NT - 18.09.1985, Page 7
Japanskir karl-
menn sækja í
snyrtivörur
- hylja með þeim þreytu og timburmenn
Tokyo-Reuter
■ Ljósir og upplífgandi
augnskuggar fyrir þreytta
og ósofna karlmenn, and-
litsfarði og aðrar snyrtivör-
ur sérstaklega ætlaðar
karlmönnum njóta nú sí-
vaxandi vinsælda í Japan.
Japanska snyrtivörufyr-
irtækið Kose, sem er fjórði
stærsti snyrtivöruframleið-
andi í Japan, ákvað fyrir
nokkru að setja á markað
snyrtivörur fyrir japanska
karlmenn þótt leiðtogar
fyrirtækisins væru fremur
svartsýnir með að þær
myndu seljast. En salan
hefur gengið vonum fram-
ar og nú þegar hefur fyrir-
tækið hagnast um sem
svarar 170 milljónum ís-
lenskra króna af söl-
unni. Þess ber þó að geta
að sú tala nemur einungis
um 3% af heildarhagnað-
inum.
Önnur snyrtivörufyrir-
tæki og eigendur stórversl-
ana staðfesta að eftirspurn
eftir karlsnyrtivörum eykst
nú dag frá degi. Á síðast-
liðnum tveimur mánuðum
hefur sala á karlsnyrtivör-
um aukist um hvorki meira
né minna en 110% og
margar verslanir hafa nú
sérstök söluborð fyrir þær.
í>að eru einkum sölumenn
og ungir framkvæmda-
stjórar á uppleið sem sækja
í snyrtivörurnar sem fela
þreytumerki og gefa þeim
heilbrigt útlit þegar þeir
mæta í vinnuna með slæma
timburmenn eftir langa og
stranga drykkjunótt.
Notkunin á snyrtivörum
virðist vera aldursskipt að
sögn eigenda snyrtivöru-
verslana. Varalitur, augn-
skuggi, maskari og andlits-
farðar höfða fyrst og
fremst til karlmanna sem
eru þrítugir og yngri en
eldri menn nota aðallega
ýmiss konar ilmsápur og
áburði.
Ekkert lát á njósnum:
Þýsk hjón flúin
til A-Þýskalands
Taugastríð milli Breta og Sovétmanna
Bonn-Rcuter:
■ V-þýski ríkissaksóknarinn
staðfesti í gær að ritari af skrif-
stofu Helmut Kohl kanslara
hefði leitað hælis í A-Þýskalandi
ásamt eiginmanni sínum. Er
þessar fréttir berast má segja að
njósnahneykslið í V-Þýskaíandi
hafi staðið nánast óslitið í sjö
vikur. í kjölfar þessa síðasta
atburðar verða æ háværari þær
raddir sem krefjast afsagnar
Zimmermans innan ríkisráð-
herra sem er yfirmaður leyni-
þjónustunnar.
Talsmaður kanslarans, Fried-
helm Ost, sagði að hjónin Herta
Astrid Willner og Herbert Will-
ner hefði verið grunuð um
græsku og því verið undir eftir-
■ Á þessari mynd sést Ti-
edge, fyrrverandi deildarstjóri
í gagnnjósnaþjónustu V-Þjóð-
verja, búinn tU þátttöku í kjöt-
kveðjuhátíð. Það má líkja
njósnahneykslinu þar í landi
við allsherjar kjötkveðjuhátíð
þar sem enginn veit hvað við
tekur.
liti. Með einhverju móti var
þeim gert viðvart og þau hurfu
síðan sporlaust er þau voru í fríi
á Spáni. Það að þau skyldu
komst undan bætir ekki orðstír
v-þýsku leyniþjónustunnar.
Herta Astrid Willner starfaði
á kanslaraskrifstofunni og fór
þar með ýmis leyndarskjöl t.d.
varðandi kjarnorkumál og
tæknisamvinnu v-evrópskra
ríkja. Eiginmaður hennar starf-
aði hins vegar á rannsóknar-
stofnun er tengist Frjálslyndum
demókrötum og er ekki sagður
hafa haft aðgang að trúnaðar-
málum.
Meðan V-Þjóðverjar fylgjast
með frekari framvindu njósna-
hneykslisins heldur taugastríð
Breta og Sovétmanna áfram. í
fyrradag tók breska ríkisstjórn-
in þá ákvörðun að vísa sex
sovéskum borgurum til viðbótar
úr landi vegna viðbragða stjórn-
valda í Moskvu við upphaflegu
brottvísununum. Ekki er ljóst
ennþá hvort að máli þessu lýkur
án frekari aðgerða eða hvort
Sovétmenn muni aftur svara í
sömu mynt.
