NT - 04.09.1985, Qupperneq 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddarverða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrirábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
VuniHcímar- á«lrr>ft a« Hroifinn MRíiftn * ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300
-------------------------------------
.•<W' •
■______________•____________________________
Forsætisráðherra kominn heim af ráðstefnu um framtíðarspár:
Skuldir þriðja heimsins og
viðskiptahalli Bandaríkjanna
- helstu áhyggjuefnin auk eyðingar olíulinda og fyrirsjáanlegs matvælaskorts
„Það er ómögulegt að
greina frá þessum umræðum í
stuttu símtali, en þarna voru
vísindamenn frá öllum
heimshlutum, Kína, Japan,
Austur- og Vestur-Evrópu,
Bandaríkjunum og Mexíkó,
og það var afar fróðlegt að
heyra viðhorf þcirra til vanda-
mála sem voru til umfjöllun-
ar,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra í
samtali við NT í gær, en ráð-
herrann kom í gær heim frá
ráðstefnu í Mexíkó, er fjallaði
um framtíðarhorfur og fram-
tíðarspár. Forsætisráðherra
var boðið til ráðstefnunnar
og sat hana ásamt Vilhjálmi
Lúðvíkssyni framkvæmda-
stjóra Rannsóknaráðsríkisins.
Forsætisráðherra sagði að
helstu áhyggjucfni rnanna
hefðu verið skuldabyrði þró-
unarríkjanna, viðskiptahalli
Bandaríkjanna og áhrif hans á
hagþróun hins vestræna
heims, eyðing skóga í heimin-
um og orkumál í ljósi þess að
því er spáð að öll olía í heimin-
um verði uppurin innan 100
ára. Ein afleiðing þess er talin
verða mikil verðhækkun olíu
þegar á næsta áratug. f>á er
spáð vaxandi matvælaskorti í
heiminum á næstunni.
Steingrímur Hermannsson
sagði að á hinn bóginn hefði
stungið nokkuð í stúf bjartsýni
kínversku fulltrúanna en þar í
landi er spáð hvorki meira né
minna en 20% hagvexti á
þessu ári. f>á hefði verið einkar
fróðlegt að heyra Japanana
lýsa því sem þeir teldu for-
Togarinn Sölvi Bjarnason sleginn Fiskveiðasjóði:
Eigum sið-
ferðilegan
forkaupsrétt
■ Fiskveiðasjóður var eini að-
ilinn sem bauð í togarann Sölva
Bjarnason BA, á seinna upp-
boði á togaranum hjá sýslu-
manni Barðastrandarsýslu í
gær. Varsjóðnumsleginn togar-
inn á 146 milljónir króna, sem
er sarna og vátryggingaverð
togarans. Krafa Fiskveiðasjóðs
á hendur eigcndum togarans var
172 milljónir.
Undanfarin ár hefur togarinn
veriö gerður út frá Bíldudal og
eru heimamenn mjög áfram um
að kaupa togarann af Fiskveiða-
sjóði. Um síðustu helgi var
haldinn stofnfundur almenn-
ingshlutafélags til kaupa á tog-
aranum og verður framhalds-
stofnfundur haldinn í kvöld
þar sem gengið verður frá stofn-
samningi félagsins. Að sögn
Magnúsar Björnssonar. skrif-
stofustjóra Fiskvinnslunnar á
Bíldudal verða Fiskvinnslan og
hreppsfélagið stærstu hluthaf-
arnir, en einnig hafa margir
einstaklingar sýnt því áhuga að
eignast hlut. A stofnfundinum
voru 50 manns.
Sölvi er eini togarinn, sem
hefur verið gerður út frá Bíldu-
dal og að sögn Magnúsar eru
líkur á að erfitt atvinnuástand
skapist nú þegar togarinn hættir
að landa í kauptúninu. Sagði
hann að Fiskvinnslan hefði gert
ráðstafanir þannig að það tekst
að brúa september, hinsvegar
er óvíst með framhaldið, en
Magnús bjóst ekki við að Fisk-
veiðasjóður seldi togarann fyrr
en eftir fjóra mánuði.
