NT - 14.09.1985, Side 8
14. september 1985
8
Innanhú
ítalskur matseðill
ítalskur matur er alltaf mjög góð-
ur og þar að auki yfirleitt mjög ódýr
og þess vegna mjög vinsæll.
Berðu fram seðjandi spaghettirétt
sem forrétt. Þá getur þú haft aðal-
réttinn léttari og borið fram græn-
metisrétt og salat með. Síðan er
endað á góðum eftirrétt.
Þessi matseðill er auðveldur í
tilbúningi og með undantekningu á
eftirréttinum (sem bragðast betur ef
hann er útbúinn daginn áður) er
hægt að matreiða alla réttina eftir
að þú ert komin heim úr vinnu.
Marineraðu fiskinn, búðu til tó-
sjóða brokkálið og spaghettið. Þar
á eftir er sósan á spaghettið búin til
og áður en þú veist af ertu tilbúin
með matinn. Það ætti ekki að þurfa
að taka meira en um það bil 1
klukkustund. Allar uppskriftirnar
eru fyrir 6.
Komið í mat
■ Það er mjög ánægjulegt að eyða kvöldinu með góðum vinum yfir góðum
mat og við léttar samræður. En litlir matarpeningar gera manni oft erfitt
fyrir.
En það er vel hægt að bjóða gestum en fara samt ekki mikið fram úr
matarpeningunum. Prófið þessa matseðla sem koma hér á eftir. Fyrst
munum við hafa ítalskan matseðil en næstu vikur mun fylgja á eftir franskur
sveitamatseðill, kínvcrskur matseðill og síðan einn frá Mið-Austurlöndum .
Það eru til margar aðfcrðir til að útbúa góða rétti án þess að hafa mikil
peningaráð og hér koma svo nokkur: Notið góð hráefni en lærið að drýgja
þau. Hálft kíló af rækjum dugar skammt ef þú ætlar að nota þær í
rækjukokkteil fyrir 6 manns, en þetta sama hálfa kíló getur náð langt ef þú
steikir þær að kínverskum hætti með grænmeti eða saxar þær saman við
spaghettisósu. Þá duga þær vel handa 6 manns.
Pottréttir eru líka alltaf vinsælir. Bæði er hægt að nota í þá ódýrara kjöt
heldur en í stórar steikur en svo eru þeir auðveidir í matreiðslu. Það er líka
hægt að búa þá til í tíma og hita svo upp þegar með þarf.
Spaghcttiréttir eru líka alltaf vinsælir. Þú getur gert hvort sem er búið til
þitt eigið spaghetti eða keypt það tilbúið. Berðu það fram í sósu sem er
bragðgóð en samt ódýr eins og í krabbasósunni í ítalska matseðlinum.
Berðu fram óáfengt púns á undan matnum (gestirnir geta komið á eigin
bíl) í staðinn fyrir dýra kokkteila.
Spaghetti Vongole
'/} bolli olía
4 saxaðir hvítlauksbátar
1 lítill laukur, fínsaxaður
!4 tsk rauðar piparflögur
1/2 bolii hvítvín (eða inysa)
2 dósir niðursoðinn krabbi, síaður,
geymið soðið
1 msk salt
750 gr spaghetti
2 msk olía
/i bolli söxuð ný persilla
1/4 bolli niðurrifið brauð, ristað á
pönnu.
Hitið upp Vi af bolla af olíu á
stórri pönnu og látið þar út í hvít-
lauk og lauk. Sjóðið laukinn í
feitinni en látið hann ekki brúnast.
Bætið út í piparflögum, hvítvíni
(eða mysu) og soðinu úr krabbadós-
unum. Sjóðið við meðalhita þangað
til helmingurinn af vökvanum hefur
gufað upp. Bætið krabbanum út í og
sjóðið í I mínútu í viðbót. Takið af
hitanum og hitið varlega upp þegar
spaghettið er tilbúið.
Látið suðuna koma upp á 6 lítrum
af vatni, bætið út í það salti og síðan
spaghettinu. Hrærið í og látið það
sjóða í 10-15 mínútur þangað til það
er soðið en samt stíft. Látið renna
af því í sigti. Hristið vatnið vel af og
blandið 2 msk af olíu saman við.
Leggið spaghettið á stórt hitað fat
og blandið krabbasósunni saman
við ásamt persillunni og ristaða
brauðinu. Berið fram strax.
Það er hægt að búa til sósuna
daginn áður og hita hana stðan upp
rétt áður en á að nota hana.
Miðjarðarhafsýsa
6 sneiðar af heilli ýsu unt 3 cm
þykkar
14 bolli olía
'!4 bolli sítrónusafi
1 tsk salt
Skraut:
sítrónusneiðar
söxuð persilla
Raðið ýsunni á stóran flatan disk.
