynlegt tæki til að auðvelda samskipti og boðleiðir milli manna og ekki síður nauðsynlegt öryggistæki sem á að vera hægt að grípa til hvenær sem er. Lengi hefur það verið ósk þeirra sem ekki hafa haft sjálfvirkan síma að fá hann og virðist það langþráða takmark nú vera í nánd. Þessi ákvörðun Alþingis var góð en ekki er þar með sagt að allar ákvarðanir varðandi símakerfi landsins hafi verið viturlegar. Á þessum árum var einnig rokið til og farið í að símavæða bílaflota þeirra landsmanna sem á því höfðu efni. í því máli virðist hafa skort nokkra framsýni því að öllum líkindum verða þeir sem fjárfestu í slíkum bílasímum að henda þeim og kaupa aðra þar sem þeir verða ónothæfir innan tíðar. Byggja þarf allt bílasímakerfið upp á nýtt og því hefur þessi skammsýni ráðamanna kostað þjóðina mikið. En lagfæra þarf fleira í fjölmiðlakerfi landsins. Ennþá skortir mikið á að dreifikerfi ríkisútvarpsins nái jafnt til allra landsmanna. Hljóðvarpið næst ekki á F.M. bylgju hvar sem er og margir njóta ekki sjónvarpsins sem skyldi vegna lélegra sendinga. Þessu þarf að bæta úr hið fyrsta því það hlýtur að vera réttmæt krafa landsmanna að þeir eigi jafnan aðgang að fjölmiðlakerfi landsins hvort heldur það er sjónvarp, útvarp eða sími óháð því hvað þeir búa. Landbúnaðar- pólitík Jónasar Kristjánssonar Liðin er sú tíð að landsmenn hrökkvi við yfir leiðaraskrifum D.V. um landbúnaðarmál. Enn einn langhundurinn, studdur jafngildum rökum og áður um það efni birtist á síðum þess blaðs í gær. Leiðarinn er skrifaður af ritstjóra þess sem manna fróðastur er um landbúnaðarmál, sjálfmenntaður í greininni. Þar kemst fræðimaðurinn enn að þeirri niðurstöðu að landbúnaðurinn sé og hafi verið baggi á íslenskri þjóð. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og sé það skoðun jafn gagnmerks manns og Jónasar Kristjánssonar að svo sé, er það ábyrgðarhluti að koma henni ekki á framfæri. Cató hinn gamli endaði allar ræður sínar á því að leggja til að Karthagó yrði lögð í rúst. Ekki er útséð ennþá hvort ritstjóra D.V. tekst það ætlunarverk sitt að telja þjóðinni trú um að landbúnaðurinn sé höfuðmein- semd íslensks efnahagslífs, og sárt væri það fyrir þann sama mann ef hann næði ekki markmiðum sínum í þeim efnum. Miðvikudagur 4. september 1985 8 Vettvangur Sigrún Magnúsdóttir: Éger-égget- égverð-égvil Framsöguræða um framboðsmál á f undi Landssambands f ramsóknarkvenna ■ Sigrún Magnúsdóttir. ■ ÉG ER - ÉG GET - ÉG VERÐ - ÉG VIL. Voru einkunnarorð sem Landssambandið gaf okkur til hvatningar. Fyrir nokkrum dögum heimsótti ég eina aldna framsóknarkonu, sem þessi brýningarorð gætu átt við. Engri framsóknarkonu hefur tekist ennþá að feta í fótspor hennar. En fyrir 40 árum setti hún sér markmið og tókst að framfylgja þeim. Einnig sýndi hún sérstakt afrek að fara í háskólanám á fimmtugsaldri. Sérstaklega í þá daga. Hún bað að skila sérstaklega góðri kveðju til ykkar allra. Ég þarf tæplega að taka það fram að ég á hér við Rannveigu Þorsteinsdóttur. Ég vil nú beina þessum brýn- ingarorðunum til okkar hér í dag og segja: VIÐ ERUM - VIÐ GET- UM - VIÐ VERÐUM - VIÐ VILJUM. HVAÐ ERUM VIÐ? Við erum ung og tiltölulega fámenn Landssamtök fram- sóknarkvenna. Við erum ákveðnar að berj- ast fyrir framgangi Framsókn- arflokksins. Við erum samtök sem unnið hafa geysimikið og gott starf síðustu árin og aukið hlut kvenna í flokknum mikið. Við erum í samtökum sem hafa vakið athygli á sér m.a. með frábæru námskeiðahaldi. Við erum með fræga sam- þykkt í fórum okkar. Húsavík- ursamþykktina. Við erum bundnar af stórum orðum og kröfum. Við erum núna skyldugar að standa við þau og hefja