Gunnar Páll ívarsson, skrif-
stofustjóri hjá Fiskveiðasjóði
sagði í gær, að stefnt yrði að því
að taka hagstæðasta tilboði sem
bærist í togarann. Sagði hann
að heimamenn ættu engan for-
kaupsrétt. Fari svo að sjóðnum
berist ekki nógu hagstætt tilboð,
yrði skipið ekki selt.
Magnús Björnsson viður-
kenndi að heimamenn ættu ekki
lagalegan forkaupsrétt en hins-
vegar vildi hann meina að þeir
ættu siðferðislegan forkaups-
rétt. Sagðist liann bjartsýnn á
að Fiskveiðasjóður seldi togar-
ann ekki öðrum aðilum. Benti
hann á ályktun, sem ríkisstjórn-
in stóð að, þar senr kveðið er á
að miða skuli við að skip sem
seld eru á uppboðum vegna
þess að þau ná ekki almennum
skuldbreytingum, skuli seld inn-
an héraðs. Á fjárlögum er
ákveðin fjárhæð sem heima-
mönnum er gefinn kostur á að
fá að láni, til að geta keypt
skipin aftur í héraði.
sendur fyrir efnahagslegri vel-
gengni undanfarinna ára.
Áður en forsætisráðherra
fór til Mexíkó opnaði hann
íslandssýningu sem haldin var
í Minneapolis fyrr í sumar. Þar
voru m.a. sýndar íslenskar
ullarvörur, íslenskar sjávar-
afurðir og jafnframt gat þar að
líta sýningu á íslenskum Ijós-
myndum frá síðustu aldamót-
um. Sýningin var haldin að
frumkvæði ríkisstjórans í
Minnesota.
Leiga á íþróttamann*
virkjum borgarinnar:
27% hækkun
að meðaltali
frá l.sept.
■ Leiga fyrir notkun á
íþróttamannvirkjum Reykja-
víkurborgar hefur verið
hækkuð um 27% að meðal-
tali fyrir veturinn 1985-86.
Þessi hækkun tekur gildi frá
og með 1. september.
Meðal íþróttamannvirkja
sem eru í eigu Reykjavíkur-
borgar má nefna Laugardals-
höll og gervigrasvöllinn í
Laugardal.
Áburðarverk-
smiðjan:
Verkfallið
stendur enn
■ „Pað hefur ekkert
gerst í málinu enn og ekki
hefur verið haldinn samn-
ingafundur síðan í síðustu
viku,“ sagði Hákon
Björnsson forstjóri
Áburðarverksmiðj unnar
er blaðamaður innti hann
eftir verkfallsfréttum úr
verksmiðjunni.
„Hverjar eru kaupkröf-
ur verkfallsmanna?"
„Það ber að minnsta
kosti mikið á milli þeirra
og því sem sáttanefnd hef-
ur boðið, þannig að litlar
líkur virðast vera á því
að þetta leysist á næst-
unni.“
„Kemur verksmiðjan til
með að stöðvast með
þessu áframhaldi?“
„Það eru allar líkur á
því ef verkfallið heldur
lengi áfram. Áhrifa þess
er þegar tekið að gæta
verulega, því viðhald og
viðgerðir á vélum verk-
smiðjunnar liggja alger-
lega niðri.“
■ Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir tekur hér við sérstökum bæklingi úr hendi Ármanns
Arnar Ármannssonar en Samtök um bvggingu tónlistarhúss gáfu hann út í tilefni samkeppninnar. Vigdís
lét þau orð falla að samkeppni þessi væri gífurlega skemmtileg landkynning því þetta mun vera í fyrsta
skipti sem íslendingar bjóða verkefni út til allra arkitekta á Norðurlöndum. NT-mynd: Svenír
Samtök um byggingu tónlistarhúss:
Efna til samkeppni
norrænna arkitekta
Gífurlega skemmtileg landkynning, segir forseti íslands
íslendinga um fjárstuðning.