Hellið olíunni og sítrónusafanum
yfir og stráið saltinu þar á. Snúiö
sneiðunum við til þess að lögurinn
dreifist vel um þær og látið þær
standa minnst 1 klukkustund við
herbergishita en lengur í ísskáp.
Snúið fisksneiðunum öðru hverju.
Forhitið grillið í 10 mínútur. Raðið
fisksneiðunum á rist og steikið þær
í 6 mínútur á hvorri hlið í um það
bil 20 cm fjarlægð frá grillinu. Látið
þær á disk og skreytið með sítrónu-
sneiðum og persillu.
Brokkkál á ítalska vísu
1 stórt búnt brokkkál
3 msk matarolía
1 saxaður hvítlauksbátur
Va tsk rauðar piparflögur
salt og pipar
Va bolli vatn
Skerið grófu endana af brokkkál-
inu og afhýðið stilkana ef þeir eru
stórir og sýnast mjög trefjaðir. Sker-
ið síðan brokkkálið í 4-5 cm löng
stykki. Það er líka hægt að nota
frosið brokkkál en þá er það afþítt
áður.
Hitið olíuna í nokkuð stórum
potti, látið út í hana hvítlaukinn og
piparflögurnar. Steikið án þess að
það brúnist eða í um það bil 1
mínútu. Bætið brokkkálinu út í og
þekið það vel með olíu. Kryddið
með dálitlu salti og pipar. Hellið
vatninu yfir, setjið lok á pottinn og
sjóðið við lítinn hita í 15 mínútur.
Það má bæta út í öðrum 14 bolla
af vatni ef það sýnist ætla að gufa
upp. Smakkið og leiðréttið krydd ef
með þarf.
Tómatsalat
6-10 tómatar í sneiðum
’/t bolli rauðvínsedik
'A bolli oh'a
1 tsk salí
V\ tsk svartur pipar
'A tsk basilikum
tsk oregano
2 msk söxuð ný persilla
Nokkrum klukkutímum áður en
salatið er borið fram cr tómatsneið-
unum raðað í salatskál. Hellið edik-
inu og olíunni yfir og stráið þar yfir
kryddinu. Blandið öllu varlega
saman. Geymið við herbergishita í
nokkra klukkutíma.
Sikileysk ostaterta
1 þykkur tertubotn
500 gr kotasæla
'A bolli sykur
3 msk Cointreau eða annar appel
sínulíkjör
'h bolli ristaðar möndluflögur
'A bolli súkkat
'V\ bolli saxað suðusúkkulaði.
Skraut:
1 'h bolli rjómi
2 msk flórsykur
2 msk Cointreau eða annar appel-
• Spaghetti Vongóle
• Grilluð Miðjarðarhafsýsa
• Brokkkál á ítalska vísu
• Tómatsalat
• Sikileysk ostaterta
sínulíkjör
súkkulaðiflögur eða ristaðar
möndluflögur eða jarðarber.
Útbúið tertuna daginn áður en á
að nota hana ef það er hægt. Ef
kakan er ójöfn ofaná er sú ójafna
skorin af. Skerið kökuna í 3 eða 4
botna álíka þykka.
Látið renna af kotasælunni ef
þörf er á og þeytið hana síðan í
hrærivél þangað til hún er orðin
mjúk og jöfn. Þeytið saman við
Oórsykurinn, líkjörinn, möndlurn-
ar, súkkatið og súkkulaði. Smyrjið
nú ostakreminu á milli laga en ekki
ofan á kökuna. Pakkið nú kökunni
vel innan í plastfilmu og geymið í
ísskáp yfir nótt eða í minnst 1
klukkustund.
Nú er rjóminn þeyttur og síðan er
þeytt saman við hann sykurinn og
líkjörinn. Breiðið á kökuna og
hliðarnar. Sprautið afganginum
meðfram jaðrinum á kökunni.
Skreytið með súkkulaði, ristuðum
möndluflögum eða jarðarberjum.
Effco þurrkan læknar ekki kvef
En það er óneitanlega gott að snýta sér í hana
Hún er svo stór og mjúk og
særir nebbann ekki neitt. Svo þegar
kvefið er batnað getur þú notað
afganginn af rúllunni til annarra
hluta, eins og t.d. til að þrífa bílinn,
bátinn, sumarbústaðinn og svo
getur þú að sjálfsögðu notað hana
til algengustu heimilisstarfa.
Það er eitthvað annað að þrífa
með Effco þurrkunni. Hún gerir
heimilisstörfin, sem áður virtust
óyfirstíganleg, að skemmtilegum
leik. Ohreinindin bókstaflega legga
á flótta þegar Effco þurrkan er á
lofti.
Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum
og verslunum.