NT - 14.09.1985, Blaðsíða 14

NT - 14.09.1985, Blaðsíða 14
1. Peter Geitel Erkki Vanhanen Nissan 240 RS 268 hö. Pétur og Errki eru báðir reyndir bílablaðamenn.'Pétur gefur m.a. út ein stærstu bílablöð Finnlands og fleira. Þeir komu í Ljómann í fyrra í ævintýraleit og fundu þau, urðu að hætta keppni eftir að hafa beygt hásingu á grjóti og fest í á. 2. Asgeir Sigurðsson Pétur Júlíusson Ford Escort 1600 100 hö. Ásgeir er efstur að stigum til ís- landsmeistara eftir meistaralegan akstur en bíllinn fór í öskutunnuna eftir óhapp á háhraða í síðasta ralli. í staðinn er fjölskyldubíll kunningja tekinn á leigu og útbúinn í hvelli. 3. Sakari „Saku" Vierimaa Tapio Eirtovaara Opel Manta 2000 GpB 210 hö.' Saku keyrði Möntuna sína í köku í þúsund vatna rallinu og er í staðinn búinn að redda sér öðrum samskonar bíl. Þeir Tapio eru vanir rallkarlar og íslendingunum eflaust skæðir. 4. Chris Lord Birgir Viðar Halldórsson Audi Quattro 360 hö. Nær hvert mannsbarn veit nú hvað Quattro er, einn öflugasti rallbíll heims. Chris er m.a. með þeim efstu í Bretlandsmeistarakeppninni, skrif- ar líka í blöð. Birgir leggur til reynslu og þekkingu á íslandi. 5. Eiríkur Friðriksson Práinn Sverrisson Ford Escort RS 2000 180 hö. Eiki kokkur er að vanda með Þráni barþjóni á góðum Escort sem vanur er að vinna. Eika finnst mest gaman að „pedalímetal" sem verður að spara til að klára. 6. Ríkharður Kristinsson Atli Vilhjálmsson Toyota Corolla GT 1600 150 hö. Rikki og Atli unnu það afrck að ná þriðja sæti í Ljómanum tvö ár í röð á heimasoðinni Lödu. Nú fyrst með alvöru bíl, gamla Íslandsmeistarabíl- inn hans Dóra Úlfars, og ætla alla leið, fylgist með þessurn. 7. Bjarmi Sigurgarðarsson Úlfar Eysteinsson Talbot Sunbeam Lotus2200 250 hö. Bjarmi rauk upp á stjörnuhimininn í fyrstu tilraun, en bilanir felldu hann úr tveim röllum í ár. Þeir Úlfar veitingamaður takast óhræddir á við stóra kalla utan úr heimi. Löng röll er sterka hlið Bjarma. 8. Þorsteinn Ingason Sighvatur Sigurðsson Toyota Corolla GT 16 1600 124 hö. Menn ntuna enn keyrslu Steina og Hvata í síðasta ralli, Húsavík. Nær nýr bíllinn er ólíklegur til bilana og þetta tvennt gerir þá líklega til árang- urs. 9. Þórhallur Kristjánsson Sigurður Jensson Talbot Sunbeam Lotus 2200 200 hö. Þórhallur hefur ekið undir getu í sumar, en safnað stigum. Þeir Siggi Jens eru í öðru sæti til íslandsmeistara - hvað gerist í Ljómanum? 10. Óskar Qlafsson Árni Óli Friðriksson Ford Escort RS 2000 150 hö. Óskar er jafnaðarökumaður sem kemur sterkari út eftir því sem röllin eru lengri. Bíllinn er gamalreyndur og valt m.a. í síðasta rallykrossi hjá Árna Óla. Hafa náð langt á úthald- inu. 11. Birgir Vagnsson Gunnar Vagnsson Ford Cortina HH 2000 160 hö. Hjólbarðahallarbræður eru ómiss- andi hluti íslenskrar rallsögu. Nú á bestu rallCortínu heims, smíðaðri niðri í kjallara. Hún hcldur vonandi ofurhraða Biggós út, þessa stráka verðið þið að sjá! 12. Guðnrundur Jónsson Sæmundur Jónsson Subaru Justy 4x4 J10 1000 Tvíburarnir hófu einmitt sinn feril í síðasta Ljómaralli og sýndu mikið efni. Nýi krílbíllinn þeirra er óbreytt- ur en með fjórhjóladrifinu yfirgnæf- andi líkur á að klára. 13. Marjo Salonen Tuula Karkkulainen Toyota Corolla Gt 16 1600 160 hö. Einu konurnar til að keppa við Helgu konu Ómars Ragnarssonar. Unnu m.a. dömubikarinn í 1000 vatna rallinu. Hvað verða margir kallar fyrir aftan þær? 14. Örn Ingólfsson Halldór Arnarsson Trabant 600 Nokkur hö. Vinsælasti rallkappi landsins, Dala- bóndinn á Trabbanum verksmiðjuút- búna. „Dali" er gamalreyndur og lætur ekkert, alls ekkert raska ró þeirra feðga. Keppir fyrir ánægjuna, kemur nær alltaf í mark og alltaf brosandi. 