NT


NT - 04.09.1985, Side 9

NT - 04.09.1985, Side 9
Miðvikudagur 4. september 1985 9 ■ Frá Landsþingi Landssambands framsóknarkvenna á Laugarvatni. berjumst gegn þeirri hugsun fólksins í dag að best sé að hafa einn sterkan sniðugan leið- toga, sem gerir það sem honum dettur í hug. Þetta er í sjálfu sér mjög andstætt lýðræðishug- myndum. Það er sótt að framsóknar- mönnurn úr öllum áttum núna og unga fólkinu talin trú um, að það sé úr takt við tímann að vera framsóknarmaður. Við verðum að snúa vörn í sókn. Við vcrðum að vera virkar í þátttöku í stjórnmálum til að geta haft áhrif á hvernig það þjóðfélag verður, sem bíður niðja okkar. Engum stjórn- málaflokki er betur treystandi til að móta það og stýra, þ.e. Framsóknarflokki með jafnri þátttöku karla og kvenna. Við verðum að gefa okkur heilshugar að þessu stórkost- lega verkefni næstu mánuði. Framsóknarflokkurinn þarfn- ast okkar. Við verðum að geta sagt: Það hófst á Húsavík, fram- kvæmd var ákveðin á Laugar- vatni og það tókst. Við getum haft heitt á könn- unni og gefið okkur tíma að ræða saman hvernig markmið- um verði best náð. Við getum komið okkur upp vísi að bókasafni og alls kyns upplýsingarmiðlun ti! aösíoðar konum, sem hyggja á framboð eða önnur störf innan flokksins. Við getum sýnt samvinnu- hugsjónina í verki þar sem einn fær litlu áorkað getur samtakamátturinn lyft grettis- tökum. Við getum sýnt með starfi okkar, áhuga og þori, að við erum kraftur sem flokkurinn getur ekki verið án. VIÐ VERÐUM. GF.RA HVAÐ? Við verðum að stórauka fjölda okkar í flokknum til þess að vio séum færar um að axla þá ábyrgð sem við ákváðum með Húsavíkursamþykktinni. Við verðum að vera tilbúnar að fara út í prófkjörsslag, jafn- vel hver við aðra. Við verðum að gera okkur það ljóst að þá gildir ekkert systrabandalag, en þá vitum við um vin í eyðimörkinni, miðstöðina á Rauðarárstíg. Við verðum líka í dag að gera okkur grein fyrir hvernig prófkjörsfyrirkomulag við telj- um henta okkur best. Ég hef verið í framboði í fjórum kosn- ingum, engum með sama sniði á framboðsmálum. Ég fæ ekki séð að neitt öðruvísi fyrir- komulag henti konum fremur en körlum, auðveldasta fyrir- komulagið almennt séð er ef- laust innan kjördæmasamband- anna. En að mörgu leyti finnst mér eðlilegra að miða við fé- lagaskrár, sem yrði lokað ein- hvern ákveðinn tíma fyrir prófkjör. Þar með kæmi viss hvatning að fjölga félögum og um leið fengju þeir þetta hlut- verk - tilgang með veru sinni í flokknum. Vissulega er margt að varast í þessum framboðs- málum t.d. er það alvarlegur hlutur ef einungis efnaðir ein- staklingar sjá sér fært að fara í framboð. Það er jafnvel talið að aldrei hafi verið meiri hætta á þessu en einmitt nú með breyttum útvarpslögum. Þeir efnuðu kaupa sig inn á video- kerfin. Þetta er ekki síst áhyggjuefni fyrir konur. En það er staðreynd að þær hafa úr minna að spila en karlar. ' Við verðum þess vegna að byggja okkur svo vel upp og vera staðfastar í trúnni á mál- staðinn að ekkert getur hrakið okkur af leið. Það er mikil nauðsyn að félagshyggjufólk hópi sig saman og berjist gegn uppgangi frjálshyggjuaflanna í Sjálfstæðisflokknum, að við Samþykkt um framboðsmál Landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið að Laugarvatni 31. ágúst og 1. sept. 1985 fagnar þeim mikilvæga áfanga sem náðst hefur í jafnréttisátt innan Framsóknarflokksins með stóraukinni þátttöku kvenna í störfum hans. Nú þegar hafa ýmis af markmiðum Húsavíkursamþykkt- arinnar náðst en áfram verður haldið á sömu braut. Á næstu tveim árum verður gengið til sveitarstjórnar- og alþingiskosninga. Þingið samþykkir eftirfarandi í tilefni af því: „Kona skal vera í 1. eða 2. sæti hvers framboðslista Framsóknarflokksins í komandi sveitarstjórnar- og al- þingiskosningum. Við uppröðun í önnur sæti framboðs- listanna minnum við á þann yfirlýsta vilja Landssamb- ands framsóknarkvenna að stjórnir, nefndir, ráð og listar á vegum flokksins verði að helmingi skipuð konum.