NT - 14.09.1985, Page 6
Spænsk stemmning á El Sombrero
■ Anton við innganginn að staðnum.
Með þessu getur fólk bara valið
hvað það ætlar að borða mikið og
borgað eftir því. Fólk sem vinnur
hér í nágrenninu og aðrir sem leið
eiga um Laugaveginn, geta nú
hlaupið hér inn í hádeginu og fengið
sér smáskammt að borða.“
Grísaveislur
í vor var boðið upp á grísaveislur
á E1 Sombrero. Að sögn Antons
heppnuðust þessar veislur mjög vel.
Sett voru upp langborð í salnum og
grís steiktur á teini í grillinu.Veislu-
gestir sátu að kræsingunum í rúmar
þrjár kiukkustundir og leikin var
spænsk tónlist. Mikil og góð
stemmning myndaðist og er líða tók
á kvöldin var farið að syngja íslensk
lög og nokkrir fengu sér snúning. -
Nú er ætlunin að byrja aftur með
grísaveislurnar og áætlað er að sú
fyrsta verði í byrjun október.
Það er mikið að gera hjá Antoni,
sinna þarf pöntunum og það er
spurt um hann úti í sal. Spjallinu er
því að mestu lokið. Hann viður-
kennir að mikið sé að gera, öll
fjölskyldan hjálpi til á staðnum og
hann sjálfur skiptist á að baka
pizzur, elda, þjóna á barnum, vaska
upp og fleira og fleira. „Auðvitað
koma alltaf upp einhver vandamál
við svona rekstur, segir hann að
lokum,„en hingað til hefur staður-
inn gengið bara vel.“
NT-myndir: Sverrir.
Rætt við eigandann, Anton Narvaes
Hlaðborð í hádeginu
„Það nýjasta hjá okkur núna er
hlaðborð í hádeginu með heitum og
köldum réttum. Gestir velja sér af
réttunum og síðan er borgað eftir
vikt. Til dæmis kom hér fjöldskylda
ein í hádeginu á dögunum og fékk
sér að borða. Maðurinn borðaði
fyrir 300 krónur, konan fyrir 250 og
hvort barnanna fyrir 70 krónur.
■ Starfsfólk við hádegishlaðborðið.
■ Að koma inn á E1 Sombrero á
Laugaveginum er eins og að koma
inn í annan menningarheim. Boga-
myndaðir ljósir veggir, rauðdúkuð
borð og meira að segja matarlyktin,
allt hefur þetta einhvern suðrænan
blæ yfir sér. - Hið sama má segja
um gestgjafann sem tekur brosandi
á móti okkur. Skyldi maðurinn vera
spænskur? Nei, ekki það, suður-am-
erískur, já frá Chile.
Anton Narvaes heitir maðurinn
og hefur nú rekið veitingastaðinn E1
Sombrero í nærri níu mánuði. Við
tökum hann tali og spyrjum fyrst
um hvernig þetta ævintýri hafi byrj-
að
Spænsk stemmning
„Það var í júní í fyrra sem ég tók
húsnæðið á leigu,“ segir Anton. „Þá
hafði lengi verið hér efnalaug og
garðurinn girtur af á heldur ósmekk-
legan hátt með timbri og bárujárni.
Ég byrjaði á að rífa niður alla
milliveggi og að hreinsa allt drasl út.
Síðan var að setjast niður og athuga
hvernig ætti að hafa staðinn og
skissa þetta upp. Eftir það var bara
að hefjast handa og varð þetta
geysimikið verk. Öll fjölskyldan tók
þátt í þessu bæði konan og börnin.
Ég er sjálfur lærður járnsmiður
þannig að ég gat gert heilmikið
sjálfur. Þó voru fengnir rafvirkjar
og pípulagningamenn til að sjá um
þau mál. Svo að segja allar innrétt-
ingar voru smíðaðar hér á staðnum
til dæmis barinn, borðin í salnum og
allar hurðir. - Stefnt var að því að
hafa salinn í hvítum og svörtum
litum, rauðir dúkar á borðum með
rauðum blómum í hvítum vösum.
Þetta eru mínir litir, þeir skapa vissa
stemmningu í salnum, spænska
stemmningu eða suður-ameríska.
Bogarnir og allar innréttingar eru
svona frekar grófar og passa vel í
þetta andrúmsloft, hér er enginn
lúxus inni, en samt er hlýlegt."
„Vinnan við staðinn tók nærri sex
mánuði, en 13. desember var svo
opnað. Aðsóknin var hæg til að
byrja með, en um jólin var orðið hér
fullt hús á hverju kvöldi. Síðan
hefur staðurinn bara gengið vel.“
Á báti til íslands
Anton er fæddur í Chile. Öll
fjölskylda hans fluttist til Danmerk-
ur og settist að þar. Konu sinni Jónu
Þorgeirsdóttur kynntist hann þar og
árið 1967 fluttust þau til ísíands.
Upp úr 1970 gerðist hann íslenskur
ríkisborgari og fékk þá nafnið
Anton, en skírnarnafn hans er
Antonio. Eftirnafninu Narvaesfékk
hann að halda óbreyttu, því á sama
tíma varð Ashkenasy íslenskur
ríkisborgari og þar var komið for-
dæmið.
Fjölbreyttur matseðill
„Fljótlega eftir að opnað var fór
staðurinn að verða vinsæll. Það
komu alltaf fleiri og fleiri og við
reyndum að gera allt okkar besta til
að hafa gestina ánægða. Pizzurnar
urðu fljótlega vinsælar, en af þeim
bjóðum við upp á yfir tuttugu teg-
undir. Síðan bjóðum við upp á ýmsa
spænska þjóðarrétti, þar á meðal
■ Á barnuin.
Árið 1973 fluttust þau hjónin til
Svíþjóðar og starfaði Anton þar við
járnsmíðar. í frístundum hófst hann
handa við að smíða bát og er líða
tók á dvölina í því landinu vann
hann að bátnum öllum stundum og
gerði hann haffæran. Fyrir um þrem
árum var svo lagt upp frá Svíþjóð óg
siglt til íslands með fjölskylduna og
búslóð innanborðs. Börnin voru nú
orðin þrjú. - Er hingað kom full-
kláraði Anton bátinn og seldi síðan.
Þetta er fjörtíu tonna stálbátur,
heitir nú Farsæll og er gerður út frá
Grindavík.
„Hugmyndin var allan tímann að
opna veitingastað," segir Anton, „og
ég var búinn að undirbúa það síðan
ég kom frá Svíþjóð. í bakhöndinni
hafði ég alveg sérstaka uppskrift að
pizzudeigi, sem er algjör leyniupp-
skrift."
Paella og saltfiskréttinn Bacalao. -
Grillréttirnir eru líka vinsælir, gest-
irnir geta fylgst með úr salnum
þegar kokkarnir eru að grilla og
þannig er nú einnig með pizzugerð-
ina. Ur eldhúsinu er boðið upp á
bæði kjöt- og fiskrétti og ljúffenga
for- og eftirrétti."
„Af barnum er boðið upp á bæði
sterk og létt vín, en reglan er hjá
okkur að aðeins matargestir fá
keypta drykki á barnum. Mest er
hér drukkið af hvítvíni og rauðvíni
með matnum og mjög algengt er að
fólk fái sé „irish coffee“ eftir
matinn. Bjórlíkið er einnig á boð-
stólum en það er nú að hverfa og
ekki má gleyma spænska þjóðar-
drykknum „sangria", sem við
blöndum hér á staðnum úr ekta
hráefnum."