NT


NT - 18.09.1985, Síða 24

NT - 18.09.1985, Síða 24
HRINGDU ÞÁ í SÍIX/IA 68-65-62 Við tökum við abendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leið ir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsimar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 ■ Hluti fundargesta á hátíðafundinum. Forstjóri danska iðnlánasjóðsins: Gott bankakerfi er forsenda iðnvaxtar 50 ára afmæli Iðnlánasjóðs Islands ■ Aðgangur iðnaðar að láns- fjármagni var meginumræður efni Olav Grue, forstjóra danska iðnlánasjóðsins^í erindi sem hann flutti á hátiðafundi íslenska Iðnlánasjóðsins í gær. í erindinu rakti Grue sögu danska sjóðsins, sem stofnaður var 1958, aðallega fyrir tilstilli Danmarks Nationalbank, með það fyrir augum að bjóða upp á valkost við langtíma veðlán með fasta vexti og stutt lán peninga- stofnana með breytilega vexti. i niðurlagi erindis síns, sagði Grue að hann væri sannfærður um að velgengni dansks iðnaðar væri ekki síst því að þakka að þar ríkti frjálst hagkerfi þar sem ábyrgð og ákvarðanataka hvílir á margra herðum. Einnig sagði hann að gott bankakerfi og aðgangur iðnfyrirtækja að lána- stofnunum væri grundvöllur þess að iðnaðurinn hefði getað vaxið svo sem raun ber vitni. Hátíðafundur þessi var hald- inn í tiiefni af hálfrar aldar afmæli Iðnlánasjóðs fslands, sem stofnaður var 1935. í frétta- tilkynningu frá Iðnaðarbankan- um, sem annast daglegan rekst- ur sjóðsins, segir að sjóðurinn hafi frá upphafi verið aðalfjár- festingalánasjóður iðnaðarins. Heildarráðstöfunarfé sjóðsins á þessu ári er 700 milljónir króna. Útistandandi lán um síðustu áramót voru 1.600 milljónir króna en eigið fé 410 milljónir króna. Starfssvið sjóðsins hefur auk- ist síðustu ár og veitir hann nú auk véla- og byggingalána, lán og styrki til vöruþróunar- og markaðsmála. Daglega framkvæmdastjórn sjóðsins annast Bragi Hannes- son, bankastjóri, en skrifstofu- stjóri sjóðsins er Gísli Bene- diktsson. Stjórn sjóðsins skipa þeir Jón Magnússon, hdl., Gunnar Björnsson, húsasmíða- meistari og Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri. ■ Við erum á móti því að stjórnvöld sýni sumum atvinnu- greinum forgang fram vfir. aðrar. Þetta sagði Jón Magnús- son, stjórnarformaður Iðnlána- sjóðs m.a. í samtali við blm. NT á hátíðafundinum í gær. „Spurningin er hvernig við vilj- tim byggja upp atvinnugreinarn- ar í framtíðinni. Við höfum þegar fullnýtt sjávarútveg og landbúnað svo að framþróunin hlýtur að vera í iðnaði og verslun.“ Kvóti til þriggja ára fyrir Alþingi Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, lagði fram drög að nýju kvótakerfi á ríkisstjórnarfundi í gær ■ Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði Halldór Ásgrímsson fram drög að frumvarpi um stjórnun fiskveiðanna til næstu þriggja ára. Áður hafði frumvarpið ver- ið kynnt samráðsnefnd, sem í eiga sæti ýmsir hagsmunaaðilar í sjávarútveginum. „Helstu breytingar frá kvótakerfinu eru að í nýja frumvarpinu er stefnan ákveðin til þriggja ára, auk þess sem Alþingi mun hafa meira að segja um alla framkvæmd kvótakerfisins," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við NT í gær. Halldór sagði að þetta yrði lagt fyrir Alþingi strax og þing kæmi aftur saman. Hann bjóst við því að það gæti tekið sinn tíma í meðför þingsins, en hann efaðist ekki um að þingið væri sammála um að hafa einhverja stjórn á veiðum áfram og á meðan aðrar hugmyndir en kvótakerfið kæmu ekki fram, sá hann enga ástæðu til að ætla annað en að frumvarpið færi í gegn. Engin umræða varð um frumvarpsdrögin á ríkisstjórn- arfundinum. Samkvæmt heimildum NT er hugmyndin um að menn geti millifært kvóta frá einu ári til annars með í frumvarpsdrögun- um. Er talað um að hægt sé að færa um 5% af kvóta næsta árs yfir, en á móti geta menn lagt inn um 10% af þeim kvóta sem þeim hefur verið úthlutað- ur. Ekki er talið líklegt að þessi heimild komist til framkvæmda í ár, þar sem í gildi er löggjöf um kvótamálin, senr nær til áramóta. Önnur stórbreyting er í nýju lögunum, en það er að ýmis atriði sem nú eru í reglugerð, einsog t.d. millifærslur á kvóta milli skipa, viðmiðunarmörk við heildarafla og þannig fram eftir götunum, verða nú í lögunum, þannig að Alþingi mun hafa mun meira að segja um alla framkvæmd málsins. Heildaraflamark er ákveðið til hvers árs í senn og því er fyrst og fremst verið að marka stefn- una við stjórnun fiskveiðanna með nýju kvótalögunum. Hins- vegar á að gera þriggja ára spá fram í tímann, sem byggir á útreikningum Hafrannsóknar- stofnunar, væntanlega fyrir helgi. Þegar frumvarpsdrögin voru kynnt hagsmunaaðilum sjávar- útvegsins, munu þau hafa lagst misjafnlega í menn. Sjómenn tóku þeim fálega, töldu kerfið ekki nógu sveigjanlegt, hinsveg- ar munu fulltrúar fiskvinnslunn- ar og útgerðarinnar hafa tekið hugmyndinni vel. Myndlist: „ Gunnar Orn sýnir í New York - í f rægu galleríi þar sem aðeins þeir bestu í heim- inum fá inni með verk sín ■ Gunnari Erni Gunnars- syni myndlistarmanni mun hafa verið boðið að haida sýningu á verkum sínum í frægu jgalleríi í New York borg. Iþessu galleríi munu aðeins bestu myndlistar- menn í heiminum sýna og þetta mun vera einhver mesti heiður sem íslenskum myndlistarmanni hefur hlotnast. Samkvæmt heimildum NT mun bandarískur list- fræðingur sem staddur var hér á landi hafa rekist inn á sýningu á verkum Gunnars og hrifist svo mjög að hann bauð Gunnari að halda sýn- ingu í galleríinu. Gunnar Örn staðfesti í samtali við NT að sér hefði verið boðið að halda sýn- ingu í galleríinu og að sýn- ingin hæfist 2. október næst- komandi. „Ég vil helst ekk- ert um þetta segja fyrr en sýningin er afstaðin,“ sagði Gunnar sem mun halda utan bráðlega. NT-mynd: Róbert

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.