NT - 18.09.1985, Page 15
EC
Miðvikudagur 18. september 1985 15
Á íslandi og á Spáni
hafa skáldin varðveitt
þjóðartilfinninguna
Ræða forseta íslands í veislu Spánarkonungs
Konungur og drottning
Spánar.
Vuestras Majestades.
■ Ég færi yður kærar þakkir
fyrir að bjóða mér, sem full-
trúa íslands að heimsækja yður
á Spáni og til að dvelja hér á
mildari breiddargráðu þessa
daga. Sú gestrisni sem mér
hefur þegar verið sýnd og hlý
orð yðar hátignar hafa snortið
mig djúpt.
Einhver kann að spyrja sem
svo, hvort íslendingar og Spán-
verjar eigi nokkuð sameigin-
legt, þessar tvær þjóðir sem
augljóslega búa við ólík skil-
yrði; önnur á eylandi langt úti
á Atlantshafi og hin á sól-
vermdum skaga syðst í Evr-
ópu. Eyja og skagi - insula og
peninsula á latínu; þessi orð
skýra á svipstundu hvað það er
sem tengir þjóðir okkar. Þær
eru báðar tengdar hafinu en
það er einmitt hafið sem um
aldir hefur verið rnikkil sam-
gönguleið milli þjóða. Hafið
hefur stöðugt verið hvatning
þeim sem við það búa til að
kanna hvað handan þess leyn-
ist. Ekkert hefur auðgað sam-
skipti þjóða eins og hafið, -og
erekki reyndarmannlífiðsjálft
ókannað úthaf sem öllum er
ætlað að leggja á, hvort heldur
við byr eða mótbyr?
Forfeður þjóða okkar
beggja buðu hafinu birginn og
fundu sömu heimsálfu, íslend-
ingur árið þúsund, Kristófer
Kólumbus undir lok fimmt-
ándu aldar. Sagnfræðingum
okkar þykir reyndar ekki ólík-
legt að sæfarinn mikli hafi fært
sér í nyt íslenskar heimildir
áður en hann lagði upp í sína
merku ferð.
íslendingar og Spánverjar
hafa allt frá miðöldum vitað
hvorir af öðrum eða frá því
að íslensk þjóð varð til. íslend-
ingar eru ung þjóð meðal
þjóða. Við rekjum sögu okkar
til ársins 874 er forfeður okkar
námu land á ósnortinni eyju.
Skömmu eftir landnám hófu
íslendingar að rita sögu sína
og nánustu granna sinna. Saga
íslands var skráð á tungu sem
við höfum varðveitt og er enn
lifandi mál í heimalandi okkar.
íslensk tunga og saga eru höf-
uðþættir í sjálfsvitund íslensku
þjóðarinnar. Það er vegna
þessara heimilda, sem skráðar
voru fyrir mörgum öldum, að
okkur er kunnugt um að ís-
lendingar fóru til Spánar til að
auðga anda sinn. Sem dæmi
má nefna að á tólftu öld kom
Hrafn Sveinbjarnarson, frum-
herji læknavísinda á íslandi, til
Spánar til að kynna sér þá
læknislist, sem hann hafði frétt
að stæði þar á háu stigi.
Spánverjar þekktu einnig
mjög snemma til íslands. Þeir
leituðu fanga á auðugum mið-
um í hafinu, sem umlykur
okkur. Þeir komu til að sækja
Ijósmeti, því löngu áður en
menn uppgötvuðu svartagull
var til annar Ijósgjafi. Brætt
hvalspik lýsti upp dimma vetur
á Spáni.
Vissulega er jarðargróður á
Spáni ríkulegri en á íslandi, en
þó eru í báðum löndum
hrjóstrug héruð, auðnirog víð-
áttur. Slíkar ómælisvíddir efla
skilning og víðsýni manna og
auðvelda þeim að skilja hve
mikilvægur hver einstaklingur
er, þar sem lífið er stöðug
barátta við óblíða náttúru.
„Við íslendingar líkjumst hin-
um háfjallalegu og þrjósku
Spánverjum..." skrifaði kunn-
ur samtímahöfundur íslensk-
Og vissulega vekur margt
athygli sem líkt er með okkur
og tengir eyjuna okkar skagan-
um ykkar. A þrettándu öld var
ort á Spáni eitt fegursta sagna-
kvæði sem um getur, Poema
de Mio Cid. íslendingar
þekkja mannlýsingar þessa
kvæðis. Sömu manngerðir
koma fyrir í íslendingasögun-
um, þar sem sagnaritarar okk-
ar á miðöldum lýsa samtíma-
mönnum sínum, fólki af holdi
og blóði, sem rækir skyldur við
frændgarð sinn og höfðingja,
söguhetjur, sem eins og sögu-
hetjur okkar setja heiður og
rétt ofaröllu. íslenskurlesandi
finnur í þessari frásögn eins og
í íslendingasögunum, lýsingu
á algildum viðfangsefnum sent
gefa þessum bókmenntum
mannlegan og seiðandi blæ.