15. Ólafur Sigurjónsson Halldór Sigurjónsson Ford Escort 2000 Þessir bræður af Suðurnesjunum hafa komið frekar á óvart í sumar. Með látlausum akstri hafa safnast á þá all nokkur íslandsmeistarastig og með varkárni þeirra á góðum bíl koma þeir örugglega vel í mark nú. 16. Júlíus Ólafsson Franz Jezorski Lada 1600 120 hö. Þessi Lada hefur tvisvar kornist þriðja í mark Ljómans. Júlíus á að baki kraftmikla Escorta en lætur lítið á sig fá þótt Ladan sé ekki sú sigur- stranglegasta í ár. 17. Charlie Nichols Hilmar Gunnarsson Talbot Sunbeam Ti 1600 120 hö. Charlie hefur verið hér meira og minna síðan í fyrra. Hann rekur rallbílaleigu heima í Bretlandi þaðan sem rallbíll Bjarma Sigurgarðarsson- ar er fenginn. Charlie langar nú að vera sjálfur með í Ævintýrinu. 18. Bjarni Haraldsson Þórður Þórmundsson Mitsubishi Lancer 1600 Lancerinn ódrepandi hefur keppt frá upphafi ralls á íslandi og í fleiri ökukeppnum. Keppnisreynsla Bjarna bliknar í samanburði en þeir Þórður eiga sannarlega skilið að klára vel. 19. Helga Jóhannsdóttir Þorfinnur Ómarsson Toyota Tercel 4x4 1500 Helga er kona Ómars Ragnarsson- ar og Þorfinnur sonur þeirra. Meðan Ómars er ófær um rallakstur vegna meiðsla halda þau mæðginin uppi merki fjölskyldunnar. Aðrir kepp- endur hugsa hlýtt til hennar því Helga hefur fórnfús stansað og hjálp- að upp úr. 20. Jón R. Ragnarsson Rúnar Jónsson Ford Escort Cosworth 2000 250 hö. Jón stendur snilldarkarlinum Óm- ari bróður skammt að baki og er á fyrsta klassa bíl. Sonurinn Rúnar stendur pabba sínum líka lítt að baki í hægra sætinu. Velgja ugglaust út- lendingunum undir uggum. 21. Þorvaldur Jensson Pétur Sigurðsson Lada Sport 4x4 Valdi á mörg söguleg röllin að baki. Nú er farið á algerlega óbreytt- um Lada jeppa árg. ’81 frá B og L. Eins og hinir þrír fjórhjóladrifsbílarn- ir njóta Valdi og Pétur þess öryggis að festast ekki á verri leiðuni eins og Kili eða Fjallabaki. 22. Halldór Gíslason Karl ísleifsson Vauxhall Chevette 2300 Chevettan eins og breskra bíla er vandi hefur mikið bilað og reynt verulega á taugar ökumanna. Þær eru þó flestar hláturtaugar og skila þeim alltaf furðu langt. 23. Daníel Gunnarsson Valsteinn Stefánsson Opel Kadett 2000 Kadettinn var einn vinsælasti rall- bíll Evrópu vegna styrks og endingar. Það er einmitt það sem þarf til að klára Ljómarallið. Ökumennirnir hafa ekki oft komist alla leið, sann- lega ekki þeirra sök. 24. Hermann Hermannsson Ragnar Bárðarson Ford Escort 2000 Bíllinn er settur saman úr búi Jóa Hlöðverss. og lítur vel út til að takast á við Ljómann. Þeir Hermann og Ragnar byrjuðu rallferil sinn í Húsa- víkurrallinu um daginn. 25. Brynjólfur V. Júlíusson Ólafur I. Ólafsson Ford Escort 2000 150 hö. Borgnesingarnir efnilegu á ágætum bíl loksins. Eitthvað á líklega eftir að gerast hjá þeim áður en yfir lýkur ef dæma má af fyrri röllum þeirra. 26. Sigmar H. Gunnarsson Mitsubishi Lancer 1600 Sigmar er enn þegar blaðið fór í prentun kóaralaus. Það ætti að bjarg- ast svo þessi skemmtilega akandi Reyðfirðingur komist með. Getur náð góðri stöðu ef bíllinn heldur út. 27. Michael Reynis Konráð G. Valsson Subaru ÆÆ GFT 1600 Michael Reynis fór sína fyrstu ferð í rallbíl með Hafsteini Aðalsteinssyni í vor, og er nú kominn sjálfur af stað. Kóarinn hefur keppt á gamalli Lödu, nú er það Subaru Ævars og Ægis. 28. Arnar Theodórsson Gunnar Gunnarsson Lada 1500 72 hö. Nýliðar, en rallinu samt ekki ókunnir, hafa verið viðgerðarmenn fyrir aðra og Arnar keppt í Rally- krossi. Bíllinn er af ódýrustu sort og þarf sjálfsagt að spara til að sleppa í gegn um þann hildarleik sem Ljóma- rallið er göntlum standardbílum. 29. Pétur Ástvaldsson Guðmundur H. Stefánsson Ford Pinto 2000 Einnig nýliðar, og hafa líka verið viðgerðarmenn. Pintoinn er fyrsti ameríski bíllinn á rallslóðum síðan Camaroinn hans Dóra Úlfars var og hét. Hann er tekinn beint af götum bæjarins í slarkið. SÓLUD VETRARDEKK Allar stærðir og gerðir af sóluðum vetrardekkjum. Sama ending - 50% spamaður. Leitið upplýsinga hjá okkur eiSatflctiJBf Smiðjuvegi 34 Kópavogi Skeifunni 11 Reykjavík Brekkustíg 37 Njarðvík

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.