NT


NT - 04.09.1985, Síða 17

NT - 04.09.1985, Síða 17
Miðvikudagur 4. september 1985 17 Frábært popp Propaganda - A Secret Wish ■ í fyrra var ár Frankie Goes To Holiywood. Það hefur lítið borið á þeim í ár, en í staðinn býður ZTT-fyrirtækið, sem gaf út Frankie, upp á þýsku hljóm- sveitina Propaganda. í henni eru tvær stúlkur önnur þeirra gift Paul Morley öðrum aðal- manni ZTT-fyrirtækisins, og tveir piltar, sem báðir hafa kom- ið við sögu þekktra þýskra hljómsveita eins og Die Krupps. Nú er komin stór plata frá Propganda, sem ber nafnið A Secret Wish. Á henni eru 9 lög hvert öðru betra. Platan hefst á rólegu og draumkenndu lagi þar sem trompet leikur aðal- hlutverkið, og Claudia Brucken söngkona talar textann fremur en syngur. Næsta lag heitir The Murder Of Love og er grípandi og skemmtilegt. Síðast á hlið eitt er lagið Duel/Jewel, sem var sýnt í sjónvarpinu nýlega og gefur hinum lögunum tveimur ekkert eftir. Hlið 2 hefst á laginu P-Mac- hinery, sem mun verða næsta smáskífa Propaganda, ogeinnig frábært lag. Pannig er hægt að halda áfram með alla hlið 2 Petta eru allt saman mjög góð lög, þám. Dr Mabuse sem kom út á smáskífu í fyrra. Hljómurinn á þessari plötu er frábær. Þeir sem hafa heyrt Sæmilega áheyrilegt Fásinna - Fásinna ■ Nýjasta framlag austfirskra i til rokksins heitir Fásinna. Þessi [ hljómsveit hefur orðið sigursæl í ýmsum keppnum hér og þar um landið og uppskorið töluvert af stúdíótímum í verðlaun. Ár- angurinn er á þessari 6 laga 45 snúninga plötu frá Mjöt. Samkvæmt plötunni er vísasti vegurinn til að vinna sigra í hljómsveitakeppnum að vera með rokkhljómsveit. Fásinna er rokkhljómsveit af þeirri teg- und sem átti sitt biómaskeið upp úr 1970 með sveitum eins og Led Zeppelin, Genesis, Pink Floyd, Yes og King Crimson. Nútíma arftakar þessara hljóm- sveita úti í heimi eru t.d. Maril- lion, U2 og Saga. Hér á landi er það Fásinna. Þetta er þokkaleg hljómsveit á sínu sviði, en á að vísu sínar slæmu stundir. Þar ber fremst í flokki að telja Hitt lagið, sem er kannski hittlag eða smellur, en þjónar varla miklum öðrum tilgangi. Fyrri hlið plötunnar er sæmilega áheyrilegHögin Gestur og gæs og Hvað er hinumegin eru ágæt. Lögin Spurningar og kannski svör og Hvar er heima á hlið 2 eru líka sæmileg. Söngurinn er mjög í ætt við þann söngstíl sem iðkaður var á fyrri hluta 8. áratugarins. Þetta er hetjulegur og ungmenna- félagslegur söngstíll, sem hæfir vel þeim þungu og alvarlegu pælingum um lífið og tilveruna plötur með Frankie Goes To Hollywood (hver hefur það ekki) kannast við þennan hljóm, tæran, fágaðan og glæsi- legan. Að mínu áliti er Propa- ganda jafnvel enn betri en Fran- kie Goes To Hollywood . Þau hafa upp á fleiri góð lög að bjóða, það eru mun jafnari gæði á þessari plötu heldur en Wel- come To The Pleasure Dome. A Secret Wish er ein af þess- um plötum sem bera mark síns tíma og vísa fram á veginn. Platan ber þess skýr merki að vera gerð árið 1985, hún nær hljómi og tilfinningu tímans. Hún sýnir líka að þýskar hljóm- sveitir eru með þeim allra fram- sæknustu í dag. Nú er hægt að tala um þrjár þýskar hljómsveit- ir sem mjög áhrifaríkar í nú- tímatónlist það eru Kraftwerk, DAF og Propaganda. Tonlist Propaganda er vönd- uð og grípandi popptónlist, gerð með synthesizerum og effekt- um. Þetta er án efa ein af plötum ársins. Enn sem komið er hefur Zang Tumn Tumb fyrirtækið ekki misstigið sig, heldur sent frá sér hvert meistaraverkið á fætur öðru. Það ber að þakka. (9 af 10) ÁDJ sem hljómsveitin er í. Hljóð- færaleikur er allur með miklum ágætum, það er jú eitt helsta hlutverk hljómsveita af þessu tagi að halda uppi merki góðs hljóðfæraleiks. Samanborið við frumraunir ýmissa annarra hljómsveita af landsbyggðinni, s.s. Bara flokksins og Dúkkulísanna þá er hér ekki um mjög sannfær- andi frumraun að ræða. Ástæð- an er sú að hljómsveitin er of langt frá uppruna rokksins. Það vantar einhvern kraft eða neista til að trúa því að mönnunum liggi verulega mikið á hjarta. Tradisjónin sem þeir vinna í, tradisjón rokkdíósáranna frá 70-75 er líka sérlega erfið viðfangs, flestir eru sammála um að þá hafi rokkið komist lengst frá uppruna sínum og lengst frá áhorfendum. Aðaláhersla var lögð á tækni og gæði, en sálin vildi gleymast. Þegar allt er tekið með í reikninginn verður þó að gefa Fásinnu sæmilega einkunn fyrir plötuna, því ýmislegt er vel og skemmtilega gert. En aðalgall- inn liggur einfaldlega í tónlistar- stefnunni sem þeir hafa valið sér (6 af 10) ÁDJ Gamlir og góðir OMD - Crush ■ Hljómsveitin OMD eða Orchestral