fram- kvæmdir. Við erum lítt áberandi í sögu flokksins og næstum ó- sýnilegar í sögu þingflokksins. Við höfum ekki átt nema einn fulltrúa í þingflokkum, Ran- veigu Þorsteinsdóttur. Við erum stundum óánægð- ar í flokknum og nöldrum þá í köllunum. Við erum ákveðnar að stefna að jafnri hlutdeild karla og kvenna í flokknum. Svo og á framboðslistum hans. Við erum vanari en karlar að vinna saman á bak við og hafa stuðning hvor af annarri og þess vcgna erum við kannski ragari í baráttunni um toppsætin. EN HVAÐ GETUM VIÐ? Við getum brotið blað í framboðsmálum og gert okkur sýnilegar líkt og Rannveig gerði fyrir tæpum 40 árum. Við getum hætt að nöldra í köllunum (enda litill ávinning- ur) og farið að vinna hlutina eftireigin framkvæmdaáætlun. Við getum orðið fjölmenn samtök og t.d. sett okkur þau markmið að fimmfalda félaga- tölu okkar í vetur. Hver félagi fær það verkefni að koma með fimm nýja félaga. Mætti hugsa sér að veita viðurkenningu. Við getum haldið áfram að efla konur með námskeiða- haldi og styrkja þannig sjálfs- traust þeirra og gera þær færari í baráttuni. Við gfctum stofnað kvenna- miðstöð niður á Rauðarárstíg og ra'ðið starfsmann allan daginn í samvinnu við F.F.K. Við í stjórn F.F.K. ákváðum á fundi í vikunni að engin ávöxtun á fé væri betri en sú sem stuðlaði að framgangi framsóknar- kvenna og eflingu flokksins. ■ Nokkrar landsþingskonur við nefndarstörf. Fullir undir stýri valda æ fleiri slysum ■ Það er ekki að ástæðulausu að oft er fjallað um bílaumferð og aksturslag á íslandi í bæjum og á þjóðvegum. Bílaeign er orðin svo almenn hér á landi, að hún mun hvergi í heiminum vera öllu meiri, sé miðað við höfðatölu. Sem að líkum lætur aukast umferðaróhöpp og slys við fjölgun bíla og meiri akstur. Svo oft er búið að tíunda þær hörmungar og eignatjón sem af umferðarslysum verða að það mun vera að bera í bakkafullan lækinn að fara með þá þulu, enda er hún óskemmtileg. En greinilegt er að ein teg- und umferðarslysa eykst jafnt og þétt, sem auðvelt ætti að vera að komast hjá. En það eru slys sem ölvaðir ökumenn valda. Óhugnanlegar tölur Á vegum dómsmálaráðu- neytisins hefur verið tekin saman skýrsla um ölvunarakst- ur, og birt hefur verið í blöðum. Gerir lítið til þótt farið sé yfir þá svörtu skýrslu oftar. Þar kemur í Ijós að á fyrri hluta þessa árs hafi orðið veruleg aukning á bílveltum og útafakstri, sem valdið hafa slysum á mönnum. Á árunum 1981—84 voru þess konar slys að meðaltali 56 á ári. í ár eru þau orðin 104 og í Ijós hefur komið að þriðjungur þessara slysa er vegna þess að öku- menn hafa keyrt ölvaðir. Einnig kemur í ljós að kærur til lögreglunnar hafi verið 58 fleiri á þessu ári en á sama tíma í fyrra. í höfuðborginni hefur umferðaróhöppum sem ölvað- ir menn hafa valdið fjölg- að úr 69 í 82. Sambærilegar tölur hafa einnig verið teknar saman úr nágrannabyggðun- um. Dómgreindarskortur Hér þarf ekki vitnanna við. Fleiri og fleiri ökumenn leggja það í vana sinn að setjast drukknir undir stýri. Maður hlýtur að álykta að þessi hættu- legi dómgreindarskortur stafi af drykkjunni. Því ættu menn ekki að treysta því þegar sest er að drykkju að þeir snerti ekki bíla sína fyrr en af þeim er runnið og verstu timbur- menn um garð gengnir. Þegar farið er til gleðskapar sýnist öruggasta ráðið að skilja bíl- ana eftir heima, og lyklana að þeim í góðri geymslu fjarri vösum þeirra sem hefja áfeng- isdrykkju. Undanfarnar vikur hafa birst í NT greinar og fréttir um ölvunarakstur og hafður uppi áróður gegn slíku athæfi. Ekki sýnist veita af og vonandi hefur þetta einhver áhrif til hins betra.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.