En raunir Thatcher eru ekki
allartaldar. Breska ríkisstjórnin
hefur reynt að fá bannaða út-
gáfu bókar í Ástralíu. Höfundur
bókarinnar er Peter Wright,
fyrrverandi starfsmaður bresku
leyniþjónustunnar, en hann er
einn nokkurra er halda því fram
að hinn látni Sir Roger Hollis
hafi verið njósnari á snærum
Sovétmanna. Nefndur Hollis
var yfirmaður gagnnjósnaþjón-
ustu Breta um árabil og lét af
störfum árið 1965. Opinberlega
hefur Thatcher-stjórnin lýst
sekt Hollis ósannaða en eitt-
hvað virðist leynast í bók
Wright sem ekki þolir dagsins
ljós.
,'e\ ■ •
Miðvikudagur 18. september 1985 7
Afganistan:
Hernaður Sovétmanna
miðast við landamæri
Islamabad-Rcuter
■ Að sögn vestrænna sendi-
manna og afganskra skæruliða
hafa Sovétmenn hert mjög
sóknina gegn stöðvum skæru-
liða í hinu f jalllenda Paktía-hér-
■ Barbrak Karmal forseti
stjórnarinnar í Kabúl, sem nýt-
ur stuðnings Sovétmanna, hef-
ur átt erfitt með að afla stjórn
sinni stuðnings meðal lands-
manna.
aði sem er á landamærum
Afganistan og Pakistan. Sókn
þessi hófst í síðastliðnum mán-
uði og hefur til þessa gengið
fremur hægt.
Hart er barist í nánd við
borgina Khost og í nærliggjandi
dölum. Einnighafaboristfregn-
ir um síendurteknar eldflauga-
árásir á sovéska sendiráðið í
Kabul og skotbardaga á lóð
stjórnarráðsins þar í borg.
Heimildir herma að margir
særðir afganskir og sovéskir her-
menn hafi verið fluttir til Aust-
ur-Evrópuríkja til meðferðar.
Ennfremur hefur frést um flutn-
ing á gervilimum frá sama
heimshluta til Afganistan.
Er Barbrak Karmal, forseti
stjórnarinnar í Kabúl, fundaði
fyrir nokkru með ættarhöfðingj-
um sem eru hliðhollir stjórn-
inni, þá bað hann þá aðstoðar í
að loka algerlega landamærum
Afganistan og Pakistan. Jafn-
framt gaf hann í skyn að deilur
■ Johannes Rau er talinn einn vinsælasti stjórnmálamaður í
V-Þýskalandi um þessar mundir. Sósíaldemókratar hafa ákveðið
að setja hann í forystu fyrir flokk sínum í næstu þingkosningum.
Vestur-Þýskaland:
um réttmæti þessara landamæra
kynnu að verða endurvaktar.
Pakistanar hafa um árabil veitt
afgönskum skæruliðum skjól og
þar eru nú hundruð þúsunda
flóttamanna frá Afganistan.
Frægur
hönnuður:
Laura
Ashley
léstí
gærdag
Coventry-Reuter
■ Höfuðáverki varðþess
valdandi að hin sextuga
Laura Ashley lést á
sjúkrahúsi í Coventry í
gær. Meiðslin hlaut hún
við fall niður stiga fyrir
nokkru. Ashley var með
þekktustu hönnuðum í
Bretlandi þar sem vefnað-
arvara er annars vegar.
Mynstur og snið hennar
þóttu hafa yfir sér gamal-
dags og rómantískan blæ.
Laura Ashley hóf störf
á fyrrnefndum vettvangi í
litlum mæli á heimili sínu
fyrir um þrjátíu árum
síðan. Frá þeimtímahefur
umfang starfsins vaxið
með ótrúlegum hraða. Nú
ræður fyrirtækið sem ber
nafn hennar yfir 180 versl-
unum um allan heim og
hjá því starfa um 4000
manns. Skömmu fyrir
dauða Ashley voru opin-
beraðar áætlanir um mikla
stækkun fyrirtækisins og
þá sérstaklega miðað við
Bandaríkjamarkað þar
sem Laura Ashley-vörur
hafa náð mjög miklum
vinsældum.
Eftirlifandi eiginmaður
og fjögur börn Ashley
munu halda áfram að reka
fyrirtækið eins og áður.
Sósíaldemókratar
sækja í sig veðrið
Bonn, A-Bcrlín-Reuter
■ V-þýski sósíaldemókratinn
Johannes Rau sem er forsætis-
ráðherra í þýska héraðinu
Norður-Rín og Westphalia hef-
ur tilkynnt að hann sé reiðubú-
inn til þess að taka að sér
forystu fyrir flokki sósíaldemó-
krata í næstu þingkosningum.