Þær eru og verða sígildar.
Þannig hafa forfeður þjóð-
anna okkar beggja fært okkur
í arf skáldskap í ljóðum og
sögum sem þúsund árum síðar
eflir vitund okkar um hver við
erum og hvar við erum og hvar
við erum stödd á vegferð.
Bergmál þeirra sern ortu í
fortíð ómar í nútíð. Á íslandi
eins og á Spáni hafa skáld
okkar varðveitt þjóðartilfinn-
ingu hvort sem verið hefur við
meðbyr eða mótbyr og þannig
hannað, hlekk fyrir hlekk, þá
keðju sem tengir nútíð og
framtíð.
Það þarf því engan að undra
að á landinu mínu langt í
norðri sé unnt að snúa
spænskri tungu á íslensku, svo
vel sem raun ber vitni svo
gjörólík sem hún er okkar
tungu. Meðal öndvegishöf-
unda spænskra bókmennta
sem þýddir hafa verið á ís-
lensku eru Cervantes og
Lorca. Mig langar til að leyfa
ykkur að heyra á íslensku fagra
þýðingu Magnúsar Ásgeirs-
sonar á vögguljóði úr Blóð-
brullaupi eftir Federico García
Lorca...
Hér skal hjartaljúfur
heyra um Stóra-Faxa,
hestinn úti í ánni.
Áin svöl og skyggð
rennur gegnum gljúfur
grænrökkvaðra skóga,
byltist undan brúnni
barmafull af hryggð.
Aldrei drenginn dreymir
dul. sem áin geymir,
hálf í undirheimum,
hálf í mannabyggð.
Sof þú baldursbrá,
því mannlaus bíður hestur
úti í á.
Blunda, rósin rjóð,
því niður hestins vanga
vætlar blóð.
í Evrópu hinna mörgu þjóða
tjáum við raunveruleikann
hver á sínu tungumáli og þar
má aldrei gleymast að leggja
rækt við móðurmálin. Það er
að þakka þeirri hefð sern þau
hafa skapað að menning okkar
hvors um sig, í þessum tveim
löndum ljóssins, kallast á. '
Þetta Ijós gerir okkur næm-
ari fyrir fegurð náttúrunnar og
fegurð listanna. Á umliðnum
árum höfum við æ betur gert
okkur grein fyrir því hvc sú
rödd er mikilvæg, sem talar til
okkar í listrænni sköpun, lif-
andi og hljómmikil í löndunt
okkar beggja, sköpun sent
hver með sínu sniði hefur svo
margt að gefa okkur. Nú, þeg-
ar óseðjandi tæknin eltir
manninn alla leið inn í einkalíf
hans, skiptir afar miklu að
rækta vináttu, hlýju og mann-
leg tengsl - og skapa þannig
varanleg listaverk. Það eru
bestu gjafirnar sem við getum
gefið hvert öðru. Þannig hlýð-
um við á rödd Spánar á Islandi
og vonum að þið megið einnig
heyra okkar.
I hinum mikla lífsvef erum
við þræðir í margvíslegum
litum. Þræðirnir fléttast saman
og skapa þannig í sífellu
mynstur og litbrigði. í sam-
skiptum þjóða okkar verður
jafnhliða menningarlegum
samskiptum að leggja áherslu
á viðskipti, sem hafa verið
mismunandi mikil á liðnunt
árum en aukast nú æ meir af
beggja hálfu og verða sífellt
fjölbreyttari. Nútíma tækni,
svo sem tölvutæknin í fiskiðn-
aði opn.ar nýjar viðskiptaleiðir.
Fulltrúar íslands eru einmitt
um þessar mundir á sýningu í
Galisíu, - því nú er svo komið
að við getum skipst á ýmsu
öðru en saltfiski og víni, sem
verið hefur meginþáttur í við-
skiptum okkar. Ekki skal því
heldur gleymt að straumur
ferðamanna hefur aukist mjög
á síðustu árum, einkum ferðir
íslendinga til Spánar og hefur
það ríkulega stuðlað að því að
kynna Spán og spænska menn-
ingu á íslandi.
Það er von mín að þessi
kynni styrki enn vináttubönd
þjóða okkar og að traust vin-
átta megi ávallt vera öðrum
fordæmi, - eins og lýsandi viti
sem beinir sæförunt heimshaf-
anna í örugga höfn. Þegar
hugsað er til framtíðarinnar er
gott til þess að vita að íyrir
þetta verði okkar minnst.
Permitídme por último, Ma-
jestades, expressar la alegría
que siento al estar aqui entre
vosotros. Para mi es una oport-
unidad rnuy especial conocer
de cerca esta tierra de luz e
ilustre cultura.
