NT - 18.09.1985, Qupperneq 10
Veiðijörð tii sölu
Tilboð óskast í jörðina Hólkot í Ólafsfirði.
Jörðin er við Ólafsfjarðarvatn í um þriggja
km. fjarlægð frá kaupstaðnum. Gott íbúðar-
hús. Túnstærð 15 hektarar og ræktanlegt
land til viðbótar verulegt. Jörðinni fylgir
veiðiréttur í Ólafsfjarðarvatni ásamt hlutdeild
í nýstofnuðu hlutafélagi um laxeldi og haf-
beit. Góð eign, sem skapar margvíslega
möguleika. Tilboðum skal skilatil Fasteigna-
sölunnar hf., Gránufélagsgötu 4, Akureyri
sími 96-21878 (opið frá 17-19) heimasími
sölumanns 96-25025 og fást þar jafnframt
frekari upplýsingar um eignina.
Innritun í
Árbæ og Breiðholti
fer fram sem hér segir:
I Árseli mánud. 23. sept. kl. 17-20 (enska -
þýska - leikfimi).
í Gerðubergi þriðjud. 24. sept. kl. 17-20
(enska - þýska - ítalska - spænska - saumar).
Námsflokkar Reykjavíkur
Símar 12292- 14106.
Kennarar
Kennara vantar ennþá fyrir 5. bekk og
forskóla. Góð íbúð fyrir hendi, ferðakostnað-
ur greiddur. Upplýsingar hjá skólastjóra í
síma 94-1257 og 94-1337.
Grunnskóli Patreksfjarðar.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 137. tbl. 1983 og 2. og 5. tbl. 1984
Lögbirtingarblaðs á húseigninni Nónási 6, Raufarhöfn neðri
hæð þinglesinni eign Sigvalda Ómars Aðalsteinssonar fer
fram eftir kröfu Atla G íslasonar hdl. og Brynjólfs Eyvindssonar
hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. september 1985 kl. 18.
Uppboðið er annað og síðasta uppboð.
Sýslumaðurinn í Þingeyjarsýslu
Bæjarfógetinn á Húsavik.
Verkafólk Rangárvallasýslu
Aðalfundur verkalýðsfélags Rangæings verður haldinn sunn-
udaginn 29. september n.k. I Verkalýðsfélaginu Hellu og hefst
kl. 17.00. Á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 76. 82. og 89. tbl. 1985 Lögbirtingarblaðs
á jörðinni Lyngási, Kelduhverfi þinglesinni eign Sveins L.
Ólafssonar og Elínar Karlsdóttur fer fram eftir kröfu Trygg-
ingarstofnunar ríkisins á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19.
september 1985 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn í Þingeyjarsýslu
Bæjarfógetinn á Húsavík.
Framsóknarfélögin
í Reykjaneskjördæmi
Formannsfundur verður haldinn í Kópavogi fimmtudaginn 19.
september kl. 20.30.
Stjórn Kjördæmissambands Reykjaness
Innilegar þakkir sendi ég sonum mínum.tengda-
dætrum, ættingjum og sveitungum svo og
öllum þeim, sem glöddu mig og konu mína
með heimsóknum, gjöfum og góðum kveðjum
á sjötíu ára afmæli mínu þann 4. ágúst.
Sigurður Magnússon
Hnjúki.
Miðvikudagur 18. september 1985 10
Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri:
- höfuðóvinur sjómanna
Um eldvarnir og eldvarnarskóla
Meðfylgjandi grein er tekin úrnýútkomnu tölublaði „Slökkviliðsmannsins“, sem er
blað Landssambands slökkviliðsmanna. Blaðið er að mestu helgað öryggismálum
sjómanna, en aukning á brunum og slysum um borð í skipum og bátum er
uggvænleg. Þetta tölublað „Slökkviliðsmannsins“ á erindi til miklu fleiri en þeirra
sem vinna að eldvörnum og ætti m.a. að vera til í hverju skipi.
■ Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri.
■ Tvímælalaust er eldsvoði
um borð í skipum eitt hið alvar-
legasta sem getur komið fyrir í
hverju skipi og hefur venjulega
mjög afdrifaríkar afleiðingar.
í skýrslum um heildarfjölda
slysa og tjóna á skipum eru tjón
af völdum eldsvoða ætíð efst á
blaði.
Sérhvert skip er sjálfstæð ein-
ing og er næstum því alltaf
nema í höfn án utanaðkomandi
aðstoðar þann tíma, sem eldur
er að þróast í óviðráðanlegt
víti. Áhöfnin sjálf verður því
ætíð að vera viðbúin að ráða
niðurlögum elds, sern verður
laus um borð.
Til þess að tryggja sem réttust
viðbrögð og árangursríkust hafa
allar Evrópuþjóðir fyrir löngu
síðan komið upp vel búnum
skólum, sem hafa það höfuð-
verkefni að þjálfa skipshafnir,
og slökkvilið í slökkvitækni.
Eitt mesta öryggisatriði fyrir
hvert skip og alla sjómenn er,
að allir um borð hafi bæði
þekkingu og þjálfun til að ráða
niðurlögum eids um borð, hvort
sem hann kemur upp, þegar
skipið er við land eða úti á
rúmsjó.
Fróðlegar skýrslur hafa verið
unnar um sjóslys og er unnt að
draga af þeim margar ályktanir
og mikilsverðar.
Árið 1984 fórust samkvæmt
upplýsingunr Lloyd’s 215 kaup-
skip samtals 1.294.537 BRT að
stærð (sjá töflu 2). Rúmlestatala
allra íslenskra þilfarsskipa 1.
janúar 1985 var 112.847 BRT.
Árið 1983 fórust 209 skip,
samtals 1.351.510 BRT, (nærri
því níu sinnum stærð íslenska
flotans).
Skipin fórust af völdum
veðurs, árekstra, stranda, elda
og sprenginga o.s.frv.; en lang-
flestir skipstapar urðu þó af
völdum eldsvoðaogsprenginga.
Samtals fórust 56 skip af þessum
sökurn eða 26% skipanna.
Fyrirsögn yfirlitsgreinar um
slysin er: „Fire is still the numb-
er one enemy of seafares“, eða:
„Eldsvoði er enn höfuðóvinur
sjómanna".
í ársskýrslu tryggingafélaga í
Liverpool árið 1982 korn í ljós
að nærri þrisvar sinnum (2,8)
meiri líkur voru á að skip færist
af völdum eldsvoða en af nokkr-
um öðrum orsökum.
Þegar flett er opinberum
gögnum um slys hér á landi eins
og t.d. hinni vönduðu og fróð-
legu árbók Slysavarnafélags Is-
lands kemur í ljós, að á hverju
ári eru 10-20% þeirra, sem
bjargað er úr lífsháska, bjargað
úr brennandi skipum eða
húsum.
Á fimm ára tímabili, frá
1979-1983, er í slysaannál SVFÍ
getið um 22 eldsvoða um borð í
skipum og 6 skip sökkva á hafi
úti á þessu fimm ára tímabili af
völdum bruna.
Samkvæmt skýrslum Sam-
ábyrgðar íslands um tjón á fiski-
skipum er fjöldi brunatjóna um
borð í skipum undir 100 rúm-