“ Það er rnargt sem við getum og verðum að gera til að auð- velda leiðina til framboðs. Þeg- ar byggja skal stórt verður að vanda vel til undirstöðunnar. Þess vegna er lífsnauðsyn að renna fleiri stoðum undir félag- ið okkar - efla félagsstarfsem- ina til að gera okkur hæfari til að takast á við ábyrgðina. Ég er sannfærð um að með starfi okkar getum við unnið þannig, að frarn hjá okkur verði ekki hægt að ganga séum við sjálfar ákveðnar, þannig að til sér- framboðs þurfi ekki að koma, sem ég álít öllum til góðs. Dæmi: Á listanum til Al- þingis í Reykjavík 1983 var jöfn skipting karla og kvenna en fyrsta konan byrjaði í 4. sæti það er þarna sem breyting þarf að verða á. VILJI ER ALLT SEM ÞARF - ER SAGT, EN HVAÐ VILJUM VIÐ? Við viljum stórauka hlut fram- sóknarkvenna í sveitarstjórn- um að vori og stórauka þátt kvenna í þingflokknum. Er hægt að stórauka eitthvað sem er 0? V ið.vilj um koma mörgum konum inn í þingflokkinn. Viljum við leggja mikla vinnu á okkur til að ná mark- miði okkar frá Húsavík? Þá verður hver og ein okkar að vinna mikið svo að það takist. Við viljum hætta að nöldra hver í sínu horni og hefjast heldur handa og framkvæma hlutina eins og við viljum hafa þá. Við viljum stofna kvenna- miðstöð og beita afli okkar innan flokksins. Við viljum verða stór og öflug samtök baráttuglaðra kvenna, sem vita að þegar orka er leyst úr læðingi er ekkert sem fær hindrað hana. Verum vissar um vald okkar þegar við viljum eða eins og Davíð Stefánsson sagði í kvæð- inu Elfan: Ef eitthvað vill hefta hennar veg, þá hrópar hún köld og ægileg Burt, það er ég. Víki það ckki, þá veltur hún fram, vefur um björgin hvítan hramm og öskrar, svo glymur í glj úfra- sal Ég skal. Sigrún Magnúsdóttir, varaborgarfulltrúi, og formaður Félags framsóknarkvenna, í Reykjavík. ■Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir bflstjóra að vera staðinn að ölvunarakstri. NT-mynd: Svemr Það er vel til fallið af dóms- málaráðherra að láta taka sam- an óyggjandi tölur um hvert stefnir og hvert kæruleysi það er að aka drukkinn og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Tölur sem þessar ætti að taka saman og birta reglulega. Ósiöurinn færist í aukana Það gefur auga leið að ekki eru allir drukknir ökumenn teknir fastir og staðnir að lög- broti, né að þeir valdi slysum. Einhverjir slampast væntan- lega á leiðarenda án stóráfalla. En bersýnilegt er að drukknir ökumenn valda mun fleiri slys- um í ár en undanfarin ár. Það er umhugsunarvert hvernig á þessu getur staðið. Þetta er náttúrlega kæruleysi og skort- ur á dómgreind, en hvers vegna færist slíkt í aukana? Umferðarslysum fjölgar jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og úti á vegum, jafnvel í afdölum og á heiðum uppi. Þetta bendir til að aksturshæfni og aksturs- lag alltof margra bílstjóra sé ekki eins og vest verður á kostið. Og margir valda um- ferðarslysum án þess að vera undir áhrifum áfengis. En það breytir ekki því að drukknir ökumenn eru miklum mun lík- legri til að fara sjálfum sér og öðrum að voða, en allsgáðir. Og sé aksturshæfnin ekki upp á það besta hjá ódrukknum bílstjórum, verður hún þeim mun verri er þeir keyra fullir, og þá er voðinn vís. Hörð viðurlög Viðurlög við að aka undir áhrifum áfengis eru nokkuð hörð. Það eru bæði fjársektir og missir ökuréttinda um lengri eða skemmri tíma, sem þeir seku verða að láta sér lynda. Þá er þess að geta að tryggingar ná ekki yfir það tjón sem drukknir ökumenn valda. Það getur orðið um stórar fjárfúlgur að ræða, jafn- vel svo að menn missi eigur sínar og hafi samt ekki bol- magn til að standa undir kostn- aðinum. Drögum úr kæruleysinu Það væri ekki úr vegi að dómsmálaráðuneytið tæki saman hver viðurlög eru við ölvunarakstri og birti almenn- ingi. Það mætti taka dæmi úr dómabókum til að sýna það svart á hvítu hvaða áhættu menn taka er þeir setjast ölv- aðir undir stýri. Vera mætti að þaö gæti dregið ögn úr kæru- leysinu ef menn vita fyrir, hvað það getur haft í för með sér að aka drukkinn, Ófyrirgefanlegt glapræði íslenskir ökumenn mættu um margt bæta akstursvenjur sínar og lögreglan herða enn betur á öllu eftirliti með um- ferð en nú er gert. Fyrst og fremst þarf að halda allri um- ferð innan þeirra -raðatak- markana sem lög gera ráð fyrir. Frá því eiga ekki að vera nein frávik eða undantekning- ar nema fyrir lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbíla. Ef það tæk- ist mundi örugglega draga mik- ið úr umferðarslysum og óhöppum. Hins vegar mun það ekki draga svo nokkrum nemi úr þeim tíma sem tekur að komast á milli tiltekinna staða. En að gera vont ökulag enn verra með því að ökumenn helli í sig áfengi og slævi dóm- greind sína og hæfni að mun, er ófyrirgefanlegt glappæði. Oddur Ólafsson

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.