Skoðanakannanir benda til þess
að Rau sé nú vinsælasti stjórn-
málamaður V-Þjóðverja.
Eftir fund í framkvæmda-
nefnd Sósíaldemókrataflokks-
ins tilkynnti Willy Brandt að
Rau hefði verið falið að skipu-
leggja kosningaherferðina fyrir
þingkosningarnar árið 1987.
Rau staðfesti að hann hefði
tekið þetta að sér og sagðist
vera tilbúinn til þess að axla
slíka ábyrgð. Þó að hvorugur
vildi beinlínis taka þannig til
orða að um forystuhlutverk sé
að ræða þá herma fréttir að svo
sé.
Hinn 54 ára gamli Rau er
reyndur stjórnmálamaður og
sagður líkjast nokkuð flokksfé-
laga sínum Helmut Schmidt hvað
varðar viðhorf. Samkvæmt
skoðanakönnun vikuritsins
Stern nýtur Rau mun meiri
persónuvinsælda heldur en
Kohl kanslari. Fyrrnefndurnaut
stuðnings 43% aðspurðra en
síðarnefndur aðeins 32%. Það
ber að taka fram að þetta endur-
speglar þó ekki fylgi þingflokk-
anna í skoðanakönnuninni.
Samtímis því að Willy Brandt
tók þátt í því að treysta Rau í
sessi undirbjó hann ferð sína til
A-Þýskalands. Þangað hefur
Brandt ekki farið síðan komst
upp um njósnir Guillaume sem
var aðstoðarmaður hans. Það
voru A-Þjóðverjar sem höfðu
Guillaume á sínum snærum.
Stjórnvöld í A-Berlín bera á
móti því að þau taki v-þýska
stjórnarandstöðu fram yfir
stjórnina, en það er talið að
móttökur þær sem Brandt fái
muni verða til þess fallnar að
auka hróður sósíaldemókrata
sem sáttagjörðamanna.
NEWSINBRIEF
September 17 Reuter
■ BONN - West Germ-
any’s espionage scandal
erupted anew with the def-
ection of a secretary in
Chancellor Helmut Kohl’s
office. Governmentsourc-
$ es said she has excaped
QC despite surveillance as a
potential spy and had had
^ access to secret material
(j) on West Germany’s nucle-
«>» ar energy programme and
Uj high-technology projects.
^ •
PARIS - The French
newspaper Le Monde said
Defence Minister Charles
Hernu knew in advance
about the alleged sabotage
of the Greenpeace ship
Rainbow Warrior by
French agents and hid the
truth from an official in-
vestigation. It said the sa-
botage was carried out by
two French inilitary frog-
men who escaped by air
from New Zealand.
•
ISLAMABAD - Afgh-
an rebels said they shot
down a helicopter gunship
^ carrying an Afghan major-
g
so
general and a Soviet offic
er believed to have been á
general. Allt eight men
aboard were killed when
the aircraft crashed near
the Pakistani border.
•
NEW DELHI - Prime
Minister Rajiv Gandhi
met Tamil separatist
leaders to try to revive
stalled peace talks on Sri
Lanka’s ethnic conflict,
officials said.
MOSCOW -The Kremlin
is expected to expel more
Britons from Moscow foll-
owing London’s decision
S to order out six more Sovi-
^ et personnel on spying
CQ charges, official Soviet so-
^ urces said.
^ AMARANTE, Portug-
E al - Firemen fought to
control a fire raging in
pine forests in Northern
Portugal which caused
hundreds of villagers to
fiee their homcs, officials
said.
•
MOSCOW - Three
cosmonauts blasted off
aboard a Soyuz spacecraft
in the Soviet Union’s ninth
manned mission to the
Salyut-7 station, which has
orbited earth since April
1982.
•
LISBON - An Angolan
court has sentenced a
Portuguese citizen and
two Angolans to death for
$ spying for South Africa,
QC fhe Portuguese news ag-
ency ANOP said.
^ •
BRUSSELS - The Sovi-
^ et Union has continued to
Uj deploy SS-20 medium-
■3E range nuclear missiles
despite a moratorium ann-
ounced by Moscow in
April, NATO said.
•
THE HAGUE - Nicar-
agua told the World Court
the United Stated was
responsible for more than
300 million dollars of ec-
onomic damage caused by
guerrillas seeking to overt-
hrow the government.
LONDON - L aura As-
" hley, the British designer
Ifamous for her textiles
| with Romantic prints,
. died at the age of 60 in
1 Central England, leaving
I a question mark over the
. future of the business
1 empire she created and led
| for mbre than 30 years.
NEWSINBRIEFA