Manoeuvres in The Dark var stofnuð einhverntím- ann í kring um 1977 og er því orðin 8 ára. Hún varð fyrst fræg með laginu Electricity, sem var eitt fyrsta lagið í tölvupoppstíl. Á eftir fylgdu stóru plöturnar Organisation og Architecture & Morality, sem báðar þóttu mjög góðar og tryggðu stöðu hljóm- sveitarinnar sem einnar fremstu tölvupoppsveitarinnar. Ferill hljómsveitarinnarsíðan þá hefur verið nokkuð skrykk- jóttur. Hljómsveitin gerði eina mjög tilraunakennda plötu, Dazzle Ships, sem var fremur illa tekið af gagnrýnendum og almenningi. Þessi plata hefur þó unnið á með árunum, sérstak- lega í Ijósi þess að í fyrra sendi hljómsveitin frá sér slappa poppplötu. Nýja platan með OMD heitir Crush. Platan sýnir að hljóm- sveitin kann ennþá sitt fag, og er betri en sú sem kom í fyrra. Crush er þó ekkert meistara- stykki það vantar kraftinn og fegurðina sem kemur fram í bestu verkum OMD, eins og Dazzle Ships og Architecture & Vandað Sting - Dream Of The Blue Turtles ■ Söngvari hljómsveitarinnar Police, Sting hefur nú gefið út sína fyrstu sólóplötu. Nefnist hún Dream Of The Blue Turtles og heitir víst eftir draumi sem Sting dreymdi um bláar skjald- 'bökur. Hljómplata þessi var tekin upp í stúdíói Eddie Grants á Barbados í Vestur-Indíum, og naut Sting aðstoðar fjögurra bandarískra jassmúsíkanta Omar Hakims úr Weather Report, Kenny Kirklands, Dar- ryl Jones og Branford Marsalis. Yfirlýst ætlun Stings var að fá músíkanta með hæfileika til inn- lifunar og spontanitets þar sem hæfileikar hans sjálfs liggja fyrst og fremst á sviði tónsmíða og skipulagningar. Ætlunin var semsagt að fá menn sem gætu bætt Sting upp. Þessi plata er mjög ólík því sem var að gerast á fyrstu Pol- ice-plötunum. Þar réð hvít re- agge-tónlist ríkjum, ekki alltaf í hæsta gæðaflokki, en oft skemmtileg sem popptónlist. Á síðari plötum hafa Police þróast í alvarlegri áttir og Synchronic- ity, sú síðasta var nokkuð góð. Mér virðist sem þessi sólóplata sé að nokkru leyti framhald af henni. Þó er allt yfirbragð ólíkt, og alls ekki hægt að segja að Sting sé The Police á svipaðan hátt og nafn Brians Ferry er Morality. Crush er fyrst og fremst samansafn nokkurra ágætra popplaga, sem þægilegt er að hlusta á. Platan hefur á laginu So in Love, sem er mjög áheyrilegt, gott ef ekki efni í smáskífu. Þar á eftir fylgir Secret, sem hefur heyrst töluvert í útvarpinu, og er vissulega með skárri lögum sem þar heyrast. Önnur góð lög eru t.d. Women III og 88 sec- onds in Greensboro. OMD er popphljómsveit. Sem slíka má bera hana saman við hljómsveitir eins og Tears for Fears og China Crisis OMD er eldri en þær báðar, og frum- herji. Hljómsveitin er farin að bera þess merki, það er komin nokkur þreyta í sköpunina. OMD heldur þó enn vel í hinar tvær, og Crush er ekkert síðri plata en Flaunt The Imperfect- ion og Songs From The Big Chair. (7 af 10) runnið saman við Roxy Music. Tónlistin á Dream Of The Blue Turtles er semsagt sam- bland af lagasmíðum og söng Stings og færni bandarísku jass- leikaranna. Mér finnst þessi samvinna hafa heppnast mjög vel að flestu leyti. Lagasmíðar Stings eru flestar með ágætum, það eru engin slöpp lög á plötunni og heildaryfirbragðið sterkt. Það sem ýmsir gagnrýnendur hafa fett fingur út í eru textarn- ir. Þeir fjalla margir um pólitísk málefni og minna oft á texta Paul Wellers en eru þó ekki nærri eins róttækir. Þessir textar eru gjörólíkir svartsýnistextum fyrstu ára Police. Það er fjallað um heróín, námamenn, Rússa og Bandaríkjamenn. Ég sé ekki annað en að gott sé að taka á þessum málefnum, það er sama hvaðan gott kemur. Aðrir textar eru hefðbundir ástartextar, sem fjalla um samband milli fólks á ýmsan hátt. í heild má segja að þetta sé góð plata gaman að hlusta á hana og kemur nokkuð á óvart, sérstaklega þeim sem lítið hafa fylgst með Police í seinni tíð. Sting er ekkert innantómt kyntákn, hann hefur líka haus- inn í lagi. -ADJ (8 af 10) Hjúkrunar- fræðingar Stöður hjúkrunarfræðinga við eftirtaldar heilsugæslustöðvar eru lausar til umsóknar nú þegar: Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Breiðdalsvík. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Eyrarbakka. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðína á Þórshöfn. Staða hjúkr- unarfræðings við Heilsugæslustöð Suður- nesja, Keflavík. Umsóknir ásamt upplýsing- um um menntun og fyrri störf í hjúkrun sendist heilbrigðis og tryggingamálaráðu- neytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 28. ágúst 1985.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.