■ Samtök um byggingu tón-
listarhúss buðu í gær öllum
arkitektum á Norðurlöndum til
samkeppni um hönnun væntan-
legs tónlistarhúss, og er tilgang-
ur keppninnar að fá frani sem
besta lausn á þessu tónlistarhúsi
íslendinga og ráða í framhaldi
af því arkitekt hússins.
Þrennum verðlaunum verður
úthlutað og er upphæðin sam-
tals 2,6 milljónir króna og bund-
in vísitölu byggingarkostnaðar.
Að sögn Armanns Arnar
Ármannssonar formanns dóm-
nefndar keppninnar og for-
manns Samtaka um byggingu
tónlistarhúss er samkeppni sem
þessi dýrt fyrirtæki en samtökin
sæju fyrir endann á fjárútlátum
vegna keppninnar. Húsinu
hefði verið valinn staður í Laug-
ardalnum í Reykjavík.
Ármann og fleiri í samtökun-
um lögðu áherslu á það á frétta-
mannafundi í gær að húsið væri
tónleikahús með sveigjanlegum
notkunarmöguleikum fyrir
flutning tónlistar af öllum
gerðum. Gert væri ráð fyrir góðri
aðstöðu fyrir upptöku hljóðs og
myndar og húsinu ætlað að vera
aðsetur Sinfóníuhljómsveitar
íslands en að auki ætlað að hýsa
hvers konar fundi og ráðstefn-
ur.
Sérstakur forsagnarhópur
hefur í 2 ár unnið á útboðsgögn-
unum fyrir norrænu arkitektana
og kynnti hópurinn sér hin
margvíslegustu tónlistarhús og
ennfremur byggjast útboðs-
gögnin á starfi dómnefndarsem
fulltrúaráð samtakanna fól að
gera tillögu um skipan hússins.
Dóntnefndin er skipuð 4 arki-
tektum, hljómburðarfræðingi,
tónlistarmanni og byggingar-
manni og ræddu þau við einstakl-
inga og hópa úr tónlistarlífinu
og kynntu sér aðstæður og gerði
dómnefndin síðan tillögur um
skipan hússins.
Áðalsalur hússins á að rúma
1400 manns en gert er ráð fyrir
að hægt verði að stækka salinn
út í anddyrið. Sviðið á að verða
um 240m' og á pallalyftum svo
að hljómsveitargryfja verði til
staðar þegar á þarf að halda
fyrir óperu og söngleiki o.s.frv.
Áð auki er gert ráð fyrir litlum
sal sem mun rúma um 300
manns. í>ar sem íslendingar eru
ekki milljónaþjóð verður bygg-
ingarkostnaði haldið í skefjum
en tónlistarlífi á íslandi er nauð-
syn á húsnæði hið allra fyrsta og
mun því verða leitað til allra
um
Samtökin eru að hefja skipulega
fjáröflun og fyrsta skrefið í
henni verður happdrætti. Að
sögn Ármanns hefur al-
menningur sýnt væntanlegu
tónlistarhúsi mikinn áhuga og
Gunnar S. Björnsson stjórnar-
maður bætti því við að hvergi
nokkurs staðar í heiminum væri
eins alrnenn þátttaka í tónlistar-
lífi heillar þjóðar og á íslandi
þar sem kórar, hljómsveitir og
tónlistarskólar væru í hverjum
kima landsins.
Samkeppnisgögn liggja
frammi hjá arkitektafélögum
allra Norðurlanda en þátttöku-
gögn fást hjá trúnaðarmanni
dómnefndar Þórhalli Fórhalls-
syni hjá Arkitektafélagi íslands,
Freyjugötu 41, Reykjavík.
Skilafrestur er til 1. niars 1986.