Brindo por Vuestras Majest-
ades y la Fantilia Real - por
Espana y los espanoles - por la
amistad entre nuestras dos
rimerkj
Enn um póstsögu
■ Póstsögusöfnuninhefir orðið
geysivinsæl á síðustu tveim ára-
tugum. Hafa margir frímerkja-
safnarar, sem aðeins safna á
hefðbundinn hátt oft látið sér
um munn fara, að þessi grein
söfnunar sé að verða meira
metin en sjálf frímerkjasöfnun-
in. Ekki vil ég skilja póstsögu-
söfnunina frá frímerkjasöfnun-
inni, en tel þetta aðeins eina
grein á meiði hennar. Hitt er
svo annað mál, að stimplasöfn-
un sem slík, án þess að um
beina póstsögusöfnun sé að
ræða, er líka orðin mjög vinsæl
grein víða erlendis. Þá er um að
gera að safna sem flestum mis-
munandi stimplum, frá ein-
hverju landi, eða einhverju
landsvæði, þá jafnvel á ódýrustu
merkjum sem mögulegt er að
fá. Það gildir að eiga sem flesta
mismunandi stimpla. Síðan má
flokka þessa stimpla niður ’í
mismunandi stimpilgerðir og af-
brigði.
Ef við snúum okkur að íslandi
þá er ekki mikið um þessa grein
söfnunar hér en þó nokkuð.
Það hefir nefnilega komið í Ijós,
að það er ekkert auðvelt að
safna íslenskum stimplum.
Sumir, t.d. svissneskir brúar-
stimplar, eru allt að því sjald-
gæfari en skildingabréf. Þetta
hefir Sigurður Þormar fengið að
reyna, en hann er vafalítið sá
sem lengst hefir náð í söfnun
íslenskra brúnarstimpla. Hefur
hann sýnt safn sitt að undan-
förnu á nokkrum sýningum, til
óblandinnar ánægju og upplýs-
ingar fyrir þá sem verið hafa að
fást við slíka söfnun. Hvort svo
allir kunna að meta þessa grein
söfnunar er svo annað mál. Þar
verð ég bara að segja álit mitt,
en það er að þessi söfnun er
engu minna virði en aðrar grein-
ar frímerkiasöfnunar. Sjald-
gæfni hennar er minnst eins mikil
og í öðrum greinum. Þá hefir
Sigurður unnið stórkostlegt
frumrannsóknarstarf á þessum
vettvangi. Það er ekki auðveld-
ara að ná saman tslenskum
brúarstimplum, en t.d. ítölskum
stimplum frá 13. öld, enskum
frá 16. öld og sænskum frá 17.
öld. Islenska stimplaflóran er
ekki eins skrautleg og mörg sú
erlenda, en aftur á móti er
oftast nær mun erfiðara að ná
heilum söfnum íslenskra
stimpla af ýmsum gerðum, að
ekki sé talað um heildina. Hér
er t.d. aðeins einn sérstakur
skipsstimpill til, engir járn-
brautarstimplar, svo nokkuð sé
nefnt.
1
Sérstimplar eru heldur ekki
margir miðað við ýms önnur
lönd. Tækifærisstimplanir fáar
(Vatnajökull - Chr. X.
blokkin). Vélstimplar aftur á
móti orðnir nokkuð margir og
ýmsir hliðar stimplar á þeim. Þá
er og orðin mikil söfnun svokall-
aðra verðstimpla (Frankostimpla).
Herstimplar aðeins erlend
ir. Nokkrir auglýsingastimplar,
bæði á verðstimplum og vél-
stimplum, auk TOLLUR,
REBUTS, AÐKOMIÐ,
SKIPSBRÉF, ÁRDEGIS,
PÓSTSTOFAN, BÍLPÓST-
UR, PAQUEBOT, T,
■ Gamlir Reykjavíkurstimplar
FRANCO, PP, MISSENT TO
ICELAND, og eflaust margt
fleira.
Það er vonum seinna að farið
er í alvöru að rannsaka íslensku
stimplana og hverjir í raun hafi
verið til og notaðir. Undirritað-
ur hefir gert tilraunir með að
skrá íslenska stimpla í Islensk
frímerki á undanförnutn árum,
auk þess að skrifa 3 hefti um
íslenska stimpla, sem út komu í
Kaupmannahöfn. Þá eru
sænsku íslandssamlarna að
vinna að gerð handbókar um
íslenska stimpla. Mikið hefir
útgáfa hennar dregist frá fyrstu
áætlun. Væri þó vissulega vel að
hún kæmi út sem fyrst. Það þarf
enginn að ætla sér þá dul, að
koma út með fullkomið verk
um stimplana í fyrsta höggi,
ekki heldur öðru. Nær lagi væri
að segja að slík bók verði aldrei
fullkomin. Það eru alltaf að
koma nýir stimplar í ljós og
notkun stimpla á öðrum stöðum
•en til var ætlast. Má þar nefna
svo nýtt dæmi sern notkun
Garðabæjarstimpilsins í Kópa-
vogi, meðan verið var að gera
upp pósthúsið í Garðabæ eftir
bruna. Þá má nefna stimpilinn
með nafni Kaldrananess, not-
aðan í Odda í Strandasýslu.
Sigurður H. Þorsteinss.